Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988 Þröstur byijar vel á EM unglinga Skák Margeir Pétursson ÞRÖSTUR Þórhallsson hefur byrjað mjög vel á Evrópumeist- aramóti unglinga i Arnhem í Hollandi, sem hófst rétt fyrir jólin. Að loknum Qórum um- ferðum er hann í öðru sæti með þijá og hálfan vinning. Á meðal þeirra sem Þröstur hefur lagt að velli er núverandi Evrópu- meistari, Boris Gelfand frá Sov- étríkjunum, sem er langstiga- hæsti keppandinn, hefur 2.585 stig. Árangur Þrastar er þó ekki það sem mest hefur komið á óvart á mótinu, heldur er það Norðmaðurinn Rune Djurhuus, sem hefur unnið fjórar fyrstu skákir sínar. í Qórðu umferðinni vann Djurhuus hinn Sovétmann- inn, Dreev. Á mótinu í fyrra höfðu sovézku þátttakendumir tveir mikla yfir- burði, Gelfand sigraði með lU/2 vinningum af 13 mögulegum, en landi hans Vassily Ivanchuk, sem þykir nú efnilegastur sovézkra unglinga, varð annar með 11 v. Átta og hálfur vinningur dugði þá í þriðja sætið. Það er þegar orðið greinilegt að sovézku þátttakend- umir koma ekki til með að eiga eins auðvelda daga og í fyrra. Að loknum fjórum umferðum eru þeir Gelfand og Dreev í 3.-7. sæti með þrjá vinninga ásamt þeim Kontic, Júgóslavíu, Rabego, Spáni og Van Wely, Hollandi. Þröstur var nokkuð farsæll í skákinni við Gelfand, í tímahraki lék Rússinn gróflega af sér manni. Þetta var fyrsti sigur íslendings yfir Sovétmanni á Evrópu- og heimsmeistaramótum unglinga að því er ég bezt veit. Evrópumeistaramót unglinga hefur jafnan verið haldið í Hollandi og var viðurkennt af FIDE sem slíkt árið 1972. Frá 1980 eru það aðeins Norðurlandabúar sem hafa náð að rjúfa einokun Sovétmanna á titlinum, Svíinn Akesson sigraði 1981, Daninn Curt Hansen 1982 og Svíinn Ferdinand Hellers 1985. Það verður fróðlegt að sjá hvort þeim Djurhuus og Þresti tekst áfram að standa upp í hárinu á Sovétmönnunum. Slavneska vömin hlýtur að vera sérstök uppáhaldsbyijun Þrastar. 4 Lloyds bank-mótinu 1987 tryggði hann sér alþjóðlega meist- aratitilinn með því að vinna Paul Littlewood, fyrrverandi Englands- meistara, með svörtu í u.þ.b. 20 leikjum, með henni. Á Ólympíumót- inu um daginn fékk hann að tefla hana einu sinni og lagði þá að velli hinn kunna ítalska alþjóðameist- ara, Stefano Tatai. í Amhem hefur hann beitt henni tvisvar, gegn tveimur austantjaldsmönnum, Pól- veija og Sovétmanni, og unnið báðar skákimar. Skákstíll Þrastar er traustur, hann lendir oft í erfíðum stöðum, en verst þá af mikilli hörku. Honum eru hins vegar stundum mislagðar hendur í stöðum sem flestir aðrir myndu álíta auðtefldar. Tapskák hans gegn Tékkum á Ólympíumót- inu var þannig til komin. Ef honum tekst að setja undir þann leka er hann til alls líklegur á þessu ungl- ingamóti, hann hefur byijað vel og er laus við hættulegasta keppinaut- inn. Þresti til aðstoðar á mótinu er Gunnar Bjömsson, sem var reyndar einnig með honum á þessu móti í fyrra. Þá gekk Þresti illa, hann hlaut sex vinninga af 13 möguleg- um. Við skulum nú líta á vinnings- skákimar gegn A-Evrópubúum: Hvitt: Kula (Póllandi) Svart: Þröstur Þórhallsson Slavnesk vöm 1. d4 - d5 2. c4 - c6 3. Rc3 - Rf6 4. Rf3 - e6 5. Bg5 - h6 6. BxfG - DxfB 7. e3 - Rd7 8. Bd3 - Bd6 9. 0-0 - De7 10. e4 - dxc4 11. Bxc4 — e5 12. d5 — Rb6 13. dxc6! — bxc6 Þetta afbrigði var einnig teflt í skák okkar Þrastar á íslandsmót- inu í Hafnarfírði í ágúst. Lakara er 13. — Rxc4? 14. cxb7 — Bxb7 14. Da4+ og hvítur vinnur manninn til baka og peð að auki. í skák okkar Þrastar varð framhaldið 14. Bb3 — 0-0 15. Rh4! og hvítur fékk heldur þægilegri stöðu, þótt skák- inni lyktaði með jafntefli í 31 leik. Pólveijinn teflir mun veikar: 14. Be2?! - Bg4 15. Rd2 - Be6 16. Bg4 - 0-0 17. Bxe6 - Dxe6 18. Hcl - Hfd8 19. De2 - Hab8 20. b3? 20. - Bb4 21. Hfdl - Hd6! 22. Rfl?! - Hbd8 23. Hxd6 - Hxd6 24. Rdl? - Hd4 25. Hc2 - Rd7! 26. Rb2 - Rc5 27. Í3 - Dd7 28. Rc4? Hvítur hleypir svarta hróknum inn á sig, sem gerir illt verra. 28. Hc4 missir einnig marks vegna 28. — Ba3! Skást var 28. Re3, sem svartur svarar væntanlega með 28. — Re6 og það er ólíklegt að hvítur geti varið stöðuna 28. - Hdl 29. Rb2 - Dd4+ 30. D£2 - Hal Svo sem sjá má af stöðumynd- inni hefur hvítur verið gersamlega yfírspilaður og nú er staðan að hrynja. 31. Rc4? er t.d. svarað með 31. — Hxfl+ og svartur mátar. Drottning'akaup bæta heldur ekki hag hvíts, eftir 31. Dxd4 — exd4 32. Rc4 - d3 33. Hf2 - Bel 34. Hb2 — Bc3 vinnur svartur. 31. Hc4 - Dxf2+ 32. Hxf2 - Hxa2 33. Hxb4 — Rd3+ og hvítur gafst upp. í skák Þrastar og Evrópumeist- arans var tekið til meðferðar mikið tízkuafbrigði Meranovamarinnar, en svo nefnist eitt af afbrigðum Þröstur Þórhallsson, alþjóðleg- ur meistari. drottningarbragðs sem flokkað er undir slavneska vöm. Það er kennt við ítalska bæinn Merano Hvitt: Gelfand (Sovétrikjunum Svart: Þröstur Þórhallsson Slavnesk vörn 1. d4 - d5 2. c4 — c6 3. Rf3 — RfB 4. Rc3 — e6 5. e3- Rbd7 6. Bd3 - dxc4 7. Bxc4 - b5 8. Bd3 — a6 9. e4 — c5 10. e5 — cxd4 11. Rxb5 — axb5 Hér koma tveir aðrir mögu- leikar til greina. 11. — Rg4 er nú fallinn í ónáð og 11. — Rxe5!? leiðir til gifiirlegra tvisýnna flækja þar sem sá vinnur yfir- leitt sem hefiir lært betur heima 12. exfB — Db6 13. fxg7 — Bxg7 14. 0-0 - 0-0 15. Hel - Bb7 16. Bf4 - Bd5 17. Hcl!? Upp á síðkastið hefur hvítur iðu- lega látið sig hafa það að þvinga fram jafntefli með 17. Re5 — Rxe5 18. Bxe5 — Bxe5 19. Bxh7+ — Kxh7 20. Dh5+ og þráskákar. Þetta gerði t.d. Nogueiras gegn Beljavsky á heimsbikarmótinu í Belfort i sumar. Gelfand er skiljan- lega á höttunum eftir meira en jafntefli. Nú hefði verið fróðlegt að sjá hvemig hann hefði svarað 17. — Hxa2!?, en Þröstiy leggur ekki í að taka peðið. Eftir t.d. 18. Hc7 — Rf6 19. Dbl hefur hvítur einhveijar bætur. 17. - Hac8 18. Rg5 - h6 19. Hxc8 - Hxc8 20. Bh7+ - Kf8? Hér var mun betra að leika 20. — Kh8, en Þröstur hefur líklega óttast 21. Rxf7+ — Kxh7 22. Dd3+ — Kg8 23. Rxh6+. Eftir 23. — Kf8 24. Dh7 - Rf6 25. Dg6 - Hc7, eða 24. Dg6 — e5 nær svart- ur þó að veijast. Það er eins og Þröstur hafí treyst andstæðingnum of vel í þessari skák og sneitt hjá Boris Gelfand, núverandi Evr- ópumeistari unglinga. flækjum af óþörfu. Eftir þessi mis- tök hrekst svarti kóngurinn út á borðið og hvítur nær mun betri stöðu. 21. Re4 - Rf6 22. Rxf6+ - Bxf6 23. Dh5 - Da5 24. Hdl - Dxa2 25. Dxh6+ - Ke7 26. Bg5 - Bxg5 27. Dxg5+ - Kd6 28. Df4+ - Ke7 29. Dxd4 - Hc4 30. Dd2 - Da4 31. h3 - Da8 32. Dg5+ - Kd6 33. b3 - Hd4 34. Hel - Dh8 35. Bg8 - f6 Nú hefði hvítur haft unnið tafl ef hann hefði leikið 36. Dg3+, sem svartur verður að svara með 36. — e5, því 36. — Kd7? 37. Hcl gengur ekki. Eftir uppskipti á biskupum ætti umframpeðið og slæm kóngs- staða svarts að tiyggja hvíti sigur. í tímahraki verður Rússinn hins vegar of bráður á sér og yfírsézt að eftir 36. — Dxg8 þá hótar svart- ur máti á g2. Eftirleikurinn er auð- veldur fyrir svart. 36. De3?? - Dxg8 37. g3 - e5 38. Dh6 - Ke6 39. Dh5 - Kd6 40. Dh6 - Ke6 41. Dcl - Da8 42. Kh2 - Dc6 43. Db2 - Hd3 44. Hcl - Db6 45. g4 - Dd4 46. Dc2 - Bb7 47. b4 - Dd5 48. Hgl — Df3 og hvítur gafst upp. ÁRNAÐ HEILLA O A ára afinæli. í dag, ðU aðfangadag, er áttræð frú Helga K. Halldórsdóttir Olesen, Nökkvavogi 10 hér í bænum. — Eiginmaður hennar er Alfred Olesen fyrr- verandi verkstjóri. jr ára afinæli. Næst- I *J komandi þriðjudag 27. þ.m. er 75 ára Haukur Vig- fússon, Naustabúð 8, Hell- issandi. Hann og kona hans, Steinunn Jóhannsdóttir, ætla að taka á móti gestum á heim- ili sínu, á afmælisdaginn, eft- ir kl. 19. WA ára afinæli. Ájóladag, I U sunnudag, er sjötugur Einar Runólfsson skipstjóri frá Vestmannaeyjum, Digranesvegi 36, Kópavogi. Kona hans, frú Vilborg Ein- arsdóttir, er líka Vestmann- eyingur. 60 ára afinæli. í dag, aðfangadag jóla, er sextug frú Kristín Kjær- nested, Þórufelli 20, Breið- holtshverfí. Hún og maður hennar Steingrímur Nikulás- son ætla að taka á móti gest- um í dag, afmælisdaginn, í Templarahúsinu við Eiríks- götu, (efri hæð) á nýársdag eftir kl. 18. dag, er fímmtug Inga E. Árnadóttir frá Los Angeles starfsmaður SAS flugfélags- ins. Hún hefur búið þar vestra síðan 1965. Hún er stödd hérlendis hjá móður sinni, Suðurgötu 16 í Keflavík og tekur á móti gestum, á af- mælisdaginn, á Flug-hótelinu þar í bæ, kl. 16—19.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.