Morgunblaðið - 30.12.1988, Page 23

Morgunblaðið - 30.12.1988, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988 23 Reuter Bylting’arafmælis minnst íKúbu Sovéskum flugskeytum er hér ekið framhjá sjö metra háu minnismerki af byltingarleið- toganum Che Guevara í Santa Clara i Kúbu á miðvikudag, þegar hátíðahöld hófúst í til- efhi 30 ára afmælis byltingar- innar í Kúbu. Þúsundir manna fylgdust með hersýningu i borginni, en byltingarmenn undir stjórn Guevara náðu henni á sitt vald 30. desember árið 1958 og varð það til þess að Fulgencio Batista einræðis- herra flúði land skömmu eftir miðnætti á nýarsnótt. Hátíða- höldin standa í viku. Bandaríska flugmálastj órnin: Skipt verði um hnoð í 813 Boeing-727 þotum Seattle. Reuter. DAVE Duff, talsmaður bandarísku flugTnálastjórnarinnar (FAA) sagði í gær, að von væri á fyrirskipun i byrjun næsta árs um að skipt skuli um hnoð í 813 öldruðum þotum af gerðinni Boeing-727. Akvörðun FAA varðar Boeing- 727-þotur, sem smíðaðar voru fyrir 1971 og enn eru í notkun víða um heim. Við samsetningu þeirra var beitt svokallaðri kaldlímingu byrð- ings. Sú samsetningaraðferð er frekar talin geta leitt til sprungu- myndana í skrokknum en svokölluð heitlíming, sem hafin var 1971. Duff sagði að ákvörðun af þessu tagi hefði verið í undirbúningi um skeið og væri ekki tengd bilun í Boeing-727-þotu flugfélagsins Eastern Airlines, sem varð að nauð- lenda á mánudaginn eftir að stykki rifnaði úr ytra byrði hennar. FAA mun rannsaka bilunina í hinni 22 ára gömlu þotu Eastem. Er hún var nýk^min í 31 þúsund feta hæð leiddi smágat á byrðing hennar til þess að gat rifnaði á ytra byrðing á ofanverðum skrokk henn- ar afturundir stéli. Reyndist gatið 25 sentimetra breitt og 50 senti- metra langt. Kynþáttaóeirðir í Kína: Afrískir námsmenn sak- aðir um að eiga upptökin Nanking. Peking. Reuter. REKTOR Hehai-háskólans í Nanking í Kina, Liang Ruiju, sakaði í gær afríska námsmenn um að hafa átt upptökin að kynþáttaóeirðum sem brutust út um síðustu helgi. Að minnsta kosti 130 afrískir náms- menn flúðu frá háskólasvæðinu í kjölfar óeirðanna. Einn þeirra sagði í viðtali við fréttamann Reuters í gær að flestir vildu náms- mennimir yfirgefa Kína. í gær gengu 300 múslimskir námsmenn af Uygur-kynþættinum um götur í Peking og kröfðust aukinna mannréttinda. Liang Ruiju kvaðst geta ábyrgst öryggi þeirra erlendu námsmanna sem flýðu af háskólasvæðinu. „Þeir geta yfirgefið Kína að því tilskildu að sendiráð þeirra veiti þeim farar- leyfi og þegar viðeigandi ráðstafan- ir hafa verið gerðar," sagði Liang. Hann sagði jafnframt að þeim er- lendu námsmönnum sem hefðu gerst brotlegir við kínversk lög yrði refsað. Liang sagði að nokkrir erlendir námsmenn hefðu boðið vændiskon- um til herbergja sinna og brotið reglur háskólans en samkvæmt þeim ber kínverskum gestum að framvísa persónuskilríkjum. Hann sakaði einnig nokkra afríska náms- menn um að hafa ráðist á starfs- fólk háskólans og vegfarendur með bareflum og múrsteinum síðastlið- inn laugardag. Fyrr í þessari viku söfnuðust mörg þúsund Kínveijar saman og brutu rúður í svefnálmu erlendra námsmanna í Hehai-háskólanum. Þeir gengu einnig fylktu liði um götur Nanking og gerðu hróp að blökkum námsmönnum pg kröfðust þess að þeim yrði hegnt. í gær fóru um 300 múslimskir námsmenn af Uygur-kynþætti, sem er minnihlutahópur í Xinjiang- héraði í Kína, í ólöglega mótmæla- göngu í Peking og kröfðust aukinna mannréttinda til handa minnihluta- hópum í landinu. Námsmennimir lýstu einnig andúð sinni á tveimur kvikmyndum sem kvikmyndagerð- armenn frá Kína og Hong Kong standa sameiginlega að. Náms- mennimir halda því fram að í kvik- myndunum sé röng mynd dregin upp af sögu og menningu Uygura. Reuter Afrískir námsmenn yfirgefa járnbrautarstöðina i Nanking á mánudag, en þangað höfðu um 130 náms- menn flúið í kjölfar kynþáttaóeirða um síðustu helgi i þeirri von að ná til sendiráða í Peking. Bretland: Flestum finnst tímabært að Karl verði konungur London. Reuter. MEIRIHLUTI Breta telur rétt, að Elísabet drottning, sem hef- ur tvö um sextugt, segi af sér til að sonur hennar, Karl prins, geti tekið við ríkinu. Kemur þetta fram i skoðanakönnun, sem birt var á miðvikudag. í Gallup-könnuninni, sem birt var í Daily Telegraph, reyndust 59% hlynnt því, að drottningin settist í helgan stein til að prinsinn af Wales gæti tekið við veldis- sprotanum meðan hann væri enn á góðum aldri, en hann stendur nú á fertugu. Elísabet hefur ríkt í 36 ár eða frá 1952. I leiðara blaðsins segir hins veg- ar, að þá skjátlist þegnum hennar hátignar haldi þeir, að hún ætli „að láta frá sér það, sem hún tel- ur sig eiga að gæta allt þar til yfir lýkur“. Niðurstöður könnunarinnar voru í stuttu máli þær, að breska konungsfjölskyldan er vinsæl en þykir nokkuð dýr í rekstri. Þá vilja flestir, að hátignirnar láti meira til sín taka í umræðum um lands- ins gagn og nauðsynjar. Voru 82% hlynnt konungdæminu í núverandi mynd en 40% fannst útgerðin full- dýr eins og fyrr sagði, en fjölskyld- an kostar ríkið um 425 milljónir ísl. kr. á ári. Karl prins er vinsælastur en á hæla honum kemur amma hans, drottningarmóðirin. Þá er Anna, systir hans, í þriðja sæti, Díana, kona hans, í því fjórða og drottn- ingin í því fimmta. Þegar spurt var hvaða tilfinn- ingar fólk bæri til konungsfjöl- skyldunnar lýsti helmingurinn þeim með orðinu „virðingu". Að- eins 2% sögðu „elska“ og enginn „lotning". Flestum finnst Elísabet „umhyggjusöm", Karl prins „greindur vel“, Díana „tolla vel í tískunni" og Sara, eiginkona Andrews, „vingjarnleg". Norðursjór: Selaveikin hefur drep- ið 75% af stofhinum Hiuig. Reuter. UNDANFARNA sex mánuði hefur selaveikin svonefiida eytt um þrem fjórðu af öllum selum við strendur Hollands, Danmerkur og Vestur-Þýska- lands, að sögn hollensks sér- fræðings. Alls hafa um 17.000 dýr drepist í Norður-Evrópu á árinu. Lenie Hart, sem stjómar sel- aspítala í hollenska þorpinu Piet- erburen, segir að veikin sé hætt að heija á seli við strendur Vest- ur-Þýskalands og Danmerkur og í rénun við Holland. Hins vegar sé ekkert lát á henni á ensku og írsku ströndunum. Hart segir að nú séu í mesta lagi 250 selir við hollensku ströndina en hafi verið um 1000 fyrir ári. Hún telur að það muni taka 10 - 14 ár fyrir landsela- stofninn að ná aftur fyrri stærð. Reuter Eyðing ósonlagsins könnuð Þessi flugvél Geimrannsóknastofnunar Bandaríkjanna, NASA, af gerðinni ER-2 verður notuð við rannsóknir á eyðingu óson- lagsins yfir norðurhveli jarðar á fyrri hluta næsta árs. Yasser Arafat boð- ið til Finnlands Helsinki. Reuter. FINNSK stjórnvöld hafa boðið Yasser Arafat, formanni Frelsissamtaka Palestinu, PLO, i opinbera heimsókn. t tilkynningu frá finnska utanrík- isráðuneytinu segir að eigi að sfður viðurkenni Finnar ekki ríki Pa- lestínumanna sem stofiiað var í nóvember. að fyrirhuguð heimsókn Arafats sé engin stefnubreyting í finnskum ut- anríkismálum og muni ekki hafa áhrif á góð samskipti Finnlands og ísraels. Hann segir að enn eigi eftir að ganga frá formsatriðum varðandi heimsóknina og dagsetning hafi ekki verið ákveðin. A1 Wazir segir að líklegt sé að Arafat sæki Finna heim .í næsta mánuði. Boðið var sent til Arafats á mið- vikudag fyrir milligöngu skrifstofu PLO í Helsinki. Zuheir A1 Wazir, skrifstofustjóri PLO í Finnlandi, sagði í finnska sjónvarpinu að svar hefði borist um hæl frá Arafat, stödd- um í Bagdað, höfuðborg íraks, þar sem hann þekktist boðið. Perttila Torstila, starfsmaður finnska utanríkisráðuneytisins. segir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.