Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1989 KNATTSPYRNA KNATTBORÐSLEIKUR Þrír leik- menn Stjörn- unnar hjá Spurs Þrír leikmenn Stjömunnar æfa þessa viku með Totten- ham í London. Það em þeir Valdimar Kristófersson, Ragnar Gíslason og Loftur S. Loftsson. Helgi Þórðarson, unglingaþjálf- ari Stjömunnar, er með strákun- um og fylgist með þjálfun liðs- ins. í fyrra fóm fímm leikmenn á vegum Stjömunnar til Liverpool og æfðu með meisturunum. Sú ferð þótti takast vel og ákvað stjórn knattspymudeildar að halda áfram að verðlauna efni- lega leikmenn. Steve Davis og l\leal Foulds heyja einvígi í Reykjavlk Davis erfimmfaldur heimsmeistari og Neal Foulds ertalinn hans skæðasti keppinautur TVEIR af bestu knattborðs- leikurum heims eru vœntanleg- irtil Reykjavíkur til að heyja einvígi ísnóker 17. janúar. Ein- vígið fer fram á Hótel íslandi. Þetta eru þeir Steve Davis, heimsmeistari í snóker og Neal Foulds, sem ertalinn einn efni- legasti knattborðsleikari heims. Hann er nú í þriðja sæti á heimslistanum. Davis er fimmfaldur heims- meistari í snóker og er í dag launahæsti íþróttamaður á Bret- landseyjum. Hann þénaði rúmlega 88 millj. ísl. kr. á síðasta ári. Fyrir mánuði varð hann sigurvegari í World Matchplay og fékk hann litl- ar 8.8 millj. ísl. kr. í verðlaun. Davis, sem er 31 árs og ógiftur, er þegar orðin goðsögn. Elísabet, drottning, sæmdi hann MBE-orð- unni 31. október sl., fyrir framlag hans í knattborðsleik. Þá má geta þess að Davis, sem safnar hljóm- plötum (rhythm & blues og soul), gefur úr hljómplötutímaritið „ Voic- es from the Shadows oulds er geysilega efnilegur knattborðsspilari og er hann talinn einn skæðasti keppinautur Davis og er nú þriðji stigahæsti knattborðsspilari heims. Þess má geta að hann lagði Davis að velli í æsispennandi keppni í september sl. Það má því fastlega reikna með skemmtilegri keppni þegar þeir mætast á Hótel Islandi. Sætum fyrir 500 áhorfendur verður komið upp. Þeir sem hafa hug á að tryggja sér miða, geta fengið þá á flestum knattborðsstof- um og í Billiardbúðinni Ármúla. Steve Davls Neal Foulds Símar 3540$ og 83033 GAMLIBÆRINN SELTJNES Hveríisgata 4-62 Tjarnarstiguro.fi. AUSTURBÆR KÓPAVOGUR Stigahlíð 49-97 Kársnesbraut 77-139 o.fl. fltargutilriEftMfe 1 ,4 tonna snóker- borð frá Englandi Ekkert verður til sparað til að gera einvígi þeirra Steve Davis og Neal Foulds sem glæsilegast, þegar þeir keppa á Hótel ísiandi. Hingað til lands hefur verið flutt 1,4 tonna snókarborð, sem er tólf feta borð. Sérfræðingar frá Englandi koma sérstaklega til Reykjavík- ur til að setja borðið upp á Hótel Islandi, þar sem einvígið fer fram. Borðið verður sett upp á miðju dansgólfí, en gólfíð verður teppalagt og þar verða sæti fyrir 500 áhorfendur. FRJÁLSAR / GAMLÁRSHLAUP ÍR IVIár og Martha með ný brautarmet MÁR Hermannsson úr Keflavík sigraði í Gamlárshlaupi ÍR sem fram fór á gamlársdag 13. árið í röð. Setti hann nýtt brautar- met og varð fyrstur til að hlaupa leiðina á innan við 30 mínútum. í kvennaflokki varð Martha Ernstdóttir ÍR langfyrst og voru reyndar aðeins 12 karl- menn á undan henni í mark. Setti hún met í kvennaflokki. Aldrei hefur verið meiri þátt- taka í Gamlárshlaupinu en nú. Og í fyrsta sinn, að því er best verður vitað, komu fleiri í mark en lögðu af stað. Ástæðan mun sú að nokkrir hlupu af stað án þess að láta skrá sig. Flestir fremstu hlauparar lands- ins kepptu enda hlaupið mikilvægur undirbúningur þátttöku þeirra í heimsmeistaramótinu í víðavangs- hlaupum í Stavanger í Noregi 19. marz nk. Einnig mættu til leiks lögfræðingar og læknar, húsmæður og hjúkrunarkonur, forstjórar og fyrirmenn ýmiss konar. Setti þátt- taka þeirra skemmtilegan svip á hlaupið. Gamlárshlaup ÍR fór fyrst fram á síðasta degi ársins 1976. Már hljóp á 29.55 mín., en annar var Daníel S. Guðmundsson, USAH á 30.33 mín. Sigurður P. KORFUKNATTLEIKUR „Kóngakeppni" á Akureyri KÖRFUKNATTLEIKSDEILD Þórs á Akureyri hefur ákveðið að standa fyrir „Kóngakeppni", þar sem eigast við lið 40 ára og eldri. Mótið verður haldið laugardaginn 25. febrúar næstkom- andi í íþróttahöllinni á Akureyri. Tilkynna þarf þátttöku fyrir miðj- an janúar, til Jóns Más Héðinssonar i síma 96-25486 eða Kristín- ar Jónsdóttur í síma 96-25662. Morgunblaöiö/Einar Falur Már Hermannsson Sigmundsson, FH, var þriðji (30.39), Ágúst Þorsteinsson, UMSB, fjórði (30.50) og Jóhann Ingibergsson, FH, fímmti á 31.05 mín. Martha hljóp á 33.32 mín.. Önnur var Hulda Pálsdóttir, Ár- manni, 38.44 og Rakel Gylfadótt- ir, FH, var þriðja á 39.36 mín. í flokki 16 ára og yngri komu fyrst í mark Orri Pétursson, UMFÁ, á 35.59 mín. og Þorbjörg Jensdótt- ir, ÍR, á 40.27 mín. ÍÞfémR FOLK ■ TERRY Venables, fram- kvæmdastjóri Tottenham, vill fækka leikmönnum hjá liðinu. Nú eru 39 atvinnumenn með samning IBHMBMI hjá liðinu, auk Frá Bob Guðna Bergsson- Hennessy ar, sem enn er talinn i Englandi áhugamaður og Nayim sem er í láni frá Barcelona. Állir þessir leik- menn þurfa að fá laun svo þeir eigi fyrir salti í grautinn og Venables segir að liðið hafí ekki efni á að borga öllum þessum leikmönnum laun. Hann hefur nú ákveðið að reyna að selja Paul Walsh, sem Tottenham keypti fyrir 500.000 pund í fyrra. Þá hefur hann einnig ■ hyggju að gera aðra tilraun til að selja Mitchell Thomas, en hann neitaði að fara til Luton á síðustu stundu. Venables hefur hinsvegar neitað ósk QPR um að fá Chris Houghton lánaðan í mánuð. ■ ALEX Ferguson, fram- kvæmdastjóri Manchester United, vill hinsvegar bæta við hópinn á Old Trafford. Hann hefur boðið 1,5 milljónir punda í Neil Webb, frá Nottingham Forest. Ferguson vill kaupa Webb sem fyrst, svo hann geti leikið með United í ensku bikarkeppninni. ■ SHEFFIELD Wednesday gengur mjög illa um þessar mund- ir. Gary Megson, einn sterkasti leikmaður liðsins, segist vera búinn að fá nóg og vill fara. Alan Har- per, sem var keyptur frá Everton í sumar, tekur í sama streng — segist vera búinn að fá nóg af dvöl- inni í Sheffield. ■ FRANK McAvennie, sem hefur verið helsti markaskorari Celtic, mun ekki leika með liði sínu næsta mánuðinn. McAvennie handleggsbrotnaði í leik Celtic Segn Rangers á þriðjudaginn. I SERGEI Baltasja, sovéski landsliðsmaðurinn sem skrifaði undir samning við Ipswich, hefur fengið leyfi til að leika í deildinni. Hann mun þó ekki leika með Ips- wich gegn Nottingham Forest um helgina í bikarkeppninni. Hann þarf að bíða í viku til að verða löglegur með liði sínu. ■ DIEGO Maradona, knatt- spymukappinn snjalli hjá Napolí, verður að taka sér fri frá knatt- spyrnu í nokkra daga vegna meiðsla í baki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.