Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 19
19
< MORC.UNBLAÐIÐ PIMMTUðJvGUR 5. 'JANÚAR 1989
ástin og þakklætið sterkt. Hann
mat hana sem jafningja, og ólíkt
mörgum karlmönnum, var hann
ófeiminn að tala um hug sinn gagn-
vart henni.
Með Agnari er farinn maður sem
ég bar djúpa virðingu fyrir. Eg er
ólýsanlega þakklátur fyrir að hafa
kynnst manni með þá miklu mann-
kosjá sem Agnar hafði að geyma.
Ég og fjölskylda mín sendum
Önnu Lilju okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur og fjölskyldu hans allri.
Megi minningin um einstakan
dreng lifa og hann fá að hvíla í
Drottins faðmi. Það á hann svo
sannarlega skilið.
Sigurður Nordal
Eftir mikil og langvarandi veik-
indi andaðist Agnar Kristjánsson,
forstjóri Kassagerðar Reykjavíkur
hf., á Landspítalanum aðfaranótt
þriðja í jólum sl., þann 27. desem-
ber. Aðdragandi þessa er búinn að
vera langur og strangur, því að
Agnar hefur í mörg ár ekki gengið
heill til skógar. En með fádæma
hugrekki og dugnaði hafði honum
tekist að sigrast á vágestinum þar
til nú. Okkur öllum í íjölskyldunni
er það minnisstætt hve harður hann
var af sér og einbeittur við endur-
hæfingar þegar hann var að yfir-
stíga veikindi sín 1978, en þá virt-
ist ekki vera bjart framundan hjá
honum.
Foreldrar Agnars voru Kristján
Jóhann Kristjánsson, forstjóri, og
kona hans, Agata Dagfinnsdóttir,
sem bjuggu mestan sinn búskap á
Hringbraut 32 hér í Reykjavík.
Æskuheimili Agnars var einstak-
lega glæsilegt á öllum sviðum. Andi
hins stórhuga athafnamanns, föður
hans, sveif yfir vötnum og gestrisni
og hlýhugur móður hans fyllti alla
öryggi og bjartsýni, þá, er þess
nutu að heimsækja þau. Þessi andi
æskuheimilis Agnars fylgdi honum
alla tíð og einkenndi framkomu
hans og bar honum fagurt vitni.
Því er það að allir sem Agnari
kynntust og með honum störfuðu
fundu í honum vin og drengskap,
sem einkennir góða menn.
Agnar gekk í Verzlunarskólann,
fór svo til framhaldsnáms til Banda-
ríkjanna en að því loknu gerðist
hann starfsmaður Kassagerðar
Reykjavíkur, sem varð svo starfs-
vettvangur hans þar til yfir lauk.
Vinsældir Agnars sem yfirmanns
hafa ávallt verið einstakar. Hár
starfsaldur meðal starfsmanna
Kassagerðarinnar ber því m.a. fag-
urt vitni. Það er mjög ánægjulegt
að hafa fengið tækifæri til að fylgj-
ast með hve vel þessari arfleifð sinni
Agnari hefur tekist að skila til
barna sinna. Agnar Kristjánsson
tók við stóru búi frá foreldrum
sínum og það er stórt bú sem hann
skilar. Það er eigi vandalaust að
fylla upp það tómarúm sem mynd-
ast við fráfall stórmenna eins og
föður hans, en allir þeir, er til
þekkja, vita hve vel Agnari tókst
að stýra fyrirtækinu í gegnum stór-
tækar breytingar, jafnvel byltingu,
á tímum óróa og niðurrifs verð-
bólgunnar.
Ungur að árum gekk Agnar að
eiga Unni Símonardóttur og eign-
uðust þau þrjú böm; Kristján Jó-
hann og Leif sem báðir eru fram-
kvæmdastjórar í Kassagerðinni og
Agötu, húsmóður í Reykjavík. Unn-
ur og Agnar skildu. Síðari kona
Agnars er Anna Lilja Gunnars-
dóttir, sem lifir mann sinn og áttu
þau einn son; Agnar Gunnar sem
stundar nám í 9. bekk grunnskóla.
Bamabörnin em og öll hin mann-
vænlegustu og eru þau orðin átta.
Ég og kona mín vottum aðstand-
endum öllum okkar innilegustu
samúð og biðjum góðan Guð að
styrkja þá og styðja í sorg þeirra
og að minningin um góðan dreng
megi lifa með þeim um ókomna tíð.
Valdimar Ólafsson
I dag verður Agnar Kristjánsson
forstjóri Kassagerðar Reykjavíkur
jarðsunginn frá Fríkirkjunni í
Reykjavík, en Agnar lézt aðfara-
nótt hins 27. desember sl. eftir lang-
vinn veikindi.
Með Agnari er fallinn einn af
athafnasömustu og framsýnustu
stjómendum í íslenzku atvinnulífi.
Hann kom ungur til starfa í fyrir-
tæki föður síns, Kristjáns Jóhanns
Kristjánssonar, og tel ég á engan
hallað þó ég láti í ljós hér þá skoð-
un mína að störf Agnars heitins
hafí lagt grundvöllinn að mikilli
endurnýjun og tæknibyltingu í fýr-
irtækinu. Þetta varð undirstaðan
að þeim mikla og öra vexti sem
einkenndi fyrirtækið frá 1960 og
gerði það að einu stærsta og
tæknivæddasta iðnfyrirtæki hér á
landi.
Sú framsýni sem Agnar var
gæddur einskorðaðist þó ekki við
tækniuppbyggingu fyrirtækisins.
Hann var einn af þeim stjómendum
sem höfðu glöggan skilning á því
að gifta fyrirtækja er ekki síður
fólgin í því að hafa í þjónustu sinni
traust og öruggt starfsfólk og þeirri
nauðsyn að hlúa vel að sínu starfs-
fólki.
í Kassagerð Reykjavíkur áttu
allir starfsmenn, jafnt háir sem lág-
ir, greiðan aðgang að Agnari og
aldrei var hik á honum að leysa úr
vandamálum sinna starfsmanna
Háskóli íslands:
Heimildarmynd um dr.
Alexander Jóhannesson í
Sjónvarpinu annað kvöld
HÁSKÓLI íslands hefur látið
gera heimildarkvikmynd um dr.
Alexander Jóhannesson prófess-
or og háskólarektor, sem sýnd
verður í Sjónvarpinu föstudag-
inn 6. janúar kl. 21.20.
Nefnist myndin „Maðurinn sem
gaf draumum vængi". Er hér um
að ræða ítarlega heimildarmynd um
dr. Alexander, sem gerð var í til-
efni af aldarafmæli hans 1988, sem
minnst var með margvíslegum
hætti á síðastliðnu sumri.
Birtar eru svipmyndir af æviferli
hans, starfsvettvangi og verkefnum
og viðtöl tekin við marga menn, sem
störfuðu með Alexander eða kynnt-
ust honum náið á annan hátt. Dr.
Alexander var þjóðkunnur maður,
fjölhæfur og afkastamikill. Lét
hann mjög til sín taka á ýmsum
sviðum þjóðlífsins. Hann var rektor
Háskólans í tólf ár, eða lengur en
nokkur annar, sem gegnt hefur því
embætti og beitti sér þar fyrir
margvíslegum framfaramálum,
m.a. stofnun Happdrættis Háskól-
ans og var í áratugi hinn helsti
forystumaður um byggingamál
Háskólans og vann stórvirki á því
sviði.
Dr. Alexander Jóhannesson
Þá var hann og kunnur fyrir
vísindastörf sín, en hann var pró-
fessor í málfræði. Eftir hann liggur
fjöldi ritverka. Einnig var hann
brautryðjandi í flugmálum hér á
landi.
Happdrætti Háskóla íslands
kostaði myndina, en Frank Ponzi
hafði umsjón með gerð hennar.
(Fréttatilkynning frá Háskóla tslands)
jafnt í smáu sem stóru. Þessi skiln-
ingur Agnars á vandamálum sam-
starfsmanna sinna og þátttaka í
lausn þeirra hefur alla tíð verið
þýðingarmikil ástæða fyrir vel-
,gengni fyrirtækisins og byggt upp
einstæðan samstarfsanda innan
veggja þess.
Nú á tímum umræðu um jap-
anska stjómun og aðdáunar á nán-
um tengslum fyrirtækja og starfs-
manna ber þessi háttur í stjómun
Agnars Kristjánssonar einmitt vott
um sérstaka framsýni hans á þessu
sviði.
Við iðnrekendur minnumst einn-
ig góðs og mikils samstarfs við
Agnar Kristjánsson á vettvangi iðn-
aðarins og Félags íslenskra iðnrek-
enda. Kassagerð Reykjavíkur var
einn af stofnendum Félags íslenskra
iðnrekenda og faðir Agnars, Krist-
ján Jóhann, um langt árabil formað-
ur félagsins. Sjálfur tók Agnar mik-
inn þátt í störfum félagsins og sat
í stjóm þess um 10 ára skeið frá
1976-1986.
Áhugi Agnars_ á vexti og við-
gangi iðnaðar á Islandi var geysi-
mikill og persónulega hefi ég í
mínum störfum sem formaður Fé-
lags íslenskra iðnrekenda notið
þessa mikla áhuga hans með góðum
ráðum og hugmyndum, jafnt meðan
við sátum saman í stjórn FÍI sem
eftir að hann hvarf úr stjórninni.
Við iðnrekendur minnumst sér-
staklega þessa mikla samstarfs með
hlýjum huga nú þegar við kveðjum
Agnar Kristjánsson.
Eftirlifandi eiginkonu Agnars,
Önnu Lilju Gunnarsdóttur, og börn-
um hans, Leifi, Kristjáni, Agöthu
og Agnari Gunnari, sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Agnars Kristjánssonar minnumst
við með djúpri virðingu og biðjum
honum Guðs blessunar.
Víglundur Þorsteinsson
formaður Félags íslenskra
iðnrekenda.
„AÐ SYNA SIGOG SJA AÐRA“
í myrkri og misjöfnum veðrum vetrarmánaðanna er góður Ijósabúnaður mikilvægt öryggistæki.
Fullkominn Ijósabúnaður tryggir ökumanni gott útsýni og eykur þanng öryggi hans og annarra
vegfarenda.
Mörgum blleigendum þykir einnig til bóta að Ijóskerin prýði útlit bílsins.
RING aukaljóskerin skila þessu tvíþætta hlutverki vel. Þau eru með
sterkum halogen perum sem lýsa betur en hefðbundnar gióþráöaperur.
RING aukaljóskerin fást I mörgum stærðum gg gerðum, bæði með
gulu og hvitu gleri og leiðbeiningar á Islensku tryggja
auðvelda ásetningu.
Þeir bílaeigendur, sem kjósa öryggi samfara góðu útliti,
ættu að koma við á næstu bensinstöð Skeljungs og kynna
sér nánar kosti RING aukaljóskeranna.
mmmm
Skrifstofutæknir
Eitthvað
fyrir þig?
Innritun er hafin í námið sem hefst í janúar 1989.
Á skrifstofu Tölvufræðslunnar er hægt að fá bækling um námið,
bæklingurinn er sendur í pósti til þeirra sem þess óska.
Nánari upplýsingar veittar í símum 687590 og 686790.
E5Stölvufræðslan
- Borgartúni 28.
PRISMA