Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988
Þröstur byijar vel
á EM unglinga
Skák
Margeir Pétursson
ÞRÖSTUR Þórhallsson hefur
byrjað mjög vel á Evrópumeist-
aramóti unglinga i Arnhem í
Hollandi, sem hófst rétt fyrir
jólin. Að loknum Qórum um-
ferðum er hann í öðru sæti með
þijá og hálfan vinning. Á meðal
þeirra sem Þröstur hefur lagt
að velli er núverandi Evrópu-
meistari, Boris Gelfand frá Sov-
étríkjunum, sem er langstiga-
hæsti keppandinn, hefur 2.585
stig. Árangur Þrastar er þó ekki
það sem mest hefur komið á
óvart á mótinu, heldur er það
Norðmaðurinn Rune Djurhuus,
sem hefur unnið fjórar fyrstu
skákir sínar. í Qórðu umferðinni
vann Djurhuus hinn Sovétmann-
inn, Dreev.
Á mótinu í fyrra höfðu sovézku
þátttakendumir tveir mikla yfir-
burði, Gelfand sigraði með lU/2
vinningum af 13 mögulegum, en
landi hans Vassily Ivanchuk, sem
þykir nú efnilegastur sovézkra
unglinga, varð annar með 11 v.
Átta og hálfur vinningur dugði þá
í þriðja sætið. Það er þegar orðið
greinilegt að sovézku þátttakend-
umir koma ekki til með að eiga
eins auðvelda daga og í fyrra. Að
loknum fjórum umferðum eru þeir
Gelfand og Dreev í 3.-7. sæti með
þrjá vinninga ásamt þeim Kontic,
Júgóslavíu, Rabego, Spáni og Van
Wely, Hollandi.
Þröstur var nokkuð farsæll í
skákinni við Gelfand, í tímahraki
lék Rússinn gróflega af sér manni.
Þetta var fyrsti sigur íslendings
yfir Sovétmanni á Evrópu- og
heimsmeistaramótum unglinga að
því er ég bezt veit.
Evrópumeistaramót unglinga
hefur jafnan verið haldið í Hollandi
og var viðurkennt af FIDE sem
slíkt árið 1972. Frá 1980 eru það
aðeins Norðurlandabúar sem hafa
náð að rjúfa einokun Sovétmanna
á titlinum, Svíinn Akesson sigraði
1981, Daninn Curt Hansen 1982
og Svíinn Ferdinand Hellers 1985.
Það verður fróðlegt að sjá hvort
þeim Djurhuus og Þresti tekst
áfram að standa upp í hárinu á
Sovétmönnunum.
Slavneska vömin hlýtur að vera
sérstök uppáhaldsbyijun Þrastar.
4 Lloyds bank-mótinu 1987
tryggði hann sér alþjóðlega meist-
aratitilinn með því að vinna Paul
Littlewood, fyrrverandi Englands-
meistara, með svörtu í u.þ.b. 20
leikjum, með henni. Á Ólympíumót-
inu um daginn fékk hann að tefla
hana einu sinni og lagði þá að velli
hinn kunna ítalska alþjóðameist-
ara, Stefano Tatai. í Amhem hefur
hann beitt henni tvisvar, gegn
tveimur austantjaldsmönnum, Pól-
veija og Sovétmanni, og unnið
báðar skákimar.
Skákstíll Þrastar er traustur,
hann lendir oft í erfíðum stöðum,
en verst þá af mikilli hörku. Honum
eru hins vegar stundum mislagðar
hendur í stöðum sem flestir aðrir
myndu álíta auðtefldar. Tapskák
hans gegn Tékkum á Ólympíumót-
inu var þannig til komin. Ef honum
tekst að setja undir þann leka er
hann til alls líklegur á þessu ungl-
ingamóti, hann hefur byijað vel og
er laus við hættulegasta keppinaut-
inn.
Þresti til aðstoðar á mótinu er
Gunnar Bjömsson, sem var reyndar
einnig með honum á þessu móti í
fyrra. Þá gekk Þresti illa, hann
hlaut sex vinninga af 13 möguleg-
um.
Við skulum nú líta á vinnings-
skákimar gegn A-Evrópubúum:
Hvitt: Kula (Póllandi)
Svart: Þröstur Þórhallsson
Slavnesk vöm
1. d4 - d5 2. c4 - c6 3. Rc3 -
Rf6 4. Rf3 - e6 5. Bg5 - h6 6.
BxfG - DxfB 7. e3 - Rd7 8. Bd3
- Bd6 9. 0-0 - De7 10. e4 -
dxc4 11. Bxc4 — e5 12. d5 — Rb6
13. dxc6! — bxc6
Þetta afbrigði var einnig teflt í
skák okkar Þrastar á íslandsmót-
inu í Hafnarfírði í ágúst. Lakara
er 13. — Rxc4? 14. cxb7 — Bxb7
14. Da4+ og hvítur vinnur manninn
til baka og peð að auki. í skák
okkar Þrastar varð framhaldið 14.
Bb3 — 0-0 15. Rh4! og hvítur fékk
heldur þægilegri stöðu, þótt skák-
inni lyktaði með jafntefli í 31 leik.
Pólveijinn teflir mun veikar:
14. Be2?! - Bg4 15. Rd2 - Be6
16. Bg4 - 0-0 17. Bxe6 - Dxe6
18. Hcl - Hfd8 19. De2 - Hab8
20. b3?
20. - Bb4 21. Hfdl - Hd6! 22.
Rfl?! - Hbd8 23. Hxd6 - Hxd6
24. Rdl? - Hd4 25. Hc2 - Rd7!
26. Rb2 - Rc5 27. Í3 - Dd7 28.
Rc4?
Hvítur hleypir svarta hróknum
inn á sig, sem gerir illt verra. 28.
Hc4 missir einnig marks vegna 28.
— Ba3! Skást var 28. Re3, sem
svartur svarar væntanlega með 28.
— Re6 og það er ólíklegt að hvítur
geti varið stöðuna
28. - Hdl 29. Rb2 - Dd4+ 30.
D£2 - Hal
Svo sem sjá má af stöðumynd-
inni hefur hvítur verið gersamlega
yfírspilaður og nú er staðan að
hrynja. 31. Rc4? er t.d. svarað með
31. — Hxfl+ og svartur mátar.
Drottning'akaup bæta heldur ekki
hag hvíts, eftir 31. Dxd4 — exd4
32. Rc4 - d3 33. Hf2 - Bel 34.
Hb2 — Bc3 vinnur svartur.
31. Hc4 - Dxf2+ 32. Hxf2 -
Hxa2 33. Hxb4 — Rd3+ og hvítur
gafst upp.
í skák Þrastar og Evrópumeist-
arans var tekið til meðferðar mikið
tízkuafbrigði Meranovamarinnar,
en svo nefnist eitt af afbrigðum
Þröstur Þórhallsson, alþjóðleg-
ur meistari.
drottningarbragðs sem flokkað er
undir slavneska vöm. Það er kennt
við ítalska bæinn Merano
Hvitt: Gelfand (Sovétrikjunum
Svart: Þröstur Þórhallsson
Slavnesk vörn
1. d4 - d5 2. c4 — c6 3. Rf3 —
RfB 4. Rc3 — e6 5. e3- Rbd7
6. Bd3 - dxc4 7. Bxc4 - b5 8.
Bd3 — a6 9. e4 — c5 10. e5 —
cxd4 11. Rxb5 — axb5
Hér koma tveir aðrir mögu-
leikar til greina. 11. — Rg4 er
nú fallinn í ónáð og 11. — Rxe5!?
leiðir til gifiirlegra tvisýnna
flækja þar sem sá vinnur yfir-
leitt sem hefiir lært betur heima
12. exfB — Db6 13. fxg7 — Bxg7
14. 0-0 - 0-0 15. Hel - Bb7 16.
Bf4 - Bd5 17. Hcl!?
Upp á síðkastið hefur hvítur iðu-
lega látið sig hafa það að þvinga
fram jafntefli með 17. Re5 — Rxe5
18. Bxe5 — Bxe5 19. Bxh7+ —
Kxh7 20. Dh5+ og þráskákar.
Þetta gerði t.d. Nogueiras gegn
Beljavsky á heimsbikarmótinu í
Belfort i sumar. Gelfand er skiljan-
lega á höttunum eftir meira en
jafntefli. Nú hefði verið fróðlegt
að sjá hvemig hann hefði svarað
17. — Hxa2!?, en Þröstiy leggur
ekki í að taka peðið. Eftir t.d. 18.
Hc7 — Rf6 19. Dbl hefur hvítur
einhveijar bætur.
17. - Hac8 18. Rg5 - h6 19.
Hxc8 - Hxc8 20. Bh7+ - Kf8?
Hér var mun betra að leika 20.
— Kh8, en Þröstur hefur líklega
óttast 21. Rxf7+ — Kxh7 22. Dd3+
— Kg8 23. Rxh6+. Eftir 23. —
Kf8 24. Dh7 - Rf6 25. Dg6 -
Hc7, eða 24. Dg6 — e5 nær svart-
ur þó að veijast. Það er eins og
Þröstur hafí treyst andstæðingnum
of vel í þessari skák og sneitt hjá
Boris Gelfand, núverandi Evr-
ópumeistari unglinga.
flækjum af óþörfu. Eftir þessi mis-
tök hrekst svarti kóngurinn út á
borðið og hvítur nær mun betri
stöðu.
21. Re4 - Rf6 22. Rxf6+ - Bxf6
23. Dh5 - Da5 24. Hdl - Dxa2
25. Dxh6+ - Ke7 26. Bg5 -
Bxg5 27. Dxg5+ - Kd6 28. Df4+
- Ke7 29. Dxd4 - Hc4 30. Dd2
- Da4 31. h3 - Da8 32. Dg5+
- Kd6 33. b3 - Hd4 34. Hel -
Dh8 35. Bg8 - f6
Nú hefði hvítur haft unnið tafl
ef hann hefði leikið 36. Dg3+, sem
svartur verður að svara með 36. —
e5, því 36. — Kd7? 37. Hcl gengur
ekki. Eftir uppskipti á biskupum
ætti umframpeðið og slæm kóngs-
staða svarts að tiyggja hvíti sigur.
í tímahraki verður Rússinn hins
vegar of bráður á sér og yfírsézt
að eftir 36. — Dxg8 þá hótar svart-
ur máti á g2. Eftirleikurinn er auð-
veldur fyrir svart.
36. De3?? - Dxg8 37. g3 - e5
38. Dh6 - Ke6 39. Dh5 - Kd6
40. Dh6 - Ke6 41. Dcl - Da8
42. Kh2 - Dc6 43. Db2 - Hd3
44. Hcl - Db6 45. g4 - Dd4 46.
Dc2 - Bb7 47. b4 - Dd5 48.
Hgl — Df3 og hvítur gafst upp.
ÁRNAÐ HEILLA
O A ára afinæli. í dag,
ðU aðfangadag, er áttræð
frú Helga K. Halldórsdóttir
Olesen, Nökkvavogi 10 hér
í bænum. — Eiginmaður
hennar er Alfred Olesen fyrr-
verandi verkstjóri.
jr ára afinæli. Næst-
I *J komandi þriðjudag 27.
þ.m. er 75 ára Haukur Vig-
fússon, Naustabúð 8, Hell-
issandi. Hann og kona hans,
Steinunn Jóhannsdóttir, ætla
að taka á móti gestum á heim-
ili sínu, á afmælisdaginn, eft-
ir kl. 19.
WA ára afinæli. Ájóladag,
I U sunnudag, er sjötugur
Einar Runólfsson skipstjóri
frá Vestmannaeyjum,
Digranesvegi 36, Kópavogi.
Kona hans, frú Vilborg Ein-
arsdóttir, er líka Vestmann-
eyingur.
60
ára afinæli. í dag,
aðfangadag jóla, er
sextug frú Kristín Kjær-
nested, Þórufelli 20, Breið-
holtshverfí. Hún og maður
hennar Steingrímur Nikulás-
son ætla að taka á móti gest-
um í dag, afmælisdaginn, í
Templarahúsinu við Eiríks-
götu, (efri hæð) á nýársdag
eftir kl. 18.
dag, er fímmtug Inga E.
Árnadóttir frá Los Angeles
starfsmaður SAS flugfélags-
ins. Hún hefur búið þar vestra
síðan 1965. Hún er stödd
hérlendis hjá móður sinni,
Suðurgötu 16 í Keflavík og
tekur á móti gestum, á af-
mælisdaginn, á Flug-hótelinu
þar í bæ, kl. 16—19.