Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1989næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 18
18 C MQRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.< JANÚAR 1989 1 ! HGRARMR Bandaríska flutningaflugfélagið Flying Tiger Line, sem hef ur fengið leyf i til millilendinga á Kef lavíkurflugvelli og fragtf lutninga um ísland milli Evrópu og Asíu, dregur nafn sitt af frægu bandarísku flugfylki í Kína og Burma í síðari heimsstyrjöldinni. Félagið var stofnað í lok stríðsins og stofnandinn, Robert Prescott, hafði verið einn af „Tígrunum fljúgandi", sem svo voru kallaðir. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika varð félagið stærsta flutningaflugfélag heims undir hans stjórn, en nú er í ráði að sameina það öðru fyrirtæki. Flugfélagið Flying Tiger er kennt við frœgt flugfylki í Kína í stnðinu Tomahawk-vél gerð klár fyrir árásarferð: góð laun og aukagreiðslur. Yfirmaður flugfylkisins Tígramir fljúgandi sem félagið er kennt við, var Claire Lee Chennault hershöfðingi, sem Chi- ang Kai-shek, leiðtogi kínverskra þjóðemis- sinna, gerði að flugmála- ráðgjafa sínum í júlí 1937, skömmu eftir að styijöld Kínveija og Japana brauzt út. Chennault, sem þá var 47 ára gamall flugkapteinn, var snjall orrustuflugmaður, sem hafði verið í flugher Bandaríkjahers, (US Army Air Corps), í 20 ár, en sagt sig úr honum einu ári áður, m.a. vegna þess að hann var farinn að heyra illa. Um skeið sýndu Chennault og tveir liðþjálfar listir sínar á flugsýn- ingum í hraðfleygum P-12-orrustu- flugvélum og vora kallaðir „Þrí- menningarnir í loftfimleikarólunni“ (Three Men on a Flying Trapeze). Hann kenndi í nokkur ár í skóla flughersins og benti á ýmsar nýst- árlegar aðferðir og brellur í loft- hemaði, sem hann fann upp sjálfur og prófaði. Ýmsir vora ósammála kenningum hans, en hann var talinn einn fremsti sérfræðingur heims í lofthemaði. Loftvarnakerfi Chiang Kai-shek gerði Chennault að ofursta þegar hann kom til Kína 1937. Næstu árin þjálfaði hann kínverska flugmenn og erlenda málaliða í kenningum sínum, en lítið reyndi á þær vegna yfirburða Jap- ana í lofti. Flugvélar hans voru úreltar og nemendur hans litt hæf- ir og óáreiðanlegir ævintýramenn. Þótt Chennault næði ekki þeim árangri, sem hann dreymdi um, vann hann það afrek að koma á fót traustu viðvöranarkerfi. Þúsundir bænda á japanska hemámssvæðinu og víðar í Kína fengu í hendur venjuleg útvarpsviðtæki og í hvert sinn sem flugvélar Japana hófu sig til flugs bárast viðvaranir til aðal- stöðva Chennaults. Síðan komu nánari fréttir um fjölda flugvél- anna, gerð þeirra og stefnu. Japan- ar bára kínverska flugherinn ofur- liði, en þeim tókst ekki að útrýma honum. Þegar Japanar höfðu lagt undir sig alla strandlengjuna gátu Kínveijar ekki fengið aðstoð erlend- is frá nema um Burmaveginn, sem lá um hliðarhryggi Himalayafjalla, milli Kunming í Yunnan og Lashio í Burma. Burmavegurinn var illveijanleg- ur fyrir loftárásum Japana. í árs- byijun 1941 lagði Chennaulttil við Chiang Kai-shek að komið yrði á fót sérstökum flugher skipuðum þjálfuðum bandarískum orrastu- flugmönnum til að veija Burmaveg- inn. Chennault fór til Bandaríkjanna til að ráða sjálfboðaliða. Kínverska stjórnin fékk 100 bandarískar P- 40-orrastuflugvélar með láns- og leigukjöram og Chennault hlaut óopinbert leyfi til að ráða banda- ríska herflugmenn og fv. herflug- menn. Vorið 1941 hafði hann ráðið um 90 sjálfboðaliða og Kínveijar samþykktu að greiða þeim 600 doll- ara mánaðarlaun og 500 dollara aukagreiðslu fyrir hveija japanska flugvél, sem þeir skytu niður. Auk þeirra réð Chennault 150 flugvéla- virkja. Flugher sinn kallaði haíin Bandaríska sjálfboðaliða-flugfylkið (American Volunteer Group, AVG). Flugvélunum var aðeins hægt að koma til Kína um Rangoon, höfuð- borg Burma. Chennault fékk að nota brezka flugstöð í Toungoo til að þjálfa menn sína í kenningum sínum, fræða þá um styrk og veik- Jeika japanskra flugmanna og flug- véla þeirra og koma á fót traustu og samhentu liði. í desember hafði það tekizt. „Hákarlakjafturinn“ Á þessum mánuðum ákváðu nokkrir flugmenn AVG að skreyta flugvélar sínar. Þeir máluðu augu og kjaft á nef P-40-flugvélanna og þær urðu líkastar tígrisháfum. Blaðamaður, sem kom í heimsókn, kallaði flugmennina „Tígrana fljúg- andi“ og nafnið festist við þá. Upp- haflega hafði „hákarlakjafturinn" verið notaður á Curtiss P-40- Tomahawk-vélar 112. sveitar brezka flughersins í Norður-Afríku sumarið 1940. Eftir árás Japana á Perluhöfn 7. desember 1941 sendi Chennault tvær flugsveitir sínar norður til Kunming til að veija Burmaveginn lengst í norðaustri. Þá þriðju sendi hann til Mingaladon skammt frá Rangoon. Vegna viðvöranarkerfis Chenn- aults vora Tígrarnir fljúgandi við öllu búnirþegarjapanskarflugvélar flugu í átt til Kunming frá Indó- Kína 19. desember. Níu japanskar sprengjuflugvélar vora skotnar nið- ur og Japanar reyndu ekki að gera aðra árás á Kunming fyrr en mörg- um mánuðum síðar. Lofthernaðurinn í Burma hófst 23. desember þegar 54 sprengju- flugvélar og 24 orrastuflugvélar Japana réðust á Rangoon. Flug- menn Breta og Bandaríkjamanna í Mingaladon höfðu ekkert viðvöran- arkerfi og vissu því ekki hvaðan á þá stóð veðrið, Þeir hófu sig til flugs þegar árásin stóð sem hæst og Tígarnir fljúgandi skutu niður sex japanskar flugvélar, en misstu tvær sjálfir. Næstu daga á eftir var hluti flug- vélaflota Tígranna sífellt á flugi til að koma í veg fyrir að Japanar kæmu aftur að óvöram. Loftárásir Japana stóijukust og þeir misstu margar flugvélar, en Bandaríkja- ■ ERLENDH HRIWCSfá eftir Guðm. Halldórsson menn fáar. Vegna óvæntrar og harðrar andspyrnu Tígranna ákváðu Japanar að senda færri sprengjuflugvélar í árásaferðir sínar og fleiri orrustuflugvélar til að veija þær. Tólfta febrúar 1942 höfðu Tígrarnir fljúgandi skotið niður tæplega 100 japanskar flugvélar og laskað nokkrar að auki. Sjálfír höfðu þeir misst 15 flugvélar, en níu bandarískir flugmenn, sem vora skotnir niður, komust aftur til stöðva sinna. Flugvélar Breta voru úreltar og flugmenn þeirra ekki eins velþjálfaðir og Tígramir, sem báru hita og þunga dagsins fyrstu mán- uðina. í ársbyijun 1942 kom bandarísk hermálanefnd undir forystu Josephs W. Stilwells hershöfðingja til Kína til að hjálpa Kínveijum að þjálfa hermenn sína, útvega þeim vistir og leiðbeina þeim um stríðsrekstur- inn. Stilwell varð herráðsforseti Chiang Kai-sheks, sem hafði tekið boði Breta og Bandaríkjamanna um að verða yfirhershöfðingi Banda- manna á Kínavígstöðvunum, og Chiang skipaði hann yfirmann kínversks leiðangurshers, sem átti að aðstoða Breta í Burma. Vel fór á með Stilwell og Chenn- ault í fyrstu og náin samvinna var með þeim. í júlí 1942 var Stilwell yfirmaður fámenns liðsafla Banda- ríkjamanna í Kína, Burma og á Indlandi. Bækistöðvar hans vora í Nýju Delhi og Chungking. Yfir „Hrygginn“ Þegar Japanar lokuðu Burma- veginum í apríl 1942 var aðeins hægft að koma birgðum flugleiðis til Kínveija í Kunming frá Chabua í Assam á Norðaustur-Indlandi. Vegalengdin var 500 mílur og fljúga þurfti yfír mikið íjallaflæmi, sem flugmenn kölluðu „Hrygginn" (The Hump). Hæstu tindar þar era 20.000 feta háir. Japanar höfðu komið fyrir orr- ustuflugvélum í Miyitkyina í Norð- ur-Burma og bandarísku flugvél- arnar urðu að fljúga í norður og síðan austur, fram hjá hlíðum Him- alayafjalla í suðaustanverðu Tíbet og yfir fjöllin nyrzt í Burma og í Vestur-Yunnan. Chennault, sem var orðinn hers- höfðingi í kínverska flughernum, kom sér fyrir í Kunming ásamt Tígrunum fljúgandi. Þeir gegndu því tvíþætta hlutverki að veija aust- urkafla flugleiðarinnar yfir „Hrygg- inn“ og styðja kínverska herinn í baráttu hans við Japana um yfirráð- in yfir Austur- og Mið-Kína. Birgðir Chennaults af eldsneyti, skotfærum og varahlutum minnk- uðu að mun. Litlar viðbótarbirgðir bárast yfir „Hrygginn“ og hann takmarkaði ferðir flugvéla sinna. Hann taldi að Tígrarnir ættu að fá meira af þeim birgðum, sem bár- ust, og óttaðist að aðgerðir hans mundu stöðvast með öllu, ef ástand- ið lagaðist ekki. Chennault hélt því fram að Tígrarnir fljúgandi gegndu mikil- vægara hlutverki en kínverski her- inn og að birgðir til þeirra ættu að hafa algeran forgang. Stilwell sagði að Chennault fengi megnið af birgð- unum, en þar sem hann átti að efla kínverska herinn vildi hann að Kínveijar fengju sem mest af þeim. Grannt varð á því góða með Chennault og Stilwell og þar við bættist ágreiningur um stöðu Tígranna fljúgandi. Þegar samið var um laun þeirra vora Bandaríkin ekki komin í stríðið og Kínveijar gátu ekki vænzt þess að þeir hættu lífi sínu án veralegrar áhættuþókn- unar. Málið horfði öðru vísi við eft- ir árás Japana á Perluhöfn. Tígrarn- ir fengu miklu hærri laun en flug- menn bandaríska flughersins, sem tóku nákvæmlega sömu áhættu og þeir og fengu engar aukagreiðslur. Nýr flugher Því varð þó ekki á móti mælt að menn Chennaults höfðu samið við kínversku stjórnina og samningur- inn rann ekki út fyrr en í júlí 1942. Bandarískir herforingjar vildu ekki að eitt bezta fluglið heims leystist upp og ákváðu að halda lífinu í AVG unz samningstímanum lyki. Um leið vora flugmennirnir hvattir til að gerast sjálfboðaliðar í flugher Bandaríkjahers og halda áfram að beijast við Japana í Kína. Chennault var sammála því að hann og menn hans ættu ekki að njóta sérstakra vildarkjara. Sjálfur samþykkti hann að ganga aftur í flugher Bandaríkjahers, þótt laun hans mundu snarlækka. Margir manna hans voru honum sammála, en töldu að Stilwell hefði ekki veitt þeim nægan stuðning. Því ákváðu flestir þeirra að beijast ekki undir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið C - Sunnudagur (08.01.1989)
https://timarit.is/issue/122276

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið C - Sunnudagur (08.01.1989)

Aðgerðir: