Morgunblaðið - 05.01.1989, Side 24

Morgunblaðið - 05.01.1989, Side 24
24 MUÍ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÖAR 1989 LÍBÝSKAR ORRUSTUÞOTUR SKOTNAR NIÐUR Flugmóðurskip og orrustuvélar Bandaríska flugmóðurskipið John F. Kennedy. Frá því komu F-14 Tomcat-orrustuþoturnar, sem skutu niður tvær líbýskar orrustuþotur af gerðinni MIG-23 á Miðjarðarhafí í gær. Efri myndin uppi er af bandarískri vél sömu gerðar og sú neðri af sovéskri. inn hafi verið liður í undirbúningi fyrir hugsanlega rannsókn al- þjóðastofnana. Dagblaðið Washington Post skýrði ennfremur frá því í gær að slys hefði orðið við tilraunir í verk- smiðjunni á liðnu sumri og eitur- efni hefðu lekið úr henni. Blaðið sagði að fátt annað væri vitað um þetta slys. Augljóst að eftiavopn eru ft'amleidd í Líbýu - segir fyrrum starfsmaður líbýskrar eftiaverksmiðju Washinglon. Reuter. Evrópumaður, sem segist hafa starfað í meintri efnavopnaverk- smiðju í Líbýu, skýrði frá því í TV/ÍC-sjónvarpinu í Bandaríkjun- um á þriðjudagskvöld að geymar verksmiðjunnar hefðu verið merktir með hauskúpum og krossleggjum. Hann sagðist viss um að í verksmiðjunni væru framleidd eiturvopn, ekki lyf eins og Líbýumenn hafa haldið fram. „Hver einn og einasti geymir, eða því sem næst, var merktur með krossleggjum og hauskúpum, sem sýnir að innihaldið var ba- neitrað," sagði maðurinn en ekki sást í andlit hans í sjónvarpinu og nafni hans var haldið leyndu. „Sjái menn með eigin augum hin háþró- uðu raftæki sem þama eru, hið sérstaka skolpræsikerfi og hreins- unarstöðvamar, hljóta þeir að komast að þeirri niðurstöðu að hér sé ekki einungis um efnaverk- smiðju að ræða. Þetta er leynileg efnaverksmiðja sem framleiðir efnavopn." ABC-sjónvarpið skýrði frá því á þriðjudagskvöld að William Crowe, formaður yfirforingjaráðs Banda- ríkjahers, væri mótfallinn því að gerð yrði árás á verksmiðjuna fyrr en fullsannað væri að í henni væru framleidd efnavopn. Bandaríkjastjóm lýsti því enn- fremur yfir á þriðjudag að enn væri nægur tími til að koma í veg fyrir að Líbýumenn hæfu fram- leiðslu á efnavopnum í stómm stíl. Hún hvatti erlenda aðila til að hætta að veita verksmiðjunni að- stoð. Stjómin kvaðst fullviss um að vestur-þýsk stjómvöld myndu kanna til fulls hvort vestur-þýskt fyrirtæki hefði aðstoðað Libýu- menn við að reisa efnavopnaverk- smiðjuna, eins og Bandaríkjamenn hafa haldið fram. Vestur-þýsk stjómvöld hafa fyrirskipað rann- sókn á því hvort fyrirtækið hafí veitt Líbýumönnum þessa aðstoð og niðurstöðu hennar er að vænta í lok þessarar viku. Dagblaðið New York Times skýrði frá því í gær að banda- rískir embættismenn teldu að Líbýumenn hefðu flutt efni, sem nauðsynleg em til að framleiða eiturgas, úr birgðastöðvum skammt frá verksmiðjunni. Blaðið hafði eftir embættismanni í Was- hington að Líbýumenn hefðu „hreinsað" verksmiðrjuna. Emb- ættismenn sögðu að Líbýumenn hefðu safnað miklum varabirgðum af efnum, sem notuð em við efna- vopnaframleiðslu, en flutt þær í burtu til að hrekja ásakanir Bandaríkjamanna. Að sögn blaðs- ins er einnig líklegt að flutningur- Reuter r~f***'. Mannréttindi: Reagan fellst á Moskvuráðstefiiu Washington. Reuter. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti hefur fallist á, að Bandaríkja- menn taki þátt í alþjóðlegri mannréttindaráðstefhu, sem haldin verði í Moskvu á árinu 1991. Var búist við formlegri tilkynningu um það í gær. Þá hefur breska stjómin einnig samþykkt það sama. Vom þessar hafðar eftir ónefnd- um, bandarískum embættismanni en vestur-þýska stjómin hefur lagt fast að Bandaríkjastjóm að taka þátt í ráðstefnunni og heldur hún því fram, að það muni verða til að greiða fyr- ir viðræðunum í Vín um gagnkvæ- man samdrátt í herafla hemaðar- bandalaganna. Segir í bandaríska dagblaðinu Washington Post, að George Shultz utanríkisráðherra hafi lagt til við Reagan, að ráð- stefnuhaldið yrði samþykkt. Kemur þar einnig fram, að Shultz, Edúard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og aðrir frammá- menn muni gefa út sameiginlega yfírlýsingu í Vín 17. janúar nk. um mannréttindamál og boða um leið til ráðstefnunnar í Moskvu. Að því er blaðið segir verður með yfirlýsingunni hvatt til aukins ferða- frelsis í Austantjaldslöndunum, frelsis tii að flytjast búferlum, taka við og miðla upplýsingum og til eðli- legra samskipta fólks við ættingja á Vesturlöndum. Breska utanríkisráðuneytið gaf í gær út tilkynningu þar sem sagt var, að Bretar ætluðu að taka þátt í Moskvuráðstefnunni og var meðal annars vitnað til ákvörðunar Banda- ríkjastjómar í því efni. Viktor Res- hetov, sem fer með mannréttindamál í sovéska utanríkisráðuneytinu, kvaðst í gær fagna þessum ákvörð- unum og sagði, að þær myndu auð- velda samkomulag á Vínarráðstefn- unni. Palmemálið: Ekkí nægilegar sannanir enn Stokkh&lmi. Reuter. SÆNSKUR saksóknari sagði í gær, að lögreglan hefði ekki næg- ar sannanir í höndunum til að fá manninn, sem nú er í haldi, dæmd- an fyrir að hafa myrt Olof Palme forsætisráðherra fyrir þremur árum. „Sem stendur höfum við ekki nóg- ar upplýsingar til að maðurinn verði dæmdur fyrir rétti,“ sagði Jörgen Almblad saksóknari en hann hefur áður sagst vera viss um, að morðingi Palme væri fundinn. Sagði hann enn- fremur, að farið yrði fram á nýjan gæsluvarðhaldsúrskurð 13. janúar nk. Reuter Minningarat- höfh íLoc- kerbie Hundruð manna komu saman í bænum Lockerbie í Suður-Skotl- andi í gær til að minnast þeirra er fórust þegar breiðþota frá Pan Am-flugfélaginu hrapaði þar log- andi til jarðar fyrir tveimur vikum. 259 manns fórust með þotunni og 11 manns biðu bana á jörðu niðri en fullsannað þykir að sprengju hafi verið komið fyrir í flugvél- inni. Minningarathöfnin fór fram í Dryfesdale-kirkju og komust færri að en vildu. Hundruð manna létu regnið ekki á sig fá og stóðu utan dyra en margir fylgdust með athöfninni af sjónvarpsskermum sem komið hafði verið fyrir í tveimur samkomusölum og í kvik- myndahúsi bæjarins. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, var viðstödd og var myndin tekin er hún kom til Lockerbie í gær. Nokkrir ráðherrar úr ríkis- stjóm Thatcher vottuðu hinum látnu virðingu sína auk um 200 ættingja Bandaríkjamanna sem fórust með þotunni. í dag, fimmtu- dag, fer fyrsta útförin fram í Loc- kerbie er tíu ára gömul stúlka, sem fórst ásamt foreldrum sínum er brak lenti á heimili þeirra, verður borin til hinstu hvílu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.