Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1989 manni sínum er Ester Casey. Seinni maður hennar er Szymon Kuran fiðluleikari. Önnur kona Sigurðar var Maja Sigurðardóttir, sálfræð- ingur. Þau eiga einn son: c) Sigurð- ur Andri, f. 3. desember 1962. Þriðja kona Sigurðar er Guðrún Kristín Blöndal, hjúkrunarfræðing- ur og eiga þau tvö böm; d) Theo- dóra Jóna, f. 27. desember 1967 oge) ElsaMaría, f. 12janúar 1977. 4. Sigrún, f. 25. júní 1936, hús- freyja í Hafnarfirði, gift Bjarna Magnússyni, bankaútibússtjóra. Þau eiga fjögur böm: a) Dóra Margrét, f. 20. ágúst 1956, fóstm- nemi og húsfreyja í Hafnarfirði, gift Sigurjóni Pálssyni. Þau eiga flögur börn: Sigrúnu, Pál, Lovísu Lind og Dóm Birnu. b) Ingunn, f. 24. nóvember 1957, húsfreyja í Hafnarfirði, gift Gunnari Rúnari H. Óskarssyni og eiga þau fjögur böm: Margréti Osk, Óskar Hafn- fjörð, Bjama og óskírða dóttur. c) Magnús, f. 19. ágúst 1963, við- skiptafræðingur í Hafnarfirði. Kona hans er Anna Sveinsdóttir og eiga þau tvö börn: Erlu Karen og Bjarna. d) Steingrímur, f. 14. okt. 1971. Steingrímur lést 14. nóv. 1966. Síðustu árin hélt Theodóra heimili með Hreini, syni sínum, sem reynd- ist henni mikil stoð. Heimili þeirra var miðstöð allrar fjölskyldunnar. Þangað var alltaf gaman að koma. Theodóra fylgdist vel með sínu fólki og hélt hópnum saman. Theodóra var óvenju glæsileg kona, fríð og tíguleg. Glæsileik sínum og reisn hélt hún til hinstu stundar, það bókstaflega geislaði af persónuleika hennar. Minningin um Theodóru Sigurð- ardóttur mun lifa. Hrefna og Þorsteinn Fyrir tæpum fjömtíu ámm stóð ég á tröppunum við hús Theodóm og Steingríms á Ásvallagötu og hringdi dyrabjöllunni hálfkvíðin í huga. Ég var þá nýkomin að norðan til námsdvalar í Reykjavík, hafði aldrei fyrr séð þau hjón, Theodóm Sigurðardóttur og Steingrím Stein- þórsson, en oft heyrt á þau minnst, því móðir mín hafði verið kaupa- kona hjá þeim á Hólum í Hjaltadal mörgum ámm áður og var frænka Steingríms. Theodóra hafði frétt af mér, þar sem ég var til húsa í nágrenni við Ásvallagötu, og gerði mér boð um að koma í heimsókn. Hún kom sjálf til dyra og feimni mín og kvíði hvarf um leið og ég sá hana, hlýlega og hýrlega með- birtu í augum. Það var einsog ég hefði þekkt hana lengi. Eftir þetta kom ég oft í heimsókn til þeirra hjóna og mér var ævinlega jafn vel tekið. Síðasta veturinn sem ég var í skóla í Reykjavík bauð Theodóra mér að búa hjá þeim, ég gæti greitt þeim fýrir fæði og hús- næði með því að aðstoða hana við Tieimilisstörfin eftir því sem ég hefði tíma til frá námi. Áldrei gekk hún eftir því að aðstoðin væri innt af hendi, en hugsaði um það eitt að mér liði sem best á heimilinu og gerði þar engan mun á mér og börnum sínum. Stend ég í ógoldinni þakkarskuld við Theodóru og Steingrím fyrir þessa dvöl sem var mér bæði ánægjuleg og lærdómsrík, fyrir utan að vera mér mikill náms- styrkur. Theodóra stjórnaði heimilinu inn- anstokks með mildi og ljúflyndi. Aldrei heyrði ég hana mæla styggð- arorð og aldrei fann hún að verkum aðstoðarstúlkunnar, þó þau væru ekki alltaf upp á marga fiska, en hún hafði einstakt lag á að leið- beina án þess að halda því fram að hún hefði endilega á réttu að standa. Hún sagði stundum: Sumir segja að best sé að nota þessa að- ferð, en það er ekkert víst að það sé rétt, kannsi er bara betra að gera það öðruvísi. Það var aldrei hversdagslegt í kringum Theodóru, húsverkin urðu skemmtileg, ef hún var nálæg. Hún var ævinlega glöð í bragði og sá oft spaugilegar hlið- ar á tilverunni. Hún hafði líka ein- stakan hæfileika til að láta ekki amstrið við dagleg störf ná yfir- hendinni, átti það stundum til að setjast við píanóið í önnum dagsins og spila eitt lag af mikilli innlifun, þar var eins og hún hyrfi um stund í annan heim, svo stóð hún snögg- lega upp frá hljóðfærinu brosandi, sagði kannski „ekki dugar þetta, það er víst betra að ég haldi áfram við húsverkin". Þennan vetur var Steingrímur forsætisráðherra, og því í mörg hom að líta hjá Theodóru, margt fólk í heimili og oft næturgestir. Þar var t.d. í fæði Helgi læknir og alþingismaður frá StórQlfshvoli sem setti skemmtilegan svip á heimil- islífið við matarborðið. Oft þurfti Theodóra að taka á móti gestum og halda veislur, stundum með litl- um fyrirvara, en hún var ekkert að panta veislumat utan úr bæ, heldur útbjó það allt sjálf af mikilli lagni og myndarskap. Það var eins og allt léki í höndunum á henni og oft hef ég dáðst að því í huganum síðar meir hversu miklu hún kom í verk og hversu vel allt var gert. Hún var mikil hæfíleikakona, og ef hún hefði notið þeirra tækifæra til menntunar sem flestu ungu fólki hlotnast nú á tímum, hefði margt legið vel fyrir henni, ekki síst á sviði lista. Hún hafði þó lært að leika á píanó og hafði mikið yndi af tónlist. Hefur tónlistargáfan erfst í ríkum mæli til afkomenda hennar og var það henni mikið gleðiefni. Síðast sá ég Theodóru í nóvem- ber sl., þegar hún lá veik á Land- spítalanum. Ég frétti að hún hefði fengið heilablæðingu og sannast sagt kveið ég fyrir að sjá hana svona veika. Ég bjóst við að hún hefði látið á sjá líkamlega, en ég undraðist þegar ég sá hversu ung- leg hún var og hve vel hún leit út. Og þegar hún sagði mér að hún væri að verða 89 ára, hugsaði ég rétt í svip: Man hún þetta rétt? En Theodóra mundi allt rétt. Þrátt fyr- ir áfallið sem hún hafði orðið fyrir var minnið óskeikult og áhuginn sami sem fyrr. Ég hugsaði: Theodóra verður aldrei gömul, þó árin séu orðin mörg. Af fríðu andliti hennar stafaði sömu góðvild og mildi sem fyrr og úr augunum, sem námu ekki lengur utanaðkomandi ljós nema af skorn- um skammti, skein sú innri birta sem Theodóra átti gnótt af alla tíð. Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá THEODÓRA Nú er sumar um sæ og lönd sól á hveijum Ijóra. Rétti ég þér hijúfa hönd. Heill þér, Theodóra. Þú ert söngvið sumarbam, sólmánuði borin. Stundum yfir hrim og hjam hafa legið sporin. Sumarrómi sólskinslag söngstu hríðarbylnum. Fram á lífsins lokadag lumar þú á ylnum (Öm Amarson) Ég kveð ömmu mína með sökn- uði og virðingu. Theodóra Steinþórsdóttir, Raleigh, North Carolina í Bandaríkjunum. Kennslahefst9.jan. Endurnýjun skírteina laugardaginn J.janúarsemhérsegir: Vídeódagur í Bolholti á laugardag Hittumst niðri í skóla. Jólasýning nemenda, frumsýning íslenska jazzballettflokksins og fl. Hraunberg kl. 2-4 Suðurver kl. 2-4 Bolholt kl. 4-6 Innritun nýrra nemenda í síma 83730 og 79988 alla daga. Suöurver Hraunberg •83730 • 79988 Bolholt • 36646 / 1 , t ‘ . Minn ástkæri eiginrnaður, fgðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,' HJALTI BENEDIKTSSON f j fyrrv. brunavörður, Bústaöavegi 107, Reykjavfk, lést að kvöldi 2. janúar í Borgarspítalanum. Ingibjörg Stefánsdóttir, böm, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna. t Móðir okkar, ÓSK HALLGRÍMSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Bíldudalskirkju laugardaginn 7. janúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar, er bent á Sjúkrahúsið á Patreksfiröi. Fyrir hönd annarra vandamanna, börnin. t Jarðarför móður minnar, ÞÓRU STEINUNNAR SIGURÐARDÓTTUR, Traðarkotssundi 3, Reykjavlk, verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 6. janúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartavernd. Ingibjörg Norðkvist og aðrir aðstandendur. Skrifstofutækninám Tölvuskóli íslands Símar: 67-14-66 67-14-82 RÆÐUMENNSKAOG MANNLEG SAMSKIPTI Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn í kvöld fimmtudaginn 5. janúar kl. 20.30 á Sogavegi 69. Allir velkomnir. ★ Námskeiðið getur hjálpað þér að: ★ Öðlast hugrekki og meira sjálfstraust. ★ Láta í Ijósi skoðanir þínar af meiri sannfæring- arkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu og viðurkenningu. ★ Talið er að 85% af velgengni séu komin und- ir því hvernig þér tekst að umgangast aðra. ★ Starfa af meiri lífskrafti - heima og á vinnu- stað. ★ Halda áhyggjunum í skefjum og draga úr kvíða Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma 82411 0 STJÖRNUIMARSKÓUIVIIM % Konráð Adolphsson Elnkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðin'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.