Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 22
22 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989
FÓLK
í fjölmiðlum
■ Vilhelm G. Kristiqsson,
fréttamaður á Stöð 2, hefur sagt
upp störfum og er nú á leið yfir
á Sameinuðu auglýsingastofuna,
sem stofhuð var nú um áramótin.
„Astæðan fyr-
ir uppsögpi
minni er fyrst
og fremst sú
að mér bauðst
þarna betra
starf, sem
mér líst mjög vel á,“ sagði Vil-
helm, en hann mun annast sljórn
ýmissa verkefna hjá hinu nýja
fyrirtæki. Sameinaða auglýs-
ingastofan varð til við samruna
þriggja auglýsingastofa: Kynn-
ingarþjónustunnar, Gylmis og
Striks, en Vilhelm stofiiaði á
sínum tíma þá fyrstnefndu ásamt
Magnúsi Bjamfreðssyni.
■ Gunnar E. Kvaran, sem að
undanförnu hefur gegnt starfi
aðstoðarframkvæmdasljóra
Hljóðvarps RÚV, hefur nú aftur
horfið til starfa hjá Sjónvarpinu,
þar sem hann tekur við störfum
Óðins Jónssonar fréttamanns.
Óðinn mun hverfa aftur til fyrri
starfa hjá Hljóðvarpinu. Við
starfi aðstoðarframkvæmda-
stjóra Hljóðvarps tekur Trausti
Þór Sveinsson, sem m.a. sá áður
um dagskrárkynningar fyrir
RÚV.
■ Stöð 2 hefur hætt við þáttinn
Gott kvöld, sem átti að koma í
staðinn fyrir 19:19 um helgar
undir stjóm þeirra Helga Péturs-
sonar og Valgerðar Matthías-
dóttur. Þátturinn átti að hefjast
nú um helgina, en þess í stað
annaðist Valgerður þátt innan
ramma 19:19 á laugardagskvöld
og í kvöld, sunnudag, munu þeir
Sigmundur Emir og Guðjón
Arngrímsson annast blandaðan
þátt innan ramma 19:19. Að sögn
Páls Magnússonar fréttasfjóra
var hætt við hinn nýja þátt af
hagkvæmnisástæðum, eftir að í
ljós kom að of kostnaðarsamt
yrði að hleypa af stokkunum
nýjum þætti, í stað þess að nota
áfram umgjörð 19:19-þáttanna.
Helgi Pétursson segir hins vegar
að ósamkomulag um hinn nýja
þátt svo og samstarfsörðugleikar
hafi ekki síður valdið því að
hætt var við hann. Helgi kvaðst
frá upphafi hafa verið mótfallinn
þeirri ráðstöfiin að vinna slíkan
þátt með Valgerði enda hafði
áður slitnað upp úr samstarfi
þeirra í 19:19 þáttunum. For-
ráðamenn Stöðvar 2 reyna nú
að fínna lausn á þessu máli með
því að finna Helga ný verkefni.
^Anglýsinga-
síminn er 2 24 80
ÞOLAUKANDIOG
VAXTAMÓTANDI
TÍMAR FYRIR FÓLK
ÁÖLLUM ALDRI
Rólegir tímar fyrir byrjendur
og aóra, sem vilja fara rólega
af stað.
Púltímar: Fjörugir tímar fyrir
þó, sem vilja meira púl og svita.
MORGUN-, DAG- OG
KVÖLDTÍMAR
^Dömur!
UTSALAN HEFST A MORGUN
Vandaðar
vörur á stórfínu
verði
40-50%
afsláttur
Pósthússtræti 13, sími 22477.