Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988 VEÐUR Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Jón Guðbjartsson afhendir Hávarði Olgeirssyni skipstjóra skjöld Slysavarnafélagsins í þakklætis- skyni fyrir veittan stuðning áhafnarinnar. Bolungarvík: Áhöfti Dagrúnar færir Erni gjöf Bolungarvík. ÁHÖFN skuttogarans Dagrúnar færði björgunarsveitinni Erni hér í Bolungarvík að gjöf eitt hundrað þúsund krónur sem vott um það að þeir meti störf sveitar- innar og að þeir starfs síns vegna séu meðvitandi um þá nauðsyn að hér sé til staðar öflug og vel búin björgunarsveit. Björgunarsveitin Emir þakkaði fyrir þessa peningagjöf með því að heimsækja áhöfnina um borð í skip þeirra er þeir voru að leggja í síðustu veiðiferðina fyrir jól og af- hentu skipstjóranum fyrir hönd áhafnarinnar platta með skildi Slysavamafélags íslands og á hann er letrað „Þökkum veittan stuðn- ing“. Fyrir stuttu þurfti björgunar- sveitin einmitt að sækja slasaðan sjómann um borð í Dagrúnu þar sem hún var að veiðum um 30 sjómflur út af Deild. Ekki var um alvarlegt slys að ræða en flytja þurfti manninn í land. Farið var á björgunarbátnum Gísla Hjalta og tók ferðin um fjóra tíma frá því að farið var frá Bolung- arvík og þar til maðurinn var kom- inn undir læknishendur hér í Bol- ungarvík. - Gunnar I DAG kl. 12.00: Heimifd: Veóurstofa Islands (Byggt á veóurspá kl. 16.15 f gær) VEÐURHORFUR íDAG, 30. DESEMBER YFIRLIT í GÆR: Á Grænlandssundi er kyrrstæð 990 mb lægð sem fer minnkandi en við Nýfundnaland er vaxandi 970 mb lægð sem mun hreyfast allhratt f norðausturótt og fer að hafa áhrif ó veður hér á landi á morgun. [ kvöld og nótt verður vægt frost á landinu en veður fer hlýnandi þegar líður á morgundaginn. SPÁ: Hægviðri og bjart veður um mest allt land f fyrramálið en þykknar upp með vaxandi suðaustanátt um hádegi. Stinningskaldi og siydda um vestanvert landið síðdegis. Hlýnandi þegar Ifður á daginn. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á LAUGARDAG: Hvöss sunnan og síðan suðvestanátt. Rigning sunnan- og vestanlands, en úrkomulítið í öðrum lands- hlutum. Hiti 6—7 stig. HORFUR Á SUNNUDAG: Suðvestanátt, kaldi eða stinningskaldi. Skúrir sunnan- og vestanlands, en úrkomulaust á Noröur- og Norð- austurlandi. Hiti 1—2 stig. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 0 alskýjað Reykjavik +1 haglél Bergen 7 þokumóða Helslnki 4 alskýjað Kaupmannah. 8 þokumóða Narssarssuaq +19 helðskirt Nuuk +15 léttskýjað Osló 2 lágþokublettir Stokkhólmur 6 skýjað Þórshöfn 6 skýjað Algarve 18 lóttskýjað Amsterdam 7 þokumóða Barcelona 11 mistur Berlln • 10 skýjað Chicago vantar Feneyjar 1 þoka Frankfurt 7 þokumóða Glasgow 11 rigning Hamborg 8 þokumóða Las Palmas 20 rykmistur London 9 þokumóða Los Angeles 6 heiðskirt ' Lúxemborg 8 þoka Madrid 4 þokumóða Malaga 17 hílfskýjað Mallorca 16 skýjað Montreal +18 léttskýjað New Yorfc 1 lóttskýjað Ortando 17 þokumóða Paris 6 alskýjað Róm 12 þokumóða San Dlego 6 heiðskírt Vin 8 helðskirt Washington +2 skýjað Winnipeg +23 snjókoma Ólíklegt að verð- ið hækki svona ört - segja forstjórar íslensku fisksölu- fyrirtækjanna í Bandaríkjunum um spá The Erkins Seafood Letter STJÓRNENDUR íslenzku fisksölufyrirtækjanna í Bandaríkjunum efast um að verðhækkanir á þorskblokk verði jafn örar og The Erkins Seafood Letter (bandarískt fréttabréf um sölu sjávarafurða) telur og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu. Þar var talið að verð á blokkinni færi fljótlega á komandi ári í 1,65 dali. Verð á blokk- inni hefiir síðustu vikur verið um 1,40 dalir, fór hæst í fyrra í 2 dali, en féll svo í 1,25. Stjórnendur íslenzku fyrirtækjanna vara við örum verðhækkunum, sem þeir segja að geti valdið minni neyzlu og endan- legri tilfærslu kaupenda yfir i aðrar og ódýrari tegundir. „Spádómar Erkins hafa oft reynst öfgakenndir, hvort sem hann spáir upp- eða niðursveiflum, en auðvitað vona ég að hann hafi eitt- hvað til síns máls í þetta sinn,“ sagði Magnús Gústafsson forstjóri Coldwater Seafood, sölufyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum. „Enn bendir ekk- ert til að eftirspumin sé að aukast. Við erum enn með töluvert hærra verð á flökunum en Kanadamenn þó þeir hafi hækkað sitt lága verð eitthvað í áttina til okkar verðs. Það er því ekki tilefni til að hugsa um verðbreytingar. Varðandi blokkina þá halda aðrir því fram að ef hún hækkar ört minnki kaup á henni og kaupendur auki kaup á öðrum tegundum í stað- inn. Nú er sá tími að reynt er að halda birgðum i lágmarki, eins og alltaf um áramót. Menn halda að sér höndum með innkaup og dreif- ingaraðildar leitast við að vera með sem minnstar birgðir. Það er því ekki fyrr en kemur fram í janúar sem við sjáum hvort salan verður lífleg. Einnig verða menn að hafa í huga að spádómar eru ekki látnir í askana," sagði Magnús Gústafs- „Við viljum sjá verðið hækka áður en við förum að tjá okkur," sagði Magnús Friðgeirsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Seafood Corp., dótturfyrirtækis Sambands- ins í Bandaríkjunum. „Vissulega er stígandi í markaðnum, en hvort hún skilar okkur eins mikilli hækkun og spáð er í The Erkins Seafood Letter vitum við auðvitað ekki enn. Það má ekki gleyma því að kaup- endur sjávarafurða spyma auðvitað fótum gegn verðhækkunum. Birgð- ir á blokk og flökum fara lækk- andi, en andspyma kaupenda getur komið í veg fyrir verðhækkanir þó salan geti gengið greiðlega. Fari verðið of hátt, kaupa menn einfald- lega aðrar ódýrari fisktegundir," sagði Magnús. Hann sagði ennfremur að líðandi ár yrði eflaust mjög minnisstætt þeim, sem stunduðu sölu á sjávaraf- urðum. Fáheyrt verðfall hefði orðið á afurðunum og af því hefðu allir borið skarðan hlut frá borði. Þótt menn kysu hærra afurðaverð en nú fengist, mætti ekki gleyma því, að of miklar hækkanir þýddu ein- faldlega minni neyzlu og tilfærslu yfir í aðrar tegupdir. Bann við ósoneyðandi úðabrúsum: Engin vandkvæði á að fá hliðstæðar vörur SALA úðabrúsa sem innihalda ósoneyðandi efiii verður bönnuð frá og með 1. júní 1990. Að sögn Sigurðar M. Magnússonar, forstöðu- manns Geislavarna ríkisins og formanns nefiidar er fjallaði um notk- un ósoneyðandi efna og aðgerðir til að draga úr henni, er hér aðal- lega um ýmis konar snyrtivarning að ræða en einnig ýmsa aðra úðavöru sem notuð er í sambandi við bifreiðar og byggingariðnað, s.s. málning og annað þess háttar. Sigurður sagði að lítil vandkvæði ættu að vera á því að fá hliðstæðar vörur þar sem ekki væru notuð ósoneyðandi efni. Þessi efni hefðu verið bönnuð í mörgum löndum um árabil, s.s. Danmörku, Svíþjóð og Bandaríkjunum, án þess að það hefði valdið vandræðum. Þó væru til undanþágur frá þessum bönnum t.d. þegar um lyf væri að ræða, s.s. astmalyf, og sagði hann þau væntanlega einnig verða undanþeg- in frá banninu hér á landi. Kosturinn við úðabrúsana væri að þarna væri um stóran hluta heildarnotkunarinnar á ósoneyð- andi efnum að ræða og einfalt að takmarka notkun. Hins vegar væri brýnt að setja reglur á öllum þeim sviðum sem nefndin hefði lagt til, s.s. varðandi harðfroðueinangrun og kæiikerfi. Heildamotkun ósoneyðandi efna á íslandi er talin vera um 200 tonn. Þar af eru rúmlega 70 tonn flutt inn sem hráefni til notkunar í iðn- aðai og í framleiðslu og um 130 tonn flutt inn í hálfunnum og full- unnum varningi. Sigurður M. Magnússon sagðist telja að það myndi gerast sjálfkrafa þegar dreg- ið væri úr framleiðslu á ósoneyð- andi efnum í öðrum löndum þá minnkaði sjálfkrafa það magn sem kæmi inn í landið og hægt og sígandi yrði síðan dregin úr hráefni- snotkuninni hérlendis. í þeirri framkvæmdaáætlun sem ríkisstjómin hefur samþykkt á grundvelli tillagna nefndarinnar er gert ráð fyrir að settar verði reglur um notkun kælimiðla, sem eyða ósonlaginu, í kæli- og fiystikerfum. Verður meginákvæði þeirra að óheimilt verður að hleypa slíkum efnum út í andrúmsloftið við við- hald og eftirlit með kælikerfum. Er stefnt að því að með þessum og öðrum aðgerðum megi takast að draga saman notkun ósoneyðandi efna í kæli- og frystikerfum um 25% fyrir 1991, eða um 8,5 tonn. Sam- svarar það 4,2% af heildarnotkun ársins 1986. ■ Einnig verða settar reglur um notkun ósoneyðandi efna í harð- froðueinangrun og verður notkunin takmörkuð eftir því sem hægt er, m.a. með notkun annarra efna en nú eru notuð. Telur nefndin að með þessum hætti megi minnka notkun- ina um allt að 15% fyrir árið 1991. Þá verða settar reglur um notkun ósoneyðandi efna í mjúkfroðuein- angrun og við hreinsun og þvott í efnalaugum og um notkun halona í brunavama- og slökkvikerfum. Hreinsimiðlar eru einnig notaðir i iðnaði og nemur notkunin um tveimur tonnum árlega hjá ÍSAL til hreinsunar á bráðnu áli en stjóm- endur ÍSAL hafa lýst því yfir að þeir muni hætta þessari notkun. Einnig eru notuð 0,5 tonn í raf- eindaiðnaði en nefndin telur að þá notkun megi minnka um 50% vegna nýrra efna sem eru að koma á markað. Þannig myndi notkun hreinsimiðla í iðnaði minnka um samtals 90% fyrir 1991 en það er um 1% heildamotkunarinnar og um 3,2% hráefnisnotkunarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.