Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989
j euki
Nú bjóðum við öllum skemmtinefnd-
um að slá í gegn og halda árshátið á
Hótel Sögu með gistingu og öllu
tilheyrandi fyrir aðeins
/ / kr. 5.000.-
Þetta er kærkomin nýjung fyrir alla
Reykvíkinga oa aðra landsmenn
sem hyggja á áífehátíð í vetur.
Innifalið íverði: Salarleiga, hljómsveit,
þrírétta máltíð áð eigin vali, gisting
m/morgunverð\ein nótt í tvíbýli og aðgangur
að heilsurækt méð Ijósum, gufu, nuddpotti
o.fl. Hafið samband við Halldór Skaftason
eða söludeild í síma 91 -29900.
/ n
lnoTel>
cárcr
eftir Elínu
Pálmadóttur
Allir í Polly-
önnuleikinn!
á eru áramótin lukkulega
J afstaðin. Öllum fréttum ber
man um að fætt sé fyrsta
barnið á nýja árinu. Mikil og góð
tíðindi það. Og áramótin fóru
svona dæmalaust vel fram.
Voru einstaklega róleg. Fólk
slóst bara af krafti i heimahús-
um — út um allan bæ. Semsagt
gott! Þessi skrifari, svo sem
hverjum þjóðhollum ísiendingi
ber, kominn í jákvæðuna, er
gekk skipulega í garð með ára-
mótunum. Allir orðnir bjartsýn-
ir. Forsætisráðherrann okkar í
fararbroddi að hvetja þjóðina til
að hætta barlómi. Allt á uppleið.
Engin þjóðarkreppa hjá okkur
lengur, hvað þá þjóðargjaldþrot.
Á fagmáli nefnast víst svona
sveiflur milli oflætis og bölmóðs
geðhverfa eða manicdepressiva
og er þekkt fyrirbrigði. Og við.
þjóðin, komin í uppsveifluna.
Allir i Pollyönnuleikinn. Að
dæmi hennar Pollyönnu úr
þekktri bók Eleanoru Porters
gengur leikurinn sá út á að
finna alltaf eitthvað jákvætt í
hveiju máli. Einblína svo bara
á björtu hliðina. Og þarmeð get-
ur þjóðin kastað öllum sorgum
sínum bak við sig, og sér þær
aldrei meir. (Blásum á það þótt
stóra ensk-íslenska orðabókin
segi að Pollyanna lýsi „barna-
lega jákvæðri" söguhetju.) Við
erum semsagt á hinu nýja ári
1989 aftur orðin hamingjusam-
asta þjóð í heimi. Æ hvað það
er notalegt.
Það var svei mér gott að við,
að góðra manna ráðum, skulum
einmitt hafa hrokkið upp úr
áhyggjulægðinni í uppsveifluna
um áramótin. Ekki seinna
vænna. Rétt tími til að setja sig
í Pollyönnustellingarnar fyrir
fyrstu fréttir nýbyijaðs árs um
skattahækkanir, bensinhækk-
anir, tollahækkanir á bílum,
gengisfellingu með hækkun á
innfluttum vörum, hækkuðum
sköttum á ibúðarhúsin okkar
o.s.frv. Eins gott að vera ekki
að skáskjóta augunum á annað
en björtu hliðarnar. Mikið lif-
. andis ósköp geta hjón til dæmis
glaðst við fréttir um hækkaðan
eignaskatt með því að hugleiða
bara að þau greiða þó minna af
tvöföldum tekjum en einstakl-
ingurinn af einum fyrir jafn-
stóra eign. Og ef þau eru nú svo
heppin að auki að búa úti á landi
en ekki á þéttbýlisnesinu hér
suðausturfrá þá vænkast enn
hagur Strympu með enn lægri
skatti af samskonar eign. Það
er bara að koma auga á björtu
hliðarnar. Hvarvetna ku blasa
við hús velmenntaðar þjóðar.
Til hvers eru þau svosem ann-
ars en að smáhirða þau upp í
þarfir þjóðarinnar eða láta þau
grotna niður? Með Pollyönnuað-
ferðinni verður allt svo undur
gott og bjart. Gott að við vorum
hvött til að taka hana upp.
Undir lok síðasta árs var sú
sem hér situr við tölvu til dæm-
•is orðin aldeilis gáttuð á þessari
byggingarglöðu þjóð, sem lætur
svo bara grotna niður án við-
halds allar þær opinberu bygg-
ingarsem'hún á undan var búin
að koma sér upp. Þjóðleikhúsið
að hrynja, Þjóðminjasafnsbygg-
ingin óbrúkleg af vanhirðu,
Bessastaðir leka, skjöl og heim-
ildir tína tölunni vegna óinnrétt-
aðs eða hálfbyggðs geymsluhús-
næðis o.s.frv. Alveg er þetta nú
makalaus þjóð, hugsaði maður
hundfúll fyrir áramótin, meðan
þjóðin var í andlegu lægðinni og
kreppunni. Rétt að maður hefði
rænu á að afasaka hana með
GÍFURLEG VERÐUEKKUN
ÁÖLLUM SKÓFATNAÐI
Vegna eigendaskipta á allt að seljast
GERIÐ ÞVI KAUP
ALDARINNAR Á:
LEÐURSTÍGVELUM KARLMANNASKÓM
KULDASKÓM BARNASKÓM
m
Laugavegi 95, s.21932
(Áöur Skóv. ÞórÖar Ftturss.)