Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1989
29
Kynning o g dómar um
bókina Grámosinn glóir
GRÁMOSINN glóir, skáldsaga
Thors Vilhjálmssonar, sem hann
fékk fyrir bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs 1987, hefur nú
komið út í Danmörku, Noregi,
Svíþjóð og Finnlandi og á þessu
ári kemur bókin út á þýsku og
frönsku og samningar standa
yfir við útgefendur í Englandi
og Tékkóslóvakíu. Hér fer á eft-
ir' frásögn af kynningu bókar-
innar erlendis og úrval af dóm-
um, sem bókin hefur fengið, en
þetta efiii barst Morgunblaðinu
frá útgefanda Thors á íslandi,
bókaforlaginu Svörtu á hvítu hf.:
„Thor Vilhjálmsson rithöfundur
fékk bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs árið 1987 fyrir skáldsögu
sína Grámosinn glóir. Þessi verð-
launaveiting vakti mikla athygli um
Norðurlönd öll, fjölmörg viðtöl við
höfundinn og greinar um hann
hafa birst í dagblöðum og tímarit-
um, um hann hafa verið gerðir tveir
danskir sjónvarpsþættir sem mikla
athygli vöktu, einkum sá fyrri sem
fluttur var skömmu eftir verðlauna-
veitinguna. Sá þáttur hefur verið
seldur til allmargra landa þó enn
hafi hann ekki verið sýndur í
íslenska sjónvarpinu. Þá var gerður
sænskur sjónvarpsþáttur um skáld-
ið sem einnig var sýndur í Noregi
og loks kom Thor fram í finnska
sjónvarpinu. Höfundinum og verk-
um hans hafa einnig verið gerð góð
skil í norrænum útvarpsstöðvum,
þar hafa verið fluttir þættir úr verk-
um hans, talað við hann og fluttar
dagskrár um Thor og höfundarverk
hans. Í viðtölum hefur Thor rætt
vítt og breitt um bækur sínar og
íslenskar bókmenntir, ísland og
íslendinga og komið víða við. Thor
var gestur norrænu bókahátíðar-
innar í Gautaborg í ágúst síðast-
liðnum, tók þar þátt í pallborðsum-
ræðum og kom fram á blaða-
mannafundum. í nóvember fór
hann til Svíþjóðar, Finnlands og
Danmerkur í tilefni af útkomu Grá-
mosans í öllum þessum löndum,
kom þar fram á blaðamannafund-
um og flutti fyrirlestra um verk
sín, íslenskar bókmenntir og menn-
ingu. Fyrr í haust kom bókin út í
Noregi hjá Norsk Gyldendal og var
raunar lesin í færeyska útvarpið í
sumar og haust sem framhaldssaga
þannig að hún hefur nú verið þýdd
á allar helstu tungur Norðurlanda.
Á þessu ári kemur Grámosinn gló-
ir út á þýsku og frönsku og samn-
ingar standa yfir við útgefendur á
Englandi og í Tékkóslóvakíu.
Ohætt mun að fullyrða að við-
tökur norrænna gagnrýnenda við
verðlaunasögu Thors hafa allar
verið á eina lund, hún hefur farið
sigurför um Norðurlöndin. Hér á
eftir verður vitnað til umsagna
nokkurra ritdómara í Svíþjóð, Nor-
egi og Danmörku.
Svíþjóð
í Svíþjóð kom bókin út um mán-
aðamótin júlí/ágúst í þýðingu Pet-
ers Hallberg, raunar var hún lögð
fram til verðlaunanna í þýðingu
hans. Bókin hefur fengið mjög góð-
ar viðtökur gagnrýnenda og selst
vel. Fyrirhugað er að gefa Grá-
mosann út í kilju á næstu mánuðum
á vegum Litteraturfrámjandet
(En bok för alla) í stóru upplagi.
Joel Ohlsson segir í umsögn um
bókina í blaðinu Arbetet að rétta
bókin hafi fengið Norðurlandaverð-
launin að þessu sinni. Göran Schildt
segir í Svenska Dagbladet meðal
annars: „Úr efni sínu hefur Thor
Vilhjálmsson ofið vel útfærða og
spennandi sögufléttu sem magnast
stig af stigi að dramatískum há-
punkti. En umfram allt eru í verk-
inu óvanalega lifandi umhverfislýs-
ingar þar sem fyrirbæri náttúrunn-
ar eru sífellt gædd mannlegum eig-
inleikum og tala beint til söguper-
sónanna sem að sínu leyti renna
saman við náttúruna, verða nátt-
úrufyrirbæri. Fyrir borgarbúa nú-
tímans er þessi mjög lærdómsrík
og hrífandi á dularfullan hátt.“
Pia Zandelin fjallar um bókin í
Expressen og segir þar: „Og það
er þegar Thor Vilhjálmsson ...
sleppir lausum skáldlegum krafti
sínum, minningunum sem í fornum
frásögnum búa, . .. íslenskri
menningararfleifð í heild, sem
skáldsagan nær mikilleik sínum.“
Pia segist eiga eftir að muna til-
tekna lýsingu í verkinu á tveimur
svönum lengi, „ef til vill svo lengi
sem ég lifi“. Nils Áge Lársson seg-
ir í GT að ekki sé einu orði ofaukið
í sögunni, „málið er jafn agað, töfr-
andi og seiðandi og heiðalandslagið
sem er baksvið atburðanna."
Annika Hultman segir m.a. í
Svensk Veckotidning: „Grámosinn
glóir er frábær saga. Hún er þrung-
in litadýrð í náttúrulýsingum sínum
og kafar djúpt í mannlýsingum og
þeim mikilsverðu málum sem hún
fjallar um. Þessa bók á að lesa
aftur og aftur. Ekki síst til að
greina þær frásagnir sem leynast
undir niðri í sögunni, margar slíkar
eru faldar undir hinu glóandi yfir-
borði."
I Dagens Industri segir Bötje
Isaksson: „Það er erfitt að gera sér
þá skáldsögu í hugarlund sem bet-
ur hefði verðskuldað þessi verðlaun
því þetta er mikilúðlegt og sér-
kennilegt skáldverk . . . Ef til vill
er það eftirtektarverðast við sög-
una að í henni hafa náttúra íslands
og saga jafn mikla þýðingu og
sögupersónumar. Þessu furðulega
landi á heimsenda, landi þar sem
sögur frá 13. öld eru jafn tímabær-
ar og gildandi landslög samtímans,
er lýst með stórkostlega lifandi og
fjölbreyttu máli. ... Grámosinn
glóir fjallar um réttinn til ástarinn-
ar og margar ásjónur réttvísinnar
en hún fjallar framar öðru um ís-
land. Og hún er skrifuð með þeim
hætti að í henni glóir ekki aðeins
grámosinn heldur textinn sjálfur."
Bo Axelsson segir í Svensk-
Polsk Revy: „Thor Vilhjálmsson
hefur meitlað harmleik sem býr
yfir ótrúlegri spennu, hér er óhikað
hægt að tala um hliðstæðu við hina
miklu harmleiki fomaldar. Bókin
getur sem hægast orðið sígild.
Sköpunarmáttur og mannþekking
Thors er með eindæmum ... Thor
Vilhjálmsson hefur skapað snilldar-
verk.“
Thomas Almqvist fjallar um bók-
ina í Skánska Dagbladet og segir
þar meðal annars: „Grámosinn gló-
ir hefur þyngd og alvöru Gamla
testamentisins, allt er hégómi.
Málið er agað en þó litríkt, sa-
faríkt, og orðaforðinn er mikill.
Tungutakið er svo ljóðrænt að það
er líkt og fínlega meitlaðar myndir
í stein. í verkinu eru líka draumsýn-
ir og innra eintal með ríkulegum
hugrenningartengslum, og krafti
og spennu bundins máls.“
Að lokum má vitna til Leifs
Nylén sem fjallaði um bók Thors í
Dagens Nyheter: „Thor lætur af-
stæðishyggjumódemisma sinn
deyja og rísa upp frá dauðum í
mynd töfraraunsæis sem er grátt
en glóir þó, sprottið úr íslenskri
mold.“
Danmörk
í Danmörku kom bókin út hjá
forlaginu Vindrose í þýðingu Eriks
Skyum-Nielsens í byrjun nóvember.
Hún hefur fengið ágætar viðtökur,
selst prýðilega og hafa dómar
gagnrýnenda allir verið mjög lof-
samlegir og margir hástemmdir á
köflum. Claes Kastholm Hansen
segir í Politiken: „Thor Vilhjálms-
son hefur skrifað voldugt skáld-
verk, sem fangar í sinfónísku taki
gjörvalla tilveruna og bregður upp
logandi mynd af valdi og valda-
leysi. Sem erótískur skáldskapur
er Grámosinn glóir hnitmiðaðri og
ljúfari en sjálf Ljóðaljóðin. í inn-
blásnum náttúrulýsingum skipar
Thor Vilhjálmsson sér á bekk með
Taijei Vesaas ...“
Torben Broström talar í In-
formation um að þetta sé saga um
glæp og refsingu, um gimd og lög-
mál og um konuna og karlmanninn
— „hinn óskiljanlega, krefjandi
kvenleik sem sprengir af sér öll
takmörk og gerir sýslumanninn að
skáldi í stað dómara..." Hann
kallar Thor afburða skáld sem leiki
með tákn og veruleika jafnt í smáu
og stóru. Þetta sé krefjandi skáld-
verk sem fáist við hinar stóru
spumingar „af kátínu, leikandi létt,
af miklum þunga og óhugnaði, með
frelsandi lýrík. Kalt íshaf og heitir
hverir". Ritdómur Grethe Rostböll
í Jyllands-Posten hefst á orðunum:
„ísland lifir af vegna skáldskapar."
Hún segir að í skáldsögunni Grá-
mosinn glóir sé mikil list á ferð:
„Hlýr, tilfinningaríkur náttúm-
skáldskapur umhverfis þá stóm
atburði sem verða milli lífs og
dauða.“
Mogens Bröndsted skrifar um
bókina í Fyns Stiftstidende og líkir
henni við hinar fornu sögur íslend-
inga, segir bókina „margbrotna,
þéttofna og víðfema líkt og íslend-
ingasögu, stíllinn sveiflast frá
knöpþum orðræðum i vitnaleiðslum
til hástemmdrar náttúmlýríkur."
Hann ber jafnframt lof á þýðand-
ann, eins og raunar aðrir gagnrýn-
endur gera líka. Niels Houkjær
fjallar um bókina í Berlinske Tid-
ende og kallar hana „samvisku-
skáldsögu“ þar sem glæsilegar
náttúmlýsingar fallist í faðma við
ljóðið og erótíkina: „Landslagið
Thor Vilhjálmsson
merkir einatt reynslu, andlega sögu
og hnignun íslensku þjóðarinnar.
Þannig var það á landnámsöld og
þannig er það enn. Slík er list Thors
sem rithöfundar, sú list sem gerir
skáldsögu hans að alþjóðlegri
skáldskaparlist."
Hans Holmberg skrifaði um bók-
ina fyrir „vinstripressuna“, svoköll-
uðu, og ritdómur hans birtist í um
15 blöðum víða um Danmörku.
Hann segir að ef metsölulistar í
Danmörku byggðust á gæðum ætti
þessi skáldsaga að tróna þar efst
allt fram á árið 1989. Hún sé heil-
steypt verk í anda hinna fomu
bókmennta þar sem fengist sé við
stórar spumingar og efninu komið
til skila „á tilfinningaríku, mynd-
í Morgunblaðinu þriðjudag-
inn 3. janúar 1989 er viðtal við
fyrrverandi veitingamann á
veitingastaðnum Úlfúm og ljón-
um á Grensásvegi 7, Reykjavík.
Það er rétt sem þar kemur fram,
að farið hefúr verið fram á að
lögbann verði lagt við notkun
nafnsins Úlfar og ljón á veitingat-
aðnum. Önnur atriði í skrifum
blaðsins em þess efnis að athuga-
semda er þörf.
1. Þótt farið hafi verið fram á
lögbann er ekki þar með sagt að
lögbann verði lagt við notkun
nafnsins Úlfar og ljón. Kemur þar
tvennt til. Annars vegar hætti
hlutafélag á vegum fyrrverandi
veitingamanns rekstri hinn 24.
október sl. og hefur nú verið tekið
til gjaldþrotaskipta. Hins vegar
eigum við undirritaðir persónulega
skráð nafnið Úlfar og ljón athuga-
semdalaust af firmaskrá
Reykjavíkur frá því í nóvember
1988.
Þj óðminjasafn:
Jólasýning-
unni lýkur
um helgina
JÓLASÝNINGU Þjóðminjasafns-
ins lýkur sunnudagskvöldið 8.
desember. Upphaflega átti sýn-
ingunni að ljúka á þrettándanum,
en vegna mikillar aðsóknar var
ákveðið að framlengja hana fram
yfir helgina til að gefa fleirum
kost á að sækja hana.
Á sýningunni eru ýmsir gamlir
munir sem tengjast jólahaldi og
jólasiðum fyrri tíma, auk þess sem
þar gefur að líta Grýlu, Leppalúða,
jólasveina og fleiri af þeim kyn-
þætti í líki brúða.
vísu máli. Grámosinn glóir er sögu-
ljóð mikils skálds," segir Holmberg
að lokum.
Noregnr
Grámosinn glóir kom út í sept-
ember í Noregi í þýðingu Ivars
Eskelands. Viðbrögð gagnrýnenda
þar hafa mjög verið á eina lund
og afar jákvæð. Hér má vitna til
þriggja ritdómara. Ottar Raastad
segir í Morgenbladet: „Áhuginn á
þessari bók kviknar strax á fyrstu
síðunum þar serrl þessi séríslenski
höfundur teflir saman náttúru,
heimspeki og lífsvisku svo úr verð-
ur listræn heild. . .. Það merkilega
við söguna . . . er kannski ekki
endilega hinn sögulegi efniviður
heldur sú magnþrungna nálægð
sem við skynjum við líf Sögueyj-
unnar í öllum skilningi. Landið og
þjóðin eru eitt.“
Jo Öijasæter fjallaði um bókina
í Nationen og segir m.a.: „íslend-
ingurinn Thor Vihljálmsson fékk
bókmenntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs fyrir þessa bók. Og það getum
við vel skilið þegar við höfum lesið
hana. Hér er á ferðinni óvenjulega
margslungin og grípandi sagnalist.
... Thor Viljálmsson er mikill
meistari orðsins. Mér hefur stund-
um þótt að hann leyfi meistaratök-
um sínum á hljómi málsins að ná
yfirhöndinni en í Grámosinn glóir
gerist það ekki.“
Jan Inge Sorba (Stavanger Aft-
enblad) segist líka geta skilið hvers
vegna Thor fékk bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs fyrir þessa
bók.: „Hvílík bók! .. . Þessi bók
er svo sterk, merkileg, gagntak-
andi, spennandi, hefðbundin og til-
raunakennd að maður hlýtur að
hrífast. íslensk allt í gegn en um
leið algjörlega alþjóðleg.““
2. Verði lögbann lagt við notk-
un nafnsins Ulfar og ljón tekur
það ekki gildi nema sú fjárhæð sem
fógeti ákveður sem tryggingu verði
lögð fram.
3. Það er að okkar mati at-
virinurógur sem segir í blaðinu:
„Ég hef til dæmis alltaf lagt mikla
áherslu á fískrétti en það er ekki
gert núna við Grensásveg." Þá fáu
daga sem opið hefur verið á okkar
vegum, hefur veitingamaður sá,
sem viðtalið er við, ekki verið með-
al gesta okkar. Enginn matseðill
hefur verið afhentur út úr húsinu.
Það er enda svo að lögð er áhersla
á fískrétti og um það geta ánægð-
ir viðskiptavinir okkar vitnað og
þeir eru síst verri en áður. Að lok-
um kemur fram í blaðinu að við
höfum notað veitingaleyfi veitinga-
mannsins, leyfí sem þegar hafði
verið lagt inn. Það liggur reyndar
í augum uppi að ekki er hægt að
nota leyfí, sem lagt hefur verið
inn, en þessi tvö atriði eru slíkur
rógur að ekki verður ósvarað látið,
þótt við höfum ekki áhuga á að
gera viðkvæmni fyrrum veitinga-
manns að blaðaefiíi.
Með vinsemd,
f.h. Villtra dýra hf., rekstrarað-
ila Úlfa og ljóna,
Tómas Kárason,
Ágúst Guðmundsson.
TÓLVUSKEYTING
IVIEÐ
CROSFIELD
MYNDAMÓT HF
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 4. janúar.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) • verð (kr.)
Þorskur ós- 62,00 54,00 56,21 11,143 626.348
lægður Ýsa óslægð 116,00 106,00 111,82 2,205 246.563
Samtals 65,40 13,348 872.911
Selt var úr netabátum. 1 dag verður einnig selt úr netabótum.
GÁMASÖLUR í Bretlandi 27. - 30. desember.
Þorskur 102,03 91,175 9.302.587
Ýsa 119,14 34,630 4.125.759
Ufsi 52,67 1,350 71.106
Karfi 38,61 0,625 24.132
Koli 128,13 13,115 1.680.484
Grálúða 74,81 0,450 33.666
Blandað 104,78 6,779 710.254
Samtals 107,67 148,124 15.947.980
SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 27. - 31. desember.
Þorskur 84,11 4,893 411.527
Ufsi 100,89 1,581 159.514
Karfi 79,97 340,785 27.252.213
Blandaö 36,59 16,304 596.485
Samtals 78,17 363,563 28.419.739
Ögri RE seldi 27. 12. alls 180,508 tonn fyrir 15.1 78.992 krón-
ur. Meðalverð 84,09 kr/kg. Margrét EA seldi 28. 12. alls 183,055
tonn fyrir 13.240.747 krónur. Meðalverö 72,33 kr/kg. Bæöi
skipin seldu í Bremerhafen.
Athugasemd vegna
lögbannskröfu