Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGtíR 24 j DBS]ÉÍ(BÉR| té§8 Séríræðingar kanna brak á slysstaðnum Yfirgnæfandi líkur á að sprengja hafi grandað breiðþotu Pan Am-flugfélagsins Daily Telegraph. SPRENGJUTILRÆÐI er talið líklegasta skýringin á þvi að breiðþota bandaríska Pan Am- flugfélagsins sundraðist í mikilli hæð yfir landamærum Englands og Skotlands á miðvikudags- kvöld með þeim afleiðingum að meira en 270 manns, farþegar, áhöfn og fólk á jörðu niðri, týndu lífi. Yfirmaður sérsveita bresku lögreglunnar, er fæst við hermd- arverk, sljórnar rannsókninni á tildrögum slyssins en jafiiframt er hópur sprengjusérfræðinga frá bandarísku alríkislögregl- unni (FBI) kominn á staðinn. Brak hefur fundist úr þotunni í 160 km fjarlægð frá skoska bænum Lockerbie, þar sem þyngstu hlutar þotunnar féllu logandi niður, og hefur það ef til vill borist með vind- um. Margt þykir benda til þess að komið hafi verið fyrir stórri hleðslu af svonefndu Semtex-sprengiefni, er hermdarverkamenn nota oft, í fremra farangursrými þotunnar. Sé þetta rétt hafa öll viðkvæmustu rafeindatæki farið strax úr sam- bandi og áhöfnin ekki lengur haft neinn möguleika á að beina þotunni til nauðlendingar. Jafnframt hafa öll fjarskipti verið ú sögunni. Afar ósennilegt er talið að bilun hafi getað valdið slysinu en sér- fræðingar hafa þó velt fyrir sér öðrum möguleikum eins og þeim að hurð hafi skyndilega þeyst af búknum, búkur eða nefhluti þo- tunnar brostið. Þotan hafði viðkomu á Heath- row-flugvelli við London á leið sinni frá Frankfurt í Vestur-Þýskalandi til Bandaríkjanna. Talið er mögu- legt að áðumefndri tegund sprengi- efnis hafi verið smyglað frá Aust- ur-Evrópu til Vestur-Þýskalands og þarlend stjórnvöld kanna nú hvort það hafi þá verið flutt um Miinch- en, Berlín eða Hamborg til Frank- furt. Lóckerbie-bær: Margir fylgdust hljóðir með björgunarstarfmu, sem miðaði að því að koma hlutunum í eðlilegt horf aftur, eins og frekast er kost- ur. Flestir í þessu litla samfélagi vissu, að meðal fómarlambanna voru ættingjar þeirra eða vinir. Kona, sem stödd var í verslun við aðalgötuna, sagði: „Við emm harmi slegin og orðlaus yfir missi ástvina okkar." Sumir héldu lífi fyrir einstaka heppni. Ella Ramsden hefði verið í hópi þeirra, sem fómst, ef hún hefði ekki farið út að viðra hundinn sinn örfáum mínútum áður en hluti 'úr flugvélarskrokknum lagði húsið hennar við Rosebank-götu gjör- samlega í rúst. James Wyllie og eiginkona hans Jeannie, bæði á áttræðisaldri, sögðust hafa hent sér á gólfið, Tveir flugritar eða svartir kassar hafa þegar fundist og kanna yfir- völd nú þær upplýsingar sem ritam- ir geyma en ekki er búist við skýrslu rannsóknaraðila um orsakir harm- leiksins fyrr en eftir þijár vikur. þegar þau heyrðu hávaðann frá sprengingunni. „Þetta minnti mann á það, þegar leitað var skjóls undan sprengjuregninu í síðari heimsstyijöldinni," sagði Wyllie. Sherwood-gata var verst leikin. Þar hurfu nokkur hús með öllu, en í staðinn var kominn 15 metra djúpur gígur. Björgunarmenn unnu í gær við að girða af húsin, sem eftir standa við þessa götu ásamt hluta af Rosebank-götu, og leituðu í rústum. John Jeeves, foringi í Hjálpræð- ishemum, sagði, að engu -wæri líkara en fimasterk sprengja hefði spmngið við Sherwood-götu. „Fólk er sem lamað,“ sagði hann. „Mað- ur nokkur kom til okkar og spurði, hvað gerst hefði á númer 15, en þegar við fómm og athuguðum .málið, var ekkert eftir — ekkert nema gígurinn." Margir eiga um sártaðbinda Lockerbie. Reuter. ÍBÚARNIR í smábænum Lockerbie voru í gær að átta sig á þeim ósköpum, sem rufu friðinn hjá þeim í sjálfri jóla- vikunni. Alsír: Chadli kjör- inn forseti í þriðja sinn Við höfum opið Um hátíðina höfum við opið sem hér segir: 24. des. - aðfangadagur FRÁ KL. 9-15 Algeirsborg. Reuter. Innanríkisráðuneytið í Alsír tilkynnti í gær að Chadli Benjedid, forseti landsins, hefði verið kjörinn til að gegna emb- ættinu þriðja 5 ára kjörtimabilið í röð síðastliðinn fimmtudag, með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða. Hann hlaut 81,17% at- kvæða. Chadli var eini frambjóð- andinn í kosningunum en Þjóð- frelsisfylkingpn (NLF), flokkur Chadlis, situr ein að völdum í landinu. Fulltrúar ráðuneytisins sögðu að samkvæmt bráðabirgðatölum hefðu 12,7 milljónir Alsírbúa tekið þátt í kosningunum og samkvæmt þeim veittu 89% kjósenda Chadli brautar- gengi. Hann hefur heitið því að koma á pólitískum umbótum í landinu í kjölfar mikilla innan- landsátaka í október þegar að minnsta kosti 160 manns féllu í valinn. Fyrirhugaðar stjómarskrár- breytingar fela meðal annars í sér að pólitísk einokun Þjóðfrelslsfylk- ingarinnar verður afnumin, en flokkurínn hefur setið einn að völd- um frá því að landið hlaut sjálf- stæði frá Frökkum árið 1962. á Sjanghæ 25. des. - jóladagur LOKAÐ 26. des. - 2. f jólum FRÁ kl. 10-19 Opnum kl. 17:30 á öðrum degi jóla á venjulequ Starfsfólk Sjanghæ óskar víðskiptavinum sínum' gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. % 31. des. - gamlársdagur FRÁ KL. 9-15 1. jan. - nýársdagur LOKAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.