Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLÁÐÍÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989 Anna P. Þórðardóttir hefur aldrei stigið í fæturna en flýgur þó um loftin blá Anna P. Þórðardóttir og eiginmaður hennar Þórhallur Filippusson í 24 skáka einvígi. eftir Kristínu Marju Boldursdóttur myndir Björn Björnsson UNGA konan sem situr við gluggann og horfir á eftir vinkonum sínum hverfa út í lífið, hefiir aldrei stigið í fæturna því hún er lömuð, bundin við hjólastól og háð umönnun annarra. Hún fylgist með listflugi fuglanna fyrir utan og ekki flögrar það að henni þá, að hún sjálf muni leika það eftir þrjátíu árum síðar, — í svifflugvél, nýgift og hamingjusöm. Líf Önnu P. Þórðardóttur hefur breyst, en skagfirska lundin ekki og með dillandi hlátri mátar hún bónda sinn þar sem þau silja að tafli í stofii sinni norður á Sauðárkróki. Blikkar okkur svo og segir: „Biskupar eru mínir menn.“ ann er allt- af að hugsa um ein- hvetjar myndir meðan hann er að tefla og gleymir sér,“ útskýrir hún, en myndlistarmaðurinn Þórhallur Filippussop horfír þreytulega á tafl- borðið og muldrar: „Manni getur nú stundum sárnað." Stofan þeirra er einnig vinnu- stofa Þórhalls og bókaherbergi Önnu og sá maður væri undarlegur sem léti sér leiðast í öðru eins um- hverfi. Stundum taka þau 24 skáka einvígi sem þau framlengja um 12 skákir ef leikar eru jafnir. „Og ef við förum til Reykjavíkur, þá er það Reykjavíkurskákmót,“ segja þau. Jafntefli eru fátíð, en Þórhallur vill á þessari stundu ekki ræða neitt sérstaklega um sigurvegarann. Þó var það hann sem mátaði hana fyrst á sjúkrahúsinu á Sauðár- króki þar sem þau kynntust fyrir tæpum fjórum árum. Þá var móðir Qnnu lögð inn á sjúkrahús, og dótt- irin fylgdi með, því enginn var til að annast hana heima fyrir, og sjálf hafði hún ekki lært að bjarga sér. Ella mín „Ég fékk mænuveiki sex mánaða gömul og hef því aldrei stigið í fæturna,“ segir Anna og snýr sér beint að mér. Ég horfi í bláu augun hennar og segi ekki orð, og hún strýkur arminn á stólnum sínum. „Fyrsta góða hjólastólinn fékk ég um tvítugt, hafði áður verið í stór- um hjólastól sem við kölluðum dreka. En oftast var ég sett í stól við gluggann og þar sat ég og virti bæjarlífið fyrir mér, en þá bjuggum við í hjarta bæjarins hér á Sauðár- króki. Við vorum lengst af fjögur í heimili, foreldrar mínir, Ella systir og ég. En faðir minn átti fímm böm af fyrra hjónabandi og móðir mín tvö, Svanlaugu og Ellu, sem pabbi gekk í föðurstað. Ella mín, sem var átta ára þegar ég fæddist, datt út um glugga þeg- ar hún var tveggja ára gömul og fékk slæmt höfuðhögg sem orsak- aði heilaskemmdir, gat því aldrei lært að lesa, en var geysilega dug- leg, fór í sendiferðir og brunaði með mig um allan bæ á drekanum. Hún var alltaf svo kát og hress. „Það er búið og gert og ekkert um það að tala,“ var alltaf viðkvæð- ið hjá henni þegar eitthvað blés á móti.“ — Ég heyrði hjá konu, að heim- ili ykkar hefði alltaf verið yfírfullt af krökkum, og að mamma þín héfði bakað kleinur og lummur ofan í allan hópinn og aldrei sagt styggð- aryrði? „Það er rétt, foreldrar mínir sáu til þess að við einangruðumst ekki, og ég er þeim afar þakklát fyrir það. Hjá okkur var alltaf opið hús fyrir æsku- lýðinn. Hún Svanlaug systir mín og Sigfús Sigurðsson mað- urinn hennar voru Iíka alveg einstök, og það voru ekki ófáar bílferðirnar sem þau fóru með okkur út um all- ar sveitir til að lyfta okkur upp.“ Faðir Önnu dó fyrir tíu árum og ári síðar fékk Elínborg systir hennar áfall. „Hún missti mál- ið, eins og hendi væri veifað, og var lögð inn á sjúkrahúsið hér, þar sem hún er núna. Þá vorum við mamma ein- ar eftir. Við seld- um húsið og fluttum hingað í þessa íbúð sem er mjög hentug. En þegar mamma veiktist fyrir fjórum árum, þá komin á áttræðisaldur, fór hún á sjúkrahúsið, og ég fylgdi með.“ Anna var á sjúkrahúsinu í sjö mánuði, á deild með öldruðu fólki og langlegusjúklingum. Og þótt starfsfólkið væri yndislegt, eins og hún segir, þá hafði hún engan til að tala við dögum saman. Hún sökkti sér ofan í bækur. „Oft hugsaði ég um þá aðstöðu sem ég var í, og hvemig ég gæti breytt henni, en spurningin var allt- af hin sama, hvað átti ég að gera? Mér fannst ég heldur ekki geta farið frá móður minni.“ — Þetta hefur verið erfíður tími? „Sá erfíðasti í lífí mínu.“ Finnska mín „Svo kom hún fínnska mín til sögunnar, sem hjálpaði mér manna mest,“ segir Anna og brosir breitt. Það var fínnska stúlkan og sjúkra- þjálfarinn Annie, sem sagði alltaf við Önnu: „Þú átt ekki heima á sjúkrahúsi." Og þegar frænka Önnu fyrir sunnan tók á leigu fyrir hana gesta- íbúð í Hátúni 12, svona til að lyfta henni upp, sagði sú finnska: „Jæja, nú sameinum við hið nytsama og skemmtilega og ég kem þér í iðju- þjálfun á Grensásdeild." 0g suður fór Anna og lærði að sjóða sér fisk, þá tæplega fimmtug að aldri. „Ég hafði aldrei snert á neinum eldhússtörfum, en þarna lærði ég að matbúa og var óskap- lega montin þegar ég sauð fyrsta fiskinn minn.“ Ég get ekki stillt mig um að spyija hana hvers vegna móðir hennar hafí ekki kennt henni að elda? Hún horfír um stund hugsi á mig. „Þá voru ákveðin viðhorf ríkjandi í garð fatlaðra. Fatlaðir áttu að vera á stofnunum, þeir áttu ekki að hugsa um sig sjálfír. Þann- ig var aldarandinn. Auk þess voru engar aðstæður hér heima, .allar innréttingar voru svo háar að ég gat ekki með nokkru móti athafnað mig. En þegar ég kom norður aftur lét ég breyta eldhúsinu mínu, borð- in voru lækkuð, ég seldi eldavélina og fékk mér hellur, þannig að ég gat rennt stólnum undir borðið Þær eru seigar frænkurnar Anna og Lilja María Snorradóttir, gullverðlaunahafí á Ólympíuleikum fatl- aðra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.