Morgunblaðið - 30.12.1988, Síða 39

Morgunblaðið - 30.12.1988, Síða 39
"ti =:'íl/í.í::i: i: i.'m-í-í (tu • a ' > *- f- MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988 Sesselja K. Halldórs- dóttir - Minning Fædd 4. ágúst 1908 Dáin 15. desember 1988 Enginn stöðvar tímans þunga nið.“ Þessar ljóðlínur komu í huga minn, er tengdamóðir mín kvaddi þennan heim að kvöldi 15. desem- ber. Það var svo óvænt í undirbún- ingi jólanna, en minnir okkur óþægi- lega á að bilið milli lífs og dauða er aðeins eitt fótmál. Sesselja Kristín, eins og hún hét fullu nafni, bjó síðustu árin á Grænumörk III á fallegu heimili sem hún hafði búið sér og prýtt með handavinnu sinni. Hún hafði gaman af fallegum hlutum og vildi hafa snyrtilegt í kring um sig og bar heimili hennar ævinlega vott um það. Það var gott að koma til hennar og Magnúsar í Smáratúnið, alltaf tekið fagnandi á móti öllum og var gestrisni þar í fyrirrúmi. Fyrr á árum stundaði Sesselja saumaskap og voru ófáar flíkumar sem hún saumaði á böm og bama- böm. Yfirleitt féll henni ekki verk úr hendi, og með heimilisstörfunum prjónaði hún t.d. lopapeysur um tíma. Sesselja vildi alltaf hafa reglu á hlutunum og ekki framkvæma neitt á síðustu stundu, hún var því búin að senda jólakort og jólagjafir fyrir þessi jól. Það verður tómlegra við jólaborð- ið þegar amma í Grænumörk eins og hún var oft kölluð verður ekki með okkur, og jólatréð á heimili hennar verður ekki skreytt. En elfur tímans heldur áfram, og við munum geyma minningu um góða móður, tengdamóður og ömmu. Með hverri stundu hin stríða röst að störa fossinum sogar en vinarins hönd er viss og föst vitinn á ströndu logar. Tíminn steðjar sem streymi á stýrum í Jesú nafni þótt bátur sé smár og báran há þá brosir hans land fyrir stafni. (Sálmur) Mig langar að þakka tengdamóð- ur minni fyrir þau ár sem við vorum samferða. Eg trúi því að vinir taki á móti henni og lýsi henni á strönd- inni. Guð geymi og blessi minningu hennar. Erla Þegar mér barst sú fregn að morgni 16. desember sl. að Sesselja Halldórsdóttir móðursystir mín hefði orðið bráðkvödd kvöldið áður, kom það mér vissulega mjög á óvart. Þó að aldurinn væri orðinn nokkuð hár og þrekið farið að minnka, var langt frá því að mér dytti í hug, þegar ég sá hana síðast, að hún stæði nánast við dauðans dyr. Hún var alltaf svo hress á að hitta og leit vel út, að maður gerði sér ekki grein fyrir því að þar færi háöldruð kona. Það var helst fótasár sem þjakaði hana nú síðustu ár og nú í haust lá hún á Sjúkrahúsi Suð- urlands í tæpa tvo mánuði af þeim sökum, en var komin heim aftur og allt virtist harla gott. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Sesselja, eða Dedda eins og mér og öðru frændfólki hennar var tamt að kalla hana, fæddist 4. ágúst 1908 í Reykjavík. Hún var elsta barn foreldra sinna, þeirra Guðrúnar Nikulásdóttur og Halldórs Þor- steinssonar, sem þar bjuggu þá. Með þeim flutti hún fljótlega að Bergþórshvoli í Vestur-Landeyjum og þaðan að Kirkjulandi í Austur- Landeyjum. Árið 1920 fluttist fjöl- skyldan svo í vesturbæinn á Skíðbakka í sömu sveit, þar sem Halldór og Guðrún bjuggu svo allan sinn búskap eftir það. Eins og algengt var með böm og unglinga á þeim ámm fór Sesselja fljótlega að hjálpa til við bústörfin, bæði utan húss og innan, og sem elsta bams kom það einnig í hennar hlut að liðsinna yngri systkinum sínum, en þau vom Elín, Lilja Stein- unn (d. 1982) og Kjartan (d. 1964). Innan við tvítugt fór Sesselja að vinna að heiman, „í vist“ eins og það var kallað, og einnig vann hún um tíma á saumastofu í Vestmanna- eyjum. Einn vetur lærði hún kjóla- saum hjá móðursystur sinni, Helgu Nikulásdóttur í Reykjavík. Eftir það stundaði hún alla tíð saumaskap. Auk þess að sauma allt sem fyöl- skyldan þurfti, vann hún mikið fyr- ir aðra. Árið 1935 urðu þáttaskil í lífi hennar, en það ár giftist hún Magn- úsi Jónassyni í Hólmahjáleigu, mikl- um öðlings- og gæðamanni. Það sama ár hófu þau búskap í Hólma- hjáleigu í féagi við bróður Magnús- ar, Guðmund Jónasson. Þar bjuggu þau í 10 ár, en árið 1945 bmgðu þau búi og fluttu til Selfoss. Þau byggðu sér hús í Smáratúni 13 og bjuggu þar allan sinn búskap eftir það. Magnús Jónasson lést árið 1983. Sesselja bjó í tvö ár í Smárat- úninu, eftir það, en árið 1985 flutt- ist hún í íbúð fyrir aldraða á Grænu- mörk 3 á Selfossi. Þar átti hún sitt heimili síðan og sá um sig sjálf, nema hvað synir hennar, tengdad- ætur og barnaböm litu til hennar og sáu um að hana vanhagaði ekki um neitt. Það var töluvert átak fyrir Sess- elju að flytja úr gamla húsinu sínu, en hún tók þá ákvörðun vegna þess, að það var erfitt fyrir hana að búa þar ein og sjálfstæð vildi hún vera. I Grænumörk fékk hún litla og skemmtilega íbúð og veitti þar gest- um og gangandi af sinni alkunnu rausn til síðustu stundar. Sesselja og Magnús eignuðust þijá syni; Jónas, kvæntur Aðal- björgu Haraldsdóttur, Halldór, kvæntur Erlu G. Kristjánsdóttur, og Ragnar Reynir, kvæntur Guð- leifu Sveinsdóttur. Einnig ólu þau upp frá unga aldri Ragnheiði Jónas- dóttur. Hún er gift Pálmari Vig- mundssyni. Bamabömin urðu sex, eitt er látið, og barnabamabömin em orðin níu. Eg á margar minningar úr Smáratúninu og allar góðar. Þar fann maður sig alltaf velkominn. Það sannaðist á Sesselju og Magn- úsi að þar sem hjartarými er nóg, er nóg húsrými. Veturinn 1954—1955 var ég í skóla á Selfossi. Þá tóku Dedda og Maggi mig inn á heimili sitt, þó þau hefðu ekkert pláss nema stoftma til að láta mig sofa í. Enda synirnir þá allir enn heima. Þar var gott að vera, enda ég tekin sem ein af fjöl- skyldunni. Ef mig vantaði einhveija flík, pils eða buxur, þá saumaði Dedda það bara, „ekkert mál“. Löngu seinna vom tveir synir okkar Eyvindar einnig í skóla á Selfossi, sinn veturinn hvor, og vom þá einnig í Smáratúni 13 og hlutu sama atlætið og ég áður. Fyrir þetta og miklu fleira, sem of langt mál er upp að telja hér, viljum við öll .fjölskyldan þakka að leiðarlokum. Aðstandendum votta ég innilega samúð. Sesselju frænku minni þakka ég samfylgdina og bið henni blessunar guðs. Guðrún Aradóttir Hún amma er dáin, við barna- bömin hennar eigum erfítt með að trúa því. Þegar enginn aðdragandi er, þá vill áfallið verða þungt, og við sem eftir lifum eigum erfíðara með að sætta okkur við orðinn hlut. Hún amma var okkur bamabörn- unum alveg einstök, og þá ekki síður hann Magnús afí, en hann lést 1983. Heimilið þeirra í Smáratúninu var okkur alltaf opið, og þangað áttum við ófá sporin, bæði í æsku og eftir að við komumst á fullorðinsár. Ávallt var hún amma heima, og ekki vorum við fyrr sest við eldhús- borðið hennar, en hún var búin að hlaða borðið krásum. Það var eng- inn lengi svangur við borðið hennar ömmu, og þar leystust líka vanda- málin, sem borin voru undir hana, fljótlega. Að vita af henni ömmu heima veitti okkur krökkunum mikla ör- yggiskennd, þá vom foreldrarnir jafnvel í vinnu, þá kom sér vel að hafa huggarann sinn á vísum stað, og plástur til taks til að setja á sárin. Ámma var elst af sínum systkin- um, tvö þeirra eru nú látin, Kjartan og Steinunn Kristín. Þau bjuggu öll í Rangárvallasýslu og ekki hefur alltaf verið auðvelt að halda góðu sambandi við þau fyrstu árin eftir að amma og afí fluttu á Selfoss. En fyölskylduböndin voru sterk, og aldrei rofnaði sambandið milli þeirra. Eins var það með fjölskylduna hennar, frá því við krakkamir mundum eftir okkur hefur fyölskyld- an komið saman á jóladag, og eytt deginum saman, hver einustu jól. Fyrstu árin í Smáratúninu, siðan fóru bræðumir að halda þetta jóla- boð til skiptis, þetta er einstæð hefð, sem enginn vill leggja niður, því komum við öll saman á jóladag, synir hennar ömmu, barnaböm, bamabamaböm og makar, þetta er orðinn stór hópur. Elsku ömmu verður sárt saknað, en hún skildi eftir sig góðar minn- ingar. Nú þegar lífsgöngu hennar er lokið og við vitum að vel verður á móti henni tekið, biðjum við henni Guðs blessunar. Minningin um ömmu varðveitist með okkur. Hún var okkur ástkær Minning: Jörundur Þórðarson frá Ingjaldshóli Fæddur 10. ágúst 1901 Dáinn 19. desember 1988. Jörundur Þórðarson frá Ingjalds- hóli lést þann 19. desember sl. á Landspítalanum í Reykjavík. Með honum er fallinn frá litríkur og eftir- minnilegur persónuleiki, sem alla tíð setti svip á samtíð sína hvert sem hann fór. Hann hafði ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum, var opinskár og sagði meiningu sína umbúðalaust, hver sem í hlut átti, var oft óvæginn í samskiptum, en réttsýnn, fastur fyrir og hélt fast fram rétti sínum. Hann var reynslu- ríkur maður. Það var tekið eftir Jörundi Þórðar- syni hvar sem hann fór, sterkbyggð- ur, svipmikill og upplitsdjarfur mað- ur, sem lét ekki bugast þótt við erfíð- leika væri að etja. Hann var land- námsmaður í eðli sínu. Jörundur fæddist í Hömluholtum í Eyjahreppi. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Þórður Jónsson frá Bíldhóli og Herdís Kristjáns- dóttir frá Þverá í Eyjahreppi. Hann ólst upp að mestu leyti í Miðgörðum S Kolbeinsstaðahreppi. Á uppvaxt- arárum hans var lífsbaráttan hörð á þessum slóðum og ekki dekrað við bömin. Jörundur var sterkbyggður, hefur það komið honum til góða strax í fyrstu æsku. Skólagangan var aðeins í þijá mánuði veturihn áður en hann fermdist. En hann var fróðleiksfús og eftirtektarsamur og nam jafnóðum af skóla lífsins og það fylgdi honum alla ævi að fylgjast með nýjungum og afla sér upplýs- inga um það sem var að gerast í þjóðlífínu hveiju sinni. Hann hafði t.d. mikinn áhuga á lögfræði og afl- aði sér ótrúlegrar þekkingar í þeirri grein, sem kom honum að gagni í lífsbaráttunni. Leituðu margir samt- íðarmenn til hans um ráð og aðstoð í ýmsum samskiptum. Jörundur fót 15 ára að heiman, fyrst sem vinnumaður til Jóns Magn- ússonar bónda í Ystu-Görðum, Kol- beinsstaðahreppi. Síðan fer hann til sjós, er m.a. níu vertíðir í Vest- mannaeyjum, á síldveiðum frá Siglu- fírði, stundaði sjóróðra á Skálum á Langanesi, gerðist þar meðeigandi í útgerð og stundaði sjó á eigin bát í tvö sumur. Þann 9. júní 1928 urðu tímamót í lífi hans. Þá giftist hann Maríu Óladóttur frá Miðhrauni í Mikla- holtshreppi. Hófu þau búskap þar. Á þessum árum var kreppa á Islandi og erfítt að fá jarðnæði fyrir fólk sem var að hefja búskap. Þetta urðu þau að reyna, Jörundur og Maria, en þau voru ung og hraust og trúðu á framtíðina og tóku því sem að höndum bar og fluttu sig til eftir því sem jarðnæði losnaði. Þau bjuggu í Amartungu í Staðarsveit, á Bíldhóli á Skógarströnd, á EUiða í Staðarsveit, Vaðstakksheiði í Nes- hreppi o g síðast á Ingjaldshóli í sömu sveit, en þar bjuggu þau lengst og á Elliða. Á þessum ámm eignuðust þau 7 börn, 4 drengi og 3 stúlkur, allt hraust og vel gefið fólk, sem hefur komist vel áfram í lífinu. Eins og sjá má af þessari stuttu lýsingu á æviferli þeirra hjóna, Maríu og Jörundar, hefur þurft sterk bein og trú á lífið til að koma upp stómm bamahópi og standa í sífelld- um búferlaflutningum milli jarða á tímum kreppu og erfiðleika, láta aldrei bugast — til þessa þurfti mannkostafólk, sem þau sannarlega vom María og Jömndur. Lífsreynsla Jömndar kom nú að góðu gagni. Hann hafði stundað öll störf til sjós og lands, tekið þátt í mótun íslensks atvinnulífs, var næmur og útsjónar- góður. Hann var ræktunarmaður, hafði glöggt búmannsauga. Sauðfé hans þótti bera af fyrir vænleika. Hann hafði yndi af hestum og átti margar góðar stundir á hestbaki. Jömndur hafði mikinn áhuga á félagsmálum, tók virkan þátt í ung- mennafélagshreyfingunni og lét til sín taka í búnaðarfélögum öll sín búskaparár. Jömndur var glaður í góðum fé- lagsskap. Hann spilaði á harmóniku, eignaðist það hljóðfæri 10 ára gam- all og spilaði fyrir dansi á heimaslóð- um og á Siglufírði, þegar hann dvaldist þar við síldveiðar. María Óladóttir var góðum kost- um búin, harðdugleg og útsjónar- söm. Hún sýndi ótrúlegt þrek við erfiðar aðstæður og búferlaflutn- inga. Það hvíldi á hennar herðum að annast heimilið og öll börnin við þessar aðstæður. Bjartsýni hennar «!' - 39 amma og ómetanlegur vinur, við getum aldrei að fullu þakkað það. Guð blessi ömmu okkar. Sesselja Margrét, Jóna Bára, Ásdís Ema. Hún Dedda amma er dáin. Þessi fregn kom mjög snöggt því að við þessu höfðum við ekki búist. Þó að hún væri orðn 80 ára þá var hún alltaf svo hraust og glöð og laus við sjúkdóma sem hijá oft fullorðið fólk. Amma var miklu meira en bara venjuleg amma. Hún hafði mjög sterk og mótandi áhrif á okkur. Nú minnumst við hennar og afa í Smár- atúninu en þangað komum við oft í æsku, nánast á hveijum degi. Þar fórum við niður í kjallara að smíða, en þar var ýmislegt skemmtilegt ' gert. Þegar við komum upp úr kjall- aranum þá fengum við brúnköku hjá ömmu og það var engin kaka jafn góð og kakan hennar. Þar var okkur einnig kennt að lesa og skrifa og grunnur lagður að skólagöngu okkar. Þau höfðu ávallt tíma fyrir okkur og gáfu stóran hlut af sjálfum sér. Amma fylgdist af kostgæfni með skólagöngu okkar, allt frá bamæsku til lokastundar. Frá henni fengum við stöðuga hvatningu og hrós. Árið 1985 flutti amma úr Smáratúninu í Grænumörk þar sem hún bjó til æviloka. Þangað var ekki síður gaman að koma og eigum við þaðan margar góðar minningar. Eftir samræður við hana leið okkur alltaf vel og oft var einnig gaman að hlusta á hana ræða við aðra nákomna ættingja. Það er stórt skarð sem nú hefur myndast og verður seint fyllt að nýju. En minningamar um þessa sérstaklega vel gerðu og góðu konu munu ávallt lifa innra með okkur. Söknuðurinn er mikill að geta aldrei framar farið í heimsókn til ömmu í Grænumörk og notið skemmtilegs og hlýlegs viðmóts henriar, því af hennar fundi komum við alltaf ánægð. Erfitt er að kveðja ömmu, en nú er hún komin til afa og horfínna vina. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fýrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem). Við þökkum henni samfylgdina. Sveinn og Hrönn. og óbilandi trú á lífíð bugaðist aldr- ei. Hún fann ávallt ráð sem dugðu. Hún var hlédræg, en þeir sem kynnt- ust henni fundu hlýjuna og styrkinn sem í henni bjó. Þann 17. febrúar 1962 fórst fiski- skipið mb. Stuðlaberg NS 102 með allri áhöfn. Tveir synir Maríu og Jörundar fórust, Jón Hildibert skip- stjóri og Kristján vélstjóri, ennfrem- ur tengdasonur þeirra, maður Ester- ar dóttur þeirra, Karl Jónsson, 2. vélstjóri. Allt voru þetta ungir og hraustir efnismenn með mikla framtíðardrauma. Þetta var mikið áfall fyrir þau hjón og fjölskyldur þeirra, sem skildi eftir sig sár sem aldrei greri til fulls. Árið 1968 hættu þau Jörundur og María búskap á Ingjaldshóli og fluttu til Reykjavíkur. Þar stundaði Jörundur verkamannavinnu í nokkur ár, lengst af hjá Ölgerð Egils Skal- lagrímssonar. María lést í desember 1972. Eg kynntist Jörundi Þórðarsyni og fjölskyldu hans vel það árabil sem þau áttu heima á Vaðstakksheiði og Ingjaldshóli. Það var eftirminnilegt að kynnast þessu harðduglega fólki og viðhorfum þess til tilverunnar. Lífsreynsla Jörundar Þórðarsonar var ótrúlega fjölþætt. Frásögn hans af mönnum og málefnum var lifandi og sterk, það var hans lífsmáti. Ég flyt börnum og öðrum ástvin- um Jörundar innilegar samúðar- kveðjur frá okkur hjónum. Minning- in um Jörund Þórðarson frá Ingj- aldshóli mun lifa. Alexander Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.