Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANIJAR 1989 Stríður straum- ur innflytjenda til V-Þýskalands Bonn. Reuter. * V-ÞÝSKALAND er að yfirfyllast af innflytjendum, sem fara fram á pólitískt hæli þar i landi, en eru raunverulega i leit að betri lífskjörum en þeir njóta heima fyrir, sagði vestur-þýski innanríkisráðherrann, Friedrich Zimmermann, i gær. „Innflytjendalög okkar eru orðin algjör opingátt fyrir óheftum straumi aðkomufólks," sagði Zimmermann, Viðtal við Hosni Mubarak: Camp David samningur- inn úreltur Hamborg. Reuter. HOSNI Mubarak, forseti Egyptalands, segir í viðtali við vestur-þýska vikuritið Der Spiegel, sem birt var á laugar- dag, að Yitzhak Shamir, for- sætisráðherra ísraels, sé þver- móðskufullur og að friðarsam- komulag ísraela og Egypta sem kennt er við Camp David sé úrelt. Shamir hefiir haldið þvi fram að viðurkenning Egypta á nýstofnuðu riki Pal- estinumanna sé brot á Camp David-samkomulaginu. Shamir hefur lagst gegn al- þjóðiegri friðarráðstefnu um Miðausturlönd á vegum Samein- uðu þjóðanna. í viðtali við Reut- ers-fréttastofuna á fimmtudag sagðist Shamir ætla að leggja fram eigin friðaráætlun innan tveggja mánaða og fá Egypta til að bijóta ísinn af hálfu araba. Leiðtogar Frelsissamtaka Pa- lestínu, PLO, höfnuðu friðar- umleitunum Shamirs á föstudag og sögðu þær miða að því að tryggja yfirráð ísraela á hem- umdu svæðunum. Mubarak segir í viðtalinu við Der Spiegel að lsraelar hafí þeg- ar þverbrotið Camp David- samkomulagið frá árinu 1978 með því að leyfa landnám gyð- inga á hemumdu svæðunum, innlima Austur-Jerúsalem, her- taka Gólan-hæðir, ráðast inn í Lfbanon árið 1982 og ráðast á íraskt kjamorkuver. Mubarak sagði ennfremur að ekki væri í verkahring alþjóð- legrar friðarráðstefnu að ræða framtíð vesturbakka Jórdanár og Gaza-svæðisins. Þar þyrftu að koma til beinar viðræður ísraela og Palestínumanna. sem er í hópi hægrisinnuðustu ráð- herranna í stjóm Helmuts Kohls kanslara, í yfirlýsingu. „Við getum ekki tekið við öllu því fólki, sem flýr efnahagsþrengingar heima fyrir hjá sér, en ekki pólitísk- ar ofsóknir," sagði Zimmermann. í yfirlýsingunni kemur fram, að 103.076 útlendingar sóttu um pólitískt hæli í Vestur-Þýskalandi árið 1988, 80% fleiri en á árinu 1987. Yfir 29.000 manns komu frá Pól- landi, 20.000 frá Júgóslavíu. 14.000 frá Tyrklandi og 7000 frá Iran. „Vestur-Þýskaland er allt of lítið land til að geta tekið við öllu þessu fólki," sagði Zimmermann. Hann hefur eindregið hvatt til, að innflytj- endalög landsins verði hert. Ortega, á Kúbu Reuter Daniel Ortega, forseti Nicaragua (t.v.), kom til Havana, höfuðborgar Kúbu, í gær til að vera viðstaddur -hátíðahöld í tilefni 30 ára afmælis kúbversku byltingarinnar. Með honum á myndinni er Manuel Pileiro, yfírmaður Ameríkudeildar miðstjómar kúbverska kommúnistaflokksins. Ortega lýsti yfír því við komuna að Nicaragua-menn hefðu sigrast á hemaðaríhlutun Bandaríkjamanna í landinu. „Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti er á förum og bylting sandinista heldur velli," sagði hann meðal annars. Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, tók ekki á móti Ortega eins og hann hefur alltaf gert þegar Ortega hefur heimsótt Kúbu. Kynþáttaeijurnar í Kína: Kínveijar sakaðír um dulda aðskílnaðarstefnu Kínversk stjórnvöld svara ekki mótmælum Afríkumanna Pekíng. Reuter. HUNDRUÐ afrískra námsmanna í háskóla í Peking sniðgengu kennslu í gær, kröfðust þess að Afríkumenn, sem fangelsaðir hafa verið í Nanking, yrðu leystir úr haldi, og sögðu að meðferð Kínverja á blökkumönnum væri „dulin aðskilnaðarstefiia." Eijur hafa brotist út milli kynþáttum aðskildum. Einn afrísku afrískra námsmanna og Kínveija í að minnsta kosti fjórum kínverskum borgum síðan á aðfangadag og hafa afrískir stjómarerindrekar og Einingarsamtök Afríku lagt fram mótmæli vegna þeirra. Afrískir námsmenn í Málastofnuninni í Pek- ing gáfu út yfírlýsingu í gær þar sem mótmælt var ofbeldi lögreglu á afrískum námsmönnum í Nanking og kynþáttafordómum í eigin skóla. „Við stöndum frammi fyrir aðskiln- aðarstefnu í Kína sem við getum ekki liðið lengur," sagði í yfirlýsing- unni og var vísað til þeirrar stefnu suður-afrískra stjómvalda að halda námsmannanna sagði: „Ástandið er ekki eins og í Suður-Afríku. í Kína er aðskilnaðarstefnan dulin." Kamerúnmaður, sem 1 stundar nám við landbúnaðarháskóla í Zhej- iang, sagði í símasamtali við frétta- ritara Reuters að skólayfirvöld hefðu gengið að kröfum þeirra um að afrísku námsmennimir fengju línu fyrir sjálfvirkan síma í heima- vist sína. Afríkumenn höfðu áður sagt að símstöðvarstarfsmenn hefðu ráðlagt Kínveijum, sem hringdu í heimavistina, að forðast Afríkumennina þar sem þeir væm smitaðir af alnæmi. Fjölmiðlar í Kína hafa ekki skýrt frá kynþáttaerjunum og kínversk stjómvöld hafa ekki svarað mót- mælum afrískra stjómarerindreka og Einingarsamtaka Afríku. Líbýu- stjóm hefur boðið öllum afrísku námsmönnunum í Kína styrki til að stunda nám í Líbýu en þeir virð- ast ekki hafa áhuga á að taka til- boðinu. Sovétmenn ræða við skæruliða: Yilja samninga um sam- steypusljórn í Afganistan Islamabad. Reuter. Flugdrékasmiðurinn Matsutani JÚLÍJ Vorontsov, samningamað- ur Sovétmanna, kom til Pakist- ans í gær til viðræðna við afg- anska skæruliða og sagði þá, að Moskvustjórnin væri reiðubúin til að viðurkenna breiða sam- steypustjórn í Afganistan. Vorontsov, sem er fyrsti aðstoð- arutanríkisráðherra og sendiherra í Kabúl, lagði hins vegar áherslu á, að Sovétmenn ætluðu sér ekki að skilja Najibullah, forseta Afgan- istans, og ríkisstjóm hans eftir ein og yfirgefin. Fyrir skömmu var það hins vegar haft eftir einum foringja skæruliða, að Sovétmenn vildu vinna það til að ná samkomulagi um Afganistan að kasta Najibullah fyrir róða. Vorontson sagði ennfremur, að það væri aðeins misskilningur og óskhyggja þegar skæmliðar spáðu því, að stjómin í Kabúl félli strax og sovéski herinn væri farinn frá Reuter Júlíj Vorontsov, samningamaður Sovétstjórnarinnar, (t.h.) við kom- una til Islamabad. Hann þvertók fyrir, að Sovétmenn ætluðu sér að skilja Najibullah Afganistanforseta eftir á köldum klaka. Japanski flugdrekasmiðurinn Hideo Matsutani sést hér með flugdreka á heimili sínu í Akashi í Vestur-Japan. Matsutani er fyrrverandi lög- regluþjónn en lifir nú af flugdrekasmíði og kennir listina. Drekinn er gerður úr hríspappír. Matsutani heldur til Ahmedabad í Indlandi með 100 flugdreka og tekur þátt í alþjóðlegri flugdrekahátíð sem hefst þar 13. janúar. landinu en brottflutningi hans á að vera lokið 15. febrúar nk. Sahabzada Yaqub Khan, utanrík- isráðherra Pakistans, ræddi við Vorontsov í gær og nú í vikunni mun hann ræða við formann skæm- liðahópanna, sem bækistöðvar hafa í Pakistan. Skæmliðar, sem segjast ráða allt að 90% Afganistans, hafa lagt til, að stjóm landsins verði falin bráðabirgðaþingi, sem skipað verði skæmliðaforingjum, mennta- mönnum, stjórnmálaleiðtogum og öðmm fulltrúum landsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.