Morgunblaðið - 05.01.1989, Síða 26

Morgunblaðið - 05.01.1989, Síða 26
26 MORGUNBLAÐÍÐ FIMMTÚDÁGUR 5. JANÚAR 1989 Útgefandi tnftiafeife Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Eignaskattar Ríkisstjómir og Alþingi hafa hvað eftir annað tekið ákvarðanir um fjár- hagsleg málefni, sem gjör- breyta öllum forsendum fyrir ákvörðunum og ráðstöfunum fólks í ijárhagslegum efnum. Hinn sérstaki eignaskattur, sem Alþingi ákvað að leggja á hluta þjóðarinnar nokkrum dögum fyrir jól er glöggt dæmi um slík vinnubrögð. Til- laga um skattinn kom fram undir lok ársins. Hún var sam- þykkt án þess, að þingmenn hefðu tækifæri til að kanna þessa skattlagningu og áhrif hennar að nokkru ráði. Allt gerist þetta örfáum dögum fyrir áramót, þannig að fólk hefur enga möguleika á að brejda fyrri fjárhagsráðstöf- unum sínum. Þegar um er að ræða veiga- miklar aðgerðir í fjármálum, sem skipt geta sköpum fyrir einstaklinga og atvinnufyrir- tæki á það að vera sjálfsagt og eðlilegt, að Alþingi fái tíma og tækifæri til þess að fjalla rækilega um slíkar tillögur. Ef þingið að lokinni slíkri at- hugun vill samþykkja laga- frumvarp af þessu tagi á það að vera regla, að það taki ekki gildi fyrr en ári síðar. Ef meirihluti Alþingis á annað borð vildi samþykkja tillögur ríkisstjómarinnar um aukinn eignaskatt var það út af fyrir sig lýðræðislega kjörinn meirihluti. Hins vegar hefði verið eðlilegt, að þessi skatt- lagning tæki ekki gildi fyrr en í ársbyrjun 1990 þannig, að fólk gæti á þessu ári tekið mið af hinum nýja skatti í fjár- ráðstöfunum sínum. Þetta er því miður ekki í fyrsta sinn, sem löggjafarvaldið kemur í bakið á almenningi með þess- um hætti en það er vissulega tími til kominn, að við tökum upp siðaðra manna hætti í þessum efnum. Eignaskattar eru mjög umdeildir af þeirri einföldu ástæðu, að í þeim felst tvísköttun. Fólk er búið að borga skatta af þeim tekjum, sem notaðar voru til þess að afla viðkomandi eignar. Út frá þessu sjónarmiði eru eigna- skattar afar hæpnir svo að ekki sé meira sagt. Þá segja talsmenn eignaskatts, að eignirnar hafi orðið til að ein- hverju leyti vegna skattsvika. Það má vel vera og raunar ekki ólíklegt, að töluyerðar eignir hafi orðið til á íslandi vegna skattsvika. Það hefur lengi legið hér í landi, að menn greiddu ekki skatta af öllum tekjum sínum. En það nær auðvitað engri átt að refsa þeim, sem alla ævi hafa greitt skatta af öllum tekjum sínum með því að leggja á eignaskatta í von um að ná til þeirra, sem hafa svikið undan skatti. Skattayfirvöld verða að hafa hendur í hári skattsvikara með öðrum hætti en þeim að refsa samvizku- sömum skattgreiðendum. Hafi það verið markmið ríkisstjórnarinnar og meiri- hluta Alþingis með þessari skattlagningu að ná til stór- eignamanna fyrst og fremst hafa þau áform runnið út í sandinn að verulegu leyti. Þessi skattur brennur ekki aðallega á stóreignamönnum, heldur á ekkjum og öldruðu fólki, sem hefur komið sér upp eignum á langri ævi, en hefur takmarkaðar tekjur til þess að greiða slíka skatta. Að þessu leyti má segja, að þessi skattur sé einhver óréttlátasti skattur, sem lagður hefur ver- ið á hér árum saman. Töluleg- ar upplýsingar um, að einung- is fáir einstaklingar lendi í þessum skatti gagna lítt. Fólk þarf ekki annað en að líta í kringum sig og innan eigin fjölskyldu til þess að átta sig á afleiðingum þessa skatts. Það er hægt að hafa mis- munandi skoðanir á því, hversu réttmætt sé, að dug- miklir einstaklingar geti safn- að miklum eignum. Islending- ar hafa hins vegar alltaf virt dugnað slíkra manna. En hver sem skoðun manna er á mik- illi eignasöfnun er auðvitað engin sanngirni í því, að þeir hinir sömu verði að greiða allt andvirði eigna sinna til baka til ríkis og sveitarfélaga á einum og hálfum áratug! Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags ísl. iðnrek- enda, færði rök að því í ára- mótagrein hér í Morgunblað- inu, að þetta gæti gerzt í ákveðnum tilvikum. Hvað halda menn að verði um fram- takssemi og dugnað einstakl- inga í þessu landi, ef við eigum að búa við slíka skattlagningu í framtíðinni? Eftir því, sem leið á daginn, magnaðist eldurinn og ljóst varð að viðbyggingunni yrði ekki bjargað. Eldsvoðinn á Réttarhálsi Hrólfiir Jónsson varaslökkviliðsstjóri: Tvímælalaust eiim mt bruni sem orðið hefi „ÖFLUGT úðarakerfi í húsinu er það eina sem hefði getað bjargað í þessum bruna, ef það hefði verið til staðar. Okkar slökkvilið með okkar mannskap og tækjabúnað ræður ekki við bruna af þessari stærðargráðu,“ sagði Hrólfur Jónsson vara- slökkviliðsstjóri eftir brunann á Réttarhálsi í gær. Hann sagðist efast um að nokkuð slökkvilið hefði náð að hefta útbreiðslu eldsins í byggingunum, einkum vegna þess að skömmu eftir að útkallið kom hafi orðið gas- sprenging innandyra og stór- magnað eldinn. Auk þess hafi ófiillkominn eldvarnarveggur látið undan og slökkviliðið hafi hreinlega ekki haft tíma til að koma tækjum sinum og slöngum fyrir áður en eldhafið var orðið óviðráðanlegt. Hrólfur segir að þessi bruni sé tvímælalaust einn mesti og æstasti bruni sem orðið hefur hér á landi. Hrólfur segir að það sem hafi haft afgerandi áhrif á að slökkvilið- ið fékk ekki við neitt ráðið var að um 20 mínútum eftir að eldurinn Lögreglan girti brunastaðinn af skömmu eftir að eldsins varð vart.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.