Morgunblaðið - 30.12.1988, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988
Kveðjuorð:
GuðmundurR. Bjama-
son frá Aðalvík
Guðmundur R. Bjamason var
fóstri föður míns og reyndist honum
ávallt vel og var mér og systkinum
mínum sem góður afi. Við litum á
hann sem afa okkar enda þótt við
ávörpuðum hann alltaf með skímar-
nafni.
Ég var það lánsamur að kynnast
Guðmundi einnig í starfi þegar ég
vann á sumrin hjá Kópavogsbæ
árin 1966—1969. Hann varþáverk-
stjóri fyrir vinnuflokki hjá bænum.
Við strákamir í vinnuflokknum hjá
Guðmundi fengum svo sannarlega
að vinna því hann lagði mikið upp
úr því að skila verkum fljótt og
vel. En hann var jafnframt ljúf-
menni sem kunni að fá fólk til að
hlýða sér þegar á þurfti að halda.
Hann hefur ef til vill lært'þessa
stjómunaraðferð þegar hann var
togarasjómaður á sínum yngri árum
og hún gafst honum vel. Hann átti
það til að hvessa á okkur augun
og segja við okkur að „standa ekki
eins og merar yfir dauðu fyli“ ef
það kom fyrir að við hölluðum okk-
ur fram á skóflumar í pásum við
skurðgröftinn. Þessi orð höfðu þann
töframátt að við fórum óðar að
moka aftur og af enn meiri krafti
en áður. Okkur þótti vænt um
gamla manninn því hann sýndi það
oftar en einu sinni að hann kunni
að meta það þegar við unnum vel
og þá var glatt á hjalla í vinnu-
skúmum blámálaða sem við höfðum
fyrir kaffístofu.
Þau þrjú sumur sem ég vann
undir hans stjóm held ég að hafí
orðið mér gott veganesti fyrir
framtíðina og ég er þakklátur hon-
um fyrir allt sem hann kenndi mér
varðandi vinnubrögð og mannleg
samskipti. Því Guðmundur var
hreinn og beinn í allri framkomu
(fyrir utan smástríðni) og tók for-
ystuhlutverk sitt alvarlega.
Þau hjónin Guðmundur og Pálína
hafa búið á Asbraut 19 í Kópavogi
í rúm tuttugu ár og hafa ávallt
verið gestrisin. Ég veit til þess að
föðursystir mín, Magga, sem búsett
er í Bandaríkjunum, hefur búið hjá
þeim í heimsóknum sínum til Is-
lands undanfarin ár. Hún og eigin-
maður hennar, Bob Tiedemann,
hafa eflaust kosið að dvelja hjá
Guðmundi og Pálínu vegna þeirrar
hlýju og væntumþykju sem þau
hafa notið þar. Oft var gaman að
heyra þá Guðmund og Bob tala
saman því Guðmundur talaði alltaf
íslensku við Bob sem aftur svaraði
á ensku vegna þess að hvorugur
kunni máls hins en samt virtist
komast á fullur skilningur um flesta
hluti.
Guðmundur var þeim eiginleika
gæddur að hafa jákvæð, upplífg-
andi áhrif á þá samferðamenn sína.
í Hávamálum er að fínna eftirfar-
andi vísu:
Veiztu ef þú vin átt,
þann er þú vel trúir,
og vilt þú af honum gott geta,
geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara og fínna oft.
Þessi heilræði er hveijum einum
hollt að hafa í huga er hann kynn-
ist manni eins og Guðmundi og það
gerðu margir sem kynntust honum
trúi ég.
Hann naut vinsælda meðal fjöl-
skyldu sinnar og vina.
Eftirlifandi konu hans, Pálínu
Friðriksdóttur frá Aðalvík, og fjöl-
skyldunni votta ég samúð mína og
minnar fjöjskyldu.
Asgeir Valdimarsson
Með kveðju frá börnunum
hans Valda
Þegar ég sest hér niður á jólum
og ri§a upp kynni mín við Guð-
mund Rósa Bjamason, sem var
ekki aðeins fóstri föður míns heldur
einnig nágranni á bemskuheimili
mínu, leiðbeinandi á mótunarskeiði
mínu, sem vinnandi manns, en samt
ætíð félagi og jafningi, fínn ég vel
hversu mikils er misst. Ég hugga
mig við það að Gummi Rósi hafði
t
Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
ÁGÚSTA GUÐMUNDSDÓTTIR THORLACIUS,
sem andaðist 22. desember, hefur verið jarðsett í kyrrþey að
eigin ósk.
Gunnlaugur Gunnlaugsson,
Ólafur Helgi Ólafsson,
Birna Thorlacius,
Margrét Thorlacius,
Þórhildur Þorleifsdóttir,
Björg Thorlacius, T ryggvi T ryggvason,
Ólöf Thorlacius, Haraldur L. Haraldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Konan mín,
HELGA S. WOPNFORD,
Árborg, Manitoba, Kanada,
andaðist 6. desember.
Öllum vinum mínum á fslandi sendi ég kveðjur og óskir um gleöi-
le9 Sigurður Wopnford.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma,
PÁLÍNA ÁGÚSTA ARINBJARNARDÓTTIR,
Baldursgötu 29,
lóst í Borgarspítalanum aðfaranótt 28. desember.
Ágústa Friðriksdóttir, Hallgrímur Jónasson,
Arinbjörn Friðriksson, Margrót Andrósdóttir,
Þórunn Friðriksdóttir, Ólafur Blöndal,
Friðrik Þorsteinsson,
Þórir Arinbjarnarson
og barnabörn.
t
Þökkum auösýnda samúð og hlýhug við andlát og jaröarför móð-
ur okkar, tengdamóður og ömmu,
HERDÍSAR G. KARLSDÓTTUR.
Karl Sigurhjartarson, Sigfús Sigurhjartarson
og fjölskyldur.
lifað vel og lengi, átt starfssama
ævi, góða konu, fjórar dætur, fóst-
urson, tengdabörn, bamaböm og
bamabamaböm. Ég mun ekki hér
rekja ætt Guðmundar heldur minn-
ast lítillega tengsla fjölskyldu
minnar og hans.
Það mun hafa verið veturinn
1933—34, sem faðir minn, Valdi-
mar Kr. Valdimarsson, kom í vist
til móðursystur sinnar, Sigríðar
Pálínu Friðriksdóttur, og Guðmund-
ar Rósa Bjamasonar eða Pöllu og
Gumma. Afí minn, Valdimar Ás-
geirsson, hafði drukknað þremur
mánuðum áður en faðir minn fædd-
ist og amma mín, Jóna Kristín Frið-
riksdóttir, hafði látist- úr berklum
árið 1933. Faðir minn var á sjöunda
ári þegar hann kom til Pöllu og
Gumma og átti hjá þeim heimilis-
festu allt fram að tvítugu. Síðar
stóðu þeir Guðmundur saman að
húsbyggingu á Álfhólsvegi 36 í
Kópavogi á árunum 1952—54 og
bjuggu Palla og Gummi þar til 1963
er þau fluttu á Ásbraut 19 einnig
í Kópavogi. Mjög kært var ætíð
með föður mínum og Guðmundi,
sem reyndist honum hinn besti
fóstri.
Hús þeirra Pöllu og Gumma hef-
ur alla tíð staðið þeim opið, sem
þess þurftu með. Ég minnist þess
að á Álfhólsveginum bjó hjá þeim
amma föður míns, Silfá Pálmadótt-
ir. Ég minnist ótalmargra annarra,
sem nutu skjóls hjá þeim í lengri
eða skemmri tíma. Ég naut þessar-
ar umhyggju þegar ég stundaði
nám í Háskóla Islands og bjó í nokk-
urn tíma hjá þeim á Ásbrautinni.
Sú dvöl er mér ætíð ógleymanleg
fyrir þær sakir hvé vel var að mér
hlúð, en ekki síður fyrir það að hjá
þeim fór ég að kynnast betur tíma-
leysi lífshlaupsins, skynja hversu
lítill munur er hugarheimi manna
hvort sem þeir eru ungir eða gaml-
ir. Vissulega búa þeir eldri yfir
meiri reynslu en lífíð er stundin og
staðurinn og alltaf fannst mér Palla
og Gummi lifa í nútíðinni, horfa
óhikað til framtíðarinnar og bera
látlausa umhyggju fyrir mannanna
böli.
Guðmundur hafði einstakt lag á
að meðhöndla alla menn sem jafn-
ingja hvort sem þeir voru hærra
eða lægra settir en hann í þjóð-
félagsstiganum. Það gerði hann þó
ætíð án þess að menn tækju eftir
því og aldrei minnist ég þess að
hann hafí haft orð á þessari fram-
komu sinni, honum var þetta í blóð
borið. Þetta hef ég sennilega skynj-
að fyrst þegar við lentum saman í
vinnflokki hjá Kópvogsbæ árið
1967. Ég var 17 ára en Guðmundur
65 ára gamall. Hann hafði um ára-
bil starfað sem vaktavinnumaður í
Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi
en venti sínu kvæði í kross og gerð-
ist verkstjóri yfir einum af vinnu-
flokkum Kópavogsbæjar. Ég hafði
unnið hjá bænum árið á undan og
verið flokksstjóri í unglingavinn-
unni sumarið 1967, en þegar ungl-
ingavinnunni lauk gekk ég til liðs
við Guðmund, sem þá var að um-
bylta og stækka svæði leikskólans
við Bjarnhólastíg.
Með Guðmundi var ég síðan af
og til sumurin 1968, ’69 og ’70. í
þessum vinnuflokki var einnig Ás-
geir bróðir minn og minnumst við
þessara ára ætíð með miklu þakk-
læti til Guðmundar. Hann lét okkur
vinna eins og þræla en skammaði
okkur aldrei. Utan einu sinni þegar
við vorum að dröslast með stórt rör
fyrir ofan hann á háum bakka inn
við Hjallabrekku. Við rótuðum til
grúsinni með þeim afleiðingum að
stór steinn þeyttist af miklum krafti
í ennið á honum. Hann steinlá, stóð
síðan upp með stórt gat á enninu,
sem fossblæddi úr, krossbölvaði
okkur og spurði hvort við ætluðum
að drepa hann. Við urðum skít-
hræddir og þorðum ekki annað en
drífa kallinn á slysavarðstofuna.
Hann mætti eldklár í vinnu eftir tvo
tíma með sex eða sjö saumspor í
enninu. Ekki var meira rætt um
það en örið minnti mann ætíð á
atvikið. Guðmundur stjómaði með
ljúfmennskunni og við unnum fyrir
ánægjuna. Hann hafði lag á að etja
okkur saman og með því gat hann
oftlega aukið afköst okkar og látið
okkur ljúka á einum eftirmiðdegi
verki, sem auðvelt hefði verið að
drolla yfir í dag eða tvo.
Verkefnin voru margvísleg svo
sem skolplögn, girðingar, frágang-
ur bamaheimilalóða og leikvalla,
loftborun, fleygun, sprengingar,
hellulögn. Krafa Guðmundar var
alltaf sú sama, þ.e. að verkið skyldi
vanda, það skyldi vera fullkomið,
óaðfinnanlegt og skipti þar engu
hvort við vorum að leggja skolprör
í Lundarbrekkunni, þau var mokað
yfír, eða leggja hellur við gosbrunn-
inn á Rútstúninu. Ég held að þær
Minning:
Anton Sigurðsson
leigubílstjóri
Fæddur 2. október 1919
Dáinn 16. desember 1988
Orðin í pennanum verða mér
ósköp fátækleg í sinni, þegar þeim
er ætlað að lýsa manni sem var jafn
auðugur og Anton Sigurðsson, af
lífsgleði, lífsþrótti og jákvæðum
lífsviðhorfum.
Kynni mín af Antoni voru ekki
löng í árum talið, en ef notuð væri
önnur mælistika sem mældi það sem
miðlað er, gefíð og þann góða dreng-
skap og heilindi sem einkenndu
þennan hógværa mann, þá munu
þau kynni verða mér bæði löng og
happadtjúg.
Anton Sigurðsson var bam síns
tíma, hann var verðugur fulltrúi
þeirrar kynslóðar Islendinga sem
virtu drengskaparheitið og handa-
bandið, en börðu ekki bumbur skark-
alans sér til framdráttar. Lífsspeki
hans var einföld, en ótrúlega já-
kvæð. „Horfum fram á veginn, jafnt
á stundum gleði sem sorgar."
í þeirri íþrótt sem af mörgum er
talin æðst íþrótta, skáklistinni, náði
Anton góðum árangri og margar
voru þær ánægjustundir sem hann
átti við skákborðið með góðum vin-
um og starfsfélögum. Um árabil var
Anton fremstur meðal jafningja í
skáksveit Hreyfils, og ófáar voru
ferðir hans til útlanda, að heyja
kapp við starfsbræður annarra
landa, og var þá gjaman meistaratit-
ill í farteskinu á heimleiðinni.
Anton Sigurðsson var mikill
gæfumaður í einkalífi sínu. Árið
1946 kvæntist hann Huldu Victors-
dóttur, mikilli sómakonu sem látin
er fyrir fáum árum. Anton og Hulda
eignuðust tvær dætur, Önnu Eygló
og Ernu Björk, sem báðar eru bú-
settar í Reykjavík. Bamabörnin
þeirra eru fjögur. Mikill harmur var
að Antoni kveðinn við fráfall Huldu,
en svo er algóðum Guði fyrir að
þakka, að öll él birtir upp um síðir
og síðustu árin átti hann yndislegt
heimili hjá Pálínu Guðmundsdóttur
og bömum hennar á Nesbala 110,
Seltjarnarnesi.
séu einmitt gott dæmi um vönduð
vinnubrögð hans. Stéttin er jafn-
slétt í dag og þegar hún var lögð
fyrir 20 ámm og ekki hefur þurft
að hreyfa neitt.
Samskipti við verkfræðinga er
eitt af þessum eilífðarvandamálum
hjá slíkum vinnuhópum. Gummi
náði hinum besta sambandi vð verk-
fæðingana, talaði við þá sem menn
frekar en menntamenn. Varði
verkamennina ef verkfræðingarnir
hölluðu á þá og tók sjálfur alla
ábyrgð á öllum verkum í vinnu-
flokkunum. Ef verkamennirnir höll-
uðu á verkfræðingana var sama
viðkvæðið, þá varði hann verk-
fræðingana við okkur verkamenn-
ina. 011 samskipti, ágreiningur um
val á efni o.s.frv. urðu eitt ljúfling-
slag. Verkfræðingamir, sem áður
voru illa þokkaðir fyrir stirfni og
ofurvit á verkunum, breyttust í ein-
stök lipurmenni.
Gummi Rósi verður alltaf í
mínum augum hinn fullkomni verk-
stjómandi og leiðbeinandi, sem ég
hugsa ætíð til þegar ég veg og met
leiðir við stjómun og leiðsögn. Hann
sýndi mér og sannaði hversu mikill-
ar uppskeru mátti vænta af verka-
manni, sem hlúð var að, þar sem
verkþekking og verkgeta var byggð
upp. í umgengni sinni við verkafólk-
ið var Guðmundur eins og garð-
yrkjumaður, sem hlúir að blómun-
um sínum og fær þau til að vaxa
og bera ávöxt.
Ég vil fyrir mína hönd, systkina
minna, Brynjars Magnúsar, Ás-
geirs, Kristínar Silvíu, Valdimars
Friðriks og Rósu Áslaugar Valdi-
mars- og Rósubarna^ tengdadætr-
anna, Steinunnar, Ástu, Evu og
Karenar Júlíu og tengdasonanna
Sigurgeirs og Sigurðar og barna
okkar, þakka öll okkar samskipti
við Guðmund. Frá Ameríku ber ég
kveðju Möggu og Bobs og barna
þeirra. Við munum ætíð minnast
Gumma fyrir glaðværð hans og
græskulaust gaman, kæti hans á
mannamótum, elskulegheit við okk-
ur öll og endalausan lífskraft, sem
hann miðlaði okkur af.
Ég hafði hugsað mér að færa
Guðmundi koníakspela á þessum
jólum, eins og ég hef gert undanfar-
in 15 ár enda var hann kominn á
löglegan aldur fyrir slíkar gjafir.
Úr því verður ekki, því að hann
hefur öðlast annars konar sælu en
þá sem einn koníakspeli veitir. Ég
get aðeins gefið þá gjöf, sem er
þessar fábrotnu minningarlínur,
sem ég vona að hefðu yljað honum
um hjartarætur.
Palla, við vitum að missir þinn
og söknuður er mikill og við biðjum
góðan guð styrkja þig og vernda í
sorg þinni.
Megi Guðmundur Rósi Bjarnason
hvíla í friði.
Sigurjón Valdimarsson
Ég bið góðan Guð að styrkja ykk-
ur öll í þeirri sorg sem nú hefur
knúið dyra. Megi hinn ljúfi andblær
sem Anton bar með sér hvar sem
hann fór og hans jákvæða lífsskoðun
verða sá ljósbogi sem lýsir ykkur
leiðina gegnum það dimma él, sem
nú stendur yfir.
Anton hafði oft, seinustu árin,
látið að því liggja að sig langaði að
dvelja á hlýrri slóðum er haustaði
að á íslandi. Hann lét þennan draum
sinn rætast nú. 11. nóvember lagði
hann upp til fárra vikna dvalar í því
landi þar sem sólin skfn svo heitt