Morgunblaðið - 30.12.1988, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS
Um hlutgengi, afrek,
„minnihlutagreinar“ og lýðræði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Elnar Vllhjálmsson9 íþróttamaður ársins 1988
ÞÓ nokkur umræða hefur ver-
ið um kjör íþróttamanns árs-
ins að þessu sinni, ekki síst
á síðum DV, og hefur umræð-
an úti í þjóðfélaginu verið
heldur líflegri en oft áður ekki
síst vegna sífelldra skrifa
íþróttafréttamanna DV sem
hafa leynt og Ijóst ætlað ein-
um manni titilinn að þessu
sinni. Umræðuefnið hefur
verið hvort ákveðinn fatlaður
íþróttamaður sé jafn gjald-
gengur og ófatlaðir íþrótta-
menn. Sitt sýnist hverjum um
það, ekki síður í röðum íþrótt-
afréttamanna en annars
staðar. En sem samtök, hafa
íþróttafréttamenn þegar
dæmt umræddan íþrótta-
mann gjaldgengan, það er
með því að hann komst á lista
yfir þá tíu íþróttamenn sem
flest hlutu atkvæði íþrótta-
fréttamanna í kjörinu í fyrra.
Þar með var umræddur
íþróttamaður orðinn gjald-
gengur, en annað mál er
hvernig einstakir íþrótta-
fréttamenn meta hver hefur
unnið mesta og besta afrekið.
Hér er ekki ætlunin að kryfja
hvort Haukur Gunnarsson
hafí átt að hreppa tignina fremur
en Einar Vilhjálmsson. Eða hvort
einhver þriðji aðili
hefði átt að skjóta
báðum aftur fyrir
sig. Þessir tveir
íþróttakappar eru
báðir í fremstu röð
í heiminum í grein-
um sínum og
flokkum. Það sem
hér er gert að
umræðuefni er
hins vegar vægast sagt ósæmileg-
ar tilfæringar íþróttafréttamanna
DV til þess að fá sinn mann kjör-
inn, s.s. Hauk, með blaðaskrifum
fyrir kjörið og ótrúlegan hroka
þeirra í kjölfar kjörsins, þar sem
skoðanir kollega þeirra voru virtar
að vettugi. Þeir einir vissu best.
Lítum aðeins nánar á málið:
Mat á afrekl
Íþróttamaður ársins var kjörinn
miðvikudaginn 28. desember, en
ballið byrjaði í DV 17. desember
í íþróttapistli, að þessu sinni eftir
Jón Öm Guðbjartsson. Þar fjallar
hann á almennum nótum um það
hvort erfítt sé að leggja mat á
afrek íþróttamanns. Vitnar hann
í orð formanns Samtaka íþrótta-
fréttamanna sem voru á þá lund
að íþróttafréttamönnum væri
vandi á höndum þegar bera þyrfti
saman afrek fatlaðra íþrótta-
manna og ófatlaðara. Báðir eru
þó sarnmála um að allir íþrótta-
menn eigi að vera jafnréttháir.
En svo kljkkir JÖG þannig út:
-„Þótt við íslendingar séum mjög
stoltir af mörgum frábærum
íþróttamönnum okkar tel ég að
fáir, eða jafn vel engir, standi
framar en þessi kappi sem vann
hug og hjarta íslensku þjóðarinnar
með afrekum sínum í Seoul. Mér
þykir því þessi spuming krefjandi:
Er erfítt að leggja mat á afrek
íþróttamanns sem hefur vaxið að
styrk, nær besta árangri í heimin-
um í sínum flokki, leggur hart að
sér, er reglusamur og þekktur að
prúðmennsku ofan í kaupið."
Með allri virðingu fyrir Hauki
þá verður að spytja kreíjandi á
móti hvað hafí vakað fyrir JÖG
með svona „hugvekju" á þessum
tíma. Tveir hlutir liggja þó ljósir
fyrir. Númer eitt, að með svona
skrifum getur JÖG mótað mjög
almenningsálitið og númer tvö þá
ber svona lagað keim af því að
hann sé að reyna að hafa áhrif á
þá kollega sína sem kunna að
vera í vafa um hver sé kjörinn til
titilsins að þessu sinni.
„Glæsllegust" afrek
Síðan er margt skrafað næstu
daga, en næst dró til tíðinda sjálf-
an kjördaginn, 28. desember, er
íþróttafréttamaður DV, Stefán
Kristjánsson, birtir viðtal við
Hauk Gunnarsson undir stórri
fyrirsögn: „Hlýt að standa jafn-
fætis ófötluðum". Fljótlega í við-
talinu tekur SK orðið og stað-
hæfín „Haukur er eins og allir
vita fatlaður íþróttamaður en
vann engu að síður glæsilegustu
afrek íslendinga á, þessu ári á
íþróttasviðinu." Haukur er mikill
afreksmaður í íþróttum, en það
hlýtur að vera matsatriði hvaða
afrek eru „glæsilegust". Annað
hvort hvarflar það ekki að SK að
einhverjir kunni að vera á annarri
skoðun, eða að hann afgreiðir
annarra skoðanir sem duft og
ösku. Hvort heldur er, mætti SK
íhuga það gaumgæfílega.
Enn má spyija „krefjandi":
Hvað vakir fyrir SK að birta við-
tal við einn helsta kandídatinn á
sjálfum kjördeginum? í fyrsta lagi
var hugsanlegt að Haukur hreppti
titilinn og þar með væri DV búið
að ná fréttinni á undan öllum. í
öðru lagi, að ef Haukur hreppti
ekki titilinn þá mætti hafa þau
not af viðtalinu að brýna fyrir
almenningsálitinu að DV hefði
stutt Hauk. Þ.e.a.s. ef almenn-
ingsálitinu væri á annað borð of-
boðið.
„Minnihlutagrain“
Ekki var nú ballið búið þótt
kjörið færi fram með eðlilegum
hætti, heldur var í DV í gær,
daginn eftir kjörið, langur lestur
eftir Víði Sigurðsson undir fyrir-
sögninni: „Hveijir eru hlutgeng-
ir?“ Þar er að finna einhvers kon-
ar hugvekju um það hvað sé hlut-
geng íþrótt og hvað ekki. Gengur
það svo langt að gert er lítið úr
spjótkasti, það kallað „minni-
hlutagrein" „sem sést vel á því
að hún var ekki á dagsskrá Grand
Prix mótanna í ár“ eins og Víðir
orðar það. Víðir ætti að vita betur
en að blaðra svona, því fyrir þessu
liggja ósköp einfaldar ástæður.
Það er keppt í á fjórða tug greina
í fijálsum íþróttum og það er
lífsins ómögulegt að koma öllum
fyrir á 2 til 3 tíma móti. Þess
vegna er keppt í þeim annað hvert
ár. Þannig var keppt í kúluvarpi
og sleggjukasti í ár, þar á undan
í spjótkasti og sleggjukasti. Og á
næsta ári aftur í spjótkasti og
kringlukasti. Svona hefur þetta
alltaf verið.
Áður hafði Víðir látið frá sér
undurfurðulega . setningu:„....en
fyrirfram virtist sem almenningur
væri ekki í vafa um að styttan
eftirsótta myndi falla honum
(Hauki innsk.gg) í skaut.“ Starfs-
menn á íþróttafréttadeild Morg-
unblaðsins hafa aðra sögu að
segja, þeir urðu varir við mikil
skoðanaskipti um það hver ætti
að fá styttuna og á hvaða forsend-
um. Það sést kannski best á því,
að 19 kjörmenn Samtaka íþrótta-
fréttamanna greiddu þannig at-
kvæði að Einar Vilhjálmsson bar
sigur úr býtum, Bjami Friðriksson
varð annar og Haukur þriðji.
Munaði ekki mörgum stigum á
þeim.
Lýðræði
Það er því alveg á hreinu, að
Haukur er fullkomlega hlutgeng-
ur. Menn voru bara ekki sammála
um Hauk. Ekki sammála DV þrátt
fyrir allt moldrokið. í ljósi þessa
eru lokaorð Víðis í umræddri grein
með ólíkindum: „Með því að setja
Hauk í þriðja sæti í kjörinu.sem
lýst var í gær, hafa Samtök
Iþróttafréttamanna sýnt viðleitni
til þess að viðurkenna hlutgengi
fatlaðra íþróttamanna - en því
miður bám þeir ekki gæfu til þess
að stíga skrefíð til fulls". Nú er
það skiljanlegt að menn vilji að
eigin vilji nái fram að ganga, en
þegar kosið er um einn mann í
nafni samtaka þá er verið að
ræða um lýðræði. Menn sem geta
ekki sætt sig við lýðræði eiga
ekkert erindi í svona samtökum.
Menn verða að hafa þroska til að
sætta sig við að skoðanir þeirra
og vilji er ekki endilega vilji meiri
hlutans. Og að segja að viðleitni
hafí verið sýnd til þess að viður-
kenna o.s.frv. er enn og aftur
blaður, hlutgengi Hauks og ann-
arra fatlaðra íþróttamanna var
staðfest með kjöri Hauks í hóp
tíu efstu í kjöri um íþróttamann
ársins í fyrra og í þriðja sæti nú.
Allt snakk um hvort fatlaðir eru
gjaldgengir eða ekki er tíma-
skekkja.
AF
INNLENDUM
VETTVANGI
Guðmundur
Guðjónsson
skrifar