Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989
C 5
eitri sem þau fengju með vatninu?
Þetta var svo fjarstæðukennd rök-
semdafærsla á sínum tíma að það
tekur því varla að tala um hana,“
segir Guðmundur og hristir höfuð-
ið.
Börn fari fyrst
til tannlæknis 3 ára
Fyrst ekki er flúor í vatninu
mælist ég til þess að börn komi
fyrst í skoðun þriggja ára gömul,
nema grunur leiki á að eitthvað
sé að fyrir þann aldur. Þá kynnast
þau tannlækninum, tækjunum og
umhverfínu áður en þarf að byija
að gera við. Það er mikilvægt að
fyrsta reynsla bamsins sé jákvæð
og ákveðið traust myndist milli
þess og tannlæknisins. Það er einn-
ig æskilegt að fólk hafi ákveðinn
heimilis-tannlækni, sem það getur
leitað til dag og nótt ef neyðartil-
felli kemur upp. Annars er svo
margt sem tengist góðri heilsu
tannanna. Auk þess sem ég hef
getið, er mikilvægt að fólk bursti
tennur sínar rétt, en þjösnist ekki
einhvem vegin á tönnunum.
Tannburstun verði
skemmtileg
Mörg böm vilja ekki að tennur
þeirra séu burstaðar. Það kemur
í hlut foreldranna að gera athöfn-
ina aðlaðandi. Til dæmis er hægt
að veita verðlaun, sem mega samt
auðvitað ekki vera sætindi af neinu
tagi, kaupa reglulega nýja tann-
bursta, mismunandi á lit og annað.
Hvað varðar tannmenntun al-
mennings er hún að stórbatna.
Fólk núna er meira meðvitað um
tannhirðu en áður, þó ég hafi séð
óhuggulega hluti á einangmðustu
stöðum landsins. Á sumum stöðum
þykir ekkert eðlilegra en fólk sé
komið með falskar tennur um
tvítugt! Almennt er ástandið þó
miklu betra og ég held að það sé
í kjölfar aukinnar tannlæknaþjón-
ustu.
Að ríkið sé einhver
voða góður karl sem
borgar...
Að tannlæknar séu dýrir og
tannlæknar séu svo ríkir er gömul
tugga. En hvað um almenna
iækna? Fólk heldur að almenn
læknisþjónusta kosti ekkert af því
ríkið greiðir niður alla almenna
læknisþjónustu. Það kostar
kannski nokkra hundraðkalla að
fara í skoðun til almenns sérfræð-
irigs, en auðvitað greiðir ríkið þetta
margfalt niður. Fólk greiðir í
mesta lagi brot af heildarkostnaði.
Sumir virðast halda að ríkið sé
einhver voða góður karl sem borg-
ar og borgar! En hver er ríkið? Jú,
Guðmundur Ágúsf Björns-
son: „Það er allra hagur að sjúkl
ingnum líði eins vel og kostur er.“
kynnast börnin tækjunum í ró
og afslöppuðu andrúmslofti og h<
í tækjunum án þess að finna s
það em þú og ég. Ég er hlynntur
því að tannlæknaþjónusta sé
greidd niður af hinu opinbera, inn-
an skynsamlegra marka, en ég vil
að fólk borgi fyrir alla læknis-
þjónustu, hvers eðlis sem hún er,
og síðan sé endurgreiðslukerfið
notað. Ég held að það myndi vekja
marga til umhugsunar, ef þeir
þyrftu að borga fyrir sjúkrahús-
dvöl, þó að þeir fái endurgreiðslu.
Það kæmi mér ekki á óvart ef
dýrasta rúmpláss í heimi væri á
íslenskum ríkisspitölum. Sumt af
því sem greitt er fyrir af hinu opin-
bera í heilbrigðiskerfinu, má
skammlaust missa sig, til dæmis
það sem ég kalla aumingjaskap
og eða hégóma. I staðinn ætti að
bæta niðurgreiðslur til aldraðra til
dæmis í tannlækningum sem og
vegna gleraugna fyrir börn og
aldraða. Dekrið við áunna óreglu
er tímaskekkja meðan gamla fólk-
ið og bömin sitja á hakanum.
Gott samband læknis
og sjúklings besta
ráðið við fælni
Auðvitað kemur stundum fólk
sem er lafhrætt, en það er einstakl-
ingsbundið hvernig ég tek á slíku.
í öllum tilfellum er þó mikilvægast
að gott samband sé milli læknis
og sjúklings og milli þeirra ríki
traust. Ég reikna með að ein helsta
ástæðan fyrir þessari hræðslu sé
slæm reynsla, annað- hvort eigin
reynsla eða annarra. Fyrir þá sem
em haldnir slíkri hræðslu er mikil-
vægt að vera hjá sama tannlækn-
inum, svo framarlega sem þeir eiga
kost á því. Þessi persónulegu
tengsl eru hluti af öllu lækna-
starfi. Maður verður að geta feng-
ið fólk til að slappa af. Ég reyni
að hafa stofuna mína hlýlega, nán-
ast heimilislega, ég nota aldrei
hvítan læknisslopp, enda em hvítu
sloppamir oft hluti af fælninni.
Fólk þarf að viðurkenna þá stað-
reynd að það verður að fara til
læknis, þó það þjáist af fælni. Ég
hef ekki trú á að róandi lyf hjálpi
fólki að losna undan fælninni, held-
ur er þetta að mínu mati fyrst og
fremst spurning um að fólk geti
slappað af.
Umræða um allt sem viðkemur
tönnum verður að vera jákvæð ef
góður árangur á að nást. Foreldrar
mega ekki hræða bömin með
„tannlækninum sem þarf að bora
í tennurnar ef þau borða gotterí
eða bursta ekki tennurnar". Ann-
ars reyni ég nú oft að líta fram
hjá fælni fólks, þykist ekki taka
eftir neinu og reyni að eyða
hræðslunni, fá fólk til að gleyma
henni og hugsa um eitthvað ann-
að.“
auka. Þess má geta að við tölum
ekki um bor heldur bursta við börn-
in og í stað þess að tala um deyf-
ingu tölum við um að svæfa tönnina.
Fólk komi reglulega
til tannlæknis
Tannhirðan er afar mikilvæg og
að sjálfsögðu er mataræðið það einn-
ig. Forvarnarstarf hefur aukist til
muna á síðustu ámm og ég held að
flestir tannlæknar vilji að Islending-
ar hafi sem heiibrigðastar tennur,
þó það kunni að hljóma undarlega
að menn vinni hálfpartinn á móti
eigin starfsstétt."
Guðmundur segir að honum þætti
eðlilegt að tannviðgerðir væm
greiddar niður hjá fólki fram að
20-22 ára aldri. „Þá em flestir
komnir yfir þann aldur sem tann-
skemmdir eru tíðastar. Margt ungt
fólk hefur hreinlega ekki fjárráð til
að láta gera við tennurnar í sér og
það fer oft ekki til tannlæknis í
mörg ár, frá því það er 17 ára þar
til það er orðið 25 til 26 ára og allt
er komið í óefni. En ef fólk kemur
reglulega til tannlæknis frá barns-
aldri, á sex mánaða fresti, er hægt
að fylgjast vel með tönnunum, og
hægt að gera við áður en skemmd-
irnar verða alvarlegar. Þá em út-
gjöldin heldur ekki eins mikil í hvert
skipti."
'Veturí Portúgal
4, 6, 8,
og 10 vikur
FerðaskrifstofurnarEVRÓPUFERÐIR, RATVÍSOG FERÐAVAL
bjóða ykkur upp á 4, 6, 8 og 10 vikna ferðirtil Portúgal í vetur.
Hægt er að velja um gistingu á Madeira,í Algarve eða á Lissa-
bon-ströndinni. Verð frá kr. 53.200,-
Lissabon
Algarve
Einnig standa ykkur til boða styttri ferðir (3-30 dagar) með gist-
ingu í íbúðum eða 3 til 5 stjörnu hótelum víðsvegar um
Portúgal. Þið getið heimsótt heimsborgirnar Lissabon og
London í einni ferð, spókað ykkur á strönd ALGARVE eða leik-
ið golf á einhverjum bestu golfvöllum Evrópu.
Madeira
Þeir sem vilja hvílast og slappa af ífögru umhverfi býðst úrval
af gististöðum á hinni margrómuðu eyju Madeira.
Ef þig vantar ferðafélaga, þá er hann
e.t.v. áskráhjáokkur.
Nánari upplýsingar fúslega veittar á skrifstofum okkar
evrópuferðir
KLAPPARSTÍG 25-27
101 REYKJAVÍK,
SÍMI 628181.
ÍRATVÍS
'Travel
HAMRABORG 1-3,
280 KOPAVOGISlMi 641522.
FERÐAmVALHF
TRAVEL AGENCY
HAFNARSTRÆTI18,
101 REYKJAVtK, SÍMI14480.
KENNSLUSTAÐIR:
HVERFISGATA 46,
M0SFELLSBÆR,
F0LDASKÓLI,
AKRANES
Börn og
unglingar
Nýtt dansár - Fullt af dansnýjungum
Innritun hafin í s: 621088 frá kl. 13-17.
Afliending skírleina fyrir alla
nemendur skólans vcrdur laugardaginn 14.
janúarfrákl. 14-18.
Kennslahefslmánudaginn 16. janúar.