Morgunblaðið - 24.12.1988, Page 47

Morgunblaðið - 24.12.1988, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24.: DESEMBER 1988 47 Búa íslenskar sjúkrastofnanir við öryggisleysi í raforkumálum? eftirJóhann Þórðarson Þann 16. október sl. varð raf- magnslaust í Reykjavík og víðar vegna bilana í leiðslum frá orkuver- um. Þegar slíkt kemur fyrir, sem við megum alltaf búast við að geti hent, þá koma upp alls konar vand- ræði, þar sem stór hluti af allri starfsemi byggist á notkun raf- magns. Til að verða ekki fyrir alvar- legum áföllum vegna þessa, hafa einstaklingar og fyrirtæki komið sér upp varaafli til að taka við raf- magnsframleiðslunni og þá með keyrslu á vélum sem eiga sjálfkrafa að taka við, þegar aðstreymi raf- magns rofnar. Slíkt varaafl mun eiga að vera tiltækt á sjúkrastofnunum m.a. til að fyrirbyggja stöðvun á mikilvæg- um tækjum, sem notuð eru á stofn- unum þessum og þá lögð rík áhersla á að rafstöðvar þessar séu í lagi þegar þörf verður á. Þegar umrædd bilun varð 16. október sl. fór rafstöð sú, sem Borg- arspítalinn í Réykjavík hefur, ekki í gang. Skömmu eftir að atburður þessi gerðist kom viðtal í ríkisút- varpinu að mig minnir við starfs- mann, sem hafði með þessa rafstöð að gera. Gaf hann þá skýringu á þessari bilun að vélin hefði ekki náð upp olíuþrýstingi. Þessi skýring starfsmannsins kom mér þannig fyrir sjónir að vél þessi hlyti að vera orðin það slitin að olía inn á slitfleti vélarinnar væri þrýstings- laus. Ég tel því að allir sem ein- hveija þekkingu hafa á vélum mundu álíta að vél í þannig ástandi geti á engan hátt verið gilt öryggis- tæki. Frekari skýring á þessum atburði kom svo fram í Morgunblaðinu 24. nóvember sl. undir fyrirsögninni „Gömul vararafstöð uppfyllir ekki kröfur um öryggi“. Ég varð alveg furðu lostinn, þeg- ar ég las og heyrði fréttir af þessu atviki og ég hygg að svo hafi orðið um fleiri. í tilvitnaðri frétt Morgunblaðsins er vitnað til bréfs framkvæmda- stjóra Borgarspítalans til borgar- ráðs vegna fyrirspumar þar. Þar er þess getið að vararafstöð þessi sé 500 kw díselstöð af rússneskri gerð og sú eina sinnar tegundar hérlendis. Einnig er bent á að í 24 skipti, sem nota þurfti vélina á undanfömum árum, hafi hún í 5 skipti bmgðist. Af þessu sést að framkvæmda- stjóranum hefur verið það vel kunn- ugt hversu lélegt tæki var hér not- að eða átti að nota í neyðartilvikum. — Vélin fór sem sagt ekki gang í rúmlega fímmta hvert skipti, sem nota átti hana —. Hvað kemur til að við þurfum að búa við ástand sem þetta og hvemig stendur á að ekkert hefur verið gert? Nú er það ljóst að mikið af tækj- um, sem notuð em á sjúkrahúsum til að halda lífínu í sjúklingum og tækjum sem notuð em við aðgerðir á sjúklingum, ganga fyrir raf- magni, þannig að lífí fjölda fólks er stofnað í hættu með því að hafa slíkt falskt öryggi, sem gömul og slitin rafstöð er og við þetta hefur verið búið í áraraðir, sbr. tilv. frétt. Tilvitnuðu bréfí framkvæmda- stjórans fylgdi umsögn yfírlæknis- ins á svæfinga- og gjörgæsludeild, þar sem yfírlæknirinn lætur þess getið að aldrei hafi komið til þess að tjón hafi hlotist af því að vararaf- Afinæliskveðja: Guðmundur Olafeson Þann 21. desember varð afí minn, Guðmundur Ólafsson, hundrað ára. Hundrað ár em langur tími, heil öld. Hann hefur lifað margar breytingar og tekið þeim með aðdáunarverðu æðmleysi. Guðmundur fæddist í Króki, Ása- hreppi, Rangárvallasýslu, árið 1888. Foreldrar hans vom Ólafur Gunn- laugsson bóndi og kona hans, Guðrún Magnúsdóttir. Afí var yngstur fjög- urra systkina. Árið 1915 giftist hann Guðrúnu Gísladóttur frá Árbæjar- helli í Holtum. Þau eignuðust 14 böm sem öll em á lífí nema eitt er lést 1977. Reynum að hverfa í hug- anum aftur tii þess tíma þegar afí var að ala upp stóra bamahópinn sinn. Húsakynni vom þá léleg að okkar mati sem emm ung í dag, þvotturinn þveginn í höndunum, allur matur búinn til heima, samgöngur erfiðar og sem merki um það gekk afi oft austan frá Króki og suður með sjó. Já, aðstæður hafa breyst mikið, iðnbyltingjn, örtölvubyltingin og svo má ekki gleyma því að íslenska þjóðin hefur hlotið sjálfstæði sitt á þessum tíma, það er ekki lengra síðan. Okkur unga fólkinu hættir til að taka því sem sjálfsögðum hlut. Konu sína missti afí árið 1935 frá stóra bamahópnum sem var á aldrin- um 3 ára til tvítugs. Amma var að- eins 45 ára þegar hún dó. Afi og bömin bjuggu áfram í Króki þó að- stæður væm erfíðar. Þau minnast þess þó ekki að hafa liðið matarskort. Árið 1955 fluttist hann til Reykjavíkur og hefur búið síðan á Kaplaskjólsvegi 37, hjá syni sínum, Ólafí Guðmundssyni, og konu hans, Jóhönnu Kristjánsdóttur. Hann vann' hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur í 17 ár en lét af störfum 84 ára gamall. Afí er mjög em og er gaman að spjalla við hann því minnið hefur ekki bmgðist honum þó sjón og heym sé farin að bila. Ég hef ekki náð að kynnast afa mínum mjög mikið en ég hef kynnst honum í gegnum frá- stöðin fór ekki í gang, en því sé eingöngu að þakka árverkni og snarræði hjúkmnarfræðinga deild- arinnar. Að sjálfsögðu er þetta huggun harmi gegn og ber að þakka þessu fólki fyrir sinn dugnað. Ég vildi hinsd vegar ekki þurfa að vinna við slíkt öryggisleysi og ég hygg að svo muni vera um fleiri. Ég vil samt draga í efa að ár- vekni og snarræði starfsfólks í bil- anatilfellum dugi til, þegar mikill fyöldi hjálpartækja stöðvast vegna rafmagnsleysis, þó starfsfólk hafí fullan vilja, árvekni og dugnað til að bregðast við slíkum vanda. Auk þess sem mér hefur skilist að starfs- lið sjúkrahúsa sé í lágmarki. Hér er því um að ræða mjög svo alvarlegt mál sem verður að leysa — við vitum ekki hvenær stóra slys- ið verður —, hver verður þá fómar- lambið — verður það þú lesandi góður eða þínir nánustu? Þó að við séum nú að ræða um Borgarspítalann, þá er enginn kom- inn til með að segja að ástandið sé betra hvað þetta snertir á öðmm sjúkrastofnunum um land allt. Það er ekki forsvaranlegt að jrfírmenn heilbrigðismála stingi höfðinu í sandinn, þegar við svo alvarlegan vanda er að etja. í fískeldisstöðvum taka stjóm- endur þeirra ekki í mál að hafa ekki tvöfalt öryggi, ef rafmagn bregst og þá, hafðar tvær vélar frek- sagnir og sögur sem móðir mín, Sigr- ún, hefur sagt mér. Móðir mín er yngst í systkinahópnum og held ég að afí hafí þess vegna tekið hana undir sinn vemdarvæng. Hann átti það til að koma á hesti á móti mömmu þegar hún var ein á leið úr skólanum, hún var jú yngst og hafði því ekki samfylgd eins og hin höfðu haft. Þetta finnst mér lýsa vel hans innri manni. Afí hefur þurft að þola margar raunir og þá einna stærstu þegar hann missti konu sína frá bamahópnum. En afi hélt hópnum saman þó stór væri. Afí gerði sér ekki vonir um að lifa svona lengi og sagði eitt sinn að hann skildi nú ekkert í Guði að láta sig lifa svona lengi, hann hafí jú bara beðið um að fá að koma bömum sínum til manns. Kæm ættingjar, ég man þá tíð að við hópuðumst saman einu sinni á sumri og fómm í svokallað fjölskyl- duferðalag, ég er viss um að við myndum öll hafa bæði gagn og gam- an af að taka þann sið upp aftur. Fjölskylda okkar er stór og ég er stolt af því að tilheyra henni. Treyst- um fjölskylduböndin. Lifíð heil. Guðrún Ólafedóttir ar en ein, þannig að framleiða má rafmagn með hálfum afköstum, ef önnur vélin kynni að bila. Þannig að nauðsynlegustu tækin stöðvist ekki, þó úr rafmagnsframleiðslunni dragi og töflukerfi byggt upp í sam- ræmi við það. Skipulega er svo að því staðið að kanna hvort vélar þessar em í lagi og tiltækar og í fullu standi til að taka við rafmagnsframleiðsl- unni, þegar þörf verður á. Miðað við það sem ég hef rakið hér að framan virðist vera að stjóm- endur heilbrigðismála meti stöðuna þannig að viðunandi varaafl til raf- orkuframleiðslu hafí ekki eins mikið gildi fyrir sjúkrastofnanir eins og sijómendur laxeldisstöðva meta það fyrir eldisstöðvar sínar. Það er erfítt að skilja slíkt mat, þegar um líf eða dauða fólks er að ræða. Varla er þörf að minna á að við búum í landi þar sem jarðskjálftar, eldgos, snjóflóð og þess háttar nátt- úruhamfarir geta dunið yfír okkur án fyrirvara, en samfara slíku má oftast búast við því að bilanir á orkuvemm verði svo og að leiðslur þaðan rofni. Reikna má með, að þegar þess háttar náttúruhamfarir verða, verði ótiltekinn fjöldi fólks fyrir slysum. Óhugnanlegt er þá til þess að hugsa að sjúkrastoftianir verði þá jafnframt óstarfhæfar vegna rafmagnsskorts. Jóhann Þórðarson „Eg varð alveg- fiirðu lostinn, þegar ég las og heyrði firéttir af þessu atviki og ég hygg að svo hafi orðið um fleiri.“ Ég vil að lokum beina þeim til- mælum mínum til alþingismanna okkar að þeir taki sig til og eyði einhvetju af sínum dýrmæta tíma í að ræða þessi mál á Alþingi og sjái til þess að þeir þættir öiyggis- mála, sem ég hef Ijallað um hér verði kannaðir um allt land og það lagað, sem lagfæringa þarfnast og það strax, svona mál þola enga bið. Ég vænti að þú lesandi góður sért mér sammála í þessu efni. Við megum ekki bíða eftir því að stóra slysið verði. Höfundur er hæstaréttarlögmað- ur í Reykjavík. • J-0 r a LT.V---V. á/n/M óem e/'ad uJa. © riTÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28 r m BAMBO A ISLANDI OSKAR OLLUM BÖRNUM GLEÐILEGRA JÓIA $ VERSLUN ARDEILD

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.