Morgunblaðið - 24.12.1988, Síða 48

Morgunblaðið - 24.12.1988, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988 fclk í fréttum Kertasnikir kom að sjálfsögðu með gjafir handa smáfólkinu. Morgunbiaðií/Ámí Sœberg Þeir félagar Viktor Pétur, fimm ára og Andri, §ögurra ára, voru með allt á hreinu hvað jólafögnuðinn varðaði. Viktor bætti því við að hann þekkti „meira að segja stelpu sem hugsaði oft um Guð þó að engin jól væru“. Andra langar mest í „töffarabíl, eða svona töf- farajeppa“ í jólagjöf. JÓLADANSLEIKUR Á LAUFÁSBORG „Nú er Gunna á nýju skónum“ Söngur barnanna hljómaði um húsið meðan prúðbúin stigu þau dans í kringum jólatréð. Kerta- sníkir var mættur með harmonikk- una og trallaði með enda eru jóla- sveinar með afbrigðum tónelskir. Sum bömin voru að mæta á sitt fyrsta jólaball og grúfðu sig heldur í hálsakotið á pabba eða mömmu en að berja aldagamlan síðskeggj- aðan jólasvein augum. Nokkur böm voru tekin tali og vissulega hlökkuðu þau öll til jól- anna þó skoðanir væru skiptar um það hvort þau ættu aðeins að vera einu sinni á ári eða oftar. Sumir í jólaskapi Dolly Parton lét sig ekki muna um það að klæðast jólasveinabúningi og setjast upp á reykháf einn. Hvort hun hvarf niður í reykháfinn er ólíklegt en hinsvegar hefði það efalítið orðið henni auðvelt, svona tágrannri. Morgunblaðið/Emilía Myndin er tekin á barnaspítala Hringsins en langflest barnanna sem þar dvelja þessa dagana fengu að fara í stutt leyfi yfir jól- in. Þau sem hér sjást á myndinni fóru heim á Þorláksmessu og eru auðvitað afskaplega glöð og þakklát yfir því að komast heim til foreldra og ættingja. Frá vinstri eru: María Sif, Ólafur Orri, og fyrir aftan hann stendur Ásta, þá Skarphéðinn og Önundur. Þaufá að fara heim umjólin Börnin bíða eftir að fá eitthvað gott í poka. A JOLADANSLEIK Spjallað við Gluggagægi og Hurðaskelli 5íðustu daga hafa jólasveinamir verið að tínast hver af öðrum til byggða og loks kom sá síðasti, hann Kertasníkir, í dag. Þeir hafa verið á þönum um borg og bý en það tókst þó að ná í skottið á tveim- ur þeirra, þeim Gluggagægi og Hurðaskelli. Og hvemig gekk ferðin til byggða þetta árið? „Ferðin gekk afskaplega vel, veð- rið er líka búið að vera svo gott. Við spörum nú hreindýrin okkar og höfum tekið tæknina í okkar hend- ur, ferðumst bæði á snjósleðum og reyndar fer ég á svifdrekum niður í afskekkta dali,“ segir Hurðaskellir. Honum liggur hátt rómur og gjóar augunum á bróður sinn, sem kinkar kolli. — Flestum bömum þykir Grýla alveg hræðilega ljót svona grett- in ... „Hún Grýla okkar ljót! Hún mamma! hrópar Hurðarskellir og Gluggagægir tekur í sama streng. „Okkur finnst hún bæði falleg og góð, hún er auðvitað engin fegurð- ardís en hún venst ótrúlega vel. Hún er eins og nunna þótt níu hundruð ára sé, og hana nú. — Er ekki allt gott að frétta af henni? Æ, hún er reyndar hálf vesældar- leg þessa dagana, fékk einhveija umgangspest sem var að ganga í fjöllunum hjá okkur. Annars er hún sko sprelllifandi.“ Þar með skunda þeir á brott með harmonikkuna og pokann á bakinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.