Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988
45
Jón Karl Baldurs
son - Kveðjuorð
Góður drengur er genginn. Við
sem eftir stöndum spyrjum okkur
spuminga sem aldrei fást svör við
og þó svo væri er ekki víst að það
væri þeim huggun sem missa ást-
vin sinn. Lífið er ekki til að skilja
það, miklu fremur til að sætta sig
við og það sama virðist gilda um
dauðann. Þó orð séu einskis megn-
ug langar okkur að minnast Kalla
með örfáum orðum.
Allar okkar bernskuminningar
em á einhvem hátt tengdar honum,
leikir og störf. í okkar huga var
Kalli svo mikið náttúmnnar bam
með óteljandi hæfileika. Hugmynd-
irnar streymdu frá honum og við
Grýtubakkakrakkarnir höfðum nóg
að starfa. En Kalli var svo ótal-
margt. Ábyrgðarfullur frá fyrstu tíð
sem sést m.a. á röggsemi hans að
taka við búi á Grýtubakka með
móður sinni, þá aðeins 16 ára gam-
all. Kalli var hrókur alls fagnaðar
á gleðistundum og þó leiðir hafi
skilið á fullorðins ámm var alltaf
jafn gaman að hitta hann á förnum
vegi. Hann hafði kraftinn sem smit-
aði út frá sér hvar sem hann fór.
Góður drengur er genginn, minn-
ing hans lifir áfram í hugum okk-
ar, alla tíð.
Við sendum okkar bestu kveðjur
til fjölskyldu hans og annarra að-
standenda.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Steingerður og Snæbjörn
Minning:
SigurðurKr. Þorbjam-
arson, Neðranesi
Fæddur 18. mars 1915
Dáinn 5. desember 1988
Sigurður frændi minn lést á heim-
ili sfnu að morgni 5. desember sl.
Okkur hjónunum brá mjög er við
fréttum andlát hans þá um morgun-
inn, einkum vegna þess að við höfð-
um verið gestir þeirra hjóna kvöldið
áður og rætt við þau svo sem venja
var er við sóttum þau heim. Hinsveg-
ar var öllum ljóst að hann gekk
ekki heill til skógar og hafði dvalið
um tíma á sjúkrahúsi Akraness nú
í vetur.
Ég minnist þess frá mínum
bemsku og unglingsárum hvað gam-
an var að koma að Neðranesi, eink-
um vegna þess að þar var alltaf eitt-
hvað nýtt að sjá, sem þeir bræður
Sigurður og Halldór höfðu smíðað:
eftirlíkingar af bílum og vélum ýmis-
konar. Þá var ekki síður gaman að
fá að fara út á Þverá á bátnum sem
ávallt var þar til, því samgöngur frá
Neðranesi lágu gjarnan yfir Þverá
og út á þjóðveg áður en vegur kom
þar heim svo sem nú er.
Sigurður var einnig óþreytandi
að lesa fyrir mig skrýtlur úr dönsk-
um blöðum og enskum sem nóg var
til af þar á bæ, því Sigurður var
mjög vel að sér um bæði innlend og
erlend málefni og las bæði ensku
og dönsku, jafnvel þýsku enda hafði
hann stundað nám í gagnfræðaskóla
í Reykjavík á sínum yngri árum.
Sigurður Kristinn fæddist í Neð-
ranesi 18. mars 1915. Foreldrar
hans voru Þorbjörn Sigurðsson bóndi
í Neðranesi og Þórdís Halldórsdóttir
Jónssonar bónda á Brúarreykjum.
Sigurður var maður prúður í
framgöngu, snyrtilegur og
smekkvís. Hann var hófsamur í
skoðunum, tillögugóður og hlýr í
viðmóti og munu menn minnast hans
lengst vegna þessara góðu eigin-
leika.
Hann gegndi mörgum trúnaðar-
stöðum fyrir sveit sína: var í hrepps-
nefnd, skattanefnd, meðhjálpari og
sóknamefndarformaður í Stafholts-
sókn og sat marga héraðsfundi. Var
virkur félagi á ungmennafélagi Staf-
holtstungna og mætti sem fulltrúi á
þingum UMSB og var einnig fulltrúi
á aðalfundum Kaupfélags Borgfirð-
inga.
Sigurður tók við þar sem faðir
hans lauk sínu ævistarfi 1942 og
bætti jörðina að ræktun og húsa-
kosti. Nú síðast hafði hann lokið við
að byggja íbúðarhús fyrir fáum
árum.
Hann kvæntist eftirlifandi konu
sinni Jórunni Jóhannsdóttur frá
Litlu-Fellsöxl í Skilmannahreppi
1943 og voru þau hjón mjög sam-
hent í búskapnum og áttu afburða
gott bú svo af bar.
Neðranes er falleg jörð á bökkum
Hvítár og Þverár og var í þjóðbraut
áður fyrr vegna vaðs á Hvítá fyrir
landi Neðraness og er þessa bæjar
oft gerið í fornum sögum vegna þess.
Sigurður féll frá við störf sín 5.
desember sem fyrr er sagt og hefði
því getað tekið undir þéssi orð úr
Biblíunni: „Oss ber að vinna verk
þess er sendi oss, meðan dægur er,
því nótt kemur og enginn getur
unnið."
Við hjónin biðjum honum guðs-
blessunar á þeim vettvangi sem hann
starfar nú á og við þekkjum ekki
og sendum aðstandendum, konu
hans og sonunum Þorbimi og Þóri
Gunnari, innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Þorsteinn Sigurðsson
■ Móðir okkar og tengdamóðir. h
ÁGÚSTA GUÐMUNDSDÓTTIR THORLACIUS,
andaðist fimmtudaginn 22. desember.
Birna Thorlacius, Margrét Thorlacius, Gunnlaugur Gunnlaugsson, Ólafur Helgi Ólafsson,
Þórhildur Þorleifsdóttir, Björg Thoriacius, Tryggvi Tryggvason,
Ólöf Thorlacius, Haraldur L. Haraldsson.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR STEINDÓRSSON,
fyrrv. tollþjónn,
Vesturgötu 19,
Keflavík,
er látinn.
Gunnlaug Jónsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR KJARTANSDÓTTIR,
Engihjalla 19,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. desember
kl. 15.00.
Tryggvi Benediktsson,
Þórunn Björk Tryggvadóttir, Reynir Þór Ragnarsson,
Kjartan Tryggvason,
Gyða Dröfn Tryggvadóttir, Árni Magnússon,
og barnabörn.
t
Útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa,
SIGURÐAR EINARSSONAR
frá fvarsseli
fyrrv. vörubflstjóra,
Laufásvegi 10,
er lést í Landspítalanum að morgni 17. desember, veröur gerð
frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 28. desember kl. 15.00.
Helgi Sigurðsson,
Elín Hildur Sigurðardóttlr, Ómar E. Ólafsson,
Elvar Sigurðsson, Guðrún Jóna Jóhannesdóttir,
Einar Sigurðsson,
Hörður Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Minning:
Guðrún Kemp
Þegar ég sá myndina af Guð-
rúnu minni Kemp í minningargrein
um hana í Morgunblaðinu þá hrökk
ég nokkra áratugi aftur í tímann.
Rétt er að taka fram að Guðrún
var Pálsdóttir og fædd og uppalin
hér í Reykjavík, en fluttist vestur
um haf og þar tók hún upp nafn
maka síns, Kemp, við giftingu og
síðar seinni maka, Crosier, sem
hún lifði, en dáði svo, að hún gat
sjaldan orða bundist ef á hann var
minnst.
Árið 1948 stofnaði Guðrún
fyrstu AA-deildina hér í Reykjavík.
Hún hafði kynnst hreyfíngunni
fyrir vestan og sem góður íslend-
ingur vildi hún reyna að kynna
löndum sínum það sem hún taldi
sig hafa fundið dýrmætast í nýja
heiminum. En framtak Guðrúnar
koðnaði niður nokkuð fljótlega eft-
ir að það hætti að njóta forystu
hennar, og þessi þáttur í menning-
arlífi okkar lá svo niðri þar til
annar Islendingur, sem einnig
hafði flutt búferlum vestur um
haf, kom til gamla landsins og
tókst að gróðursetja AA-tréð í það
ftjóan jarðveg að það náði að festa
rætur.
En þætti Guðrúnar var ekki þar
með lokið í gróðursetningunni, því
hún kom ár eftir ár og leiðbeindi
okkur og ég tel að það sé henni
mjög mikið að þakka, að AA hélt
sér við jörðina og s[app fram hjá
þeim hættum að verða að stofnun
eða fyrirtæki og lenda í samkeppni
við alla hina sem líka vilja bjarga
°g byggja upp heilbrigt fólk.
Hlutdeild Guðrúnar í AA á ís-
landi verður aldrei metin og verður
vonandi aldrei gerð tilraun til að
meta hvorki hlutdeild hennar né
annarra sem þau mál gera að
sínum, en mér gaf hún þann skiln-
ing á drykkjuskap og alkóhólisma
sem enst hefur mér fram að þessu
og hefur orðið mér styrkur til að
gera mér ljóst að drykkjuskapur
er viðráðanlegt fyrirbæri, en alkó-
hólismi afleiðing sem maður situr
uppi með, en er langt frá því að
þurfa að vera nokkrum manni fjöt-
ur um fót.
Blessuð sé minning þessa góða
íslendings, sem nú hefur verið
grafínn fjærri ættjörð sinni, en sem
var svo heppinn að vera kjörinn
verkfæri Guðs til að ryðja hinum
óþekkta meðbróður leið til betra
lífs.
Steinar Guðmundsson
t
Móðir okkar, tengda- og fósturmóöir, amma og langamma,
SESSEUA KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR,
Grænumörk 3,
Selfossi,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju þriðjudaginn 27. desember kl.
13.30.
Jónas Magnússon, Aðalbjörg K. Haraldsdóttir,
Halldór Magnússon, Erla G. Kristjánsdóttir,
Ragnar Reynir Magnússon, Guðleif Sveinsdóttir,
Ragnheiður Jónasdóttir, Pálmar Vfgmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför fósturson-
ar míns, sonar, bróður og fósturbróður,
ÞORSTEINS BRYNJÓLFS PÉTURSSONAR
bónda,
Ytra-Felli, Dalasýslu.
Halldóra Ingirfður Ólafsdóttir,
Pétur Ólafsson, Jóhann G. Pótursson,
Ólafur Pétursson, Einar G. Pótursson,
Agnes Pótursdóttir, Björgvin H. Kristinsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út-
för móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓNÍNU ÁSMUNDSDÓTTUR
frá Vffilsnesi,
Háagerði 59, Reykjavfk.
Guð blessi ykkur öll og gleðilega jólahátíð.
Sigrfður Júlfusdóttir, Sigurgísli Eyjólfsson,
Sólveig Ása Júlíusdóttir, Steinar Freysson,
Þorbjörg Júlfusdóttir, Þórólfur Magnússon,
Frímann Júlíusson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför
STEFÁNS GUÐMUNDSSONAR,
Lækjarfit 6,
Garðabæ.
Sigurlaug Stefánsdóttir,
Sveinn Viöar Stefánsson,
Heiða Sólrún Stefánsdóttir,
Guðmundur Stefánsson,
Guðný S. Stefánsdóttlr,
Kristrún Sveinsdóttir,
Jóhannes Hjaltested,
Sigrföur Brynjólfsdóttir,
Jón Sigfússon,
Unnur Jóhannsdóttir,
Hörður S. Hrafndal
og barnabörn.