Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐEÐ IÞROTTIR FEMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1989 Sala getraunaseðla lokar kl. 14:45 á laugardögum. 1. LEIKVIKA - 7. JAN. 1989 Leikur 1 Barnslev - Chelsea Lelkur 2 Birmingham - Wimbledon Leikur 3 Bradford - Tottenham Leikur 4 Brighton - Leeds Leikur 5 Derby- South.ton Leikur 6 Manch.Utd. - Q.P.R. Leikur 7 Millwall - Luton Leikur 8 Newcastle - Watford Leikur 9 Portsmouth - Swindon Leikur 10 Stoke- Crystal P. Leikur 11 Sunderland - Oxford Leikur 12 W.B.A. - Everton Símsvari hjá getraunum eftir kl. 17:15 á laugardögum er 91-84590 og -84464. Ath. Tvöfaldur pottur ÍÞfémR FOLK ■ JAN Bokloev frá Svíþjóð sigraði í þriðja skíðastökkmóti heimsbikarsins af fjórum sem fram fór í Innsbruck í Austurríki í gær. Bokloev stökk 104 metra í fyrra stökkinu og 109 metra í síðara stökkinu og reyndist það lengsta stökkið í keppninni. Hann hlaut samtals 115 stig. Ari-Pekka Nik- kola varð annar með 214,5 stig og stökk 103 og 105,5 metra og Aust- ur-Þjóðveijinn Jens Weissflog varð þriðji með 213 stig. Ólympíu- meistarinn Matti Nykaenen varð fímmti með 96 metra í fyrra stökk- inu og 108 metra í því síðara. Diet- er Thoma frá Vestur-Þýskalandi, sem varð í 14. sæti í gær, hefur enn forystu í heimsbikamum sam- anlagt með 120 stig. Bokloev kem- ur fast á hæla honum með 115 stig. MNAPÓLÍ án Mardonna, sem er meiddur í baki, sigraði Ascoli, 3:0, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum ítölsku bikarkeppninni í gær. Sampdoria sigraði Fiorentina einnig 3:0. Verona sigraði Pisa, 2:1 og Atalanta sigraði Lazio, 2:0. Síðari leikimir fara fram 25. janúar. ■ FRANK Bruno, breski hnefa- leikakappinn sem mætir Mike Ty- son, segist vera ákveðinn í því að stöðva sigurgöngu Tysons í einvígi þeirra um heimsmeistaratitilinn í þungavigt sem fram fer í Las Veg- as 25. febrúar. Bruno hélt í gær frá Bretlandi til Bandaríkjanna þar sem hann mun undirbúa sig að kappi fyrir átökin við Tyson. Bruno mun verða við æfíngar í Phoenix í Arizona næstu 15 dagana, en síðan flytur hann sig um set til Las Vegas þar sem lokaundirbúningur- inn fer fram. ■ HANS Olsson, sem verið hef- ur fyrirliði og einvaldur Svía í Da- visbikarnum í tennis frá árinu 1982, hefur sagt upp starfi sínu. Olsson hefur sex sinnum komið sænska liðinu í úrslit í Davisbik- arnum og síðast nú í vetur er liðið tapaði 4:1 fyrir Vestur-Þjóðveij- um í úrslitum. Við stöðu hans tekur John-Anders Sjögren sem verið hefur aðalþjálfari Mats Wildand- ers. Martröð hjá Lakers Versta tímabilið í 14 ár. Sigurganga Cleveland helduráfram Gunnar Valgeirsson skrifarfrá Bandarikjunum LOS Angeles Lakers gengur mjög illa og tapaði í fyrrakvöld 7. útileiknum í röð, nú fyrir Seattle 116:106. Þetta er versta tímabil liðsins á útivelli í 14 ár enda hef ur liðið þurft að leika mjög marga leiki á útivelli. Lakers, með allar sínar stjömur, átti ekki möguleika gegn Se- attle. Þar var fremstur í flokki Dale Ellis sem gerði hvorki meira né minna en 42 stig. Boston gengur einnig mjög illa og án Larry Bird er lið- ið eins og höfuðlaus her. Nú tapaði liðið fyrir New York Knicks, 109:107 eftir framlengdan leik. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn, 99:99. Charles Oakley, sem kom frá Chicago, átti frábæran leik. Hann gerði 21 stig og tók 18 fráköst. Þar af voru 14 sóknarfráköst sem er það mesta í deildinni í vetur. Jimmy Rodgers, þjálfari Boston, var spurður að því hvemig væri að leika án Larry Bird: „Ég sef eins og ungabarn; vakna á klukkutíma fresti til að gráta!" sagði Rodgers. Atlanta vann upp 16 stiga for- skot Detroit í viðureign liðanna og sigraði örugglega, 123:104. Moses Malone gerði 29 stig fyrir Atlanta. Hann kom frá Washington í sumar og hefur fallið mjög vel inní liðið ásamt Reggie Theus sem kom frá Sacramento. Cleveland sigraði Indiana nokkuð örugglega, 119:98. Þettavar9. sig- ur Cleveland í röð sem hefur náð besta árangri deildarinnar, 22/5. Þetta var jafnframt 9. tap Indiana í röð. Þess má geta að Indiana hef- ur leikið 15 leiki á útivelli og tapað þeim öllum. Búist er við að Dick Versace, varaþjálfari Detroit, taki við liðinu á næstu dögum. Ólafur íþrótta- maður ársins m Olafur Eiríksson, sundmaður úr íþróttafélagi fatlaðra, var út- nefndur íþróttamaður Kopavogs í hófi sem íþróttaráð Kópavogs hét fyrir skömmu. Ólafur vann það afrek á árinu að hljóta tvenn bronsverðlaun á heimsleikum fatlaðra í Seoul. Ólafí voru afhentir tveir bikarar. Einn til eignar frá íþróttaráði og síðan afhenti Rotaryklúbbur Kópa- vogs Ólafi farandbikar til vörslu í Celtic hefur gengið illa án Larry Bird Dale Ellis gerði 42 stig er Seattle sigraði Los Angeles Lakers. eitt ár. Einnig fékk Ólafur peninga- upphæð frá bæjarráði Kópavogs. Ólafur var valinn úr hópi 15 íþrótta- manna sem skarað höfðu fram úr í sínum aldursflokkum og hlutu Iþeir verðlaunapeninga að launum. Michael Jordan gerði 41 stig er Chicago sigraði Clippers. Auk þess- ara stiga átti Jordan 11 stoðsend- ingar og 10 fráköst. Spurs sigraði San Antonio Spurs, lið Péturs Guðmundssonar, sigraði Denver ö^ugglega, 129:105. Langþráður sigur hjá Spurs sem hefur gengið mjög illa í vetur. Greg Anderson gerði flest stig Spurs eða 25. í blaðinu USA Today var birtur listi yfír alla leikmenn deildarinnar og hvað þeir hefðu gert í vetur. Pétur Guðmundsson hefur leikið 5 leiki með Spurs, alls 70 mínútur. í þessum leikjum hefur Pétur gert 21 stig eða 4,2 að meðaltali. Hann hefur tekið 16 fráköst og hitt úr 9 af 25 skotum sínum, sem er um 36% nýting. Ólafur Elrfksson með gripi sína góðu. IMBA-úrslit New York—Boston Celtics,...109:107 Atlanta—Detroit Pistons..123:104 New Jersey—Charlotte.....109:106 Cleveland—Indiana Pacers ....119:98 Chicago—LA Clippers......126:121 Houston—Utah Jazz........104:102 San Antonio—Denver.......129:106 Seattle—LA Lakers........116:106 Portland—Miami Heat.......119:96 Sacramento—Dallas.........123:96 KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN VIÐURKENNING / IÞROTTAMAÐUR KOPAVOGS 1988

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.