Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 30
30 MORpUNgLA^IÐ, LAUQARfiAGUR 24. DESKMBKR 1988 Kvenfélag Sjúkrahúss Sigluflarðar 35 ára Siglufirði. AÐALFUNDUR Kvenfélags Sjúkrahúss Sigluflarðar var haldinn 22. nóvember sl., en þann dag voru liðin 35 ár frá stofiiun félagsins. Starfsemi KSS árið 1988 var með svipuðum hætti og fyrr. Félag- ið hafði opna fermingarskeytasölu um ferminguna sl. vor. Fjögur bingó voru haldin á árinu og basar með happdrætti í nóvem- ber. Dreifibréf voru send til bæj- arbúa með ósk um stuðning fyrir basarinn, þátttaka bæjarbúa var ágæt. Á aðalfundinum var Andrési Magnússyni yfirlækni afhent gjöf til Sjúkrahúss Siglufjarðar, rann- sóknartæki fyrir natríum- og kal- íum- rannsóknir, einnig var sam- þykkt að gefa 500.000 krónur í lyftusjóð dvalarheimilis aldraðra á Sigjufirði. Á stjórn Kvenfélags Sjúkrahúss Siglufjarðar varð sú breyting að Björg Friðriksdóttir var kosin gjald- keri í stað Ólafar Baldvinsdóttur sem er að flytja frá Siglufírði. Aðr- ar stjómarkonur voru endurkosnar en þær éru: Magðalena S. Halls- dóttir, formaður; Margrét B. Blönd- al, ritari; Flóra Baldvinsdóttir, með- stjómandi; Gunnjóna' Jónsdóttir, varaformaður; Björk J. Hallgríms- son, vararitari og Friðfinna Símon- ardóttir, varagjaldkeri. Kvenfélag Sjúkrahúss Siglu- fjarðar hefur beðið fréttaritara að koma á framfæri þökkum til íbúa bæjarins og öllum öðmm velunnur- um fyrir veittan stuðning fyrr og nú, um leið og það óskar þeim gleði- legra jóla og farsældar á nýju ári. - Matthías Rauða kross húsið við Tjarnargötu. Rauða kross- húsið þriggja ára RAUÐA kross húsið, neyðarathvarf fyrir börn og unglinga, átti Íriggja ára starfsafinæli 14. desember sl. Átta deildir Rauða kross ilands komu á fót þessari starfsemi og hafa rekið Rauða kross húsið síðan með styrk úr ríkissjóði, að tilhlutan ríkisstj ómarinnar, sl. tvö ár. Ótal einstaklingar og félagasam- tök hafa lagt starfínu lið og Reykjavíkurborg með borgarstjór- ann Davíð Oddsson í fararbroddi hefur sýnt þann stórhug og velvilja að leigja Rauða krossinum, Tjam- argötu 35, hið ákjósanlegasta hús, gegn vægri leigu. Rauða kross húsið er opið allan sólarhringinn og þangað geta ung- menni leitað af eigin frumkvæði, hvenær sem er. Skilyrði er aðeins vilji til að reyna að fínna lausn á vanda sínum. Mannúðarstefna Rauða krossins er rauði þráðurinn í starfinu og lögð er áhersla á fyrstu hjálp. Ungmennin fá mat, húsaskjól, viðtöl, leiðbeiningar um úrræði og hjálp til sjálfsbjargar með opnum viðtalstímum, athvarfí og síma- þjónustu hvenær sem þörf krefur alla daga allan sólarhringinn. Um 1.000 böm og unglingar hafa hringt f sérstakan bama- og unglingasíma sem bætt var við þjónustu Rk-hússins vorið 1987. Gestir Rauða kross hússins eru nú orðnir um 360 og gistu þeir að meðaltali 8 nætur. Vandi unglinganna er misjafn. Um 90% nota áfengi og/eða önnur vímuefni, þrátt fyrir ungan meðal- aldur gesta, og yfír 30% þeirra eru mjög alvarlega staddir í þeim efn- um. Erfiðar heimilisástæður s.s. vímuefnaneysla aðstandenda, heimilisleysi og ofbeldi eru einnig ástæður fyrir komum. Auk þess kemur stór hópur ungl- inga í viðtöl og ráðgjöf án þess að gista. Telja má fullvíst að merki- legt forvamastarf í vímuefnamál- um sé unnið í húsinu og tekist hefur að ná sambandi við mestu áhættuhópana sem eru unglingar í félagslegum vanda. Starf Rauða kross hússins hefur vakið athygli og velvilja utanlands sem innan og talið hafa sannað gildi sitt í ábyrgu forvamastarfí til betra Hfs fyrir unglinga í vanda. (Fréttatilkynning) Elding, björgunarbátur slysavarnadeildarinnar Sveinunga á Borgarfirði eystri. Borgarfjörður eystri: Nýr björgunarbátur á sjó Borgarfírði eystra. ÞAÐ VAR ánægjulegur áfangi í sögu slysavarnadeildarinnar Svein- unga í Borgarfirði þegar nýi björgunarbáturinn kom brunandi inn fjörðinn fyrir nokkru í fylgd með bátum björgunarsveitanna á Neskaupstað og Seyðisfirði. Flestir heimamenn lögðu leið sína niður á hafnargarð til að taka á móti hinum langþráða gesti og fögnuðu honum innilega, sann- færðir um það, að við komu hans myndi brotið blað í björgunarsögu Sveinunga. Fjallasport í Neskaupstað sá um innflutning á bátnum og siglingu hans til heimahafnar. Báturinn er breskur af gerðinni Humber 600 og með sértaklega styrktum hörð- um trefjabotni og gúmmíflotum. Hann á ekki að geta sokkið auk Seðlaveski tapaðist Ljósbrúnt seðlaveski tapaðist við Miklagarð í fyrradag,^ fímmtudag, milli kl. 18 og 19. í veskinu er ökuskírteini, peningar o.fl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 670248. þess sem á hann er viðréttigálgi með sérstakri blöðru, sem blæs upp sjálfkrafa ef bátnum hvolfir. Tveir 60 hestafla utanborðsmótorar eru í bátnum og getur hann náð u.þ.b. 30 mílna hraða. Öll helstu siglinga- tæki eru um borð, svo sem radar og lóran með plotter, auk fullkom- ins fjarskiptabúnaðar. Bátur þessi á að henta ágætlega til leitar og björgunarstarfa og mun vera sá eini sinnar gerðar hér á landi. Fullbúinn mun hann kosta um 1,7 milljónir. Hann er 6 metra langur og 2,4 metra breiður og talinn sérstaklega hentugur til notkunar á stað eins og Borgar- firði, þar sem stutt er í opið haf og strendur skeijóttar og hættu- legar siglingum. Fyrir skemmstu voru slysa- vamadeildin Sveinungi og björgun- arsveitin Elding sameinaðar og þótti því við hæfi að láta björgunar- bátinn heita Eldingu, til minningar um hina látnu björgunarsveit. Eftir skoðun á bátnum niðri við hafnargarðinn og pmfusiglingu um fjörðinn var öllum boðið til kaffidrykkju í félagsheimilinu Fjarðarborg og þáði fjöldi heima- manna það, svo og gestir. Undir borðum fluttu ávörp Olafur Arngr- ímsson, formaður Sveinunga, sóknarpresturinn, sem bað báti og áhöfn blessunar, og fulltrúar nær- liggjandi björgunarsveita SVÍ. Auk þess bámst heillaóskir fram- kvæmdastjóra SVFÍ, Hannesar Hafstein og framkvæmdastjórnar. Gjafir og framlög bámst deild- inni. Frá SVFÍ kom ein milljón og auk þess veittu Skipatrygging Austfjarða, KHB og kvenfélagið Eining rausnarleg framlög, svo og margir einstaklingar er gáfu vera- legar Ijárhæðir og ber þar hæst gjöf hjónanna á Hraunstóði, Önnu Bjargar Jónsdóttur og Sveins Bjamasonar, 100.000 krónur. Með komu björgunarbátsins til Borgarfjarðar aukast möguleikar hinna dugmiku deildarfélaga að koma til hjálpar þeim, sem í hættu em staddir og bjarga lífí þeirra, sem beijast fyrir lífí sínu í átökum við bylji og brotsjói. Megi öll góð máttarvöld fylgja þeim og ferðum þeirra. - Sverrir Morgunhlaðið/Sigurgeir i Eyjum. Kristinn Sigurðsson fyrir sjósetningu. Nýtt björgunarskip í Ejjum Björgunarfélag Vestmannaeyja hefúr keypt til Vestmannaeyja nýjan hraðskreiðan björgunar- bát frá Bretlandi , en báturinn gengur um 30 milur og í yfir- byggðu húsi er m.a. rúm fyrir tvær sjúkrabörur. Kaupverð bátsins er um 10 millj- ónir króna og hefur Björgunarfé- lagið unnið að fjáröflun með ýmsu móti, leitað til útgerðarmanna, fjár- veitingavaldsins og fleiri aðila. Bát- urinn á að þjóna Vestmannaeyja- svæðinu og Suðurlandsmiðum, en það var Björgunarfélag Vest- mannaeyja sem á sínum tíma keypti fyrsta varðskipTslendinga, Þór, og gerði út frá Vestmannaeyjum til 1926. Björgunarskipið hlaut nafn Kristins heitins Sigurðssonar fyrr- verandi formanns félagsins. -Grímur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.