Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1989 Minning: Agnar Kristjáns- son forstjóri Fæddur 18. júlí 1925 Dáinn 27. desember 1988 í dag er jarðsettur góður vinur okkar, Agnar Kristjánsson. Agnar var búinn að berjast hetjulega við veikindi sín um árabil. Hann hafði oft mætt manninum með ljáinn, en jafnan borið sigurorð af honum, enda sagði hann sjálfur að hann hefði níu líf. Agnar var mjög ein- lægur í trú sinni og hefur trú hans vafalaust hjálpað honum mikið í veikindum hans og gert þau létt- bærari. Hann var farsæll maður í starfí og virtur af samstarfsfólki sínu. Opinn var hann fyrir nýjung- um í atvinnurekstri, enda ber tækni- væðing Kassagerðarinnar því glöggt vitni í dag. Hráefni Kassa- gerðarinnar er unnin tijákvoða og hafði Agnar skilning á því að það sem af er tekið eyðist. Á seinni árum beindist áhugi hans í ríkara mæli að skógrækt. Þessu áhuga- máli sínu gat hann best sinnt í sælureit sínum í Grímsnesinu. Þar hefur hann gróðursett fjölda tijáa og hefur hvert tré fengið sérstaka umönnun Agnars. Þrastabær í Grímsnesi hefur verið sælureitur Agnars og fjölskyldunnar allt árið um kring. Hann fylgdist af áhuga með fuglalífínu í Grímsnesinu, sér- staklega yfír varptímann og sá til að fyllsta aðgætni væri höfð við hreiðrin. Ef ungi féll úr hreiðri var Agnar fljótur að koma til hjálpar. Það var mikil gæfa Agnars að eignast Önnu Lilju fyrir konu, sem hefur staðið við hlið hans í blíðu og stríðu. Hjá Agnari og Önnu Lilju hefur alltaf verið gestkvæmt, enda vinmörg og góð heim að sækja. Anna Lilja er myndarleg húsmóðir og gestrisin og mat Agnar það mikils. Margs er að minnast á liðnum árum m.a. frá utanlandsferðum með Agnari og Önnu Lilju og heim- sóknum í Grímsnesið. Góðs drengs er sárt saknað, en hlýjar minningar munu lifa. Blessuð sé minning Agnars Kristjánssonar. Bára og Gunnar Með Agnari Kristjánssyni er fall- inn frá kær vinur. Náin kynni okk- ar hófust fyrir um átta árum, þegar lánastofnun fékk mig til að gera úttekt á fyrirtæki hans, Kassagerð Reykjavíkur hf. Mér er minnis- stætt, hversu vel hann tók erindi mínu. Mér varð skjótt ljóst, að hon- um var einstaklega annt um, að rekstur fyrirtækisins væri í hvívetna óaðfínnanlegur. Kassagerðin hafði þá starfað í tæplega hálfa öld. Allt frá því er Agnar var við nám í Verzlunarskól- anum hafði hann helgað fyrirtæk- inu starfskrafta sína. Frá föður sínum, brautryðjandanum Kristjáni Jóhanni Kristjánssyni, þáði Agnar að veganesi það lífsviðhorf, að það væri þarft að vinna að íslenzkum iðnaði. Agnar var gagntekinn slíkri hugsjón alla ævi. Uppbygging Kassagerðarinnar af hálfu þeirra feðga hlýtur að teljast eitt af stór- virkjum íslenzkrar atvinnusögu. Skömmu eftir að kynni tókust með okkur Agnari bauð hann mér að taka sæti í stjóm fyrirtækisins sem eina utanaðkomandi aðilanum. Með okkur tókst náið samstarf og vinátta. Sem stjómandi var Agnar um margt aðdáunarverður. Hann gjörþekkti allt gangverk fyrirtækis- ins. Hann var bæði góður mann- þekkjari og hafði mjög gott lag á fólki. Nærvera hans ein sér hafði ávallt mikil áhrif. Hann kom hugsun sinni til skila í stuttu máli. Reyndar var eftirtektarvert, hversu vel hann vandaði málfar sitt. Þeir stjómunar- hættir, sem Agnar hafði tamið sér, komu sér vel hin síðari ár, er Agn- ar varð iðulega að vera fjarvistum úr fyrirtækinu af heilsufarsástæð- um. Þá naut hann líka dyggilegs stuðnings sona sinna, Kristjáns Jó- hanns og Leifs. Sem vinur var Agnar alveg sér- stakur. Góðvild hans, umhyggja og rausn létu engan ósnortinn. Honum á ég að þakka margar ljúfar endur- minningar frá dvöl við fagrar veiði- ár landsins. Hetjuskapur Agnars í baráttunni við þá sjúkdóma, sem á hann heij- uðu, verður ógleymanlegur öllum, sem með fylgdust. Minningin um Agnar verður öllum hjartfólgin. Ég votta eftirlifandi eiginkonu hans, Önnu Lilju, Agnari Gunnari og eldri bömunum þrem innilega samúð okkar Ingibjargar. Arni Vilhjálmsson Agnar Kristjánsson fæddist í Reykjavík 18. júlí 1925. Hann var sonur hjónanna Agöthu Dagfínns- dóttur og Kristjáns Jóhanns Krist- jánssonar. Faðir Agnars, mikill at- hafnamaður, var annar af stofnend- um Kassagerðar Reykjavíkur hf., sem síðar meir varð fjölskyldufyrir- tæki hans. Alla starfsævi Agnars helgaði hann Kassagerðinni, sem undir hans stjóm hefur orðið að traustu stórfyrirtæki. Hann var góður yfirmaður starfsmanna sinna, kröfuharður en sanngjam. Ég lærði fljótlega að kynnast því, að sá eiginleiki sem Agnar mat mikils hjá starfsfólki sínu var sá að geyma ekki til morguns það sem hægt er að framkvæma í dag. Agnar var ætíð reiðubúinn að hjálpa þeim sem til hans leituðu og þeir voru ekki fáir. Mannlegi þáttur- inn hefur alltaf verið í hávegum hafður hjá stjómendum Kassagerð- arinnar. Agnar var þrígiftur. Með fyrstu konu sinni, Unni Símonardóttur, eignaðist hann þijú böm, þau eru Kristján Jóhann, Leifur og Agatha. Hjónaband hans með Grétu Magn- úsdóttur var bamlaust, en með eft- irlifandi eiginkonu sinni, Önnu-Lilju Gunnarsdóttur, átti hann einn son, Agnar Gunnar. Bamabömin em níu. Eina systur átti Agnar, Helgu, sem gift er Bandaríkjamanni og búsett í Arizona. Ifyrir nokkmm ámm veiktist Agnar og eftir það hafa sjúkrahús- legur verið nær því óteljandi. Þetta hafa verið ákaflega erfíð ár, ekki sízt fyrir Önnu-Lilju, sem alla tíð hefur sýnt óbilandi kjark, þegar á móti hefur blásið. Hún hefur verið í senn ástrík eiginkona og fómfús hjúkmnarkona, sem alltaf var reiðubúin að sinna hveiju kalli. Nú er góður vinur horfínn eftir langa og stranga baráttu. Agnar fékk að dvelja á heimili sínu með fjölskyldunni aðfangadag jóla en var síðan fluttur aftur á sjúkrahús þar sem hann lézt þ. 27. des. sl. Ég votta Önnu-Lilju og öðmm að- standendum samúð mína. Að eilífðarljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir, Vort líf, sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E. Ben.) Ég kveð Agnar Kristjánsson með virðingu. Edda Eiríksdóttir Vorið er liðið, ilmur ungra daga orðinn að þungum, sterkum sumarhita. Æskan er horfin, engir draumar lita ókomna tímans gráa sinuhaga. Þannig kveður góðskáldið Jó- hann Siguijónsson í frægri sonn- ettu. Og þessar línur komu mér í hug, er ég frétti lát vinar míns, Agnars Kristjánssonar. Hann and- aðist á Landspítalanum aðfaranótt þriðjudagsins 27. desember síðast- liðins, eftir skamma legu þar; hafði lengi háð hetjulega baráttu við erf- iðan og banvænan sjúkdóm. Agnar fæddist í Reykjavík hinn 18. júlí 1925, sonur merkishjónanna Agöthu Dagfínnsdóttur, húsfreyju, og Kristjáns Jóhanns Kristjánsson- ar, forstjóra Kassagerðarinnar. Kristján var hálfbróðir síra Sigurð- ar Pálssonar, vígslubiskups á Sel- fossi. Ævi þessa dugmikla athafna- manns var merkt bæði skini_ og skúrum, Ijósi og skuggum. Árið 1944 er hann staddur um borð í Goðafossi, þegar skipið er skotið niður. Hann er aðeins nitján ára að aldri, þegar þetta gerist. Sama árið missir hann elskaða móður sína. Og lengi hefur Agnar barist við örðuga sjúkdóma, þar sem vant var að sjá, hvort yrði ofan á: lífið eða dauðinn. En Agnar var eindæma kjark- maður, fjarskalega vinnusamur og fylginn sér, átti enda velgengni að fagna í atvinnurekstri sínum. Hann rak fyrirtæki sitt af mikilli festu, en jafnframt af aðdáanlegri lipurð, enda mjög bóngóður og samvinnu- þýður ávallt — og mikill vinur vina sinna. Þá var því viðbrugðið, hve góður Agnar var og mikill höfðingi heim að sækja. Fóru þar saman hlýjar móttökur, höfðinglegar veit- ingar og skynsamlegar viðræður. Sérstaklega var áberandi hin hárfína kímnigáfa Agnars, sem mun ættarfylgja. Sumum gat fund- ist, að þessi maður hefði átt að vera hættur að koma auga á hinar skoplegri hliðar lífsins. En svo var nú aldeilis ekki! Agnar var við nám í Verslunar- skóla íslands árin 1940 til 1942, en gerðist eftir það deildarstjóri í Kassagerð Reykjavíkur, síðar verk- smiðjustjóri og loks forstjóri. Eftirlifandi eiginkona Ágnars er Anna Lilja Gunnarsdóttir, dóttir Gunnars Jónassonar og Önnu Jóns- dóttur. Hún var manni sínum mikil stoð og stytta í veikindunum og var hann henni innilega þakklátur fyrir ástríki hennar og umhyggju í hans garð. Agnar var trúaður maður, svo sem margir frændur hans. Hann leitaði alltaf mikils stuðnings í bæn- inni — og hlaut hann. Hann fór til dæmis ekki í nærbol án þess að signa sig fyrst. Og nú hefur dauðinn kallað hann, sá gamli kunningi, sem dokar við þröskuldinn hjá okkur öllum. Ég kveð vin minn með söknuði og flyt ástvinum hans öllum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Br.) Gylfí Hinriksson í dag er til moldar borinn Agnar Kristjánsson, forstjóri Kassagerðar Reylq'avíkur. Hann fæddist í Reykjavík 18. júlí 1925. Agnar var sonur þeirra sæmdarhjóna Agöthu Dagfínnsdóttur húsfreyju og Krist- jáns Jóhanns Kristjánssonar fyrrum forstjóra Kassagerðar Reykjavíkur. Eina systur átti Agnar, hún lifír bróður sinn og er búsett í Banda- ríkjunum. Lífshlaup Agnars Kristjánssonar á seinni árum var oft erfítt. Hann upplifði og háði harða baráttu fyrir lífi sínu við illvíga sjúkdóma og oft var tvísýnt um hvort lífíð eða dauð- inn sigraði, uns yfír lauk. Agnar var einbeittur persónuleiki og mik- ill kjarkmaður. Ungur að aldri hóf hann störf við hlið föður síns við uppbyggingu Kassagerðar Reykja- vfkur, sem í dag er eitt af stærri iðnfyrirtækjum landsins. Eftir lát fóður síns tók Agnar alfarið við rekstri Kassagerðarinnar og rak hana af mikilli festu en jafnframt lipurð, enda bóngóður og samvinnu- þýður í alla staði. Hann lét mál iðn- aðarins mikið til sín taka og sat í stjórn Félags íslenskra iðnrekenda til margra ára. Þá átti hann sæti í stjómum fjölda annarra fyrirtækja. Kynni okkar Agnars hófust fyrir 12 árum, en þá vorum við báðir ásamt fjölskyldum okkar að byggja sumarhús í landi Vaðness í Grímsnesi. Hann var þá nýkominn af sjúkrahúsi eftir erfíða sjúk- dómslegu. Agnar hóf þá þegar að stunda gönguferðir til að endur- heimta lífskraft sinn. Hann hafði mikið yndi af útiveru og voru þær margar gönguferðimar sem við fór- um saman, skipti þá ekki máli á hvaða tíma árs það var, né hvemig viðraði. Á þessum ferðum okkar lét hann oft þau orð falla, að kyrrðin, útiveran og hið ferska loft sveitar- innar gæfí sér ómældan lífskraft. Eins og flestum vinum Agnars var kunnugt, vildi hann dveljast eins oft og auðið var í unaðsreit sínum í Þrastarbæ, en svo nefnist sumar- hús fjölskyldunnar. Eins og áður hefur komið fram, var Agnar mik- ill náttúruunnandi, hann hafði mik- inn áhuga á tijárækt, fylgdist náið með fuglalífi og stundaði laxveiðar, dáðist ég oft að elju hans og dugn- aði, þar sem hann gekk ekki heill til skógar. Þær eru svo óteljandi minningamar sem sækja á hugann þegar ég hugsa um vin minn Agn- ar. Þær eru hver annarri betri og heyra til samskipta okkar og fjöl- skyldna frá því við kynntumst. Agnar átti því láni að fagna, að kynnast eftirlifandi eiginkonu sinni, Önnu Lilju Gunnarsdóttur, fyrir 18 árum. Hún hefur staðið við hlið manns síns og verið honum mikil stoð í veikindum hans á undanföm- um ámm. Þau eignuðust einn son, Agnar Gunnar, sem nú stundar nám í Verslunarskóla íslands. Frá fyrra hjónabandi átti Agnar eina dóttur, Agöthu, sem búsett er í Reykjavík, og tvo syni, Kristján og Leif, sem báðir starfa við Kassagerðina. Heimili þeirra hjóna Agnars og Önnu stóð ætíð opið og var þar oft gestkvæmt enda gestrisni þeirra með eindæmum. Elsku Anna Lilja og Agnar Gunnar, á sorgarstundu kemur fátt annað okkur að haldi en bænin og því bið ég algóðan Guð að styrkja ykkur í harmi ykkar og söknuði. Ég og fjölskylda mín viljum að leiðarlokum þakka Agnari fyrir all- an þann trúnað og hlýju er hann veitti okkur og aldrei brást. Blessuð sé minning hans. Magnús Tryggvason Einu sinni í jólaleyfi hér heima, þegar ég var við nám í Toronto í Kanada, hitti ég Agnar Kristjáns- son. Þó ég hefði séð hann áður og átti stutt spjall við hann þá var þetta viðkynning af allt öðmm toga. Ég hitti Agnar í fyrirtæki hans, Kassagerð Reykjavíkur. Líður sú heimsókn mér seint úr minni. Við- mót Agnars, hlýja og sérstakur persónuleiki, sem um leið létti and- rúmsloftið, er mér sérstaklega minnisstætt. Agnar hafði einstakan mann að geyma. Traust hans og skilningur var með eindæmum. Hann hafði unun af því sem fátítt er í dag; að gefa af sjálfum sér. Það var sama hvenær ég hringdi eða fór til hans, alltaf hafði hann tíma. Af hans fundi fór ég ávallt ríkari vitneskju og fróðleiks. Hann hafði iriikla hæfíleika til að aðgreina smáatriði frá öðm því sem meira máli skipti. Yfírsýn hans var mikil, var sama hvar borið var niður. Agnar hafði sínar skoðanir á málun- um. í umræðum fléttaði hann sam- an á skemmtilegan hátt alvöm lífsins og léttleika þess. Stundum hugsaði ég með mér, hversu lífsglaður hann væri þrátt fyrir erf- iða sjúkdóma. Agnar sló því frá sér og fjallaði um heilsu sína á jákvæð- an hátt þó að á móti blési. Fyrirtæki sitt, sem Agnar tók við af föður sínum byggði hann upp af alúð og einstökum dugnaði. Hann var sannur sinni viðskiptahugsjón sem byggði á því að samspil manna innan fyrirtækisins væri homsteinn fyrir velgengni þess. Aldrei heyrði ég Agnar tala illa um nokkum mann í sínu fyrirtæki, og hann dró ekki fólk í dilka enda mannvinur mikill. Agnar skilur eftir sig merkan bautastein sem fyrirtækið er, og afsannar þá kenningu að önnur kynslóð stjómenda fjölskyldufyrir- tækja komi fyrirtækjum í koll. Þeg- ar ég hugsa um þennan einstaka mann, minnist ég þess sérstaklega, hversu fallega hann talaði um kon- una sína, Önnu Lilju. Hann fylltist lotningu og stolti þegar á hana var minnst og greinilegt var að þar var IMYND HVIRFISCATA 46 SÍMI 621088 I MODEL MYIMD ertískusýningarskóli þarsem börn og unglingarlæra: Framkomu Hreinlæti Fataval Göngu Tjáningu Vinna bug á feimni Aukið sjálfstraust og fleira og fleira. Flokkaskipting: 4-6 ára 7-9 ára 10-12 ára 13-14 ára 15-20 ára Stig 1. Byrjendur, sett upp sýning, tekið próf. Stig 2. Þyngra stig, snyrtisérfræðingur og hárgreiðslumeistari. Stig 3. Lokastig, tískuljósmyndari vinnur með módelum. Modelin fara í myndbandsupptökur fyrir auglýsingar. Ný námskeið að byrja. Innritun alla daga í síma 657070 frá kl. 13-17. Þeir, sem eru að fara á 2. eða 3. stig, tilkynni sig strax. Síðast komust færri að en vildu. Afhending skírteina laugardaginnn 14. janúar frá kl. 14-18 á Hverfisgötu 46, Reykjavík. VSSA9 E ttttUI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.