Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 12
,12) C MORGUNBLAÐIÐ AFIWIÆU SUNNUDAGUR.'8.i JANÚAR 1989 Guðbjörg S. Þorsteinsdóttir 70 ára er í dag Guðbjörg Salóme Þorsteinsdóttir, Pólgötu 6 á ísafirði, hún fæddist 8. janúar 1919 í Hörgshlíð, Mjóafirði við Ísaíjarðar- djúp. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Friðgeir Halldórsson og kona hans, Ingibjörg Siguðardóttir. Þau áttu aðra dóttur, Þórdísi Elínu, en hún lést 1943, tvítug að aldri. Fjölskyldan flytur að Vogum við Isafjörð í sömu sveit 1924. A heimil- inu voru afi og amma Guðbjargar. Hann las húslestra alla helga daga og á vetrarkvöldum. Þá voru líka sungnir Passíusálmar á föstunni. Þessi heimilis guðrækni hafði góð áhfrif á hina ungu bamssál, því ung að árum las hún mikið í Nýja testa- mentinu og lærði vers og bænir utanbókar, og fór að biðja með eig- in orðum. 1937 fluttu þau Þorsteinn og Ingibjörg aftur að Hörgshlíð og átti Guðbjörg þar heimili til 1946, er hún stofnaði sjálf heimili á Isafirði, sem er nú reyndar við Skut- ulsfjörð. Þar hefur hún átt heima síðan. Árið 1941 kynnist hún fyrst hvítasunnufólki. Á björtum vordegi hitti hún Kristínu Sæmunds, þær voru sveitungar. Kristín var líka frá Hörgshlíð, hún var trúboði í ára- tugi, bæði í Noregi og hér á landi. Hún var mikil merkiskona. Frá haustinu 1941 og áfram vann Guð- björg á saumastofu hjá Kristínu, en þær urðu miklar vinkonur. Einn- ig sótti hún Biblíulestra, en fyrsta vakningarsamkoman sem hún kom á var í Hnífsdal. Þar var húsfyllir og henni virtust flestir mjög snortn- ir. Á nýársdag 1942 tók hún á móti Jesú Kristi sem sínum per- sónulega Frelsara, en í júní 1944 tekur hún niðurdýfingarskím á Akureyri. „Sá sem trúir og skírist mun hólpinn verða.“ Mark. 16:16. Um þetta leyti kynnist hún Sigfúsi Bergmann Valdimarssyni frá Blönduósi. Þau gengu í heilagt hjónaband 8. júlí 1945. Foreldrar Sigfúsar vom Valdimar Jóhannsson verkamaður og Sigríður Jónsdóttir húsmóðir. Foreldrar Þorsteins í Hörgshlíð vom Halldór Sigurðsson FLOTTFORM Æ fingakerfið býður upp á þægilega leið til að styrkja og liðka líka- mann, án þess að ofreyna vöðva og fá harðsperrur. Vegna einstaks sam- blands af líkamshreyfing- um og síendurteknum æf- ingum, þar sem vöðvarnir eru spenntir án þess að lengd þeirra breytist, geta bekkirnir okkar sjö styrkt og liðkað mismunandi hluta líkamans. Auknar birgðir súrefnis og bætt blóðstreymi hjálpa til við að brjóta niður erfiða app- elsínuhúð og losa um vöðvabólgu, bakverk svo og aðra álagssjúkdóma. GETUR ELDRA FÓLK NOTIÐ GÓÐS AFÞESSUM TÆKJUM? Já, þessi þægilega leið við að hreyfa líkamann er kjörin fyrir eldra fólk, vegna þess að allir geta æft á sínum hraða. Aukinn sveigjanleiki og aukið vöðvaþol, sem kemur með þessum tækjum, er kjörið fyrir þá, sem hafa stífa vöðva eða eru með liðagigt. Eg, Steinunn Knútsdóttir hjúkrunarfræðingur, verð með megrunarnámskeið fyrir fólk sem vill grennast. Það sem ég býð upp á er: vigtun 1 sinni í viku og leið- beiningar um rétt fæðuval sniðið að börfum hvers og eins. Sigríður Jónsdóttir, 48 ára Þegar ég sá auglýsingu um bekkjaleik- fimi hjá Flott Form fannst mér spenn- andi að prófa. Strax eftir fyrstu tímana fann ég breytingu tll batnaðar, aukið þrek og þol, laus við bjúg í fótum, blóð- þrýstingur í betra lagi og svo er ég mikið betri af vöðvabólgunni + færri kíló oa sentimetrar. öll líðan miklu betri. tg mæli með Flott Form. Hans Indriðason Þaö sem mér finnst aðalatriðið viö Flott Form bekkina er að það er gaman að gera æfingarnar. Þú þarft ekki að pína þig til þess að gera leiðinlegar æfingar í marga mánuði til þess að sjá einhvern árangur, og mér líöur vel bæði á sál og líkama eftir tímana. Þaö spillir síðan ekki fyrir að það er gaman aö koma í Dansstúdíóið, margt fólk, líf og fjör og öll aöstaöa til fyrirmyndar. Halldóra Anna Guðmundsdóttir, 23 ára Á þeim stutta tíma sem ég hef stundað Flott Form hefur kílóunum og sm fækk- að. Ennfremur hef ég losnað við vonda verki í mjaðma- og hnjáliðum sem hafa hrjáð mig í áraraðir. Mér var ráðlagt að fara í létta leikfimi en allt kom fyrir ekki, mér leið ekkert betur. Þá sagði læknirinn minn mér að hann hefði heyrt um Flott Form bekkina og gæti maður náð góöum árangri þar. Eg fylgdi hans ráðum og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Ég hef alveg losnað við all- ar þrautir sem höfðu hrjáð mig í mjöðm- um og hnjám. Sem saat alveg verkja- laus aðeins vellíðan. fcg get hiklaust mælt með Flott Form fyrir alla aldurs- hópa hjá körlum og konum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Þetta er ágætis þjálfun, hressandi og hæfilega erfið, Ég tel að þessi tæki henti fólki á öllum aldri og i öllum þyngd- arflokkum. Jakobína Kristjánsdóttir, 55 ára Ég hef fengið heilmikið út úr því að fara i Flott Form þvi ég var ekki fær um að fara í neina aðra leikfimi. Ég hef öll styrkst og fengið meiri orku og betri heilsu af þvi að fara i æfingarnar án þess þó að það reyndi of mikið á mig, sem er mikill kostur fyrir fólk sem ekki hefur stundað líkamsrækt lengi. Þetta er það eina form sem hefði getaö hent- að mér og flestu fólki á minum aldri, þvi það eru ekki allir sem geta farið i leikfimi, svona einn, tveir og þrír svo að ég mæli eindregið með Flottu Formi. Þetta eru leikfimisæfingar sem eiga vel við velmegunarsvæði likamans. Senti- metrum og kílóum hefur fækkaö og er ég allur mun hressari og ætla því að halda áfram. Átak frá manni sjálfum er sjálfstillandi og allt undir viljanum kom- ið hver árangurinn verður. Ég mæli með Flott Form. PANTIÐ TIMA TÍMANLEGA Hreyfing sf. Engjateigi 1, Rvík (Dansstúdíó Sóleyjar) sími: 680677 Við bjóðum alltaf einn frían kynningartfma. Hreyfing sf. Kleifarseli 18, Breiðholti Sími: 670370 Við höfum opið frá kl 9-22 alla virka daga og 10-16 laugardaga Verð: 10 tíma kort 4.655,- Innifalið megrunarnámskeið fyrir þá sem hafa áhuga. frá Bjamastöðum sem áður er sagt frá og kona hans, Þórdís Guð- mundsdóttir. Foreldrar Ingibjargar í Hörgshlíð voru Sigurður Bjama- son frá Hálshúsum og kona hans, Guðfinna Jónsdóttir. Guðbjörg er sjötti ættliður frá Þorkatli Þorkels- syni herppstjóra á Sléttu, sem fæddur var um 1721, og á hún stór- an frændgarð úr Sléttuhreppi. Þar á meðal er undirritaður. Guðbjörg og Salóme Guðmundsdóttir móðir séra Amar Bárðar Jónssonar í Grindavík eru bræðradætur. Börn Sigfúsar og Guðbjargar em: Sigríð- ur Helga, snyrtifræðingur á Pat- reksfirði. Maki: Björn Gíslason. Þau eiga 3 börn. Ingibjörg Elín, húsmóð- ir á Suðureyri. Maki: Jón Víðir Njálsson. Þau eiga 3 börn. Þor- steinn, rafvirki á Hólmavík. Maki: Rósa Kjartansdóttir frá Eskifirði. Þau eiga 3 böm. Jóhann Guðmund- ur, sjómaður á ísafirði. Maki: Svanfríður Amórsdóttir. Þau eiga 3 böm. Stjúpsonur Guðbjargar frá 7 ára aldri er Hermann Sigfússon, sjómaður í Hafnarfirði, sonur Sig- fúsar frá fyrra hjónabandi. Maki: Ósk Óskarsdóttir. Þau eiga 5 böm á lífi. Salem-söfnuðurinn á ísafirði var stofnaður 1. janúar 1945 og er Guðbjörg meðal stofnenda. Nokkr- um árum áður, eða í seinna stríðinu, hafði norskættaður Ameríkumaður, Amulf Kjrvik, byijað starf á vegum hvítasunnumanna í Hnífsdal, og var vísirinn að Salem-söfnuðinum. Sigfús, maður Guðbjargar, hefur verið með kristilegt sjómannastarf á vegum Salem-safnaðarins síðan 1946 og hafa safnaðarsystumar stutt það með ráðum og dáð frá byijun. Þessi starfsemi er mikils metin af sjómönnum, bæði íslensk- um og erlendum. Salem-söfnuðurinn festi kaup á húseigninni Fjarðarstræti 24 árið 1945 og hefir það verið í eigu safn- aðarins síðan. Þar var áður Hús- mæðraskólinn Ósk, merk mennipg- arstofnun. Nú er verið að endur- byggja þetta blessaða hús, og hafa margir stutt það verkefni með vinnu sinni, fjárframlögum og fyrirbæn- um. „Guð blessar glaðan gjafara.“ 2. Kor. 9:8. „Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýt- is.“ Sálm. 127:1. Sigfús og Guð- björg áttu heima í Salem-húsinu í liðlega 20 ár og em kennd við það og söfnuðinn. Guðbjörg heldur mik- ið upp’á sveitina sína, Vatnsfjarðar- sveit, og gamla sveitunga. Hún getur tekið undir með Davíð kon- ungi og sálmaskáldi þar sem hann segir: „Drottinn er hlutskipti mitt, og minn afmældi bikar. Þú heldur uppi hlut mínum. Mérféllu að erfða- hlut indælir staðir, og arfleifð mín líkar mér vel.“ Sálm. 16:5-6. Að lokum þakka ég Guðbjörgu frænku minni og vinkonu góð kynni og gestrisni og sendi henni hug- heilar afmæliskveðjur og óska henni Guðs blessunar og góðra daga. Guðjón Finndal Finnbogason í Kaupmannahöfn f/est í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.