Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR:Í989 Sólar niegin Bókmenntir Erlendur Jónsson Anna María Þórisdóttir: KRÆKIBER. 91 bls. Skákprent. Reykjavík, 1986. Anna María heldur sig sólar megin. Hún er líka það sem kona má síst vera nú á dögum: þýð og kvenleg. Einu sinni heyrði ég kven- mann nokkum segja í útvarpi að hún væri fulltrúi hins þögla meiri- hluta. Af samhenginu mátti ráða að það væri ekki sagt til lofs. Þrátt fyrir það hefur Anna María unnið sér tiltrú og eignast sinn lesenda- hóp sem dálkahöfundur. Efni þau, sem hún tekur fyrir, eru ekki allt- af stórbrotin. Oftar en ekki er það hversdagsleikinn sem hún skrifar um: heimili, fjölskylda, gönguferð í miðbænum, kannski dálítið ferða- lag. Dálkar hennar hrópa ekki á athygli. En þeir eru einkar notaleg- ir aflestrar vegna þess að þeir eru í fyrsta lagi ágætlega persónulegir og í öðru lagi er aldrei vérið að látast eða sýnast. Ekkert umræðu- efni er í raun svo smátt að það geti ekki hrifið hug manns ef talað er þispurslaust. í þann mund er Anna María hóf að rita dálka sína var skipulega tekið að drífa giftar konur út á vinnumarkaðinn. Að vera bara heimavinnandi húsmóðir varð hlut- skipti sem upp frá því taldist ekki konu sæmandi. En fáeinar þóttust ekki eiga heimangengt og þráuð- ust við, þeirra á meðal Anna María. Og þá kom eins og af sjálfu sér að hún gerðist málsvari þeirra þó baráttumaður verði hún síst af öllu talin. »Og kannski emm við einna sjálfstæðustu konumar, við sem þorum að spyrna fæti við ald- arandanum,« segir hún í þættinum Að hugsa heima. Það er hveiju orði sannara. Lítinn manndóm þarf til að berast með straumi aldar, hver svo sem hann er. Og enn minni til að kyija með í einhveijum pólitískum samkór sem nær hljóm- grunni í andartakinu. Þættir Önnu Maríu eru að því leyti sjálfhverfir að hún segir mest frá eigin högum. En það eru ekki einkamál í orðsins þrengsta skiln- ingi sem hún ræðir heldur hvers- dagsleg málefni sem hún — og þar Anna María Þórisdóttir VILT ÞÚ SPARA FYRIR ÞIG OG Þin FYRIRTÆKI? REKSTRARVÖRUR FYRIR TÖLVUR OG PRENTARA Á STÓRLÆKKUÐU VERÐI. DISKLINGAR Á ÓTRÚLEGA GÓDUVERÐI kr. 35,-stk. MICROLINE 182, 192 193 Almenntverð kr. 850,- Tilboðsverð kr. 690,- STAR NL 10 Almenntverð kr. 895,- Okkarverð kr. 570 OLYMPIA COMPACT Almenntverð kr. 310,- Okkarverð kr. 240,- TOLVU TfflDIID HUGBÚNADUR « kJnWH skrifstofutæki SKEIFAN 17 • 108 REYKJAVlK • SlMI 91-687175 -ement Cartridge Ribbon I ‘*‘l" «Or Mirn ÞAÐ B0RGAR SIG AÐGERA VERÐSAMANBURÐ 51/4" DOUBLE SIDED DOUBLE DENSITY SOFT SECTOR 48 TPI TOLVU HEIMSENDINGARÞJÓNUSTA VDRUR HUGBI W kfnWIL SKRIFSTOFUTÆKI SKEIFAN 17 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 91-687175 Tölvupappír-Disklingageymslur-Töjyumýs-Tölvumöppur-Tölvuborð-Hugbúnaður-Mótald með líka flest fólk af hennar tagi — er að fást við þá stundina. Og sé einhver boðskapur í pistlunum þá er hann sá að maður skuli njóta líðandi stundar og taka eftir feg- urðinni hvar sem hana er að finna en leita ekki langt yfir skammt. Og eftir á að hyggja: fá aðra til að njóta með sér! Auðvitað verður að taka með í dæmið að Anna María hefur verið heppin. Bjartar eru minningar hennar frá bemsku og æsku en þess háttar getur enginn áunnið sér fremur en hægt er t.d. að kjósa sér fæðingarstað eða foreldra. Ekki hefur hún heldur af þeirri neyð að segja sem sumir þegnar þjóðfélagsins búa sannarlega við, t.d. konur sem raunverulega verða að bæta fullri vinnu utan heimilis ofan á sjálf heimilisstörfin og búa samt við kjör sem vel megandi borgurum þætti ekki mönnum bjóðandi. Hún hefur því ekki tekið þann pól í hæðina að bijóta til mergjar mótsagnimar í samfélag- inu, enda vandséð að hve miklu leyti þær eiga rót í þjóðfélags- gerðinni sjálfri eða hvað af því orsakast af brestunum í mannlegu eðli. Okkur vantar ekki fleiri æsin- gamál, enda munu lúðurþeytarar réttlætisins oftar vera að smala atkvæðum en að bæta hlut bág- staddra. Hinn, sem segir satt og rétt frá reynslu sinni er líklegri til að létta lífíð fyrir öðmm. Anna María kann vel að leggja út af annarra orðum og því skal endað hér með því að leggja dálí- tið út af orðum hennar sjálfrar, en hún segir svo í einum þátta sinna: »Ekki vom gangstéttir í mínu bernskuþorpi. En ég gekk aldrei svo eftir aðalgötunni í sól- skini að ég gætti þess ekki vel að stíga ekki á strik á vissu svæði, þar sem skuggi féll af girðingu með vímeti, sem myndaði hæfilega feminga fyrir bamsfót að stíga í.« Ætli þetta sé ekki aðferðin til að lifa lífinu sem áfallaminnst: að stíga ekki ofan í skuggana? Því miður mun sá dagur seint renna upp að allir kunni fótum sínum forráð í þeim skilningi? Þættir Önnu Maríu Þórisdóttur minna þó á að til þess þarf hvorki ríkidæmi né virðingarstöðu. Næturfiðr- ildi Atla Heimis í London TÓNVERKIÐ „Xanties“ eða „Næturfíðrildi" eftir Atla Heimi Sveinsson verður flutt á tónleik- um í South Bank Center í Lon- don fimmtudaginn 12. janúar nk. Það er Iliena Ruhemann flautuleikari sem flytur verkið ásamt píanóleikaranum Cather- ine Edwards. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð sem ber yfir- skriftina Ungir listamenn og tónlist tuttugustu aldarinnar. „Xanties" eða „Næturfiðrildi" var samið árið 1975 fyrir Manuelu Wiesler, sem frumflutti verkið ásamt Snorra Sigfúsi Birgissyni í samkeppni ungra einleikara á Norðurlöndum. Sú keppni fór fram í Helsinki og unnu þau Manuela og Snorri til fyrstu verðlauna. Verkið var flutt nokkru síðar í Ráðhúsi Kaupmannahafnar þegar Atli Heimir tók á móti tónlistar- verðlaunum Norðurlanda. Síðan hefur verkið verið flutt víða um lönd af mörgum flautuleikurum. Uiena Ruhemann er með efnileg- ustu flautuleikurum á Bretlandi og hefur unnið til margra verð- launa. Hún er þekktur einleikari og kammermúsikus. Nú í janúar tekur hún við stöðu fyrsta flautu- leikara í sinfóníuhljómsveit BBC- útvarpsstöðvarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.