Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1989næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989 BÓKMENNTIR//fo«d« bók var íjólapakkanumf f'iyú h7) Leiðarvísir eða lífsspeki Bókajól og engin jól án bóka dundi í eyrum okkar á öllum útvarps- stöðvum í desembermánuði. Ekki gæti ég verið meira sammála þessu. Og nóg var af nýjum íslenskum skáldverkum og ótrúlega mikið af góðum þýddum skáldsögum. Maður hugsaði því gott til glóðarinnar og setti fram hinar og þessar bækur á óskalista yfir jólagjafir. Svo komu jólin og í einum pakka voru greinilega bækur. Pakkinn var þó dálítið sérkennilegur í laginu, langur og mjór og ekki gat maður gert sér í hugarlund hvaða metsölubók væri innan jólapappírsins. Eg fór því og skoðaði stærð, gerð og lögun allra jólabókanna, en þær voru allar öðruvisi. Það sem meira var, var að innan í þessum jólapakka voru greinilega pappírskiljur. Það var alveg sama hvernig ég giskaði, skoðaði og mældi, leyndarmálið var vel varðveitt inni í umbúðunum. eftir Súsönnu Svovarsdóttur Þetta var auðvitað fyrsti pakkinn sem opnaður var á aðfanga- dagskvöld. Og hvað? I ljós komu „Yoga heimspeki“ og „Framhaldsyoga" eftir einhvem ■■■■■■ Yogi Ramachar- aka. Það var ekki laust við að örygg- istilfinningin færi fyrir bí. Þetta var of mikið fyrir „rútínu" veraleik- ann sem hægt er að afbera afþví oft eru skrifuð góð skáldverk. En afþví ég var svo feg- in að fá hvorki sjálfsréttlætingar né sjálfsupphafningar bók, tók ég til við að lesa fræðin. Til að gera langa sögu stutta, þá svaf frúin ekki mikið þessi jól, því þessar tvær bækur hafa að geyma Jwílíka lífsspeki að undrum sætir. Eg hef alltaf haldið að svona fræði innihéldu einhveija indverska letingjaspeki, til dæmis að sitja uppi á fjalli og „meditera.“ En það var öðru nær. Fyrri bókin hefur að geyma fjórtán fræðastundir sem miða að því að kenna fólki að hugsa jákvætt. Það er dálítið skrýtið svona fyrst til að byija með, afþví það þykir víst gáfulegt að vera neikvæð- ur og gagnrýninn; sjá í gegnum allt. Seinni bókin geymir tólf fræða- stundir sem byggja á andstæðum í hugsun og athöfnum. Vissulega eru þessar tvær bækur grundvallaðar á kenningum dul- spekinnar, en fyrir þá sem vilja ekkert af þeim fræðum vita, kennir margra annarra grasa - maður getur jú alltaf valið það sem höfðar til manns úr svona bókum. Og já- kvæð hugsun hlýtur að vera eitthvað sem við viljum öll hafa að leiðarljósi, því hún skapar veli- íðan. í bókinni eru líka færð rök fyrir því að já- kvæð hugsun auki orkuforða okkar og einn merkilegast kaflinn í bókinni þótti mér vera um „Lífsorkuna.“ Eða hvemig nýtir þú orku þína, hvernig heldurðu henni niðri eða færð útrás fyrir hana? Kaflinn um hugsanir er líka merkilegur. Þar er lögð áhersla á það að ef maður hugsar andstyggi- lega til einhverrar manneskju, dynji þessar hugsanir á manni sjálfum. Og er það ekki alveg rétt? Ef mað- ur er reiður út í einhvern og hugsar honum þegjandi þörfina, er maður að viðhalda reiðitilfinningu í sjálfum sér - og eyða orku - á meðan sá sem reiðin beinist að, er á sínum stað og veit ekki neitt, líður kannski ágætlega. Hugsanir og lífsviðhorf eru þegar allt kemur til alls, spurn- ing um eigin líðan - hvernig maður fer með sjálfan sig. Seinni bókin er öllu flóknari og leggur, eins og áður segir, upp úr andstæðum, leggur áherslu á vinnu- semi og dugnað við að koma sér áfram í lífinu, en ekki til að upp- heíja sjálfan sig, heldur til að taka þátt í að gera þennan heim betri. Dulspekin er minna áberandi í henni, en lífsspekin þeim mun meiri. Þess- ar bækur hafa að geyma svo sjálfsagða og hversdagslega eiginleika að það heyrir til undan- tekninga að maður hitti fyrir fólk sem er gætt þeim. Við viljum jú öll vera dálítið sérstök. Eftir lestur bókanna spyr maður hvort ekki ætti að taka upp kennslu í lífsskoðun og hugsun í skólum landsins. Kannski yrðu þá framleiddir enn færri óham- ingjusamir einstaklingar í þessu annars svo hamingjusama Iandi. Þessar bækur eru skemmtileg og upplífgandi lesning og áttu vissu- lega þátt í því að ég átti gleðileg jól að þessu sinni. ÐJRSS/Hvemig var nýlidid ár í djassheiminum f Blöndun - ekki bylting eftir Vernhorð Linnet Djassárið sem var að líða var sosum ekkert byltingarár frekar en þau undanförnu. í djassi sem annarri tónlist er blöndunin ráðandi — i stað byltingarkenndra ^■■■■■i nýjunga er leitað til fortíðarinnar og gamlar hug- myndir endur- gerðar eða ný- skapaðar. Þó eru einstaka andar sífellt leitandi og ef ég ætti að velja djassskífu ársins yrði Virgin Beauty með Prime Time-sveit Ornette Cole- mans fyrir valinu. Þar hefur hon- um loks tekist að blanda nýrafstíl sínum saman við frjálsklassík þá er hann upphóf á sjötta áratugn- um án þess að nokkur misfella finnist. Mögnuð tónlist mikils tón- hugsuðar. Margar aðrar skífur heilla. Bíboppið lifir góðu lífi enda Clint Eastwood nýbúinn að filma Charlie Parker: Bird. Gömlu bíboppbrýnin njóta góðs af og ekki er amalegt að fá uppí hend- urnar skífu Milt Jacksons: Bebop (East-West) þarsem hann er í bland við unga og aldna að endur- skapa meistaraverk Parkers, Gil- lespie, Damerons og fleiri. Þar blæs í básúnu konungurinn sjálf- ur: J.J. Johnson. Hann var ókrýndur meistari djassbásúnunn- ar í áratugi en dró sig í hlé og fór að semja kvikmyndatónlist í Kaliforníu. Þegar hann blæs með Jackson heyrum við að hann hefur engu gleymt — og enginn kemst með tærnar þarsem hann hefur hælana í bíbopp básúnublæstri. Það er ekkert vikið frá klassíkinni á þessari skífu en annað er uppá teningnum hjá söngkonunni Betty Carter, sem á sínum tíma var kölluð Bíbopp-Betty. Hún hefur þróað stíl sinn á æ persónulegri hátt án þess að ijúfa tengsl sín við upprunann. Nýjasta skífa hennar, Look What I Got (Verve), er ein kraftmesta og um leið frum- legasta söngskífa í djassi seinni ára og mun vonandi veita henni þann frama sem hún á skilið. Ella og Sarah eru stórsöngkonur okkar tíma, en þær koma ekki lengur á óvart — það gerir Betty þó brátt nálgist hún sextugt. Snillingar djassins falla að sjálfsögðu í valinn ár hvert og ekki er að efa að fráfall Chet Bakers snertir íslenska djass- geggjara mest. Hann lék tvívegis í Reykjavík og vann hug og hjörtu KVIKMYNDIR/ Verda þeir áfram vammlausirf Læknastofa Ellenar Mooney erflutt í Læknastöðina Uppsölum, Kringlunni 8-1 2, sími 68681 1 . Bókað veröur fyrir nýja sjúklinga 9. janúar. Utsalan hefst mánudag kl. 1 JOSS LAUGAVEGI 101 S/MI17419 Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Stríðsmynd ogfanga- mynd á næstu grösum Bandaríski kvikmyndaframleið- andinn Art Linson hefur í mörgu og merkilegu að snúast þessa dagana með mönnum sem gerðu hans bestu mynd til þessa, Hina vammlausu. Fyrst er að nefna „Casualties of War“, sem Brian De Palma leikstýrir fyrir hann. Hún er með Michael J. Fox og Sean Penn í aðal- hlutverkunum en handritið gerir David Rabe. Myndin er á klippiborðinu en verður vænt- anlega frumsýnd á miðju þessu ári. Þar á eftir kemur „We’re No Angels" með Robert De Niro og Sean Penn í aðalhlutverkunum en David Mamet gerir handritið, sem fjallar um tvo fanga er reyna að komast yfir landamærin til Kanada árið 1935. „„Casualties of War,“ segir Art Linson hikstalaust, „á eftir að verða áhrifamesta mynd Brian De Palma,“ en Linson, De Palma, De Niro og Mamet unnu saman að Hinum vammlausu. „Öll vitum við að Brian getur hrætt úr okkur líf- tóruna. Núna fáum við að sjá hvern- ig hann snertir okkur.“ „We’re No Angels“ er ofurlaus- lega byggð á mynd með sama nafni frá árinu 1953 eftir Michael Curtiz. Sú hafði Humphrey Bogart, Peter Ustinov og Aldo Ray í aðalhlutverk- um þriggja fanga á flótta frá Djöflaeyju, en Linson vill taka af allan vafa um að hans mynd sé endurgerð hennar. Hann segir að Mamet byggi laus- lega á nokkrum hugmyndum í gömlu myndinni en annað ekki og að bera saman þessar tvær myndir sé út í hött. Linson segir að leikstjóri mynd- arinnar verði sá ágæti Neil Jordan, sem frægur er fyrir „Mona Lisa“, og kvikmyndatökur hefjast þessa dagana. Ef allt fer samkvæmt áætl- un mun Paramount dreifa henni fyrir næstu jól. Það fylgir sögunni að „We’re No Angels" hin nýja hafi orðið til þeg- ar De Niro og Sean Penn settust Framleiðandinn, Art Linson. niður einn daginn og ræddu um myndir sem þeir gætu mögulega leikið í saman. En, eins og Linson segir, var það „Mamet, sem gerði hana að raunveruleika". „Ég er bara lukkunnar pamfíll sem fær að fljóta með,“ segir Lin- son. eftir Arnold Indriðoson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið C - Sunnudagur (08.01.1989)
https://timarit.is/issue/122276

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið C - Sunnudagur (08.01.1989)

Aðgerðir: