Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988
35
Sigurður Ámunda-
son - Minning
Fæddur 12. mars 1924
Dáinn 5. nóvember 1988
Sigurður fæddist í Dalkoti í
Kirkjuhvammshreppi í V-Húna-
vatnssýslu. Foreldrar Sigurðar voru
Ásta Margrét Sigfúsdóttir og
Ámundi Jónsson. Sigurður var 11
af 14 systkinum.
I Dalkoti ólst hann upp til 10 ára
aldurs, þá fluttist fjölskyldan til
Hvammstanga. Erfitt var á upp-
vaxtarárunum, mikil fátækt og erf-
ið vinna. Er aldur leyfði keypti hann
vörubíl og vann við vegavinnu,
snjómokstur og sveitaflutninga.
Sumarið 1950 fer hann í vega-
vinnu suður í Mýrasýslu þar sem
hann kynnist eftirlifandi konu sinni,
Sjöfn Halldórsdóttur.
Þau fóru að búa á Hvammstanga
í febrúar 1951 og giftu sig 7. febrú-
ar 1953. Sigurður var með skepnur
til drýginda fyrir heimilið. Það var
mjög lítið um atvinnu á þessum
árum. Vorið 1959 fluttu þau suður
í Mýrasýslu að Hrafnkelsstöðum í
Hraunhreppi. Þau bjuggu þar í tvö
ár, en þá fluttu þau að Þverholtum,
þar sem þau byggðu allt upp. Sig-
urður átti dóttur með Sesselju
Hannesdóttur 1944, Ástu Margréti.
Olst hún upp hjá föður sínum. Þau
hjónin áttu saman níu böm, Hall-
dór, Árilíus, Ingu Lilju, Hrafnhildi,
Ámunda, Hilmar, Ásdísi, Jóhönnu
og Ingibjörgu. Eru þau öll gift.
Sigurður var stórbóndi. Hann var
með fjörutíu mjólkandi kýr, um
fjögur hundrað fjár og mikið af
hrossum.
Hann var mikill ræktunarmaður
og hrossaunnandi og það sést best
á því að hann þurfti ekki nema að
koma í fjós til að sjá hvaða kýr var
arðbær og sama var um kindur.
Hann keypti tvö folöld að Hind-
isvík, hest og hryssu. Hesturinn var
hinn landskunni Glóblesi 700 og er
mikið af góðum hrossum út af hon-
um komið. Vorið 1981 fluttu þau
hjónin í Borgames, vegna heilsu
Sigurðar. Þegar Sigurður var'um
tvítugt var tekið úr honum annað
nýrað og ágerðust veikindin ár frá
ári og fylgdu margar og erfiðar
sjúkrahúslegur. En hann átti góða
konu og bömin stóðu með honum
í veikindunum. Ég kynntist Sigurði
1976 og auðvitað var það í gegnum
hross. Sigurður hafði mjög gaman
af hrossaviðskiptum. Hann var
fljótur að sjá ef hestur var með
galla.
Sigurður var stórbrotinn maður
í mínum augum.
Gunnar Fjeldsted
Elsku tengdapabbi er dáinn.
Hann sem var alltaf kletturinn og
alltaf svo traustur og gott að leita
til, bæði í gleði og sorg. Hópurinn
hans er stór, hann átti tíu böm og
bamabörnin fylla næstum þriðja
tuginn.
Það var oft glatt á hjalla þegar
hópurinn var saman kominn hjá afa
og ömmu.
Elsku tengdamamma, Guð styrki
þig og styðji.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengiim, -
hvað getur grætt oss þá
Oss þykir sárt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt sem Guði er frá
(Sálmur)
Guðrún
Minning:
Sigríður Jóns-
dóttir frá Kvíum
Fædd 20. maí 1892
Dáin 24. desember 1988
Að morgni aðfangadags fékk ég
fréttimar um að amma væri dáin.
Ég hafði heimsótt hana á Þorláks-
messu á spítalann á Akranesi og
varð mér þá ljóst að hún ætti ekki
mjög langt eftir Iifað. En amma
hafði verið em næstum til dauða-
dags, hún fylgdist vel með því sem
var að gerast í kringum hana og
ekki bar það við að hún gleymdi
afmælisdögum afkomenda sinna
eða vina. Þegar ég heimsótti hana
á spítalann var hún vön að traktera
mig, eins og hún orðaði það, á alls
kyns góðgæti og við sátum þar og
spjölluðum um heima og geima, það
var alls staðar heimilislegt þar sem
amma var, sama þótt það væri á
sjúkrahúsi. Það var alltaf gaman
að spjalla við ömmu, hún var svo
skýr og mundi allt svo vel og sagði
skemmtilega frá. Stundum sagði
hún mér frá gömlum tíma og við
létum okkur hverfa aftur-til alda-
mótanna þegar hún var að vaxa
upp i Reykjavík. Amma mundi vel
eftir mönnum og atburðum frá öld-
inni sem leið þegar Reykjavík var
ekki annað en smáþorp og hún lýsti
fyrir mér litríkum persónum sem
settu svip sinn á mannlífið í höfuð-
borginni á þessupi árum. Þær vora
ekki litlar breytingamar á þjóð-
félaginu sem amma hafði upplifað
á sinni löngu ævi.
Amma fæddist og ólst upp í
Litlu-Brekku á Grímsstaðaholtinu í
Reykjavík. Torfbærinn hennar stóð
þar allt fram til 1980 innan um
steinhús nútímans og þegar hún
heimsótti Reykjavík voram við vön
að fara þangað í sunnudagsbíltúr
að skoða gamla bæinn hennar. For-
eldrar ömmu vora Jón Jónsson sjó-
maður frá Skutulsey á Mýram og
Þórdís Halldóra Hallgrímsdóttir frá
Smiðjuhóli á Mýram. Systkini
ömmu vora Guðrún og Oddbjörg
Jónsdætur og Helgi Jónsson, en þau
era nú öll látin. Árið 1925 giftist
amma afa, Ólafi Eggertssyni frá
Kvíum í Þverárhlíð, en á Kvíum
bjuggu þau allan sinn búskap-
artíma. Amma lifði afa, en hann dó
í mars 1981. Það var alltaf jafn
gott að heimsækja ömmu heim til
Kvía, hún lét sig ekki muna um það
þótt komin væri á tíræðisaldur að
baka kökur til að eiga í boxi handa
öllum bamabama- og bamabama-
bamaskaranum. Amma var vinsæl
bæði meðal smáfólksins og hinna
eldri.
Stundum hafði amma haft á því
orð að bráðum færi hún nú að fara,
dauðanum lfldi hún við ferðalag
sem hún ætti eftir að leggja upp
í. En það var alltaf eitthvað til að
lifa svolítið lengur fyrir, nýtt bama-
bamabam á leiðinni eða skím á
næsta leyti. Amma fylgdist líka vel
með öllum afkomendunum sínum
og hún lét sér ekki muna um að
skrifa mér reglulega þótt ég væri
komin yfir hálfan hnöttinn, en sjálf
hafði hún aldrei ferðast út fyrir
landsteinana. Hún kvartaði heldur
aldrei, það var orðinn siður hjá
henni að harka alltaf af sér ef hún
varð veik og láta lítið fyrir sér hafa.
Nú þegar amma er dáin verður
mér hugsað til baka til allra
skemmtilegu stundanna sem við
áttum saman og ég hugga mig við
það að minningin um þær heldur
áfram að vera til þótt amma sé
farin.
« Sigríður Ragnarsdóttir
Hera Björg Emils-
dóttir - Kveðjuorð
og íslendingar þekkja hvað best.
Heimkoman skyldi verða rétt fyrir
jólin en hún varð með öðram hætti,
en vonir stóðu til. Anton Sigurðsson
lést á Majorka þann 16. desember
1988. Sú helfrétt kom sem reiðar-
slag á okkur öll.
Það var mér mikil gæfa að kynn-
ast Antoni tengdaföður mínum og
ganga síðar að eiga Önnur dóttur
hans. Hún er um margt lík föður
sínum. Mesta gæfan í lífi okkar sam-
an er lítið afabarn, sem hann, sem
betur fer fékk að kynnast.
Margan manninn hef ég hitt og
átt tal við sem þekktu Anton. Aldrei
hef ég heyrt styggðaryrði í hans
garð.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst honum.
Hallsteinn Sverrisson
í dag kveðjum við vin okkar,
Anton Sigurðsson, hinstu kveðju.
í miðjum jólaundirbúningnum
barst okkur sú harmafregn að Anton
væri allur. Sú fregn kom okkur al-
gjörlega í opna skjöldu og svartnæt-
tið fyllti hjörtu okkar.
Anton var maður léttur í lund,
hlýr og traustur sem á farsælli ævi
hafði tekið sér margt fyrir hendur.
Það er því með sorg í hjarta sem
við kveðjum mætan mann og þökk-
um fyrir þá gæfu að hafa fengið að
kynnast Ántoni Sigurðssyni.
Kristin, Friðbert, Njáll og
Jóhann Grímur.
Fædd 29. desember 1984
Dáin 19. desember 1988
Einn daginn í desember birti
ekki. Þann sama dag fréttum við
að Hera Björg hefði lent í alvarlegu
bílslysi.
Stóran skugga bar yfir bama-
hópinn og af sinni bamslegu ein-
lægni báðu litlu vinimir hennar Guð
að lækna hana. Það var áfall þegar
þau vora ekki bænheyrð en nú trúa
þau því að Hera Björg sé engitl hjá
honum Guði og henni líði alltaf vel.
Við munum hlúa að minningunni
um litlu ljóshærðu stelpuna okkar
sem var svo oft mikið niðri fyrir
að segja frá upplifunum sínum.
Stelpunni sem þótti svo vænt um
Áma Elvar bróður sinn og gætti
þess að ekki væri gert á hluta hans
þó að hún væri bara litla systir.
Við viljum muna eftir gleði henn-
ar og tilhlökkun yfir jólunum og
afmælinu framundan og trúa því
að sú gleði ríki þar sem hún er nú.
Elsku Ámi Elvar, duglegi strák-
urinn okkar. Þó að ekkert komi í
staðinn fyrir Heru Björg munum
við öll leggjast á eitt við að veita
þér huggun og styrk.
Láru, Emil og öðram aðstand-
endum Heru Bjargar vottum við
okkar dýpstu samúð.
Börn og starfsfólk
á Staðarborg
t
Elsku faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐGEIR ÞORVALDSSON,
Æsufelli 2,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. desember
kl. 15.00.
Þorbjörg Edda Guðgeirsdóttir, Kristinn Ómar Kristinsson,
Baldur Guðgeirsson, Björg Kristinsdóttir,
Iðunn Guðgeirsdóttir, Guðmundur L. Þórsson
og barnabörn.
t
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
EMILS ÁSGEIRSSONAR
bónda,
Gröf, Hrunamannahreppi,
fer fram frá Hrunakirkju 4. janúar kl. 14.00.
Bílferð verður frá Umferöarmiöstööinni í Reykjavík kl. 11.30 með
viðkomu i Fossnesti.
Eyrún Guðjónsdóttir,
Guðjón Emilsson, Sigríður Guðmundsdóttir,
Guðrún Emilsdóttir, Guðmundur Pálsson,
Áshildur Emilsdóttir, Þorsteinn J. Jónsson
og barnabörn.
Símar 35408 og 83033
GAMLIBÆRINN
Sóleyjargata o.fl.
N0RÐURBÆR
Laugarásvegur 39-75
Dyngjuvegur
SUÐURBÆR
Austurgerði o.fl.
Safamýri 57-95
SELTJNES
Tjarnarstiguro.fi.
K0PAV0GUR
Kársnesbraut 77-139 o.fl.
Hlíðarvegur 138-149