Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988 fclk í fréttum Kertasnikir kom að sjálfsögðu með gjafir handa smáfólkinu. Morgunbiaðií/Ámí Sœberg Þeir félagar Viktor Pétur, fimm ára og Andri, §ögurra ára, voru með allt á hreinu hvað jólafögnuðinn varðaði. Viktor bætti því við að hann þekkti „meira að segja stelpu sem hugsaði oft um Guð þó að engin jól væru“. Andra langar mest í „töffarabíl, eða svona töf- farajeppa“ í jólagjöf. JÓLADANSLEIKUR Á LAUFÁSBORG „Nú er Gunna á nýju skónum“ Söngur barnanna hljómaði um húsið meðan prúðbúin stigu þau dans í kringum jólatréð. Kerta- sníkir var mættur með harmonikk- una og trallaði með enda eru jóla- sveinar með afbrigðum tónelskir. Sum bömin voru að mæta á sitt fyrsta jólaball og grúfðu sig heldur í hálsakotið á pabba eða mömmu en að berja aldagamlan síðskeggj- aðan jólasvein augum. Nokkur böm voru tekin tali og vissulega hlökkuðu þau öll til jól- anna þó skoðanir væru skiptar um það hvort þau ættu aðeins að vera einu sinni á ári eða oftar. Sumir í jólaskapi Dolly Parton lét sig ekki muna um það að klæðast jólasveinabúningi og setjast upp á reykháf einn. Hvort hun hvarf niður í reykháfinn er ólíklegt en hinsvegar hefði það efalítið orðið henni auðvelt, svona tágrannri. Morgunblaðið/Emilía Myndin er tekin á barnaspítala Hringsins en langflest barnanna sem þar dvelja þessa dagana fengu að fara í stutt leyfi yfir jól- in. Þau sem hér sjást á myndinni fóru heim á Þorláksmessu og eru auðvitað afskaplega glöð og þakklát yfir því að komast heim til foreldra og ættingja. Frá vinstri eru: María Sif, Ólafur Orri, og fyrir aftan hann stendur Ásta, þá Skarphéðinn og Önundur. Þaufá að fara heim umjólin Börnin bíða eftir að fá eitthvað gott í poka. A JOLADANSLEIK Spjallað við Gluggagægi og Hurðaskelli 5íðustu daga hafa jólasveinamir verið að tínast hver af öðrum til byggða og loks kom sá síðasti, hann Kertasníkir, í dag. Þeir hafa verið á þönum um borg og bý en það tókst þó að ná í skottið á tveim- ur þeirra, þeim Gluggagægi og Hurðaskelli. Og hvemig gekk ferðin til byggða þetta árið? „Ferðin gekk afskaplega vel, veð- rið er líka búið að vera svo gott. Við spörum nú hreindýrin okkar og höfum tekið tæknina í okkar hend- ur, ferðumst bæði á snjósleðum og reyndar fer ég á svifdrekum niður í afskekkta dali,“ segir Hurðaskellir. Honum liggur hátt rómur og gjóar augunum á bróður sinn, sem kinkar kolli. — Flestum bömum þykir Grýla alveg hræðilega ljót svona grett- in ... „Hún Grýla okkar ljót! Hún mamma! hrópar Hurðarskellir og Gluggagægir tekur í sama streng. „Okkur finnst hún bæði falleg og góð, hún er auðvitað engin fegurð- ardís en hún venst ótrúlega vel. Hún er eins og nunna þótt níu hundruð ára sé, og hana nú. — Er ekki allt gott að frétta af henni? Æ, hún er reyndar hálf vesældar- leg þessa dagana, fékk einhveija umgangspest sem var að ganga í fjöllunum hjá okkur. Annars er hún sko sprelllifandi.“ Þar með skunda þeir á brott með harmonikkuna og pokann á bakinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.