Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 1
SKÁK
EN EKKI
MÁT
AnnaP. Þórdardóttir
HINAR
GÓÐU,
HINAR
SLÆMU
HINAR
UÓTU
SUNNUDAGUR
SUNNUDAGUR
8. JANÚAR 1989
BLAÐ
Flestir sem slitið hafa
barnsskónum hafa kynnst
tannlækningum að meira eða
minna leyti. Fáum þykir það
sérlega skemmtilegt, en
viðhorfin hafa breyst og
tækninni fleygt fram á síðustu
árum. Innan nokkurra ára gæti
svo farið að engum þætti það
neitt tiltökumál að fara til
tannlæknis.
HJÁ TANNLÆKNINUM
eftir Brynju Tomer/myndir: Árni Sæberg og Bjarni Eiríksson
Tannlæknir kl. 9.30 stendur skrifað við morgundaginn í dagbókinni. Óþægileg tilfinning
fylgir því að rekast á fyrsta minnispunkt morgundagsins og sú spurning vaknar hvort ekki
væri sniðugast að afpanta tímann og fá að koma seinna. Engin raunveruleg ástæða er þó
fyrir því að fara ekki til tannlæknisins í fyrramálið — og þó. Hræðslan, þessi óþægilega
tilfinning sem kölluð er tannlækna-fóbía, eða tannlæknafælni.
Þótt allir séu, sem betur fer, ekki haldnir þessari hræðslu við tannlækna, er hún engu að
síður algengt vandamál, sem tannlæknar hafa oft rætt um á ráðstefnum sínum. Hins vegar
virðist þessi fælni vera á undanhaldi; almenn tannhirða fólks fer sífellt batnandi,
tækniframfarir í tannlækningum hafa dregið úr sársaukanum og yngstu kynslóðirnar þekkja
varla tannlæknafælni, þvert á móti þykir mörgum spennandi að fara til tannlæknisins. Hér
verður fjallað um tannvernd og einnig bent á leiðir til að losna undan farginu sem fylgir
hræðslu við tannlækna.
AuUGHI