Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1989næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 25
b e8ei haOmal.8 auoAcravTKue 31iy^UAOT8IIAQI^iMlflilW gigAJavraoflOM ' “ MORGUNBLAÐIÐ MEIMIMINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989 2__ C 25 SÍGILD TÓNLIST//v!z>zczr Disney vel á diski? Kórkabarett Háskólakórinn flytur Disneyrímur í Tjamarbíói í vor. Chet Baker í Gamla bíói 1985 hinna djassnæmu — um hina skal ekkert sagt. Hið hvíta eitur, heró- ínið, fylgdi honum einsog skuggi frá unga aldri og þegar hann kom til Parísar með kvartett sinn 1955 lést píanisti hans, Dick Twardzick, úr of stórum eiturlyfjaskammti. Áður hafði kvartettinn hljóðritað eina skífu fyrir Barclay og hefur hún nú verið endurútgefin. Þarna má heyra einhvern tærasta djass er blásinn hefur verið og náði Chet aldrei slíku flugi aftur fyrren á síðustu æviámm sínum. Þá hafði hann ekki enn orðið fyrir þeim áhrjfum frá Miles Davis er lýttu leik hans um tíma. Engum er hlustaði á hann í Gamla bíói 1985 gleymist sú lá- gróma fegurð er streymdi frá trompet hans. Því var flestu sorg- legra á síðasta djassári að eitrið hvíta skyldi heltaka hann á ný og kalla hann inní eilífðina. Fleiri vinir íslenskra djass- geggjara kvöddu lífið 1988; trompetleikarinn Billy Butterfield, sem blés í Gamla bíói með Hinum átta stóm, og trommarinn Danny - varð hvíta eitrinu að bráð. Richmond er tvisvar sótti okkur heim með kvartett George Adams og Don Pullens. Glæsimennið Richmond varð aðeins 57 ára gamall er hann lést og hann var uppáhaldstrommari Charles Mingus um hans hérvistardaga. Það væri að æra óstöðugan að nefna alla þá djassmeistara er hurfu af lífstjörnu okkar á síðasta ári en einn skal þó nefna í við- bót. Gil Evans kvaddi 76 ára gam- all — en þó árin væm mörg var sköpunargáfan óskert. Hann átti mestan þátt í hinum miklu stór- sveitarhljóðritunum Miles Davis: Miles Ahead og Porgy and Bess og allt framundir hið síðasta vann hann með Miles. Hann staðnaði aldrei og ef nokkur færði tilfinn- ingu hins svala djass í stórsveitar- búning var það Gil Evans — sömu- leiðis tókst honum að rafvæða stórsveitardjass öðmm betur. Gamalmennið var flestum öðr- um færari um að færa djassinn skrefi framar — nú er það yngis- mannanna að taka við arfinum og skapa áfram. að hefur ekki borið mikið á nýútkomnum geisladiskum sem Háskólakórinn gaf út fyrir jólin með Disneyrímum Þórarins Eldjárns. Tóniistin er eftir Árna Harðarson en margir muna sjálfsagt eftir upp- færsiu Di- sneyrímna í Ijarn- arbíói í vor sem fékk ágætis dóma. Atli Heimir Sveinsson kallaði sýninguna „kórka- barett“ en Árni samdi tónlistina með flutning á leik- sviði í huga og fékk sér til aðstoðar Halldór Björnsson leikara sem les og kveður með kórnum en Kári Halldór setti verkið upp í vor. Ég spurði Árna um tónlistina og tjáði hann mér að hugmynd hans hefði fyrst og fremst verið að undir- strika textann við Disneyrímur, en þar er notuð rammíslensk umgjörð þ.e. rímurnar, um alþjóðlegt efni^ Disney og kvikmyndastórveldið. I tónlistinni mætti að sjálfsögðu finna rímnastíl, stílfærðan kveðanda með rímnahrynjanda og einnig fimm- undarsöng, ættjarðartónlist, skemmtimúsík, jafnvel ballöðustíl sem og dramatíska kórtónlist. „Rímurnar eru sex alls og hefst hver á stílfærðan hátt og fer með hlutverk sögumanns, Disneys eða skáldsins og síðan tekur kórinn við. Þetta er fyrst og fremst skemmti- verk, enda textinn mjög fyndinn.“ — En af hveiju valdirðu Disneyrímur? „Hugmyndinni var fyrst lætt að mér af konunni minni, Karitas, en ég var að leita að efni sem mundi hæfa leikhúsi, kannski ekki ósvipað og Sóleyjarkvæði sem ég hafði út- sett áður (og kórinn flutt og gefið út á plötu. innsk. JÞ). Fyrst þegar ég las Disneyrímurnar var ég ekki viss um að þær væru það sem ég var að leita að en smám saman heillaðist ég af verkefninu.“ Sjö kórfélagar koma fram sem einsöngvarar og þar á meðal kóler- atúr-sópraninn Anna Margrét Kaldalóns sem er nú erlendis í fram- haldsnámi í söng. Hljóðritunin var gerð í Stúdíó Stemmu og upptöku- maður var Sigurður Rúnar Jónsson. Við megum eiga von á því að sjá og heyra hluta af Disneyrímum í sjónvarpinu í lok janúar svo nú er betra að fýlgjast vel með sjónvarps- dagskránni. Önnur heistu verkefni kórsins í vetur eru kórferðalag til Spánar í vor og munu þau þá m.a. flylja nýtt verk eftir Áskel Másson fyrir kór og slagverk og verður slag- verksmaðurinn Pétur Grétarsson með í ferðinni. Ennfremur verður flutt tónlistin úr Leikritinu Yerma eftir spænska höfundinn Gabriel Garcia Lorca sem er eftir Hjálmar H. Ragnarsson en veigamestu verk- efni kórsins hafa um árabil verið frumflutningur íslenskra verka. Einnig verður kórinn með Háskóla- tónleika í febrúar. Það verður sumsé nóg að gera hjá kómum fram á vorið og ekki laust við að maður (sem syngur ekki leggur í kór) fái laufléttan fiðring í „kórlífið" sitt. Gleðilegt ár. eftir Jóhönnu Þórhallsdóttur Kaupstefnur & sýningar Vömsýningar Feröaskrifstofan Saga hefur stööugt aukiö þjónustu sína viö viöskiptavini sem þurfa aö sœkja vörusýningar víöa um heim. Viö bjóöum nú sérstakar feröir ó flestar helstu vörusýningar í Evrópu - Bœöi skipulagðar hópferöir og einstaklingsferðir. Viö höfum gert mjög hagstœða samninga viö flugfélög og hótel víöa um heim og getum því boðiö viðskiptavinum okkar mjög góöar feröir ó enn betra veröi. Á eftirtaldar vörusýningar höfum viö höfum viö tryggt okkur bœöi flug og gistingu. Tryggiö ykkur flug og gistingu tímanlega. WORLD Fishing IFnnttMii0© nsn SKANDEFA IFUEMITILJmiE FAIE ÍLXHŒBmON ALÞJÓÐLEG 1F asMcDim * HITA- OG PÍPULAGNIR TANNTÆKJAVÖRUR HÚSBÚNAÐUR SJÁVARÚTVEGSSÝNING FATAIÐNAÐARSYNING - Kaupmannahöfn - Brottför lö.febrúar. Heimkoma 19. febrúar. Gisting: Hótel Mayfair. Verö í einbýli: 32.200,- kr. Verö í tvíbýli: 34.300,- kr. Innifaliö: Flug og gisting með morgunverði. - Frankfurt - Brottför 12.mars. Heimkoma 19. mars. Gisting: Hótel Excelsior. Verö í einbýli: 42.140,- kr. Verö í tvíbýli: 56.570,- kr. Innifalið: Flug.akstur að hóteli og gisting með motgunverði. Brottför 5.apríl. Heimkoma 9. apríl. Gisting: Hótel Mayfair. Verö í einbýli: 32.200,- kr. Verö í tvíbýli: 34.300,- kr. Innifaliö: Flug og gisting með morgunverði. - Kaupmannahöfn - Brottför 2.maí. Heimkoma 8.maí. Gisting: Hótel Mayfair. Verö í einbýli: 40.565,- kr. Verö í tvíbýli: 52.030,- kr. Innifalið: Flug og gisting með morgunverði. — Kaupmannahöfn - Brottför 5.júní. Heimkoma 11 .júní. Gisting: Hótel Mayfair. Verö I einbýii: 37.180 - kr. Verö í tvíbýli: 47.260,- kr. Innifaliö: Flug, akstur að hóteli og gisting með morgunverði. Öll verö miöast viö gengi 7. des. 1988 FERÐASKRIFSTOFAN Suðurgötu 7 Sími 624040 saga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið C - Sunnudagur (08.01.1989)
https://timarit.is/issue/122276

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið C - Sunnudagur (08.01.1989)

Aðgerðir: