Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 29
al útlendinga. í tali manna kom þar
að Steingrímur spurði Matthías um
tiltekið atriði íslendingasagná. Eftir
að hafa farið með söguna frá upp-
hafí til enda varð einum farþegan-
um fyrir að spyija hver próf hann
hefði tekið í þessum fræðum. Matt-
hías sagðist þá vera með próf-
skilríkin á sér og sýndi viðstöddum
ökuskírteinið.
Lýsir þetta nokkuð því hve Matt-
hías gat afgreitt hlutina með fáum
orðum en eftirminnilegum. Fjarri
honum var að harma skamma
skólagöngu og ytri aðstæður ungl-
ingsáranna enda maður öfundar-
laus og ósnortinn af hinu algenga
brölti til metorða.
í skrifum um aldrað fólk er oftar
en hitt talað um fátæktina. Auðvit-
að var hún fylgikona á æskuheim-
ili Matthíasar en hitt undrunarefni
að kona með stóran bamahóp skyldi
ná því að verða talin í góðum efn-
um. Því veldur ekki einn heldur var
slíkt manndómsmót á börnum Guð-
rúnar Matthíasdóttur að eftir var
tekið.
Snemma sýndi Matthías að þar
fór maður sem gat sett annarra
byrðar ofan á milli sinna og gerði
í þögn.
Bróðir hans, yngstur þeirra
systkina, þurfti að liggja á spítala
barn að aldri. Matthías lá þá með
honum svo hann yrði rórri en 6 ára
aldursmunur var með þeim.
Matthías þurfti aldrei að sýnast
eða sanna sig í nokkru máli.
Bróðirinn sem hann forðum gætti
á spítalanum var í mörg ár haldinn
sjúkdómi er ekki gefur grið. Við
kynnumst fólki best, þegar storm-
urinn er í fangið og hvemig hver
og einn bregst við. Nú var það að
þeir bræðurnir hittust reglulega
eftir áralangan aðskilnað vegna
búsetu.
Matthías kom á sjúkrastofuna,
hress í bragði, stakk sixpensaranum
í vasann og tók til við þar sem frá
var horfíð um sagnir úr Kjósinni
og af borgarlífinu. Frásögnin var
þannig framsett að ekki þurfti að
svara en -sjúklingnum orðið tregt
tungu að hræra.
Frásögnin var hæg en án hiks.
Svo brá hann sér í ættfræði og
athugasemdir áður en kom.að aðal-
efninu. Flutningurinn var lifandi og
innskotin oft meinfyndin.
Fyrr á ævi gekk ég að mat
mínum vetrarlangt við borð Guð-
rúnar og Matthíasar. Þetta var í
því húsi, sem amma mín átti áður
og rak í veitingastofu á neðri hæð-
inni.
Á loftinu var húsrými undir þeirri
stærð sem ætlandi er heilli fjöl-
skyldu en dyr stóðu jafnan opnar
gestum og gangandi. Þá voru versl-
unarferðir fólks á Laugaveginn og
í Kvosina en Traðarkotssundið mið-
svæðis.
Matthías og Guðrún hófu búskap
sinn í Traðarkotssundi 6. Þar
bjuggu þau langt framyfir það, sem
þeim var nauðsynlegt. Veitinga-
rekstur móður hans og allar að-
stæður þurftu á þeim hjónum að
halda. Návist Matthíasar dugði eða
grunur um nærveru hans svo hlut-
imir ekki sporðreistust.
Síðar á ævi fluttu þau hjónin að
Bólstaðarhlíð 50 í eignaríbúð og þar
stóð hið langa ævikvöld Matthíasar.
Fyrir röskum 20 árum var efnt
til ættarmóts niðja og tengdafólks
Guðrúnar Matthíasardóttur og
manns hennar Stefáns Hannesson-
ar. Barnaböm þeirra stóðu fyrir
þessu og er orðin venja sem von-
andi verður framhald á. Með Matt-
híasi eru horfin böm Guðrúnar og
Stefáns.
Áa- og niðjatal þeirra hjóna er
rakið á öðrum stað þar sem mælt
er eftir Matthías Stefánsson.
Grímstaðaholtið var í Seltjarnar-
neshreppi fram til 1928. Þar í húsi
ekki stóru, Austurkoti, fæddist
Matthías. Leiðin til Reykjavíkur lá
um óbyggt svæði, Melana. Hlutverk
barna og unglinga var gjaman að
flytja afurðir í bæinn, mjólk og fisk-
meti en nauðsynjavöru aðra heim.
Kýr og hross voru í haga oft í furðu
mikilli ijarlægð. Verkefni ungs
drengs voru mikil og mannlífið svip-
að og gerðist til sveita.
Matthías hóf störf hjá ungu fyrir-
tæki, sem til fjölda ára hefír veitt
samborgurunum veigamikla þjón-
G8G
MbRÓUNBLAÐIÐ MINNÍhiGARiri
.
“-8. JANUAR 1989
ustu. Hann varð starfsmaður RR
árið 1926 en stofnunin þá fárra ára
gömul.
Honum var falin stjórnun og
umsjón fyrsta bílsins sem Raf-
magnsveitan eignaðist. Stærri var
bílaflotinn ekki fyrstu starfsár
hans. Þá varð hver og einn að
bjarga málum er upp komu en
bíllinn gekk best í höndum sama
manns.
Þetta farartæki var að leysa
hestinn af hólmi, öflugt en við-
kvæmt og alúðin ein giiti ef lag
átti að vera á hlutunum.
Melarnir byggðust og önnur
svæði urðu þéttbýlli. Tækni fleygði
fram og verksvið RRjókst. Virkjan-
ir reistar og línur lagðar.
Breytingunum fylgdi Matthías
eftir en breyttist lítt sjálfur.
Uppruni hans var í Kjósinni og
sú sveit honum afar kær. Þangað
fór hann um árabil á hvern bæ í
rafmagnserindum.
Borgin þandist út og Matthías
gladdist yfir framförum og vissi
hvemig málum hennar væri best
borgið. Er aldursmarki starfsmanna
hins opinbera var náð starfaði Matt-
hías enn í nokkur ár hjá stofnun
sinni og henti gaman að því að
vera orðinn lausráðinn.
Á ættarmótum seinni ára gerði
Matthías ýmist að mæta eða koma
ekki. Sjálfsagt hefír honum fallið
miður að vera miðpunktur sam-
kvæmis, þá orðinn einn eftir systk-
ina sinna. Honum lét betur að deila
kjömm með samstarfsmönnum og
fjölskyldu sinni en vera í sviðsljós-
inu.
Nú emm við barnabörn þeirra
hjóna, sem ættarmótin byggjast á,
búin að fela okkar börnum fmm-
kvæði í þessu efni. Þau hafa rætt
um að næsti fundarstaður verði
Fossá í Kjós en þar bjuggu foreldr-
ar Guðrúnar Matthíasdóttur.
Matthías og systkini hans bám
öll þess merki að hafa hlotið upp-
eldi við kjör frá fátækt til bjarg-
álna. Móðir þeirra varð síðar efnuð
kona ef ekki rík. Fer það eftir þeim
málstokki, sem við leggjum á eign-
ir fyrri tíma.
í íslendingasögum er víða sagt
frá mönnum er hófust upp af sjálf-
um sér. Trúr og sannfærandi fuil-
trúi þeirra er gerðu ávallt fyrstu
og mestar kröfur til sjálfra sín er
föðurbróðir minn Matthías Stefáns-
son.
Guðrúnu Kortsdóttur, bömum
hennar og niðjum bið ég þess að
blessuð verði þeim minningin.
Björn Sigurðsson
Matthías Stefánsson fyrrverandi
birfreiðastjóri hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur er látinn. Hann andað-
ist á Gamlársdag á hjúkmnar-
heimilinu Skjóli í Reykjavík, 91 árs
að aldri, saddur lífdaga eftir langa
og starfsama ævi. Útför hans verð-
ur gerð frá Dómkirkjunni í
Reykjavík á morgun, mánudaginn
9. desember.
Matthías móðurafi minn var bor-
inn og bamfæddur Reykvíkingur,
fæddur á Bjargi á Grímsstaðaholti
við Skeijafjörð 13. okt. 1897. For-
eldrar hans vom Stefán Hannesson
smiður og sjómaður frá Litla-Botni
í Hvalfírði og kona hans, Guðrún
Matthíasdóttir veitingakona frá
Fossá í Kjós. Afí var fyrir miðjum
hópi átta systkina, sem öll em lát-
in. Elstur var Páll Böðvar f. 1886,
trésmiður og kunnur kvæðamaður
í Reykjavík, Sesselja f. 1890 tré-
smiður og kunnur kvæðamaður í
Reykjavík, Sesselja f. 1890, húsfrú
í Reykjavík, Kristín Guðrún f. 1892,
d. í Rvík 1906, Ragnhildur f. 1886,
húsfrú í Keflavik, Gunnar f. 1900,
verkstjóri í Reykjavík, Jakobína
Ágústa f. 1901, d. í Rvík 1902, og
Sigurður f. 1903, vígslubiskup
Hólastiftis.
Foreldrar afa slitu samvistum
þegar hann var liðlega tíu ára og
ólst hann upp hjá móður sinni ásamt
Sigurði bróður sínum. Guðrún móð-
ir hans var skömngur í skaplyndi
og framkvæmdum. Árið 1913 hóf
hún veitingarekstur í Traðarkots-
sundi 6 og efnaðist vel með eljusemi
og hagsýni, en örlát fátækum og
auðnulausum. Afi þurfti snemma
að taka tiL hendinni, samfara
skyldunámi fylgdi hann móður sinni
oft til vinnu og gætti Sigurðar bróð-
ur síns. Þá vann hann einnig sem
vikapiltur og seldi dagblöð. Þrettán
ára gamall fékk hann tuttugu krón-
ur á mánuði fyrir að selja Vísi, af
þeim borgaði hann átján krónur
heim til móður sinnar. Á sumrin
var hann í sveit á ýmsum bæjum í
Kjós, en sextán ára gamall réðst
hann sem ársmaður til séra Hali-
dórs á Reynivöllum í Kjós og er þar
í fjögur ár. Þessa tíma heyrði ég
afa oft minnast með ánægju og
hlýju. Hjá séra Halldóri lærði hann
ýmislegt sem hann hafði ekki haft
tækifæri til áður, svo sem að leika
á orgel og eins að kynnast góðum
bókum fornum sem nýjum. Alla
ævi bjó hann að þessum lærdómi á
Reynivöllum. Hann var vel lesinn í
Islendingasögunum og þó svo að
hann hafí sjaldan flíkað þeirri kunn-
áttu sinni, vissu allir sem vel til
hans þekktu hversu minnugur hann
var á margt úr sögunum, sérstak-
lega Grettissögu og Egilssögu. Afí
var mjög músíkalskur og fljótlega
eftir að hann fór að búa eignaðist
hann orgel. Orgelið veitti honum
mikla ánæjgu og góða hvíld eftir
erfíðan og langan vinnudag. Þá
hafði hann gaman af söng og móð-
ir mín hefur sagt mér að oft hafí
hann fengið þau krakkana til að
syngja með sér við orgelið. Eg
minnist oft þeirra stunda er hann
á gamals aldri heimsótti okkur aust-
ur í Egilsstaði og settist við píanó-
ið, fann fram nótnabók með sálmum
og lék af veikum mætti þar sem
vinnulúnar hendur og krepptir fing-
ur létu ekki að stjórn tónelskum
strengjum hugar og hjarta.
Tvítugur heldur afi til sjós, fyrst
er hann á skútum Duus-félagsins,
en síðan á togurum með kunnum
aflamönnum. Árið 1923 kvæntist
afi eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu
f. 8. febr. 1900, Kortsdóttur bónda
og formanns á Tjöm og síðar
Bfunnastöðum á Vatnsleysuströnd.
Amma er komin af dugmiklu og
alvörugefnu fólki er bjó við þeirra
tíma rúman efnahag. Ung þurfti
hún að taka við búsforráðum í lang-
vinnum veikindum móður sinnar,
sem hún missti sextán ára gömul.
Það var ekkert áhlaupaverk grann-
vaxinni unglingsstúlku, en dugnað-
ur var henni í blóð borinn. Af sama
dugnaði bjó hún afa og bömum
þeirra gott og fallegt heimili á efri
hæð í húsi Guðrúnar tengdamóður
sinnar í Traðarkotssundi 6.
Afí og amma eignuðust fjögur
böm sem öll eru á lífi en þau em:
Guðrún afgreiðslukona í Reykjavík
er var gift Gísla Stefánssyni hótel-
haldara á Siglufirði en hann fórst
í húsbruna árið 1958 ásamt sex ára
syni þeirra, þau eignuðust fjögur
böm; Mattías yfirverkstjóri hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur,
kvæntur Líneyju Siguijónsdóttur
snyrtifræðingi og eiga þau þijár
dætur; Margrét hárkollumeistari í
Þjóðleikhúsinu, gift Ásbimi Magn-
ússyni framkvæmdastjóra og eiga
þau einn son; Hulda húsmóðir á
Egilsstöðum, gift Jóni Péturssyni
héraðsdýralækni og eiga þau þijú
böm.
Það var allajafna gestkvæmt í
Sundinu. Afí hélt mikilli tryggð við
systkini sín og systkinabörn og eins
er amma vinaföst og frændrækin.
Það var því oft þröngt setið í eld-
húsinu hjá ömmu, sem veitti af
rausnarskap þótt heimilisþarfirnar
væru margar. Árið 1926 réðst afi
til starfa hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur og starfaði þar sam-
fleytt í 43 ár. Fyrstu árin var hann
bílstjóri á 1 */2 tonns hálfkassabíl
og sá um að flytja línumannaflokka
til og frá vinnu. Um skeið var hann
einnig línumaður, en fljótlega varð
bílstjórastarfíð og þá þungaflutn-
ingar hans aðalstarf. Hann flutti
staurana í fyrri Sogslínu að Ljósa-
fossi 1935, en stauramir vora 12
til 14 metrar á lengd, síðan komu
vélaflutningar að Ljósafossstöðinni
og vógu þyngstu stykkin 12 tonn,
sem þótti mikið í þá daga. Þessir
flutningar voru oft á tíðum mikið
þrekvirki. Vegir lélegir bæði yfír
Hellisheiði og Mosfellsheiði og bára
engan veginn þessa flutninga. Þeir
voru líka oft á tíðum illfærir sökum
aurbleytu og snjóa. Þá vora bflam-
ir ekki jafn vel útbúnir og í dag og
beita þurfti oft afli til að stýra og
bremsa. í þessu starfi sínu reyndist
afí laginn og farsæll og aldei urðu
óhöpp hjá honum í þessum ferðum
né heldur síðar á löngum bflstjóra-
ferli hans.
Afi var vel í meðallagi hár, kvik-
ur í hreyfmgum og var kröftum
hans viðbrugðið, sem oft kom sér
vel í þungunnu starfi. Hann var
heisluhraustur alla ævi, nema allra
síðustu árin, enda var honum mjög
í mun að halda sér í góðu formi
og stundaði sund reglulega. Hann
var óvílinn, öraggur og úrtölulaus
til allra verka og starfsþrekið mik-
ið. Hann var dagfarsprúður og eng-
inn hávaðamaður. Skapmaður var
hann þó töluverður og lundin við-
kvæm og tilfínningarík. Honum var
ekki gefíð um málæði, en ræðinn
og manna skemmtilegastur í góðum
hópi. Hann kunni illa sjálfbirgjngs-
hætti og monti og gat verið óþýður
í tilsvöram þannig að undan sveið
ef honum mislíkaði, en bamgóður
svo að öll börn hændust að honum.
Að afa látnum hef ég margs að
minnast. Sem drengur dvaldist ég
oft um lengri eða skemmri tíma hjá
ömmu og afa í Sundinu og var
mikið með afa í bílnum og vinn-
unni. Fyrir mér var þetta ævintýri
líkast. Ég fór með honum um
Reykjavík alla og næsta nágrenni
hennar og þó svo að hann hafí ekki
að fyrrabragði sagt mér af öllu því
sem fyrir augu bar og mér var fram-
andi, var hann óþreytandi að svara
ótal spumingum mínum. Alls staðar
þar sem við komum var afa vel
tekið. Mér er sérstaklega minnis-
stætt þegar ég kom í heimsókn
suður, smápatti, að eitt af fyrstu
verkum afa var að keyra mig upp
í Austurbæjarskóla á sundnám-
skeið. Ég var heldur aumur og upp-
burðarlítill svona bejnt úr sveitinni
en fann að hér mátti ég í engu
misbjóða hinum sanna íþrótta- og
karlmennskuanda afa. Ég var síðan
vel syndur og hef alla tíð síðan
haft mikla ánægju af sundlaugar-
ferðum. Á sunnudögum gengum við
oft niður á höfn og skoðuðum skip-
in, þar kunni afi vel við sig. Á seinni
áram þegar ,ég sótti skóla 5
Reykjavík átti ég mitt annað heim-
ili hjá afa og ömmu, en þá voru
þau flutt í Bólstaðarhlíðina. Eins
eftir að ég fór utan til náms var
minn fyrsti og síðasti viðkomustað-
ur alltaf hjá þeim.
Afí var afskiptalaus um það sem
ég var að gera, lét aðra um að
spyija frétta, en þó fann ég að
hann gladdist þegar vel gekk. Hin
síðari ár eftir að ég lauk námi og
fór að vinna hafði hann gaman af
að heyra frá ferðalögum mínum,
en þó mest af mínu áhugamáli,
hestunum. Hann átti sjálfur hesta
á sínum yngri árum og hafði unun
af að fínna fjörtök stinn. Síðustu
árin voru afa stundum þung í
skauti. Fætumir bára hann illa og
hann fór um íbúðina meira af vilja
en mætti og þessu tók hann oft
þunglega. Hann naut þó hlýju og
umhyggju ömmu sem annaðist
hann af miklum dugnaði og ósér-
3 8£
C 29
hlífni. Þó kom svo að heilsu hans
hrakaði svo að hann þurfti meiri
hjúkranar við en amma gat annað
og fékk hann þá vist á hjúkrunar-
heimilinu á Skjóli. Þar naut hann
góðrar hjúkranar og umönnunar
sem við viljum þakka sérstaklega.
Eins heimsótti amma hann þangað
daglega og lét engan bilbug á sér
fínna hvemig sem viðraði, jafnt hjá
veðurguðunum eða afa mínum
blessuðum sjálfum.
Afi Matthías barst ekki á og var
ekki áberandi maður út á við en
hann skilaði miklu og dijúgu dags-
verki. Aðrar minningar á ég meiri
og stærri um afa sem ekki verða
raktar hér. Þær _á ég einn.
Ólafúr Jónsson
Hann Matthías afí minn er lát-
inn. Hann lést á gamlaársdag —
kvaddi þennan heim á þann hljóð-
láta og prúðmannlega hátt, sem
honum var svo eðlislægur.
Ég ætla mér ekki hér með þess-
um fáu línum að rekja ættir hans
né störf, það munu aðrir gera.
Mig langar aðeins að þakka afa
mínum fyrir hve hann var okkur
bama- og langafabömunum góður.
Upp koma minningar frá löngu liðn-
um áram þegar við systkinin frá
Siglufírði komum „suður“ í heim-
sókn til afa og ömmu í Traðarkots-
sundið. Ýmislegt þrufti stundum að
snúast með okkur og alltaf vora
þau tilbúin. Þá minnist ég alíra
bíltúranna, lengri og skemmri og
allra góðu og skýru svaranna við
þeim fjölmörgu spumingum sem við
börnin vörpuðum fram. Svo ég
minnist nú ekki á góða matinn sem
hún amma mín bjó til fyrir okkur.
Matthías afi var lánsamur í
hjónabandi og hún amma bjó hon-
um einstaklega vistlegt og fallegt
heimili í rúm 65 ár.
Sérstaklega vil ég líka þakka
ömmu og afa fyrir allt það sem þau
voru mömmu og okkur systkinun-
um á erfiðum stundum fyrir rúmum
30 árum, þegar við áttum um sárt
að binda. Þá stóðu þau eins og klett-
ar með okkur og léttu okkur lífíð
eins og hægt var.
Minningin um afa tengist birt- ■
unni fremur er skuggum hins
dimma vetrar sem nú ríkir, enda
veit ég að honum líður vel núna
hjá sínu fólki, sem á undan er geng-
ið.
Við systkini mín og fjölskyldur
okkar vottum ömmu og bömum
hennar og fjölskyldum innilega
samúð okkar og biðjum góðan Guð
að geyma hana. Megi minningin
um góðan eiginmann, föður tengda-
föður afa og langafa létta þeim
söknuðinn.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
(VJBr).
Matthías Gíslason
Útför afa fer fram í Dómkirlgunni á
morgun, 9. jan. 1989, kl. 13.30.
t
Unnusta mín, dótturdóttir, dóttir og systir,
ANNA JÓHANNESDÓTTIR,
Öldugötu 47,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 10. janúar kl.
13.30.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð Heila-
verndar.
Hafsteinn Karlsson,
Anna Pálsdóttir,
Jóhannes Þ. Jónsson, Brynhildur Kristinsdóttir,
Jón Ólafur Jóhannesson, Helga Sólveig Jóhannesdóttir,
Jóhanna Stelnunn Jóhannesdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
MATTHÍAS STEFÁNSSON,
Bólstaðarhlíð 50,
verður jarösunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 9. janúar kl.
13.30.
Þeim sem vilja minnast hans, er bent á umönnunar- og hjúkrunar-
heimilið Skjól við Kleppsveg 64.
Guðrún Kortsdóttir,
Guðrún Matthfasdóttir,
Matthías Matthfasson, Lfney Sigurjónsdóttir,
Margrót Matthfasdóttir, Ásbjörn Magnússon,
Hulda Matthíasdóttir, Jón Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.