Morgunblaðið - 24.12.1988, Page 27

Morgunblaðið - 24.12.1988, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGtíR 24 j DBS]ÉÍ(BÉR| té§8 Séríræðingar kanna brak á slysstaðnum Yfirgnæfandi líkur á að sprengja hafi grandað breiðþotu Pan Am-flugfélagsins Daily Telegraph. SPRENGJUTILRÆÐI er talið líklegasta skýringin á þvi að breiðþota bandaríska Pan Am- flugfélagsins sundraðist í mikilli hæð yfir landamærum Englands og Skotlands á miðvikudags- kvöld með þeim afleiðingum að meira en 270 manns, farþegar, áhöfn og fólk á jörðu niðri, týndu lífi. Yfirmaður sérsveita bresku lögreglunnar, er fæst við hermd- arverk, sljórnar rannsókninni á tildrögum slyssins en jafiiframt er hópur sprengjusérfræðinga frá bandarísku alríkislögregl- unni (FBI) kominn á staðinn. Brak hefur fundist úr þotunni í 160 km fjarlægð frá skoska bænum Lockerbie, þar sem þyngstu hlutar þotunnar féllu logandi niður, og hefur það ef til vill borist með vind- um. Margt þykir benda til þess að komið hafi verið fyrir stórri hleðslu af svonefndu Semtex-sprengiefni, er hermdarverkamenn nota oft, í fremra farangursrými þotunnar. Sé þetta rétt hafa öll viðkvæmustu rafeindatæki farið strax úr sam- bandi og áhöfnin ekki lengur haft neinn möguleika á að beina þotunni til nauðlendingar. Jafnframt hafa öll fjarskipti verið ú sögunni. Afar ósennilegt er talið að bilun hafi getað valdið slysinu en sér- fræðingar hafa þó velt fyrir sér öðrum möguleikum eins og þeim að hurð hafi skyndilega þeyst af búknum, búkur eða nefhluti þo- tunnar brostið. Þotan hafði viðkomu á Heath- row-flugvelli við London á leið sinni frá Frankfurt í Vestur-Þýskalandi til Bandaríkjanna. Talið er mögu- legt að áðumefndri tegund sprengi- efnis hafi verið smyglað frá Aust- ur-Evrópu til Vestur-Þýskalands og þarlend stjórnvöld kanna nú hvort það hafi þá verið flutt um Miinch- en, Berlín eða Hamborg til Frank- furt. Lóckerbie-bær: Margir fylgdust hljóðir með björgunarstarfmu, sem miðaði að því að koma hlutunum í eðlilegt horf aftur, eins og frekast er kost- ur. Flestir í þessu litla samfélagi vissu, að meðal fómarlambanna voru ættingjar þeirra eða vinir. Kona, sem stödd var í verslun við aðalgötuna, sagði: „Við emm harmi slegin og orðlaus yfir missi ástvina okkar." Sumir héldu lífi fyrir einstaka heppni. Ella Ramsden hefði verið í hópi þeirra, sem fómst, ef hún hefði ekki farið út að viðra hundinn sinn örfáum mínútum áður en hluti 'úr flugvélarskrokknum lagði húsið hennar við Rosebank-götu gjör- samlega í rúst. James Wyllie og eiginkona hans Jeannie, bæði á áttræðisaldri, sögðust hafa hent sér á gólfið, Tveir flugritar eða svartir kassar hafa þegar fundist og kanna yfir- völd nú þær upplýsingar sem ritam- ir geyma en ekki er búist við skýrslu rannsóknaraðila um orsakir harm- leiksins fyrr en eftir þijár vikur. þegar þau heyrðu hávaðann frá sprengingunni. „Þetta minnti mann á það, þegar leitað var skjóls undan sprengjuregninu í síðari heimsstyijöldinni," sagði Wyllie. Sherwood-gata var verst leikin. Þar hurfu nokkur hús með öllu, en í staðinn var kominn 15 metra djúpur gígur. Björgunarmenn unnu í gær við að girða af húsin, sem eftir standa við þessa götu ásamt hluta af Rosebank-götu, og leituðu í rústum. John Jeeves, foringi í Hjálpræð- ishemum, sagði, að engu -wæri líkara en fimasterk sprengja hefði spmngið við Sherwood-götu. „Fólk er sem lamað,“ sagði hann. „Mað- ur nokkur kom til okkar og spurði, hvað gerst hefði á númer 15, en þegar við fómm og athuguðum .málið, var ekkert eftir — ekkert nema gígurinn." Margir eiga um sártaðbinda Lockerbie. Reuter. ÍBÚARNIR í smábænum Lockerbie voru í gær að átta sig á þeim ósköpum, sem rufu friðinn hjá þeim í sjálfri jóla- vikunni. Alsír: Chadli kjör- inn forseti í þriðja sinn Við höfum opið Um hátíðina höfum við opið sem hér segir: 24. des. - aðfangadagur FRÁ KL. 9-15 Algeirsborg. Reuter. Innanríkisráðuneytið í Alsír tilkynnti í gær að Chadli Benjedid, forseti landsins, hefði verið kjörinn til að gegna emb- ættinu þriðja 5 ára kjörtimabilið í röð síðastliðinn fimmtudag, með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða. Hann hlaut 81,17% at- kvæða. Chadli var eini frambjóð- andinn í kosningunum en Þjóð- frelsisfylkingpn (NLF), flokkur Chadlis, situr ein að völdum í landinu. Fulltrúar ráðuneytisins sögðu að samkvæmt bráðabirgðatölum hefðu 12,7 milljónir Alsírbúa tekið þátt í kosningunum og samkvæmt þeim veittu 89% kjósenda Chadli brautar- gengi. Hann hefur heitið því að koma á pólitískum umbótum í landinu í kjölfar mikilla innan- landsátaka í október þegar að minnsta kosti 160 manns féllu í valinn. Fyrirhugaðar stjómarskrár- breytingar fela meðal annars í sér að pólitísk einokun Þjóðfrelslsfylk- ingarinnar verður afnumin, en flokkurínn hefur setið einn að völd- um frá því að landið hlaut sjálf- stæði frá Frökkum árið 1962. á Sjanghæ 25. des. - jóladagur LOKAÐ 26. des. - 2. f jólum FRÁ kl. 10-19 Opnum kl. 17:30 á öðrum degi jóla á venjulequ Starfsfólk Sjanghæ óskar víðskiptavinum sínum' gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. % 31. des. - gamlársdagur FRÁ KL. 9-15 1. jan. - nýársdagur LOKAÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.