Morgunblaðið - 30.12.1988, Page 41
41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988
Minning:
Lýður Guðmunds-
son í Litlu-Sandvík
Lýður Guðmundsson í Sandvík
er látinn.
Með honum er genginn mikill
búhöldur sem um langan aldur setti
svip sinn á sitt sveitarfélag, forystu-
maður, hreppstjóri og oddviti; en
umfram allt mikill öðlingsmaður í
reynd.
Öllu þessu fengum við Halla að
kynnast þegar við áttum, því láni
að fagna að frú Aldís og Lýður
tóku böm okkar til sumardvalar í
Litlu Sandvík.
Þá hófst vinátta við fólkið í Litlu
Sandvík, sem mun standa meðan
líf endist.
Nú þegar Lýður er allur streyma
fram í hugann minningar um heim-
sóknimar í Litlu Sandvík, gestrisn-
ina, viðmótið og hlýjuna, sem tók
á móti okkur, hvemig sem á stóð.
Þótt oft væri minnst á veiðiskap-
inn vom veraldleg vandamál jafnan
til umræðu en alltaf af þeirri sann-
gimi að ekki kom til álita að vera
á öndverðum meiði.
Lýður var kominn á tíræðisaldur
þegar hann lézt og þar sem hann
hafði dvalið á sjúkrahúsi undanfarið
kom fréttin um lát hans ekki á
óvart en það bætir ekki söknuðinn
og sorg þeirra sem nú syrgja hann
látinn.
Einlæg samúð fylgir þessum
línum frá fjölskyldu okkar til Aldís-
ar og annarra ástvina. Megi hugg-
arinn mikli vera með ykkur öllum.
Halla og Guðmundur Árnason
Sjaldan bautasteinar
standa brautu nær
nema reisi niður að nið.
Lýður Guðmundsson í Litlu-
Sandvík er til moldar borinn í dag,
91 árs að aldri. Framundir það
síðasta hafði hann haft fótavist og
gengið í kringum bæinn á hveijum
degi ef hann treysti sér ekki norður
að Hólhúsi. Hann var vígður þess-
um bæ og þessari jörð, fimmti ætt-
liðurinn síðan 1790 sem hafði setið
hana og skilaði henni í hendur syni
sínum, Páli. Allir eiga þeir lang-
feðgar mikla sögu í búskap og fé-
lagsmálum sveitar sinnar^ Guð-
mundur Þorvarðarson gerði Litlu-
Sandvík að stórbýli með því að
leggja undir hana vesturbæinn í
Stóru-Sandvík og kaupa laxveiði-
jörðina Kotfeiju. Þeir Lýður byggðu
jörðina upp af svo mikilli rausn „að
langt bar af öllum býlum sýslunn-
ar, bæði íbúð og útihús" eins og
Magnús Torfason sýslumaður skrif-
aði í minningargrein um Guðmund
1939 en átti við þá feðga báða, því
að þeir voru mjög samhentir. —
„Það var aldrei erfítt að taka við
búskapnum eftir föður minn," sagði
Lýður í viðtali við Finn Magnússon
fyrir fjórum árum. „Hann var búinn
að kenna mér svo mikið, að ég vissi
þetta allt saman. Það var allt í lagi
með það.“
Foreldrar Lýðs voru Sigríður
Lýðsdóttir frá Hlíð í Gnúpveija-
hreppi og Guðmundur Þorvarðarson
Guðmundssonar Brynjólfssonar, er
fyrstur þeirra langfeðga bjó í Litlu-
Sandvík, Bjömssonar bónda á Ölf-
usvatni. Var Lýður elstur fímm
systkina og er Svanhildur nú ein á
lífí.
Lýður kvæntist 20. maí 1933
Aldísi Pálsdóttur frá Hlíð Lýðssonar
og Ragnhildar Einarsdóttur frá
Hæli og voru þau hjónin systkina-
böm. — „Við vorum búin að þekkj-
ast lengi, þegar við giftum okkur,"
sagði Lýður í fyrmefndu viðtali.
„Við þekktumst frá því við vorum
krakkar, svo að við vissum alveg
hvað við vorum að gera.“ Þau hjón
höfðu átt gullbrúðkaup árinu áður
en þessi orð voru sögð, svo að Lýð-
ur gat litið yfír langan veg í sam-
búð þeirra hjóna, sem einkenndist
af alúð og samheldni. Aldís og Lýð-
ur í Sandvík eða Lýður og Aldís,
hvort tveggja er mér jafntamt í
munni síðan ég var þar lítill dreng-
ur átta sumur í sveit.
Böm þeirra hjóna eru: Sigríður,
gift Snorra Welding; Páll, kvæntur
Elínborgu Guðmundsdóttur; Ragn-
hildur, gift Baldri Halldórssyni;
Guðmundur; kvæntur Hrafnhildi
Sigurgeirsdóttur.
Lýður gegndi margvíslegum
trúnaðarstörfum og eru þessi helst:
Hann stofnaði Nautgriparæktarfé-
lag Sandvíkurhrepps 1927 og var
formaður þess til 1945 og var einn
af stofnendum Nautgriparæktar-
sambands Ámessýslu 1943 og
formaður þess fyrstu árin. í stjóm
Búnaðarfélags Sandvíkurhrepps
1940—1967 og síðar heiðursfélagi
þess. í hreppsnefnd Sandvíkur-
hrepps eldra 1942 og oddviti frá
1947, eftir að Selfossbyggð varð
að sérstökum hreppi, til 1970.
Fyrsti heiðursborgari Sandvíkur-
hrepps 18. nóvember 1977. For-
maður Flóaáveitufélagsins í 12 ár.
Hreppstjóri 1939—1982 og sýslu-
nefndarmaður 1947—1974. Hann
var sæmdur riddarakrossi hinnar
íslensku fálkaorðu 1982.
Lýður í Sandvík var ræktunar-
maður í þess orðs fyllstu og bestu
merkingu. Sú hugsjón var honum
eðlislæg að honum bæri skylda til
að skila jörðinni betri en hann tók
við henni og hann bar gæfu til að
vera i forystusveit þeirra bænda
sem mddu brautina til nútíma bú-
skaparhátta. Hjalti Gestsson segir
frá því, þegar Lýður varð sextugur,
að hann hafí spurt hann í hvaða
röð framkvæmdimar hafí orðið í
Litlu-Sandvík, og rifja ég það upp
af því að svarið segir mikla sögu:
Umferðaplægingar, sláttuvélin,
Flóaáveitan, jarðræktarlögin,
mjólkurbúið, afurðasölulögin, tilbú-
inn áburður, ræktunin með stór-
virkum vélum, nýjar heyverkunar-
aðferðir og ræktaður búsmali, fóðr-
aður til afurða.
Eggert Ólafsson er ekki alltaf
lipur í Búnaðarbálki, en vel hæfír
að vitna til þessa erindis um hinn
góða búhöld, þegar lýst er ævi-
starfi Lýðs í Sandvík:
Því meðan ei er ævin búin
er gagnleg vinna skemmtilig;
en þó ég deyi þreyttur, lúinn
þá fæ ég nóg að hvfla mig;
nýt ég aðeins míns erfiðis
og landið hefur menjar þess.
Lýður í Sandvík var miklum
mannkostum búinn. Hann hafði lif-
andi áhuga á þjóðmálum og fram-
faramálum sýslu sinnar og sveitar,
var laginh að vinna málum fylgi,
enda óvenju rökvís og fundvís á
aðalatriði; hann var góður húsbóndi
og þau hjón bæði, hjúasæl eins og
sagt var. Hann var meðal þeirra,
sem fyrstir skildu, að of langur
vinnudagur drægi úr afköstum og
stytti vinnudaginn um tvo tíma en
þó lá meir eftir hvem einstakan að
kvöldi en áður. Lýður var alvöru-
maður, hann var allra manna
skemmtilegastur og hrókur alls
fagnaðar í vinahópi. Hann var hlýr
maður og raungóður, vinfastur og
drengur góður.
Árin mín í Sandvík eru meðal
kærustu endurminninga minna. Ég
man ennþá þegar ég kom þangað
fyrsta sinni, man þegar Aldís sagði
mér frá láti Bjama afa míns og ég
fór út í hestagirðingu og grét við
hálsinn á Faxa, man þegar við Jarp-
ur vorum að færa matinn niður á
Mýri. Ragga gamla er alls staðar
nálæg í minningunni eins og í lif-
anda lífi, alls staðar þar sem ein-
hver þurfti á henni að halda eða
hjá blessuðum kúnum, Perlu eða
Söndm eða hvað þær hétu nú allar
saman. Lýður hafði gott lag á okk-
ur strákunum. Öllum kom hann til
nokkurs þroska, var sagt um Erling
á Sóla. Eins fórst Lýð við okkur.
Með uppörvandi orðum og skilningi
á hvað hveijum hentaði skipti hann
verkum með okkur. Einu sinni man
ég að ég vatnaði hestunum óbeð-
inn. Við hádegisverðinn hafði Lýður
orð á því, að hann þyrfti ekki að
hafa áhyggjur af hestunum. Ég
myndi vatna þeim sjálfviljugur. Og
auðvitað reyndi ég að bregðast ekki
traustinu og var haldið við efnið
með því að Lýður lét mig vita af
því á uppörvandi hátt, að hann vissi
hvað drengnum og hestunum liði.
Þessar línur bera Aldísi, bömum
hennar og fjölskyldu samúðarkveðj-
ur okkar hjóna og fjölskyldu
minnar. Guð blessi minningu Lýðs
í Sandvík. Halldór Blöndal
Tíminn líður og okkur sem til-
heyrum eldri kynslóðinni fínnst
hann líða hratt. Ég man þegar ég
sá Lýð í Sandvík í fyrsta sinn laust
eftir 1930. Hann var þá að ríða til
fjalls í eftirsafn á Flóamannaafrétt,
vesturleit. Hann kom við á Hæli,
en hann ætiaði að gista í Hlíð hjá
frændfólki sínu, en daginn eftir
átti eftirsafnið að hefjast, en það
tók 4 daga. Síðan komu fjallmenn-
imir með eftirsafnið í Skaftholts-
réttir, en þar yrði því réttað með
byggðasafni úr Gnúpveijahreppi,
ásamt eftirsafni úr austurleit á
Flóamannaafrétti og eftirsafni af
Gnúpveijaafrétti. Flest féð sem
þama kom saman var úr Suður-
sveitunum sem þá voru mjög fjár-
margar og tóku eftirsafnarar úr
Flóa og Skeiðum féð eða úrgang-
inn, eins og í daglegu tali var sagt
um utansveitarféð, og ráku það til
Dælaréttar, en sú rétt er í Skálm-
holtslandi, spölkom vestan Þjórsár-
brúarinnar.
Mér varð starsýnt á Lýð í
Sandvík þetta haust, bæði þegar
hann var að ríða til fjalls og ekki
síður í skilaréttinni í Skaftholti,
þegar þeir höfðu lokið fjallferðinni.
Ég sá strax að hann var vaskur
maður, grannvaxinn, sviphreinn, en
svo ákveðinn í allri framgöngu, að
lífsleið hans myndi tæpast ráðast
af tilviljanakenndum ákvörðunum.
Síðan þetta var em liðin 56 ár
og mikil saga hefur gerst, saga um
mesta framfaraskeið sem íslenska
þjóðin hefur upplifað og þessi
grannvaxni og ákveðni ungi bóndi
var þar einn í forystusveitinni,
hygginn og varfærinn en ákveðinn
í að koma sér og sínu fólki burt frá
fátækt og basli, sem var þá hlut-
skipti þeirra sem minna máttu sín,
en markmiðið var þá þegar að koma
sveitafólkinu til bjargálna, og sjá
fyrir því að laun erfíðisins yrði far-
sæld og betra og göfugra líf.
Já, í huga mínum er eins og þessi
fyrstu fundir okkar Lýðs í Sandvík
hafí átt sér stað fyrir fáum ámm
en ekki fyrir meira en hálfri öld
síðan.
Ekki urðu kynni okkar Lýðs náin
næstu árin, en nokkur þó, þar sem
hann kvæntist frænku minni Aldísi
Pálsdóttur frá Hlíð í Gnúpveija-
hreppi árið 1933 og bjuggu þau í
fyrstu í félagi við foreldra Lýðs, þau
Guðmund Þorvarðarson, hrepp-
stjóra í Litlu-Sandvík, og konu
hans, Sigríði Lýðsdóttur frá Hlíð í
Gnúpveijahreppi, en hún var föður-
systir Aldísar. Árið 1937 hófu þau
Lýður og Aldís sjálfstæðan búrekst-
ur á jörðinni, og má segja að þau
tækju við blómlegu búi, en hinu
má ekki gleyma, að þau ávöxtuðu
líka vel það sem þau tóku við og
að leiðarlokum hlýtur það að vera
samdóma álit allra sem til þekkja,
að þeim Lýð og Aldísi hafi lánast
að gera Litlu-Sandvík að hinum
mesta rausnargarði og menningar-
heimili, þar sem margir er þar
dvöldu, yngri sem eldri, öðluðust
þroska, sem hefur enst þeim vel á
lífsleiðinni.
Árið 1945 var mér nokkur vandi
á höndum að velja mér lífsstarf,
þar sem ég gæti hagnýtt þá þekk-
ingu í landbúnaði, sem ég hafði
afiað mér. Þá var það að Lýður í
Sandvík bauð mér ráðunautsstarf
við nautgriparæktarsambandið í
Ámessýslu, sem var þá tiltölulega
nýlega stofnað og starfshættir þess
lítt mótaðir, en Lýður var formaður
sambandsins.
Ég starfaði síðan að þessum
málum með Lýð Guðmundssyni og
nokkrum öðrum merkisbændum hér
í sýslu um aldarfjórðungs skeið, og
vil ég fullyrða að árangur af því
starfí hafí verið langt umfram
mínar glæstustu vonir, og tel ég
að hin hyggilega forysta Lýðs hafí
átt dijúgan þátt í þeim árangri.
Umfram rekstur hins stóra og
umsvifamikla bús, sem rekið var í
Litlu-Sandvík, þá hlóðust á Lýð
margháttuð félagsmálastörf. Þann-
ig var hann hreppstjóri Sandvíkur-
hrepps um áratuga skeið, oddviti
Sandvíkurhrepps í aldarfjórðung og
sýslunefndarmaður í nær 30 ár. Ég
kynntist vel hans gætilegu og var-
fæmu félagsmálastörfum, er við
störfuðum saman í allsheijamefnd
sýslunnar um 12 ára skeið, og mat
ég þar mikils hans hollu ráð og til-
litssemi við alla málsaðila í hveiju
máli.
Lýður var hamingjusamur í sínu
efnkalífi. Eins og áður er getið
kvæntist hann frænku sinni Aldísi
Pálsdóttur frá Hlíð, sem er bæði
búkona góð og bráðgáfuð og heim-
ili þeirra því sannkallað menningar-
heimili. Þau eignuðust 4 efnileg
böm sem öll em mesta efnisfólk.
Þau em: Sigríður fædd 1935 vinnur
hjá Skrifstofuvélum, Reykjavík, gift
Snorra Velding starfsmanni hjá
t
Þakka innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlét og útför
mannsins míns,
AGNARS GUNNLAUGSSONAR
Guð blessi ykkur öll. garðyrkjumanns.
Þorgerður Kristjánsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts eiginkonu
minnar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HULDU HALLGRÍMSDÓTTUR,
Foldahrauni 41F,
Vestmannaeyjum.
Þórarinn Jónsson,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
PÉTURS STEFÁNSSONAR,
framkvæmdastjóra,
Blómvangi 13.
Aðalheiður Dis Þórðardóttir,
Borgþór Pótursson, Elfsabet Ellerup,
Bjarnveig Pótursdóttir, Eyjólfur Halldórsson
og barnabörn.
Reylq'avíkurborg og eiga þau 3
böm; Páll fæddur 1936, bóndi, odd-
viti og hreppstjóri í Litlu-Sandvík,
kvæntur Elínborgu Guðmundsdótt-
ur og eiga þau 4 böm, Ragnhildur
fædd 1941, skrifstofustúlka, gift
Baldvini Halldórssyni, prentsmiðju-
stjóra, Hafnarfirði, og eiga þau 3
böm og Guðmundur, fæddur 1942,
rafvirki, á Selfossi, kvæntur Hrafn-
hildi Sigurgeirsdóttur ög eiga þau
2 böm. Þá átti Lýður son áður en
hann giftist, Svein Valdimar, sem
fæddist 1919 og er hann rafvirki í
Reykjavík og á hann eina dóttur.
Eins og áður er minnst á, þá var
trúin á framfarir þeirri kynslóð í
blóð borin, sem fæddist fyrir og um
síðustu aldamót. Engu varð þá kom-
ið á, nema með félagslegu átaki,
og þar voru þeir Sandvíkurfeðgar -
í forystusveitinni. Flest þurfti að
reisa frá gmnni og oft kostaði það
áratuga baráttu að hrinda þarfa-
málum í framkvæmd. Það sem var
bændum einna þyngst í skauti í
upphafi aldarinnar var öryggisleys-
ið í afurðasölumálum. Með stofnun
ijómabúanna var nokkur bót ráðin
á þessu máli og mikið átak var
gert við stofnun Sláturfélags Suð-
urlands 1908, en stóra stökkið í
afurðasölumálum var gert með
stofnun Mjólkurbús Flóamanna árið
1929. Undanfari þess var þó gerð
Flóaveitunnar, sem tók til starfa
árið 1927. Með áveituframkvæmd-
unum tvöfaldaðist að minnsta kosti
afrakstur engjanna í Flóanum og
með því varð Flóinn að kostalandi,
sem þó hafði sinar takmarkanir
vegna erfíðrar nýtingar með
nútímatækni í votviðratíð.
Eftir heimsstyijöldina síðari varð
mikil tæknibylting í íslenskum land-
búnaði og þá hófst brátt framræsla
mýranna með stórvirkum vélum.
Ræktunarsamband Flóa ög Skeiða
var stofnað og það hefur stuðlað
að uppþurrkun og túnrækt mýrar-
fláka, sem áður voru grösug áveitu-
engi og nú þrefaldaðist eftirtekjan
og hér í Flóanum reis hvert góð-
býlið upp við annars hlið eins og
allir mega sjá.
í allri þessari félagsmálabaráttu
var Lýður í Sandvík virkur þátttak-
andi, enda naut hann allsstaðar
trausts vegna sanngimi og hófsemi
og ábyrgrar fjármálastjómar, sem '
bændur þekktu og kunnu að meta.
Mörg fleiri verkefni mætti nefna,
sem voru Lýð hjartfólgin og hann
vann að með miklum dugnaði. Þar
ber að sjálfsögðu hæst oddvitastarf-
ið, og þar var Lýður vakinn og sof-
inn að greiða úr fjölda vandamála,
sem tilheyra slíku starfi, og það
gerði hann af slíkri vandvirkni og
samviskusemi, að hann eignaðist
þar hvorki óvini né óvildarmenn,
en því fleiri vini og velunnara. Lýði
tókst vel samstarfið við hið nýja
sveitarfélag sem óx upp við Ölfusár-
brúna og milli þessara tveggja
sveitarfélaga hefur ætíð verið gott
samstarf, og þar átti Lýður stóran
hlut í að móta það samstarf í upp-
hafí. í sýslunefndinni lét Lýður sig
miklu skipta uppbyggingu Þorláks-
hafnar, uppbyggingu skólanna á
Laugarvatni og byggingu Sjúkra-
húss Suðurlands, svo nokkuð sé
nefnt.
Mér fínnst ánægjulegt nú að leið-
arlokum að lita yfir hinn farsæla
æviferil Lýðs í Sandvík. Þannig ólst
hann upp á góðu og öflugu heimili,
var gaeddur góðum gáfum, hlaut
góðan undirbúning að sínu lífsstarfi
er hann lauk búfræðinámi á Hvann-
eyri, hann hlaut góða konu sem
lífsförunaut og þau eignuðust góð
böm, sem hefur vegnað vel. Og
Lýður hlaut traust samferðarmanna
sinna til að gegna margháttuðum
forystustörfum og auðnaðist að
koma mörgum mikilvægum málum
álejðis til betri vegar.
í Litlu-Sandvík hefur nú í meira
en 100 ár sonur tekið við af föður
og merkið aldrei látið falla, þó að
kynslóðaskipti yrðu, og þannig er
það enn í dag.
Við hjónin og böm okkar þökkum
þeim Sandvíkurhjónum Lýð og
Aldísi mikla tryggð og góðsemi í
okkar garð um áratugaskeið og
óskum Lýði fararheilla á ókunnum
stigum á nýrri þroskabraut.
Blessuð veri minningin um Lýð
Guðmundsson í Sandvík.
4 Hjalti Gestsson