Morgunblaðið - 30.12.1988, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988
Landnemabyggðin Markerville
(Tindastóll) í Kanada 100 ára
eftir Baldur Hafstað
Markerville heitir lítill bær í Al-
bertafylki vestur undir Klettafjöllum
í Kanada og tengist í hugum margra
Islendinga nafni Stephans G. Step-
hanssonar (1853—1927) en hann bjó
um 6 km frá þorpinu. Þama var alís-
lensk en lítil landnemabyggð. Mar-
kerville er um 40 km suðvestur af
bænum Red Deer, miðja vegu milli
borganna Calgary og Edmonton. Um
mánaðamótin júlí—ágúst í sumar var
mikið um dýrðir í Markerville. Gaml-
ir íbúar og ættingjar þeirra streymdu
þangað til að halda upp á 100 ára
afmæli þessa íslenska staðar og
byggðarinnar í kring. Við sama tæki-
færi var gamalt ijómabú á staðnum
formlega opnað sem minjasafn. Frá
því fyrir aldamót og fram um 1970
var tjómabúið aflgjafí byggðarinnar
og þekkt fyrir vandaða vöru. íbúar
Markerville urðu um 100 þegar mest
var. Nú hefur þeim fækkað, og
byggðin í kring er ekki lengur alís-
lensk. Allmargir íslendingar búa þó
enn í nálægum bæjum (Innisfail og
Red Deer), og þeir elstu tala ágæta
íslensku þó fæddir séu vestra.
Á hundrað ára hátíðinni var af-
hjúpaður minnisvarði framan við
Fensali, samkomuhús staðarins,
mjólkurbrúsi með byggstráum upp
úr, tákn um helstu atvinnugreinar í
sveitinni. Á brúsann eru áletraðar í
enskri þýðingu síðustu ljóðlínumar
úr kvæði Stephans G., „Kveld“. Það
var reyndar gaman og óvænt að
finna svona fyrir nálægð Stephans
G. í hátíðarræðum vitnuðu ráðherrar
Albertafylkis og annað stórmenni í
skáldið (að vísu á ensku) eins og
góðan kunningja.
Hátíðahöldin voru forkunnarvel
undirbúin og fóru fram með sóma.
Auk hátíðarávarpa, messugjörðar og
þessháttar var boðið upp á ýmislegt
af léttara taginu, svo sem skrúð-
göngu í norður-amerískum stfl og
loftbelgja- og blöðrusýningar. Og
ekki munaði staðarbúa um að steikja
nautakjöt handa þeim 1200 gestum
sem hátíðina sóttu með hjólhýsin sín.
Frá Edmonton kom blandaður kór
Vestur-íslendinga og íslandsvina
(Saga Singers) og söng með leikræn-
um tilburðum og gerði stormandi
lukku. Langflest lögin voru íslensk,
sungin við íslenska texta. Dálítið
þurfti að rigna þegar kórinn byijaði,
en þegar hann kom að laginu „Ó,
blessuð vertu sumarsól" fór sólin að
skína. Seinna kvöldið fór fram flug-
eldasýning í grenjandi rigningu en
þá hafði plasti verið dreift milli
manna svo að enginn vöknaði til
muna. Undirrituðum hlotnaðist sá
heiður að ávarpa samkomugesti og
sitja framarlega í kirkjunni við mes-
sugjörðina, við hlið Rósu Benedikts-
son, dóttur Stephans G. Fleiri en einn
höfðu orð á þvt við mig að gaman
hefði nú verið að fá Vigdísi Finn-
bogadóttur á hátíðina og tók ég heils
hugar undir það. En atvikin leyfðu
það ekki að forseti okkar heimsækti
þessa litlu og „afskekktu" íslending-
anýlendu á aldarafmælinu. Hins veg-
ar standa vonir til að Vigdís forseti
vitji Vestur-íslendinga næsta sumar
í höfuðstað Nýja-íslands á Gimli við
Winnipegvatn i Manitoba.
Sá sem veg og vanda hafði af
undirbúningi hátíðahaldanna og
stjómaði þeim var formaður íslend-
ingafélagsins, Kris Johnson. Kris er
fyrrverandi stórbóndi í nágrenni
Markerville. Hann og kona hans,
Kay, hafa tekið á móti mörgum gest-
um frá íslandi, m.a. stórum bænda-
hópum. Síðastliðinn vetur sá Kris um
að undirbúa þjóðræknisþing íslend-
inga í Vesturheimi sem haldið var í
nágrannabænum Innisfail.
Stephan G. stóra nafnið
Það var árið 1888, fyrir 100 árum,
að nokkrir íbúar Norður-Dakóta í
Bandaríkjunum tóku sig upp og leit-
uðu nýrra heimkynna eftir mikla
þurrka á heimaslóðum. Stephan G.
og Helga Jónsdóttir kona hans komu
árið eftir með flölskyldu sinni og
fleiri frændum og vinum og námu
„Um miðjan síðasta
áratug var hafíst handa
um að gera hús Steph-
ans G. að safni til að
heiðra minningu hans,
m.a. fyrir tilstilli o g
stuðning íslenskra
bænda. Þá var húsið í
niðurníðslu enda hafði
enginn búið þar um all-
langt skeið. Stjórn Al-
bertafylkis keypti húsið
og hefíir nú látið gera
það upp í þeirri mynd
sem hafði á seinni dög-
um Stephans — og ekk-
ert sparað til.“
Rjómabúið í Markerville. Það hefúr nú verið gert að minjasafni.
i ffjj i
j; I 1 WízíFfzffiy'í'-í:- ^
w i ; & <>•. $,/- m ;. íf
Saga Singers frá Edmonton. Lengst til hægri er Kris Johnson, formaður íslendingafélagsins i Markerville
og nágrenni.
Rósa Benediktsson og dóttir hennar, íris Helga.
land í hæðóttu landslagi við Medic-
ine-ána skammt frá þeim íslending-
um sem fyrir voru. Stephan vildi
vera við ána, m.a. vegna veiðinnar.
Fegurð landsins og útsýnið af hæð-
unum hefur ráðið nokkru um stað-
arvalið. í góðu skyggni sést vel til
Klettafjalla þótt þau séu í allt að 150
km fjarlægð. Land það sem Kletta-
fjallaskáldið valdi sér er fijósamt en
þó ekki eins vel fallið til akuryrkju
og sumt annað land í nágrenninu.
Stephan stundaði alhliða búskap, bjó
við ær, kýr, hænsni og svín, og gerði
athyglisverðar tilraunir með kom-
rækt. Hann byggði hús í áföngum,
eftir því sem fjölgaði í kotinu og
efni leyfðu.
Þau Stephan og Helga voru
frændsystkin og æskuvinir. Þau gift-
ust í Wisconsin fáeinum árum eftir
að þau fluttust vestur um haf og
eignuðust átta böm á árunum
1879—1900. Þau misstu ungan son
á Dakótaárunum sem Stephan minn-
ist í því fagra ljóði, „Kveðið eftir
drenginn rninn". Arið 1909 varð son-
urinn Gestur fyrir eldingu, 16 ára.
Hann var efnilegur og hneigður til
skáidskapar. Nóttina eftir slysið kvað
Stephan um hann ljóðið „Gestur"
sem margir hafa hrifist af. Ein dætra
þeirra hjóna hét Stephaný Guðbjörg
og bjó handan árinnar. Árið 1940, á
útfarardegi móður sinnar, fórst Step-
aný f bflslysi. Hún var á leið tii erfí-
diykkjunnar þegar bflinn fór út af
brúnni skammt neðan við bæinn.
Þetta gerðist þrettán árum eftir andl-
át Stephans. Þau hvfla nú öll í fjöl-
skyldugrafreit handan Medicinárinn-
ar. Sá reitur var í landareign Sigur-
laugar systur Stephans. Sonur henn-
ar, Stephan, var fyrstur lagður þar
til hinstu hvflu, tvítugur að aldri,
árið 1905. Ástæðan fyrir því að þess-
ar fjölskyldur sameinuðust um graf-
reit í stað þess að hljóta legstað í
lúterska kirkjugarðinum skammt frá
Markerville var trúarlegs eðlis.
Gegnt grafreitnum stendur
hvítmálað hús niður við ána. Það er
Hólaskóli sem reistur var árið 1904.
Fyrir þann tfma (allt frá árinu 1892)
hafði bamaskólinn staðið á Flagg-
hóli, rétt við heimili Stephans. Kenn-
arar dvöldu löngum þar á bæ og var
það haft í flimtingum að þeir hefðu
stundum lært meiri íslensku en nem-
endumir ensku. í gamla skólahúsinu
orti Stephan ljóðabálkinn A ferð og
flugi sem birtist í bókarformi árið
1900. Þar kom fram mörg af ein-
kennum Stephans, t.d. óvægni hans
í garð klerka og kirkju (deilur um
trúar- og menningarleg efni áttu
nokkum þátt í að hann yfirgaf Da-
kóta). Langt er frá að logn léki um
líf Stephans. Hörðust varð atlagan
gegn honum eftir að Vígslóði birtist
árið 1920, en þá var Stephan kominn
undir sjötugt. í Vígslóða beitir hann
allri sinni orku og hugviti til að sýna
fram á fáránleika stríðsreksturs og
útlistar hvemig kirkja, peningamenn
og pólitíkusar ginna menn út í stríð.
Kvæðin voru ort í fyrri heimsstyijöld
og mörg þeirra birt jafnóðum í blöð-
um og tímaritum. Vissulega þurfti
kjark til að tala eins og Stepan gerði
þama. Handritið að bókinni skildi
hann eftir á íslandi árið 1917 með
þeim ummælum að það skyldi ekki
birt fyrr en að loknu stríði. Margir
Vestur-íslendingar, einkum þeir sem
misst höfðu ástvini í stríðinu, sættu
sig ekki við Vígslóða. Ráðist var
harkalega á Stephan í íslenskum
blöðum vestanhafs. Mönnum sveið
hin miskunnarlausa afstaða hans þar
sem engum var hlfft. Lesendum til
fróðleiks skulu birt tvö erindi úr
síðasta kvæðinu í Vígslóða, „Fjall-
konan til hermanna sem heim koma“.
Mér hiynja tár um kinnar, mér hrekkur ljóð
af vör!
Við heimkomuna ykkar úr slíkri mæðufór
með skarð i hveijum skildi, með bróðurblóð
á hjör.
Minn frið til þeirra er féllu. Þú kyrrð og
kös þá geym!
Og Kains-merki leyndu undir blóðstorkunni
á þeim. -
En að fá minni-menn sem heimtast aftur
heim
er hugarraun mér þyngst.
Var von að einhver)um sámaði?
En Stephan svaraði hverri árás af
einurð og festu. Og alltaf átti hann
stuðningsmenn og skoðanabræður
meðal Vestur-íslendinga. Má þar
nefna dr. Rögnvald Pétursson unit-
araprest í Winnipeg sem átti mestan
þátt allra í útgáfu á verkum Step-
hans. Þegar frá leið lægði öldumar.
Síðustu árin var Stephan kærkominn
gestur á málþingum landa sinna
vestra. Það voru Islendingar í Vest-
urheimi sem létu gera minnisvarða
á leiði hans og var hann afhjúpaður
árið 1936 að viðstöddu fjölmenni.
Geta má þess að Stephan hafði sjálf-
ur gert ráðstafanir til að fá uppdrátt
að „vörðu" að heiman. Þar átti að-
eins að standa: „Hér var Stephan
G. grafínn". Einar Jónsson gerði
fleiri en einn uppdrátt í þessu skyni.
Ekki voru þeir þó notaðir þegar til
þess kom að gera minnisvarðann.
Það var austurrískur Kanadamaður
sem fenginn var tii að reisa varðann
sem stendur á leiðinu. Og áletrunin
er ekki sú einfalda setning sem Step-
han hafði hugsað sér.
Stephan var alltaf vinsæll í byggð
sinni og gegndi þar ýmsum skyldum,
t.d. viðvíkjandi ijómabúinu, skólan-
um og lestrafélaginu; einnig annaðist
hann manntal og fleiri störf fyrir
stjómvöld. Fred Olesen, gamall Mar-
kervillebúi, tjáði mér að Stephan
hefði verið „á skólaborðinu", þ.e. í
skólanefndinni (á ensku: school bo-
ard), þegar hann sem strákur hefði
brotið glugga i gamla skólahúsinu í
hita boltaleiksins. Drengurinn var
kallaður fyrir Stephan sem brást
reiður við og hélt nokkra tölu yfír
honum. Síðan tók Stephan utan um
hann og sagði: „Komdu, við skulum
sjá hvort Helga á ekki eitthvað gott
handa okkur.“ Helga bakaði öðrum
kon'um betur, en að sögn Regínu
Johnson, systur Freds, vildi hún ekki
láta uppskriftimar af hendi.
Regína Johnson var góðvinkona
Rósu, dóttur Stephans, og heima-
gangur á bænum. Ekki leýnir sér
eyfirski hreimurinn í rödd hennar.
Hún er þó fædd vestra; móðir henn-
ar var nýskírð er hún kom til Vestur-
heims. Regína les „fyrir utan gler-
augu“. Það er til marks um ást þessa
fólks á íslandi að á banabeðinu tók
móðir Regínu af henni loforð um að
fara til íslands og var stofnaður sér-
stakur sjóður í fjölskyldunni til að
af því gæti orðið. Greinilegt er að
Regína og aðrir sveitungar höfðu
miklar mætur á Helgu, konu Step-
hans. Hún þótti dugnaðarforkur,
góðlynd og hnyttin í tilsvörum. Eitt
sinn var hún spurð í fremur neikvæð-
um tón hvort ekki væri neitt skálda-
blóð í sonum hennar. „Nei, en þeir
eru engir asnar fyrir því.“
Stephanshúsið
Um miðjan síðasta áratug var
hafíst handa um að gera hús
Stephans G. að safni til að heiðra
minningu hans, m.a. fyrir tilstilli og
stuðning íslenskra bænda. Þá var
húsið í niðumíðslu enda hafði enginn
búið þar um alllangt skeið. Stjóm
Albertafylkis keypti húsið og hefur
nú látið gera það upp í þeirri mynd
sem hafði á seinni dögum Stephans
— og ekkert sparað til. Jafnvel
húsbúnaður er að mestu sá sami og
var; sumt þurfti að sækja um langan
veg, m.a. til Winnepeg þar sem t.d.
skrifborð Stephans var varðveitt.
Skammt neðan við bæinn hefur verið
reist starfsmannaíbúð og skýli til
gestamóttöku, og í garðinum geta
ferðalangar eldað sér mat á hlóðum.
Fimm fastir starfsmenn vinna í
Stephanshúsi yflr sumartímann og
fræða gesti um skáldið og einnig
almennt um líf og starf á
landnemabæ um aldamótin.
Þúsundir gesta koma þangað á
hveiju sumri og fer stöðugt fjölgandi.
í skólum fylkisins er nú á hveiju ári
efnt til ljóðasamkeppni sem ber nafn
Stephans. Albertastjóm hefur
gengist fyrir að stutt útgáfu á ritum
um skáldið og nokkrum
ljóðaþýðingum. Þannig spyrst það
út smátt og smátt að Albertabúar
hafi átt stórskáld. Þetta hlýtur að
vera okkur íslendingum gleðiefni.
Það fyrsta sem athygli vekur
þegar komið er að húsi Stephans
G. er liturinn: bleikur og grænn!
Þesi litadýrð bendir til að Stephan
(eða Helga!) hafí að vissu leyti verið
sundurgerðarmaður eða
framúrstefnumaður. Skreytingar á
framhlið hússins benda til hins sama,
en bak við fínlegan útskurð og þiljur
leynist bjálkahús. Ekki er annað að
sjá en húsið hafi, eftir að það var
ftillbyggt, verið meira en
meðalbóndabær. Vinnuherbergi
skáldsins er t.d. óvenjulega fallegt,
með útskoti sem veit að veröndinni
við framhlið hússins. Bækur
Stephans voru á sínum tíma gefnar
til Manitóbaháskóla, en nú vilja
Albertamenn gjaman fá þær aftur á
sinn stað. Nokkur amerísk tímarit
eru enn í herberginu, m.a. „The
independent", „The Statesman" og
„Soviet Russia". Ég rek einnig augun
í danskt tímarit, „Verden og vi“, og
tjáði Rósa mér að faðir sinn hefði
fengið það hjá dönskum bræðrum
sem unnu við „smjörgerðarútibúið"
í Markerville. Húsbúnaðurinn hefur
-lengstum verið fábrotinn. Sagt er að
kennarar sem dvöldu í húsi skáldsins
skólatímann hafí gjaman skilið eftir
eitt og annað sem kom í góðar þarfír,
dúka og annan borðbúnað til dæmis.
Snemma mun hljóðfæri hafa komið
í húsið, fyrst orgel, síðan píanó.
„Pabbi hafði ánægju af
hljóðfæraslætti,“ segir Rósa.
Blessuð sértu sveitin mín
Rósa minnist heimsókna merkra