Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1989
... .... ... -L.
Theodóra Sigurðar-
dóttsrfv. forsætisráð-
herrafrú — Minning
Fædd 121 desember 1899
Dáin 25. desember 1988
Að leiðarlokum læt ég á blað
örfá kveðjuorð til tengdamóður
minnar Theodóru Sigurðardóttur,
sem andaðist þann 25. desember
sl. Theodóra fæddist í Hafnarfirði
á aðventunni fyrir 89 árum síðan.
Foreldrar Theodóru fluttust síðar
tii Reykjavíkur þar sem hún ólst
upp.
Fyrir nær 35 árum kynntist ég
eiginkonu minni Sigrúnu, og hófust
þá kynni okkar Theodóru. Eg minn-
ist þess með hlýhug og þakklæti
hve vinsamlega feimnum pilti úr
Hafnarfirði var tekið á heimili
þeirra hjóna. Þessar móttökur mót-
uðu þá þegar vináttu, sem varaði
alla tíð. Heimili þeirra Theodóru og
Steingríms var miðstöð stórrar fjöl-
skyldu, þar sem gieði og sorg var
deilt. Ekkert sem varðaði heill §öl-
skyldunnar var þeim hjónum óvið-
komandi.
Eiginmaður Theodóru,
Steingrímur Steinþórsson, lést þ.
14. nóvember 1966. Theodóra,
ásamt Hreini sjmi sínum, rak glæsi-
legt heimili, sem hélt áfram að vera
mistöð úölskyldunnar. Ávallt var
mikill gestagangur á heimili þeirra.
Ekki skipti það máli hvort það voru
böm, bamaböm, eða bamabama-
böm, öllum fannst jafn yndislegt
að koma á Holtsgötuna, og var
tíminn fljótur að líða í þeim
skemmtilega anda sem var ávallt
ríkjandi í kringum tengdamóður
mína.
Stundimar áttu eftir að verða
margar áður en yfír lauk, þar sem
setið var yfír kaffibolla í eldhúsinu
hjá Theodóm og hin ýmsu mál kraf-
in til mergjar. Theodóra var létt í
lund, og mikil bjartsýniskona að
eðlisfari, og fram til þess síðasta ]
hafði hún alltaf eitthvað markvert
til málanna að leggja. Trúin skipaði
stóran sess í lífi Theodóra, og vildi
hún ávallt framgang þess sem rétt
var og af heilindum unnið.
Með virðingu, hlýjar og bjartar
minningar í huga kveð ég nú að
leiðarlokum tengdamóður mína sem
var sannkallaður höfðingi og sóma-
kona og mun ég alltaf minnast
hennar með söknuði.
Bjarni Magnússon
Guðný Theodóra Sigurðardóttir
fæddist í Hamarskoti í Hafnarfirði
12. desember 1899. Foreldrar henn-
ar vora Sigurður Sigurðsson, sjó-
maður og síðar steinsmiður í
Reykjavík, fæddur 20. febrúar 1864
á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, dáinn
24. apríl 1942 í Reykjavík og k.h.
Sigríður Guðmundsdóttir, f. 27. jan.
1874 í Króki í Grafningi, d. 20.
mars 1940 í Reykjavík. Sigurður
og Sigríður bjuggu fyrst í Hamar-
skoti, uppi á Hamrinum í Hafiiar-
fírði. Þau fluttu síðan að Selskarði
á Álftanesi, en til Reykjavíkur fluttu
þau um 1908. Þar bjuggu þau um
skeið á Laugavegi 62 og síðar á
Smiðjustíg. Þau skildu eftir nokk-
urra ára sambúð í Reykjavík.
Sigríður ól síðan upp börn þeirra
sex af miklum dugnaði. Sigurður
var sjómaður framan af ævi, en
þegar hann eltist vann hann við
steinsmíði og múrverk og annaðist
kjmdingu.
Faðir Sigurðar var Sigurður,
fæddur 3. desember 1832, dáinn
20. apríl 1912, bóndi á Bakka í
Vatnsdal, „sívinnandi dugnaðar-
maður við vefnað, smíðar og hey-
skap“, Sigurðsson bónda í Kárdals-
tungu Tómassonar og k.h. Kristínar
Jónsdóttur. Móðir Sigurðar og kona
Sigurðar á Bakka var Una, fædd
1831, .dáin 17. desember 1906,
Bjamadóttir Snorrasonar og Önnu
Loftsdóttur bónda á Kötlustöðum
Grímssonar. Systkini Sigurðar
vora: a) Gunnlaugur, d. 7. júní 1862
á 2. ári; b) Benedikt, f. 18. janúar
1862 drakknaði 6. janúar 1920,
sjómaður í Vöram í Garði. Dóttir
hans með Pálínu Jósefsdóttur var
Bjamþóra Jóninna, ljósmóðir í
Reykjavík; c) Gunnlaugur, f. 4. maí
1865, d. 2. okt. 1944, bóndi og
skipasmiður á Eyrarbakka á Sval-
barðsströnd. Hann var kvæntur
Þuríði Bjamadóttur og áttu þau
átta böm: Ágústu, húsfreyju á
Ólafsfirði og síðar á Ákureyri, Ölínu
Antoníu á Hvammstanga, Karl
Harald, sjómann og skipasmið á
Eyrarbakka, síðar í Kópavogi,
Önnu, húsfreyju í Tungu, Geitafelli
og síðast á Bjarmalandi á Hvamms-
tanga, Unni, Ingu, Emmu og Berg-
þóra, sem dóu ungar; d) Páll, f.
1866, drakknaði 1878 í Vatnsdalsá;
e) Margrét, d. 10. júní 1869, á 2.
ári; p Margrét, f. 19. ágúst 1869,
lengi vinnukona í Langadal, ógift
og bamlaus; g) Steinunn, f. 6. febr.
1870, d. 1947, saumakona í Vatns-
dal, lengst heimilisföst á Undirfelli.
Hún lá úti í byl árið 1902 og var
fötluð upp frá því. Böm hennar
vora: Una SiguiTÓs og Haraldur
Hjálmsson; h) Guðrún, d. 27. apríl
1874, á 2. ári.
Faðir Sigríðar var Guðmundur,
bóndi á Króki í Grafningi og síðar
á Úlfljótsvatni, f. 3. maí 1827 á
Úlfljótsvatni, d. 11. júlí 1885, Þórð-
arson bónda á Úlfljótsvatni Gísla-
sonar og k.h. Sigríðar Gísladóttur.
Móðir Sigríðar og bústýra Guð-
mundar var Ingveldur Jóhanna, f.
23. apríl 1843, Pétursdóttir bónda
VERSLUNARSKÓLIÍSLANDS
ÖLDUNGADEILD
Innritun á vorönn öldungadeildar Verslunarskóla íslands fer fram
á skrifstofu skólans dagana 5., 6. og 9. janúar kl. 09.00-18.30.
Kenndar verða eftirfarandi námsgreinar:
Auglýsingasálfræði
Bókfærsla
Danska
Enska
Farseðlaútgáfa
Ferðaþjónusta
Franska
íslenska
Líffræði
Markaðsfræði
Reksturshagfræði
Ritvinnsla
Saga
Stærðfræði
Tölvubókhald
Tölvufræði
Tölvunotkun
Vélritun
Verslunarréttur
Þjóðhagfræði
Þýska
Áföngum ofangreindra námsgreina er hægt að safna saman og láta
mynda eftirtalin prófstig:
Próf af bókhaldsbraut
Próf af ferðamálabraut
Próf af skrifstofubraut
Verslunarpróf
Stúdentspróf
FORNÁM TÖLVUHÁSKÓLA V.í.
Innritun í fornám TVÍ fer fram á sama tíma og innritun í öldungadeild.
Umsóknareyðublöð og námslýsingar fást á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1.
í Helli í Ölfusi Bjamasonar og k.h.,
Aldísar Vigfúsdóttur bónda á Fjalli
á Skeiðum Ófeigssonar. Albróðir
Sigríðar var a) Jóhann Pétur, f.
26. sept. 1872, smiður í Reykjavík,
kvæntur Þorbjörgu Eiríksdóttur frá
Kirkjufeiju í Ólfusi. Eftir lát Guð-
mundar bjó Ingveldur Jóhanna með
Guðmundi Magnússyni, bónda og
hreppstjóra á Ulfljótsvatni og áttu
þau tvö böm: b) Magnús, f. 24.
jan. 1888, skipasmiður í Reykjavík,
átti Kristínu Benediktsdóttur frá
Ytrahóli í Fnjóskadal; c) Guðmund-
ur, f. 2. mars 1890, dó innan við
tvítugt.
Systkini Theodóra vora: 1.
Kristín, f. 21. júlí 1898, d. 8. sept.
1979, húsfreyja lengi í Bartelshúsi
við Hverfísgötu í Reykjavík, gift
Sveini Jónssyni, sjómanni. Böm
þeirra: Haukur, bifreiðastjóri í
Reykjavík; Sigrún , húsfreyja í
Reykjavík, Sveindís, húsfieyja í
Reykjavík, Theodóra, húsfreyja í
Reykjavík, Haraldur í Reylgavík,
Guðrún, húsfreyja í Reykjavík og
Konráð Ragnar í Reykjavík; 2. Ing-
veldur, f. 15. maí 1901, d. 29. maí
1980, átti heima í Reykjavík, ógift
og bamlaus; 3. Haraldur, f. 10.
júlí 1902, d. 27. aprfl 1967, múrara-
meistari í Reykjavík, átti Herdísi
Guðjónsdóttur. Böm þeirra era:
Sigríður, húsfreyja í Mosfellsbæ,
Auður, húsfreyja í Reykjavík, og
Sigurður, sagnfræðingur; 4. Una
Sigríður, f. 24. maí 1904, d. 26.
apríl 1981, giftist Böðvari Högna-
syni, verkstjóra. Böm þeirra era:
Högni, prófessor í Svíþjóð, Hjördfs,
húsfreyja í Reykjavík, og Þórann,
húsfreyja í Reykjavík; 5. Hrefna,
f. 13. júlí 1916, lengi skrifstofumað-
ur f Reykjavík.
Theodóra ólst upp f Reykjavík.
Sumarið 1926 réðst hún í kaupa-
vinnu að Hvanneyri í Borgarfírði
til ungs búfræðikandidats og kenn-
ara þar, Steingríms Steinþórssonar.
Með þeim tókust ástir og opin-
beraðu þau trúlofun sína á gamlárs-
kvöld það ár. 17. júní 1928 giftust
þau og um haustið tók Steingrímur
við skólastjóm bændaskólans á
Hólum f Hjaltadal. Þar gegndi
Theodóra umsvifamiklu húsfreyju-
starfí til ársins 1935, er Steingrím-
ur tók við embætti búnaðarmála-
stjóra, en þá fluttu þau til
Reykjavíkur, og þar áttu þau heim-
ili æ síðan. Theodóra ávann sér
trúnað og traust Skagfírðinga og
naut hún vináttu þeirra ávallt síðan.
Gestkvæmt var á Hólum og var
skörangskapur Theodóra rómaður,
og heimilinu stóra stjórnaði hún af
frábæram myndarskap. Ekki er
ofmælt, að hún hafi bæði verið elsk-
uð og virt af öllum, sem vora hjá
henni, meðan þau dvöldu á Hólum.
Undir haustið 1935 flutti
Steingrímur með konu og synina
þijá, Steinþór, Hrein og Sigurð
Óm, suður til Reykjavíkur og
bjuggu þau sér heimili á Marargötu
2, og þar fæddist dóttirin Sigrún.
Vorið 1939 keyptu þau húsið á
Ásvallagötu 60 og bjuggu þar
lengst af.
Nú fóra í hönd viðburðarík ár.
Steingrímur varð þingmaður Skag-
fírðinga 1931 og ýmis trúnaðar-
störf hlóðust á hann. Þessu fylgdi
mikill gestagangur og líkt og á
Hólum leysti Theodóra húsfreyju-
störfin af miklum myndarbrag.
Theodóra og Steingrímur eignuð-
ust fjögur böm: 1. Steinþór, f. 21.
mars 1929, hljóðfæraleikari og
myndlistarmaður í Reykjavfk,
kvæntur Svölu Wigelund, kaup-
manni. Böm þeirra era: a) Hrefna,
f. 1. apríl 1949, útstillingahönnuður
í Kópavogi. Maður hennar er Þor-
steinn Jónsson. Dætur hennar era
Theodóra Svala og Helga Hrönn.
b) Steingrímur, f. 15. janúar 1951,
mannfræðingur og kennari á
Hvammstanga. Kona hans var
Kristín Amgrímsdóttir og eiga þau
tvö böm: Guðrúnu og Steinþór. c)
Pétur, f. 27. mars 1952, rafvirki
og flugmaður í Reykjavík. Fyrri
kona hans er Jóna Svana Jóns-
dóttir og eiga þau tvö böm: Elísa-
betu og Gústav Pétur. Seinni kona
Péturs er Helga Matthildur Jons-
dóttir og eiga þau eina dóttur. d)
Theodóra, f. 14. nóvember 1954,
húsfreyja í Bandaríkjunum, gift
Oddi Bragasyni og eiga þau þijú
böm: Steinþór, Christine og Katr-
ina. e) Guðbjörg, f. 2. júní 1961,
húsfreyja í Reykjavík. Fyrri maður
hennar er Einar Valur Einarsson
og eiga þau dótturina Hafdísi Svölu.
Seinni maður Guðbjargar er Gott-
skálk Bjömsson. 2. Hreinn, f. 27.
nóvember 1930, hljómlistarmaður
og fræðimaður í Reykjavík, var
kvæntur Sigrúnu Gunnlaugsdóttur,
teiknikennara, og eiga þau eina
dóttun a) Þóra, f. 29. júní 1954,
myndlistamemi í Reykjavík. Fyrri
maður hennar er Þorsteinn Egg-
ertsson og eiga þau tvær dætur,
Valgerði og Soffíu. Seinni maður
hennar er Pétur Rúnar Sturluson.
3. Sigurður Öm, f. 14. nóvember
1932, fíðluleikari, guðfræðingur og
prófessor í Reykjavík. Fyrsta kona
hans var Bríet Héðinsdóttir, leik-
kona, og eiga þau tvær dætur: a)
Sigríður Laufey, f. 10. maí 1955,
fíðluleikari í Reykjavík. Maður
hennar er Þorsteinn Jónsson frá
Hamri. b) Guðrún Theodóra, f. 24.
desember 1959, sellóleikari í
Reykjavík. Dóttir hennar með fyrri
t
Móðir okkar,
ELÍSABET GÍSLADÓTTIR
frá Hvarfi, Víðidal,
andaðist í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 1. janúar.
Unnstelnn Pálsson,
Þórdfs Pálsdóttir.
Faðir okkar og tengdafaðir, t
SKÚLI ODDLEIFSSON,
Vallargötu 19,
Keflavfk,
andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur 3. janúar. Jaröað verður frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 11. januar
kl. 14.00.
Ragnheiður Skúladóttir, Sœvar Helgason,
Móeiður Skúladóttir, Björn Björnsson,
Kristrún Skúladóttir, Þórir Geirmundsson,
Helgi Skúlason, Ólafur Skúlason, Helga Bachmann, Ebba Sigurðardóttir.