Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 21
MQPÚUNBLAÐIÐ, FJMMTUDAGUR 5< JANÚAR 198a 21 Erling Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Gísla J. Johnsen og Lára M. Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins innsigla sam- starfið með handabandi. Magnús Ingi Óskarsson; fráfarandi skóla- stjóri Tölvuskóla Stjórnunarfélagsins og Sjöfii Ágústsdóttir skóla- stjóri fylgjast með. Tölvuskólar sameínaðir Stjórnunarfélagið og Gísli J. Johnsen sf. hefja samstarf TÖLVUSKÓLAR Stjórnunarfélags íslands og Gísla J. Johnsen gengu til samstarfs um áramótin með því að Tölvuskóli GJJ var ráðinn til að annast rekstur Tölvuskóla Stjórnunarfélagsins. Tilgangurinn með samstarfinu er að skapa grundvöll fyrir markvissari fræðslu innan skólanna, þar sem auðveldara verður að fylgjast með nýjungum og koma þeim á framferi án þess að hækka námsskeiðsgjöld. Á námsskrá Tölvuskóla Stjóm- unarfélagsins og Gísla J. Johnsen verða 39 námskeið, allt frá byij- endanámskeiðum upp í námskeið á stór og flókin hugbúnaðar- og tölvukerfi, auk sérnámskeiða fyrir einstök fyrirtæki og stofnanir. Að baki Tölvuskólanna standa Stjómunarfélag íslands, sem er brautryðjandi á sviði tölvufræðslu og stofnaði fyrsta tölvuskólann hér- lendis árið 1981, Gísli J. Johnsen s.f. og Skrifstofuvélar h.f., en bæði þessi fyrirtæki hafa starfað á sviði tölvu- og hugbúnaðarþjónustu um árabil. Starfsmenn þessara fyrir- tækja og stjórn Tölvuskóla SFÍ munu kappkosta að námsefnið sé hagnýtt og henti nemendum hveiju sinni. Leiðbeinendur á námskeiðunum, sem starfa flestir hjá Stjórnunarfé- laginu, Gísla J. Johnsen eða Skrif- stofuvélum eru vel menntaðir á sínu sviði og hafa langa reynslu í tölvu- fræðslu. Skólastjóri er Sjöfn Ágústsdóttir. Fyrstu námskeiðin hefjast mánu- daginn 9. janúar og fer kennslan fram í húsnæði Stjórnunarfélagsins að Ánanaustum 15 í Reykjavík og hjá Gísla J. Johnsen að Nýbýlavegi 16 í Kópavogi. Starfsfólk hef- ur sagt upp vegna málsins - segir Ingólfur Guðbrandsson „ÞAÐ er ekki rétt hjá Ómari Kristjánssyni að hann hafi ekki móttekið uppsagnir frá öðrum starfsmönnum Útsýnar en Andra Má Ingólfssyni“ sagði Ingólfur Guðbrandsson í samtali við Morg- unblaðið i gærkvöldi. „Mér er kunnugt um að Qórir lykilstarfs- menn ferðaskrifstofunnar hafa sagt upp og óskað eftir að hætta störfum. Hve margir muni fara er mér ekki kunnugt um, en það mun koma í ljós á næstu dögum. Einnig munu nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins sem átt hafa öll sín ferðaviðskipti við Útsýn í áraraðir, hafa tilkynnt ferðaskrifstofunni að þeim viðskiptum sé nú lokið“ sagði Ingólfúr. „Ég held að það sem starfsfólki sárni einna_ mest sé lítilsvirðandi framkoma Ómars Kristjánssonar í minn garð og aðdróttanir í garð Andra Más um að hann hafi „leik- ið tveim skjöldum" og við feðgar „setið á svikráðum" sagði Ingólf- ur. „Starfsfólki og öðrum sem til þekkja er ljóst að þessar grófu aðdróttanir eru uppspuni frá rót- um. Ákvörðun Andra um uppsögn var tekin samdægurs og enginn hafði áhrif á þá ákvarðanatöku. Þær fullyrðingar að Andri hafi verið farinn að vinna fýrir Ferða- miðstöðina áður en starfí hans hjá Útsýn lauk eru einnig uppspuni. Enginn fundur um starf hans hjá Ferðamiðstöðinni átti sér stað fyrr en 31. desember. Þá hafði Andri tryggt sér far til útlanda að morgni 2. janúar og greitt fyrir úr eigin vasa. Starf hans hjá Ferðamiðstöð- inni hefst ekki formlega fyrr en næsta föstudag." Ingólfur vísaði því einnig alfarið á bug að nokknr samningar varð- andi rekstur Útsýnar hafi verið fjarlægðir úr húsakynnum Útsýnar fyrir tilstilli Andra Más eða sitt. Varðandi það hvort brottför þeirra feðga mundi kosta Útsýn erlend umboð sagði Ingólfur að flestir samningar sem ferðaskrifstofur gerðu við gististaði og önnur fyrir- tæki erlendis væru tímabundnir og giltu til nokkurra mánaða í senri: Það væri síðan á valdi hvers fyrirtækis fyrir sig að semja við aðra aðila að samningstímanum loknum, enda í fæstum tilfellum um að ræða samninga með einka- rétti. „Þótt Ómari Kristjánssyni hafí tekist að komast yfir fyrirtæki mitt og eignast það fylgdi mann- orð mitt ekki með í kaupunum og það verður ekki til sölu“ sagði Ing- ólfur Guðbrandsson. Viðskiptaráðherra: Nefhd til að kanna þróun bankakerfisins JÓN Sigurðsson viðskiptaráð- herra hefúr skipað nefiid til að kanna þróun bankakerfisins og kostnað við bankaþjónustu hér á landi undanfarin ár. Þetta er gert þar sem ýmislegt bendir til að munur á útláns-og innlánsvöxtum í bankakerfinu sé meiri hér en i nágrannalöndunum. Þessi mikli vaxtamunur eigi sinn þátt í háum raunvöxtum undanfarin misseri, segir í frétt frá ráðuneytinu. I frétt frá viðskiptaráðuneytinu segir að óhagkvæmni í skipulagi og rekstri banka og sparisjóða gæti ver- ið ein skýringin á þessum mikla vaxtamun. Úrbætur á þessu sviði gætu því yerið mikilvæg forsenda raunvaxtalækkunar. Nefndinni er m.a. falið að kanna hvað hæft er í þessu og gera tillögur um úrbætur. Meðal þess sem nefndinni er ætlað að gera er að kanna þróun vaxta- munar og bera hann saman við það sem gerist í nágrannalöndunum. Ætlast er til að hún skili skýrslu til ráðherra eigi síðar en 28. febrúar n.k. í nefndinni eiga sæti Birgir Áma- son hagfræðingur í viðskiptaráðu- Foreldra- og kennarafélag Vest- urbæjarskóla standa fyrir Þrett- ándagleði föstudaginn 6. janúar. Hópurinn hittist við gamla skól- ann klukkan 19.30 og farin verður blysför að nýja skólanum þar sem ýmislegt verður til skemmtunar. neytinu sem verður formaður, Eirík- ur Guðnason aðstoðarbankastjóri í Seðlabankanum, Eyjólfur Sverrisson forstöðumaður á Þjóðhagsstofnun, Hinrik Greipsson formaður SÍB, Lilja Mósesdóttir hagfræðingur ASÍ„Ólaf- ur Öm Ingólfsson forstöðumaður í Landsbankanum og Sigurður Helga- son framkvæmdastjóri Björgunar hf. Blys verða seld við upphaf blys- fararinnar. Félögin hvetja fólk til að mæta stundvíslega. Fyrir tveimur árum héldu þessi samtök Þrettána- dagleði. Farin var blysför frá gamla skólanum á nýja skólavöllinn þar sem tekin var fyrsta skóflustungan að nýju húsi. Þrettándagleði í vesturbænum Byrjum aftur eftir jólafrí 3. janúar j ÞOLAUKANDI OG VAXTAMOTANDI ÆFINGAR Byrjendur I og II og framhald I FRAMHALDSFLOKKAR I OG II Lokaðirflokkar ROLEGIR TIMAR Fyrir eldri konur og þær, sem þurfa að fara varlega liBlliÍÍP KERFI MEGRUNARFLOKKAR L| Fjórum sinnum í viku KERFI kk FYRIR UNGAR OG HRESSAR Teygja-þrek-jazz. Eldfjörugir tímar með léttri jazz-sveiflu „LOW IMPACK" - STRANGIR TIMAR Hægar en erfiðar æfingar, ekkert hopp en mikil hreyfing SKÓLAFÓLK Hörku púl og svitatímar NYTT-NYTT Nýi kúrinn siær ígegnll 28+7 undirstjórn Báru og Önnu ATH! KynnHykkur afsiart- arprógrammokkar. Keðjuverkandi af- sláttur fyrir Þæ^ sem eru allan vetur- inn Suðurveri, sími 83730 Hraunbergi, sími 79988

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.