Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1989
t
Faðir okkar,
JÓN KRISTJÁNSSON,
Dvalarhelmilinu Hlíft, Akureyri,
verftur jarftsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 6. janúar
kl. 13.30.
Guðrún Bjarnason, Herbert Jónsson,
Baldur Jónsson, Lillý Andersen,
Þorbjörg Bendtsen, Kristján Jónsson,
Magnea Jónsdóttir.
t
Dóttir okkar, systir og mágkona,
BRYNDÍS ELÍN EINARSDÓTTIR,
sem lést af slysförum í New Canaan, Connecticut 26. desember,
verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 6. janúar kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Slysavarnafélag fslands
efta aðrar líknarstofnanir.
Ingibjörg Jónsdóttir, Einar Ólafsson,
Jón Einarsson, Sigrún Sigurðardóttir,
Halldóra Einarsdóttir,
Ólafur Einarsson.
t
Móðir okkar,
HELGA ÞÓRODDSDÓTTIR,
s Hörðalandi 2,
Reykjavfk,
sem lést af slysförum á nýársdag, verður jarðsungin frá Bústaða-
kirkju á föstudag kl. 10.30.
Þórey Skúladóttir,
Skúli Skúlason,
Sigurfljóð Skúladóttir,
Elsa Björk Ásmundsdóttir.
Útför móður okkar, fósturmóður, tengdamóður og ömmu,
KRISTÍNAR INGILEIFSDÓTTUR,
fyrrverandi Ijósmóður,
verður gerð frá Víkurkirkju laugardaginn 7. janúar kl. 14.00.
Jarösett verður í Reyniskirkjugaröi. Kveðjuathöfn fer fram frá
Fossvogskirkju föstudaginn 6. janúar kl. 15.00.
Sigrfður Einarsdóttir,
Gunnþórunn Einarsdóttir, Matthfas Guðmundsson,
Einar Jón Einarsson, Betty Hansen,
Leifur Einarsson, Ragna Aradóttir,
Guðlaug Guðlaugsdóttir, Þorsteinn Einarsson,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Minning:
Magnús Frímanns-
son írá Gunnólfsvík
Fæddur 7. maí 1912
Dáinn 28. desember 1988
Rétt fyrir jólin var Magnús, vinur
minn, hjá mér á lækningastofunni,
eins og svo oft áður, hrcss að vanda.
Heym hans hafði farið mjög
þverrandi í seinni tíð og fyrir mán-
uði hafði hann skyndilega misst
hana alveg á öðru eyra, en hitt var
mjög heyrnarlítið, svo þetta var
honum afar erfítt, þrátt fyrir kröft-
ug heymartæki.
Hann bar þetta mótlæti vel og
var bæði glaður og ræðinn.
A aðfangadag barst mér sú sorg-
arfregn, að Magnús hefði verið
fluttur á Landspítalann þá um nótt-
ina, meðvitundarlaus vegna heila-
blæðingar og lést hann þar að-
faranótt 28. desember, á 77. aldurs-
ári.
Magnús fæddist að Gunnólfsvík
á Langanesi, sonur hjónanna
Frímanns Jónssonar, bónda þar, og
konu hans, Kristbjargar Magnús-
dóttur, elstur fjögurra sona þeirra.
Þar ólst hann upp á búi föður síns,
en þegar hann hafði aldur til hóf
hann sjósókn, því margir bátar vom
gerðir út í nágrenninu.
Lengst af vann hann á fískiskip-
um, en endaði sína sjómennsku á
færeyskum flutningaskipum, sem
sigldu milli íslands, Bretlands og
Færeyja á stríðsámnum síðari og
var það háskaleg atvinna.
Þegar styijöldin var nær háifnuð
hætti Magnús sjómennsku og sett-
ist að í Reykjavík og hefur búið hér
síðan.
Hann kvæntist árið 1944 Þuríði
Eggertsdóttur, dóttur Eggerts
bónda í Bíldsey á Breiðafírði.
Það var mikið lán fyrir Magnús
að eignast svo góðan og tryggan
lífsfömnaut, sem verið hefur hans
stoð og stytta.
Frú Þuríður er afbragðskona og
mikil húsmóðir, sem búið hefur
manni sínum og börnum indælt
heimili. Þau eignuðust einn son,
Birgi, sem er viðskiptafræðingur
hjá Landsbanka íslands.
Auk þess tóku þau bróðurdóttur
Magnúsar í fóstur, tveggja ára
gamla. Hún heitir Soffía Jóhannes-
dóttir og er nú rösklega þrítug, gift
kona og móðir.
Ekki man ég hvenær við Magnús
hittumst fyrst, en hann hafði kynnst
Guðrúnu móður minni á stríðsámn-
um, meðan ég dvaldi í Danmörku
við framhaldsnám, og minntist
hann hennar oft sem mjög góðrar
vinkonu sinnar.
Fljótlega eftir að Magnús settist
að í Reylq'avík, réðst hann til starfa
hjá sælgætisgerðinni Freyju og
vann þar óslitið til ársins 1980.
Ég held að ég hafí hitt hann fyrst
heima hjá mömmu á æskuheimili
mínu, í Þingholtstræti 33, en þang-
að kom hann alloft og sjaldan tóm-
hentur.
Hann var höfðingi í lund, afar
+
Innilegar þakkir til allra þeirra er vottuðu samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför bróöur okkar,
GUNNARS ÖSSURARSONAR
trósmíðameistara
frá Kollsvik í Rauðasandshreppi.
Sigurvin Össurarson,
Guðrún Össurardóttir,
Torfi Össurarson.
t
Ástkær móöir okkar, tengdamóöir, systir og amma,
PÁLÍNA ÁGÚSTA ARIN B J ARN ARDÓTTIR,
Baldursgötu 29,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. janúar kl.
13.30.
Ágústa Friðriksdóttir,
Arinbjörn Friðriksson,
Þórunn Friðriksdóttir,
Friðrik Þorsteinsson,
Þórir Arinbjarnarson,
íris Björk Hafsteinsdóttir,
Vilhjálmur Þór Arnarsson,
Guðrún Jóna Arinbjarnardóttir,
Hallgrfmur Jónasson,
Margrét G. Andrésdóttir,
Ólafur B. Blöndal,
Pála Hallgrímsdóttir,
Þorsteinn Már Arinbjarnarson
Björn Örvar Blöndal.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HALLFREÐUR GUÐMUNDSSON
fyrrverandi hafnsögumaður,
Akranesi,
sem lést í Sjúkrahúsi Akraness 29. desember sl., verður jarðsung-
inn frá Akraneskirkju föstudaginn 6. janúar kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Sjúkrahús Akraness eða
Hrafnistu í Reykjavík.
Sigríður Hallfreðsdóttir, Símon Sfmonarson,
Magnús Hallfreðsson, Guðrún Andrésdóttir,
Runólfur Hallfreðsson, Ragnheiður Gfsladóttir,
Júlfana Helgadóttir,
bamabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúö við andlát og útför
SIGURÐAR BÁRÐARSONAR
bónda,
Mýrum í Álftaveri.
Aðstandendur.
+
Alúðar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför
SESSEUU K. HALLDÓRSDÓTTUR,
Grænumörk 3,
Selfossi.
Jónas Magnússon, Aðalbjörg K. Haraldsdóttir,
Halldór Magnússon, Erla G. Kristjánsdóttir,
Ragnar Reynir Magnússon, Guðleif Sveinsdóttir,
Ragnheiður Jónasdóttir, Pélmar Vfgmundsson
og aörir ástvinir.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
MAGNÚSAR JÓNSSONAR,
Eyjahrauni 7,
Vestmannaeyjum.
Lilja Sigurðardóttir,
Arngrfmur Magnússon, Þóra H. Egilsdóttir,
Sigríður Magnúsdóttir, Bragi Steingrímsson,
Guðný Steinsdóttir, Richard Sighvatsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúö við andlát og útför móöur
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÞÓRUNNAR ÚLFARSDÓTTUR
frá Fljótsdal.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Droplaugarstaða fyrir góða
hjúkrun.
Njáll Haraldsson, Ingigerður Karlsdóttir,
Úlfar Haraldsson, Ragnheiður Kristinsdóttir,
Björn Haraldur Sveinsson, Kolbrún Jónasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
örlátur, og svo brjóstgóður að hann
mátti ekkert aumt sjá. Vildi öllum
hjálpa og gott gera.
Móðir mín kunni vel að meta
hann og talaði oft um góðvild hans
og taldi hann með bestu vinum
sínum.
Við Magnús höfum kynnst vel
og haft mikið saman að sælda,
meðal annars í sambandi við eyma-
sjúkdóm hans. Ég gerði heymar-
bætandi aðgerð á öðru eyra hans
árið 1964, vegna eymakölkunar.
Það tókst vel og heym hélst allgóð
í nokkur ár, en hefur dofnað mjög
síðustu árin. Hann hefur því verið
tíður gestur á lækningastofu minni.
Magnús hefur verið svo þakklát-
ur mér fyrir það, sem ég hef reynt
að gera fyrir hann, að honum hefur
fundist að hann fengi mér aldrei
fullþakkað og oft sent mér góðar
gjafír.
Því miður hef ég aldrei getað
hjálpað honum nógu vel og raunar
var lítið hægt að gera fyrir hann
upp á síðkastið, en hann hefur stað-
ið sig eins og hetja þó að þessi sjúk-
dómur hafi að sjálfsögðu farið illa
með sálarlif hans og taugar.
Magnús var alltaf mjög hlédræg-
ur, yfirlætislaus og mikið prúð-
menni.
Ég mun alltaf minnast hans sem
góðs drengs og vinar.
Útför hans var gerð í kyrrþey
að ósk hans sjálfs. Athöfnin fór
fram í Fossvogskapellu þann 3. jan-
úar.
Við Þórdís kona mín og böm
vottum frú Þuríði, Birgi, Soffíu og
öðmm vandamönnum innilega sam-
úð okkar.
Blessuð sé minning um góðan
dreng.
Erlingur Þorsteinsson
Loftið í íbúðinni okkar var þmng-
ið einhvetjum ólýsanlegum ótta eða
skelfingu er ég kom heim úr versl-
unarferð seint á Þorláksmessu-
kvöld. Svipbrigði konu minnar
sýndu að annar skuggi hafði fallið
á birtu fagnaðarhátíðarinnar, sem
í hönd fór? 'Gegnum djúpan ekka
tókst henni að koma upp einni setn-
ingu: „Hann Magnús pabbi datt
niður og er upp á gjörgæslu." Hinn
beitti ljár hafði verið reiddur til
höggs í annað sinn á fáeinum dög-
um, en lík tengdamóður minnar og
mágkonu Magnúsar, Jóhönnu Sig-
ríðar Jónsdóttur, stóð enn uppi og
beið greftmnar. Þrátt fyrir hvöss
högg barðist Magnús við ljáinn í
tæpa fímm sólarhringa, en varð að
lúta í lægra haldi snemma að
morgni 28. desember. Erfítt er að
sætta sig við það að Sigga og Magn-
ús séu bæði farin, en það er hugg-
un okkur sem sitjum eftir í tóminu
að þessir miklu vinir hafa fengið
að verða samferða til hinna nýju
heimkynna.
Magnús fæddist á bænum Gunn-
ólfsvík í Skeggjastaðahreppi, Norð-
ur-Múlasýslu, þann 7. maí árið 1912
og var sonur hjónanna Frímanns
Jónssonar og Kristbjargar Magnús-
dóttur. Hann var elstur flögurra
sona og ólst upp á búi foreldra
sinna. Hefðbundin skólaganga
Magnúsar varð ekki löng eins og
algengt var í þá daga. Magnús