Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 43
s* 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1989 í Kaupmannahöfn FÆST Í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI Hef flutt læknastofu mína frá Hafnarstræti 7 í Læknastöðina Uppsölum, Kringlunni 8-12,3. hæð. Viðtalsbeiðnir í síma 686811 frá kl. 9-17. Vilhjálmur Kr. Andrésson, sérfræðingur: Kvensjúkdómar og fæðingarfræði. Sumarhús Óska að kaupa sumarhús á Suðvesturlandi. Til greina kemur að kaupa eyðibýli eða illa hýsta jörð án bú- marks. Þarf að eiga land að sjó. Til greina kemur að kaupa 10-20 ha úr jörð. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 31. janúar merkt: „A - 7571“ JAPAN Sigldi ein yfir Kyrrahaf Japanska stúlkan Kyoko Imakilre veifar til velunnara er hún siglir inn á höfnina í heimaborg sinni, Kagoshima, á gamlárs- dag, eftir 200 daga siglingu á Kyrrahafi. Kyoko er 23 ára og með siglingu sinni varð hún fyrst kvenna til þess að sigla ein sín liðs yfir Kyrrahafið og til baka. LOS ANGELES Hal Ashby látinn Kvikmyndaleikstjórinn Hal Ash- by, sem leikstýrði meðal ann- ars kvikmyndunum „Coming Home", „Bound for Glory" og „Shampoo", lést úr krabbameini á heimili sínu þann 27. desember síðastliðinn. Ashby vann til Óskarsverðlauna árið 1967 fyrir leikstjórn kvikmynd- arinnar „In the Heat of the Night" þar sem Rod Steiger og Sidney Poitier léku aðalhlutverkin, og var hann útnefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndina „Coming Home“. Hann hlaut ekki verðlaunin en leik- arar hans, þau Jane Fonda og Jon- Voight hlutu Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í myndinni. Árið 1979 leikstýrði Ashby Peter Sellers í kvikmyndinni „Being There" sem var ein af hans síðustu myndum. Hann sá kvikmynd sína „Harold og Maude“ verða eitt af Hal Ashby sígildum meistaraverkum kvik- myndaheimsins og. árið 1981 leik- stýrði hann kvikmyndinni „Let’s Spend the Night Together" með hljómsveitinni Rolling Stones. Ashby var álitinn einn af bestu og fjolhæfustu kvikmyndaleikstjór- um Hollywood. JOHN KENNEDY YNGRI * „I sumar munég gifta mig“ Hann ku loks vera genginn út, John Kennedy yngri, sem hlotið hefur titilinn „fallegasti karl- maður Bandaríkjanna“. Það er hvorki hin villta Stefanía prinsessa af Mónakó sem hann hefur þó af og til verið orðaður við, né popp- söngkonan Madonna, móður hans til mikillar ánægju, er sagt. Hann hefur valsað um með nokkrum stúlkum síðan hann komst á legg, og nú segja menn að meðan móðir- in andvarpi af feginleik gnísti sum- ar stúlkukindur tönnum af eftirsjá. Sú heppna heitir Christine Haag, er jafnaldri Johns, 27 ára, og er af einni fínustu ætt New York- borgar. Hann hefur víst haft hana í bakhöndinni í nokkur ár en ekki borið upp bónorðið fyrr. En sem- sagt, hann hefur beðið hennar form- lega, og hún játast honum. Jafn- framt hefur hann gefið út þá yfir- lýsingu að þau muni ganga í hjóna- band á komandi sumri, með pompi og prakt. föstudags- og laugardagskvöld Sýninain hefst kl. 23.30 ÍT| ; . skemmtilei Glimmrandi grænmetissi brauðkörfu. djP&J- siiörnu-fiskuis Kostur legant“ stjörn'u-nsKuibKu.. @Lb.f,a,X,nÍSame« koníaksrist; Kr. 400 Ki. 150. Svartaskq^J Hvar á það betur við að r topp-lög síðustu 10 ára < Nonna stuð í Hollýwöod? Borðapantanir og miðase lega í síma 83715 og 681 10 ár á toppnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.