Morgunblaðið - 30.12.1988, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988
Morgunblaðið/Ámi Sæberír
Davíð Oddsson afhendir Jóhönnu Bogadóttur áletraðan stein með skjald-
armerki borgannnar, sem fylgir nafhbótinni borgarlistamaður
Reykjavíkur.
legur liður í þeirri viðleitni að
koma hér á af meiri alvöru at-
vinnumennsku í listsköpun," sagði
Sigurður. „Strax og atvinnu-
mennska kemst á í ríkari mæli
er hægt að gera strangari kröfur
til listamanna. Ég held að það sé
ef til vill þörf á að draga skýrari
mörk milli virðingarverðrar
áhugamennsku og atvinnu-
mennsku. Að fá styrk af þessu
tagi er manni sjálfiim hvatning
til að gera meiri kröfur til eigin
verka."
Sigurður sagði að á rúmu ári,
sem liðið er frá því hann byrjaði
að fá starfslaunin, hefði hann lok-
ið um helmingi þeirra verkefna,
sem hann hefði sótt um að fá laun
til.
Jóhanna Bogadóttir, borgar-
listamaður, sagðist vona að hún
myndi reynast þess megnug að
vinna vel fyrir launum sínum.
„Það eru mikil viðbrigði að þurfa
ekki að hafa áhyggjur af fjár-
hagnum og að hafa aðra mögu-
leika til að skipuleggja vinnu
sína,“ sagði Jóhanna.
Jóhanna sagðist myndu halda
sínu striki í myndlistinni á kom-
andi ári og reyna að nota tímann
vel. Hún mun halda stóra sýningu
á Kjarvalsstöðum í nóvember
næstkomandi, þar sem borgarbú-
um gefst kostur á að sjá afrakst-
ur vinnu hennar, en hún hélt einn-
ig nýverið vinnustofusýningu.
af þessu tagi, sem hér á landi
væri að fá. „Þau eru mjög gleði-
fin Davið Oddsson, Jóhanna Boga-
Morgunblaðið/Bjarni
, veitir heiðursverðlaunum úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright viðtöku
íturlu Friðrikssonar.
St
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ÁSGEJR SVERRISSON
30 ár liðin frá valdatöku kommúnista á Kúbu:
U mbótakenningum liafiiað
í nafiii hugmyndafræðimiar
ÞANN 1. janúar verða 30 ár liðin frá því að kommúnistar komust
til valda á Kúbu en þá höfðu skæruliðar undir stjórn Fidels Cast-
ros barist í tvö ár gegn hersveitum einræðisherrans Fulgencios
Batista, sem naut stuðnings Bandaríkjamanna. Rúmu ári síðar
tóku Kúbveijar upp stjórnmálasamband við Sovétmenn og allt frá
því hefúr Castro verið einn dyggasti bandamaður ráðamanna í
Kreml. Ýmsir sérfræðingar um málefrii Kúbu telja að mikilvægi
landsins fyrir Sovétmenn hafi farið minnkandi þegar litið sé til
þeirra jákvæðu breytinga sem orðið hafa á samskiptum risaveld-
anna. Aðrir benda á að umbótastefha Mikhails S. Gorbatsjovs
Sovétleiðtoga höfði sýnilega ekki til Castros. Ekkert bendi til
þess að hann hyggist falla frá þeim afdráttarlausu kennisetningum
sem einkenna kommúniska hugmyndafræði. Gera megi ráð fyrir
því að einangrun landsins fari vaxandi af þessum sökum samhliða
þvi sem kröfur almennings um umbætur á sviði efriahagsmála
verði sífellt háværari.
Erlendir sendimenn
sem fréttamaður
Reuters-fréttastofunnar
ræddi við í Havana
kváðust ekki telja að
samskipti Sovétrflq'anna
og Kúbu hefðu farið
versnandi þó svo greini-
legt væri að ríkin væru
ekki jafn samstíga og
áður á hinum hug-
myndafræðilega vett-
vangi. Þetta kynni þó
að breytast ef umbóta-
stefnan sem kennd er
við glasnost og per-
estrojku skilaði tilætluð-
um árangri í Sovétríkj-
Erlendum
fyrirmyndum
hafhað
Talsmenn kúbanska
kommúnistaflokksins
hafa lagt á það áherslu
að sérhver bylting í
nafni sósíalismans sé
einstök og því þurfi
Kúbveijar ekki að leita
fyrirmynda erlendis.
Benda þeir á að Castro
Aðdáandi Fidels Castros Kúbuleiðtoga
heldur mynd af honum á lofti i miðborg
Havana.
hafí í aprflmánuði árið 1986 hafíð
eigin umbótaherferð og sagt að
„leiðrétta" þyrfti það sem úrskeið-
is hefði farið. Einn heimildarmað-
ur Jteuíere-fréttastofunnar sagði
að kúbverskir embættismenn við-
urkenndu að gera þyrfti víðtækar
breytingar á hinu miðstýrða efna-
hagskerfi landsins. Á hinn bóginn
væri greinilegt að þeim yrði fre-
stað svo lengi sem þess væri nokk-
ur kostur þrátt fyrir að efnahags-
ástandið færi sifellt versnandi.
Castro hefði sjálfur lýst yfír því
að „nýjar umbætur" í kommúnist-
aríkjunum gætu haft hættur í för
með sér auk þess sem honum
væri umhugað um að sýnast sjálf-
stæður og óháður. Nýverið sagði
Castro að byltingin mjmdi Iíða
undir lok ef horfið yrði frá grund-
velli kenninga Marx og Lenfns og
teknar upp „hagsfjómaraðferðir í
anda kapítalismans". Duldist eng-
um að með þessu var hann að
vísa til umbótaáætlunar Gor-
batsjovs.
Misskipting auðsins var mikil í
stjómartíð Fulgencios Batista og
um þriðjungur þjóðarinnar leið
skort. Kúbverskir kommúnistar
segja að mikið hafí áunnist á þeim
30 ámm sem liðin eru frá því
Castro og menn hans bmtust til
valda. Ungbamadauði sé nú minni
en í Bandaríkjunum, ólæsi hafi
verið útrýmt og meðalævi manna
sé nú 74 ár samanborið við um
50 ár á sjötta áratugnum. Á þessu
hefur verið klifað á undanfömum
ámm og alþýða manna hefur ver-
ið hvött til að færa fómir í nafni
byltingarinnar sigursælu.
Dvínandi byltingarmóður
Erlendir embættismenn og sér-
fræðingar segja hins vegar greini-
legt að byltingarmóðurinn hafi
dvínað í bijóstum manna. Líkt og
í flestöllum kommúnískum ríkjum
er vömskortur landlægur á Kúbu
og yfírlýsingar ráðamanna um að
honum muni brátt linna hafa
reynst orðin tóm. Dagblöð á Kúbu
hafa kvartað undan því að gróða-
hyggja hafí heltekið alþýðu
manna og að eiginhagsmunir séu
teknir fram yfír hagsmuni ríkiss-
ins.
Vömskortinum fylgir mikil
ásókn í erlendan gjaldeyrir ,eink-
um dollara, með tilheyrandi svart-
markaðsbraski. Erlendir ferða-
menn eiga greiðan aðgang að
sérstökum gjaldeyrisverslunum
þar sem unnt er að fá keypt allt
það sem hugurinn gimist. í versl-
unum þeim sem ætlaðar em al-
menningi blasa við hálftómar hill-
ur. Kjöt, fisk og ávexti er hvergi
að fá, sykri og hrísgijónum er
pakkað inn í brúnan umbúða-
pappír og helstu munaðarvömm-
ar em niðursoðinn dósamatur frá
Búlgaríu. Ferðamenn fá sérstaka
matseðla á veitingastöðum og
haldi menn dollaraseðli á lofti
ganga þeir ævinlega fyrir. Mis-
mununin er að sögn kunnugra
hrópleg og þrátt fyrir að Castro
hafí þráfaldlega ítrekað nauðsyn
þess að útflutningur verði aukinn
til að unnt sé að afla gjaldeyris
verða kröfur um aukið vömfram-
boð sífellt háværari. Castro hefur
iðulega fordæmt þessi sjónarmið
í ræðum sínum og sagt þau smá-
borgaraleg. Kúbveijar binda hins
vegar miklar vonir við ferða-
mannaiðnaðinn þó svo embættis-
menn viðurkenni að þeir telji
þessa hákapftalísku atvinnugrein
miður geðslega. í ár komu um
180.000 erlendir ferðamenn til
Kúbu en gert er ráð fyrir þvf að
ferðamannastraumurinn muni
tífaldast fram til næstu aldamóta.
Almenningur á Kúbu getur hins
vegar ekki ferðast til útlanda.
Þeirra forréttinda njóta embættis-
menn, íþróttamenn, læknar og
kennarar sem em að „sinna
skyldustörfum sfnum í nafni al-
þjóðahyggjunnar".
Erlendir sendimenn segja að
meirihluti manna á Kúbu sé ekki
ósáttur við sjálft stjómkerfíð.
Kubveijar kunni almennt að meta
framfarir á sviði félagsmála og
þær umbætur sem gerðar hafí
verið á menntakerfinu. Það sjón-
armið njóti hins vegar vaxandi
fylgis að umbætur á sviði efna-
hagsmála verði ekki umflúnar og
segja kunnugir að almenningur
bindi miklar vonir við þær breyt-
ingar sem átt hafi sér stað í Sov-
étríkjunum.
Stórfelld efnahags- og
hemaðaraðstoð
Viðmælendur fréttamanna Re-
uters í Havana vom almennt
þeirrar skoðunar að Kúba væri
ekki lengur jafn mikilvæg varð-
stöð fyrir Sovétríkin og á ámm
áður. Bæði hefðu samskipti risa-
veldanna tekið algjörum stakka-
skiptum auk þess sem sífellt meiri
áhersla væri nú lögð á smíði há-
þróaðra langdrægra vopnakerfa.
Sovéskur sendimaður í Havana
sagði umræður um hemaðarlegt
mikilvægi Kúbu „fráleitar" þegar
litið væri til þeirrar þróunar sem
átt hefði sér stað á sviði vígbúnað-
armála. Samskipti þessara ríkja á
hemaðarsviðinu em engn að sfður
mikil og öldungis ótvíræð. Á Kúbu
em að jafnaði um 3.000 sovéskir
ráðgjafar og tæknifræðingar auk
nokkur hundmð hermanna. Vopn,
herskip og omstuþotur fá stjóm-
völd að gjöf frá Sovétríkjunum
og er talið að samtals nemi and-
virði vopnasendinganna á þessum
áratug um 180 milljörðum ísl. kr.
Að auki fá Kúbveijar efnahagsað-
stoð frá Sovétmönnum sem talin
er nema um 220 milljörðum fsl.
kr. á ári hveiju. Þótt Fidel Castro
hafi sýnilega mjög ákveðnar efa-
semdir um gildi perestrojku hlýtur
hann að fagna því að endurskipu-
lagningin í Sovétríkjunum hefur
enn sem komið er ekki tekið til
efnahagsaðstoðar Kremlveija við
þau ríki sem þeir hafa velþóknun
á.