Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1989
ást er...
... saga tveggja elskenda.
TM Reg. U.S. Pat OH. — all nghts reserved
° 1988 Los Angeles Times Syndicate
Þér þarf ekki að leiðast
heima, vinur, barnatíminn
fellur niður.
HÖGNI HREKKVtSI
A KÖT7U»?/NN/ V//?67/ST HLUSTA
ATHVGLI Á SA/HFíÆ'PURNAR."
Heimamaður á að
rita sögu Keflavíkur
Til Velvakanda.
Eins og einhverja rekur e.t.v. minni
til hef ég stundum sent Velvakanda
pistla um söguleg efni, ekki síst um
sögu Keflavíkur. Ég hóf að skrifa
um keflvíska sögu í blöð árið 1970.
Upp frá því hefur mér ekki fallið
penni úr hendi, ef frá eru talin árin
1975—78, þegar erfið veikindi höm-
luðu mér skriftir. En batinn kom og
er svo var komið ákvað ég að fara
í Fjölbrautaskólann í Keflavík,
a.m.k. til reynslu. Er í ljós kom, að
það gekk vel, ákvað ég að fara í
dagskólann og halda áfram. En jafn-
framt sá ég, að ég yrði lengi með
skólann. Ég yrði að fara rólega eft-
ir veikindin. Undirbúning hafði ég
engan, nema í íslensku og sögu. Auk
þess sá ég að án aðstoðar kæmist
ég ekki í gegnum námið. Enda fór
það svo sem mig grunaði. En úr
rættist og nú á ég lítið eftir af skól-
anum.
Er leið á skóladvöl mína sá ég
að með tímanum gæti ég notað efni
mitt um sögu Keflavíkur í ritgerðir
í háskólanum ef ég færi í sagn-
fræði. Ég á nú um 300 greinar í
blöðum, sem nærri allar fjalla um
keflvíska sögu. Þar sem ég er inn-
fæddur Keflvíkingur þekki ég sögu
og umhverfi nærri eins og fingurna
á mér. Taldi og víst að ráðamenn
Keflavíkurbæjar myndu styðja mig
í þessum áformum. En þá gerist það
1986, að þáverandi bæjarráð sam-
þykkti samning við Reykvíking um
ritun sögunnar. Ég hafði þá sent
bæjarráði bréf um fyrirætlanir
mínar, en því var stungið undir stól.
Ég skrifaði greinar um málið í blöð
í Keflavík en bæjarfulltrúar svöruðu
þeim aldrei. Var það dálítið skrýtið
þar sem þeir höfðu þó samþykkt
samninginn við aðkomumanninn.
Mann sem ekki hafði komið til
Keflavíkur nema á hraðferð og var
hér öllu ókunnugur. Maður þessi
hefur aldrei fengist við byggðasögu,
er ekki sagnfræðingur, en stundar
þýðingar. Þó fékk hann fljótlega
greidd nokkur laun fyrirfram. Fór
svo, að aðkomumaðurinn byrjaði
aldrei á verkinu og bærinn rifti
samningi við hann sl. sumar.
Nú er framundan 40 ára afmæli
Keflavíkurbæjar og einhvetjar blikur
virðast enn á lofti 5 sögumálum.
Þrátt fyrir það hef ég ákveðið að
halda áfram söfnun minni á heimild-
um, eins og ég hef gert í tómstund-
um, algjörlega launalaust. En ég
er ekki byijaður í námi í sagnfræði,
en vona að það geti orðið sem fyrst.
Allir sem til þekkja hvetja mig
eindregið til að halda áfram og
hvika hvergi frá áformum
mínum. Jón Böðvarsson, ritstjóri
Iðnsögu íslands, hefur hvatt mig til
þessarar söfnunar. Jón var hér
skólameistari og hefur fylgst með
störfum mínum og stutt mig drengi-
lega. Eftirmaður Jóns við skólann,
Hjálmar Árnason, er sama sinnis.
Ég sé að Ólafsfirðingar hafa farið
svipaða leið og ég er að ræða um
hér. Ungur heimamaður skrifaði
BA-ritgerð í sögu um Ólafsfjörð, sem
síðan var aukin og gefin út sem
fyrsta bindi af sögu Ólafsfjarðar.
Núna fyrir jólin kom út annað bindi
af þessu verki. Að sjálfsögðu eru
heimamenn á hveijum stað færastir
til að vinna svona verk, ekki síst ef
þeir hafa líka á bak við sig nám í
sagnfræði.
Kannaði Morgnnblaðið
1912-60
Ef Keflavíkurbær ræður annan
mann til að vinna þetta verk, er
hætt við að margra ára vinna mín
verði að engu. A sl. 20 árum hef
ég kannað megnið af íslenskum
blaðakosti, t.d. dagblöðin að mestu
leyti. Þar á meðal Morgunblaðið
frá upphafi 1912-1960. Slíkt
hlýtur að teljast einsdæmi. Allt
unnið launalaust. Greinar mínar í
blöðum yrðu því öðrum er fengj-
ust við sögu Keflavíkur sem gull-
náma. í þeim er fjölmargt birt í
fyrsta sinn og eiginlega gerð tilraun
í fyrsta sinn til að skýra að nokkru
leyti þróun byggðar í Keflavík. Þar
hjálpar að ég gjörþekki staðhætti
og Ömefni í bænum. Einnig er ég
kunnugur víðar á Suðumesjum,
sem kemur höfundi að Keflavíkur-
sögu til góða. Ég hlýt að fara var-
lega í að leyfa not af þessum grein-
um mínum. Höfundarréttur er
minn.
Hvað myndir þú gera lesandi
góður værir þú í mínum sporum?
Finnst þér ekki eðlilegt að ég láti
frá mér heyra um þessi mál? Ég
hvet Suðumesjamenn og aðra til
að ræða þessi mál heima í eldhúsi
og á vinnustöðum. Bæjarstjórn
Keflavíkur hlýtur að setja tölu-
vert niður, ef hún samþykkir á
ný svipaðan samning og 1986.
Heimamaður með góð áform og
þúsundir vinnustunda að baki á
skilyrðislaust að fá að vinna svona
verk. Ég var unglingur þegar ég
hóf að vinna við þetta, en aðstæður
mínar til þess hafa verið eins afleit-
ar og hægt er. Það er fátítt í dag
að fólk vinni launalaust að þjóð-
þrifastarfi ár eftir ár. En ýmsir
ágætir menn, nær og Ijær, hafa
stappað í mig stálinu. Margir af
þessum mönnum vinna sjálfír að
fræðistörfum og em þeim mjög
kunnugir. Ég geri hins vegar mest-
ar kröfiir til sjálfs mín í þessum
efnum. Ég veit að nám mitt í
sagnfræði yrði um leið örugg
trygging Keflavíkurbæ fyrir
góðu verki. Ég geri aðeins það sem
ég veit að er byggðarlagi mínu til
gagpis, því það er um leið sjálfum
mér til ánægju. Peningar skipta
ekki máli í þessu sambandi — hug-
sjónin er mér allt.
Marta V. Jónsdóttir (f. 1889, d.
1969), sem ýmsir þekkja, lagði
gmnninn að keflvískri söguritun
með greinum sínum í mánaðarblað-
ið Faxa, sem hér kemur út. Á ámn-
um 1955 til 1969 skrifaði hún
reglulega þætti í blaðið, sem hún
nefndi Minningar frá Keflavík.
Svo einkennilega vill til, að er hún
birti sína síðustu grein undir þess-
ari fyrirsögn, kom í sama blaði mín
fyrsta grein um keflvíska sögu.
Þetta var í ársbyijun 1969. Löngu
seinna veitti ég þessu athygli og
hafði gaman af. Var þetta tilviljun
— eða upphaf þess er koma skyldi?
Ég hef hins vegar fyrir löngu ákveð-
ið að halda áfram skrifum í Faxa,
svo lengi, sem blaðið kemur út. Ég
heiti á Suðumesjamenn að veita
mér stuðning, ég veit að þeir em
fleiri, bæjarbúar, sem styðja mig í
þessu máli. Það styður mig best og
hvetur að eiga hljómgmnn hjá bæj-
arbúum sjálfum, jafnvel þó nefndir
og ráð Keflavíkurbæjar hafi ein-
hveijar aðrar skoðanir á þessu máli.
Skúli Magnússon
Keflavík
Víkverji skrifar
Framundan er sá tími er fólk
tekur skíði og annan útbúnað
úr geymslum og leggur leið sína á
fjöll. Reyndar tóku margir forskot
á sæluna milli jóla og nýárs og
héldu í skíðalöndin. Þokkalegt færi
ku hafa verið, en veður þó heldur
leiðinlegt. Á þriðja dag jóla vom
lyftumar í Bláfjöllum opnaðar og
sagt var frá því í ljósvakafréttum
um hádegi að veður væri ágætt í
íjöllunum og í símsvara Bláfjalla-
nefndar var ekki annað að heyra
en að veður væri skaplegt. Þegar
hins vegar var komið upp fyrir
Reykjavík var bæði ofankoma og
skafrenningur og í Bláfjöllum var
komið hið versta veður. Stóð það á
endum að fólk sem lagði úr bænum
upp úr hádegi kom í skíðalöndin
um það leyti sem lyftunum var lok-
að vegna veðurs. Nokkrir misstu
bíla sína út af veginum á leið til
baka.
Víkveiji veltir því fyrir sér hvort
ekki er hægt að koma upplýsingum
fyrr á framfæri um breytingar á
veðri. Upplýsingasíminn í Bláfjöll-
um virðist eðlilegasta leiðin til þess,
en ljósvakamiðlamir em ef til vill
tilbúnir að sinna þessu.
XXX
að færist í aukana að smá og
stór límmerki skreyti afturrúð-
ur bifreiða. Þarna getur að Iíta
auglýsingar frá bifreiðaumboðum
eða tryggingafyrirtækjum, vam-
arðarorð margvísleg og alls konar
fimmaurabrandara svo dæmi séu
tekin. í sjálfu sér hefur Víkveiji
ekkert við þetta að athuga, svo
fremi sem límmiðamir hindra ekki
útsýni ökumanna og valda þannig
hættu í umferðinni. Nóg er nú samt.
Dæmi hefur Víkveiji um, að
starfsmenn bílaverkstæða festi
auglýsingar frá fyrirtækjum sínum
í afturrúðu bíla án þess að hafa til
þess leyfi eigenda bifreiðanna. Slíkt
er ekkert annað en dónaskapur.
Víkveiji fór fyrir jól með bfl sinn í
vélarstillingu, en þegar hann kom
að sækja hann var búið að setja
stóran auglýsingamiða fyrir ljósa-
stillingu í afturrúðuna. Víkveiji bað
ekki um ljósastillingu og hafði því
síður áhuga á að auglýsa hana.
Bæði hafði hann nokkra vinnu af
því að fjarlægja merkið, auk þess
sem auglýsingin, sem á afturrúðuna
var fest í leyfisleysi, hafði þveröfug
áhrif og tryggði að Víkveiji hefur
ekki framar áhuga á auglýstri ljósa-
stillingu.