Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989
Á TAUGINNI
HJA TANNLÆKNIIUUM
FRÓÐLEIKSMOLAR UM BARNATENNUR
OG TANNVERND
Hvers vegna
skemmast tennumar?
Guðmundur Larusson tann-
læknir veitti okkur eftirfarandi
upplýsing’ar:
I langflestum tilfellum fæðast
böm tannlaus og eru bamatennum-
ar rétt undir yfirborði tannholdsins
við fæðingu. Fyrstu bamatennumar
koma í ljós á aldrinum 6 til 12 mán-
aða. Hjá þriggja ára bömum eru
yfirleitt allar bamatennumar komn-
ar í ljós.
Tönnum okkar má skipta í tvo
hluta, rót, sem er föst í beini kjálk-
ans, og tannkrónu sem er að mestu
leyti sýnileg, og umlukin glerungi.
Glerungnum má líkja við hjúp sem
vemdar tannbeinið.
í munni okkar eru ógrynni af
ósýnilegum sýklum. Úrgangur sýkl-
anna eru ýmsar gerðir af sýrum.
Sýmmar éta sig í gegnum glerung
inn og er leið þeirra þá greið inn
að tannbeininu. Syrum-
ar éta sig þá inn í tann-
beinið og mynda holu
eða það sem við köllum
skemmd.
Tannskemmdir eru
því bakteríusjúkdómur;
algengasti og útbreidd-
asti bakteríusjúkdómur
í heimi.
Með því að bursta
tennur reglulega, helst
að lokinni hverri máltíð,
má að miklu leyti koma
í veg fyrir of mikla sýru-
myndun í munninum.
Einnig er hollt mataræði
mikilvægt og ekki síst
heilbrigðar matarvenj-
ur. Sífellt sælgætisát er
einn versti óvinur tann-
anna.
Þó hola á glerungi sé
lítil getur hola í tönninni
sjálfri verið stór. Því
oftar sem við leggjum
okkur fæðu til munns,
þeim mun fleiri sýklum
hleypum við í munn okk-
ar, og þeim mun oftar á
sýrumyndun sér stað.
Sætur mat ur, sérstak-
lega sælgæti, veldur
mestri sýrumyndun.
Á að leyfa börnum
að nota snuð?
Sykur og hunang á snuð ung-
barna er ósiður. Slíkt veldur óþarfa
sýrumyndun í munni smábama.
Skiptar skoðanir em á því hvort
leyfa eigi bömum að nota snuð.
Talið er að tennur geti skekkst,
orðið framstæðar og bit verði ekki
rétt ef börn nota snuð mikið. En
líkur eru á að slíkt komist í eðlilegt
horf ef böm hætta að nota snuð
um þriggja ára. Aðrir halda því
fram að andlegt álag, sem fylgir
því að snuð sé tekið af þeim geti
haft skaðleg áhrif á börn, sem hafi
ríka sogþörf og fá ekki að full-
nægja henni, og því sé ekki rétt
að neyða böm til að leggja snuðið
á hilluna.
Vilji lítil böm ekki mjólk eða
m jólkurgias og
smábíti
Á þessari klukkuskífu eru sýndir regluleg-
ir matmálstímar, þar sem lítill sykur er í fæð-
unni og því lítil hætta á tannskemmdum. Dökku
reitimir sýna þann tíma sem tennumar em í
„sýrubaði".
hádegixmatur fs
kvöidmáiúr
Á þessarl klukkuskffu em dökku reitirnir
miklu fleiri, enda sýnir skífan „sýmbað" tanna
þess sem borð'ar oft á dag og mikil sætindi.
Tennur okkar em í sýmbaði í um
30 mínút ur eftir hvert skipti sem
við leggjum okkur eitthvað til
munns. Það getur því verið skömm-
inni skárra að drekka gosflösku á
mjög skömmum tíma, en drekka
lítinn sopa á 10 mínútna fresti.
Foreldrar ættu að byija að bursta
tennur bama sinna um leið og fyrsta
tönnin birtist. Gott getur verið að
nota eymapinna til að hreinsa tenn-
ur yngstu bamanna. Æskilegt er
að foreldrar bursti tennur bamanna
reglulega allt til 9 til 10 ára aldurs,
því þó sex ára bam virðist hafa
vald á því að bursta tennur sínar,
er ekki þar með sagt að það geri
sér fullkomlega Ijóst hvemig best
er að bursta þær.
Æskilegt er að skipta um tann-
bursta reglulega, minnst fjórum
sinnum á ári.
Ekki er ráðlagt að nota mikið
tannkrem í einu, en tannkremsaug-
lýsingar gefa oft í skyn að rétt sé
að þekja hár tannburstans með
kremi. Úm einn fjórði af því magni
ætti hins vegar að nægja, og æski-
legast er að nota flúortannkrem.
ákveðnar fæðutegundir reynið þá
aðrar leiðir en þær að bæta sykri
í fæðuna til að fá bamið til að neyta
hennar. Peli er ekki leikfang, og
böm ættu ekki að fá pela nema á
matmálstímum sínum.
Á ferðalögum, löngum og stutt-
um, í bíl eða innkaupaleiðangri,
freistast margir til að gefa bömun-
um góðgæti til að narta í. Æskileg-
ast er að góðgætið sé einnig hollt,
ekki sleikibijóstsykur eða önnur
sætindi, heldur gulrót, epli eða ann-
að í hollari kantinum.
Talið er að erfiðara sé að venja
ung böm af því að sjúga fingur en
snuð, en hvort tveggja gæti valdið
breytingum á stöðu tanna og kjálka.
Þegar bömum em gefin lyf er
æskilegast að lyfin séu sykurlaus
og í pilluformi. Lyf í sírópsformi
(fljótandi) vilja festast við tennur
barnanna og auka þannig hættu á
skemmdum, þó notaður sé gervi-
sykur í lyfið. Mikilvægt er að tenn-
ur bamanna séu burstaðar í hvert
sinn sem þeim hefur verið gefíð
slíkt lyf.
Guðmundur Lárusson:„Á
sumum stöðum þykir ekkert
eðlilegra en að fólk sé komið með
falskar tennur um tvítugt!"
nokkmm ámm að flúor yrði bætt
út í drykkjarvatn, en náttúmvernd-
armenn og fleiri þrýstihópar risu
upp og mótmæltu á þeim forsend-
um að flúor væri eitur og það
væri ekki réttlátt að hið ferska og
ómengaða íslenska vatn yrði
mengað á þennan hátt, og flúor
þröngvað upp á alla sem’ leggðu
sér vatnið til munns. Athygli var
vakin á því að slíkt myndi til dæm-
is hafa slæm áhrif á nýmasjúkl-
inga. Miklar og hatramar ritdeilur
hófust um málið, og enn hafa
menn ekki komist að samkomu-
lagi. „Ég er einn þeirra sem barð-
ist fyrir því að fá flúor í drykkjar-
vatnið á sínum tíma. Þá risu upp
þrýstihópar, sem höfðu ekki kynnt
sér málið til fullnustu og hræddu
úr fólki líftóruna. „Flúor er eitur,
það er notað í rottueitur!" voru
slagorðin. Það er alveg rétt. Flúor
er notað í rottueitur og getur ver-
ið banvænt ef það er tekið í risa-
stórum skömmtum. En hið sama
gildir um svo marga hluti. Ef ung-
Guðmundur Lárusson tannlæknir:
Verðuin að breyta mat-
aræði og matarvenjum
Guðmundur Lárusson tann-
læknir rekur stofú í gamla mið-
bænum, við hittum hann þar
og ræddum við hann um tann-
vernd og tannlæknafælni.
Þetta gegndarlausa sælgætisát
þarf auðvitað að minnka.
Veistu hvað,“ segir Guðmundur
um leið og hann hagræðir sér í
stólnum og setur sig í frásagnar-
stellingar, „ég var einu sinni í fínu
boði og þar var hvorki boðið upp
á ostapinna, saltkex né snittur.
Þar voru eingöngu sjávarafurðir á
boðstólum, sex tegundir af harð-
físki og allar mögulegar útgáfur
af sjávarafurðum. Þetta var hreint
lostæti, og ég held að okkur íslend-
ingum væri nær að hætta innflutn-
ingi á öllu þessu sælgæti, og þar
með bruðli á gjaldeyri, og nýta
betur sjávarafurðimar okkar,
besta hráefni í heimi, til dæmis
þegar við höldum veislur!" Guð-
mundur segir frá því hversu slæm
áhrif það hafi á tennur að borða
oft á dag, sérstaklega sætindi.
Gosdrykkir eru heldur ekki á vin-
sældalista Guðmundar. „Fólk ætti
að borða fjórum sinnum á dag og
ekkert þess á milli. Fæðan þarf
líka að vera holl og næringarrík.
Það er sykur í ótrúlegustu matvæl-
um. Vissirðu að það er sykur í sin-
nepi? Og tómatsósu?. Það er heil-
mikill sykur í þessu, þó fáir geri
sér grein fyrir því." Hann er hressi-
legur í tali og framkomu og hefur
ákveðnar skoðanir á öllu, í það
minnsta því sem viðkemur tönnum.
Flúor í drykkjarvatn og
líftóran hrædd úr fólki
Talið berst að flúor, sem um
langa tíð hefur verið umdeilt.
Tannlæknar fóru þess á leit fyrir
böm fengju til dæmis 100% súr-
efni gætu þau orðið blind og þann-
ig mætti lengi telja. Sem sagt:
Súrefni er stórhættulegt! Hættu
að anda! En það er einnig hægt
að steindrepa sig á vítamínum.
Þetta var ekki réttlát umræða og
við töpuðum fjölmiðlastríðinu.
Víða í Bandaríkjunum hefur flú-
or verið í drykkjarvatni í 30 ár og
þar fínnast sterkustu og minnst
skemmdu tennur í heimi. Af hveiju
heldurðu að það sé? Af því þeir
séu svo duglegir að bursta í sér
tennumar, eða fari alltaf reglulega
til tannlæknis? Flúor í drykkjar-
vatninu á örugglega stærstan þátt
í þessu og það sem meira er; eng-
ar hliðarverkanir hafa komið í ljós, ■
og þó hafa verið gerðar ýtarlegar
rannsóknir varðandi þetta mál. Ég
drekk vatn úr krananum, það gera
bömin mín líka. Heldur þú að ég
vilji drepa bömin mín með rottu-
Guðmundur Ágúst Bjömsson tannlæknir:
Listi n að deyfa vel
Guðmundur Ágúst Björnsson er
meðal yngstu starfandi tann-
lækna á landinu. Hann hefur
nýlokið námi frá Háskóla íslands
og starfar á Reykjarvíkursvæð-
Fælni er ömgglega á undanhaldi,
í kjölfar betri aðlögunar bama
og unglinga. Hún verður þó eflaust
alltaf til staðar að einhveiju leyti,"
segir Guðmundur. „Viðhorfín hafa
breyst mikið á síðustu ámm, bæði
hjá tannlæknunum og sjúklingunum.
Fólk getur orðið hrætt við tannlækna
vegna slæmrar reynslu; eigin
reynslu eða annara. Almenn umræða
um tannlækna er sjálfsagt fremur
neikvæð, en það er mikilvægt að
foreldrar hræði ekki börn sín með
neikvæðu tali, sérstaklega fyrir
fyrstu heimsókn til tannlæknis, því
hún skiptir miklu um framhaldið.“
Að fólki líði vel
hjá tannlækni
Fólki á ekki að þurfa að líða illa
hjá tannlækni. Tækninni fleygir ört
fram og ég held að það sé mikilvæg-
ast að gefa sér góðan tíma til að
deyfa. Flestir sem láta gera við tenn-
ur fá deyfíngu og ef deyft er hægt
og rólega finnur fólk nánast ekkert
til. Á markaðnum er gel-deyfíefni
sem deyfir slímhúðina. Sé það borið
á það svæði, sem stungið er í,
minnka óþægindin vegna nálarst-
ungunnar. Einnig má búast við því
að notkun glaðlofts við tannlækning-
ar aukist í framtíðinni. Nú útskrif-
ast tannlæknar frá Háskóla íslands
sem hafa leyfí til að nota glaðloft.
Glaðloft hefur þá kosti að það róar
sjúklinginn og hækkar sársaukaþrö-
skuld hans. Aukaverkanir eru mjög
fáar. Margir líkja áhrifum glaðlofts
við áhrif „fyrsta sjúss“, en margar
konur þekkja áhrif glaðlofts, sem
notað er við fæðingar. Fólk lætur
sig kannski hafa það að finna til,
eða líða illa, því það kann ekki við
að trufla tannlækninn. Það er óþægi-
legt ef sjúklingi líður illa, þá verður
læknirinn sjálfur ekki eins rólegur,
svo það er allra hagur að sjúklingn-
um líði eins vel og kostur er,“ segir
Guðmundur.
Flúortöflur
Þegar tannvemd og barnatann-
lækningar ber á góma segir Guð-
mundur: „Ég mæli með því að for-
eldrar gefí bömum sínum flúortöfl-
ur, en þeir fá þær endurgjaldslaust
strax í 6 mánaða-skoðun barna. Ef
börnin taka flúortöflur eiga þau ekki
að fá tannkrem með flúori á tann-
burstann, þar til þau verða 4 ára.
Æskilegt er að bömin komi í fyrstu
skoðun þriggja ára. Þá skoða ég þau.
og sýni þeim tækin. Síðan tek ég
myndir af tönnunum, hreinsa þær
og ber síðan flúor á þær. Þannig
InMBðS
smmmmmmmomaesasiSM
■ í.v