Morgunblaðið - 08.01.1989, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 08.01.1989, Qupperneq 7
að lestri loknum að hún spurði pabba sinn hvort hann ætti ekki þessa bók. Faðir hennar leiddi hana inn í töfraheim bókmenntanna, kenndi henni að tefla og var hennar besti félagi. „Ég er sögð lík honum. Hann var alltaf léttur og hress og talaði við mig eins og fullorðna manneslq'u. Hann höfðaði alltaf til ábyrgðartilfinningar minnar, og sagði að ég ætti aldrei að koma mér undan hlutunum, heldur takast á við þá. Ekki að leggjast í dvala. Einnig brýndi hann fyrir mér að vera létt í skapi og gera gott úr öllu.“ — Einhvern tíma hefur nú fokið í þig? „Nei.“ — Aldrei orðið foxill? „Nei, ég hef alltaf verið eins og þú sérð mig núna.“ Anna segist vera þakklát fyrir það að í uppvexti hennar var ekk- ert sjónvarp komið til sögunnar og mannleg samskipti því meiri en nú.„Við vorum alltaf fjögur saman, ég, Ella mín, pabbi og mamma, og við spiluðum og tefldum kvöld eftir kvöld, og þessar stundir okkar áttu sinn þátt í að móta skapgerð mína. Mamma mín, Stefanía Þorláksdótt- ir, var líka heimavinnandi og það var ósköp notaleg tilfinning að hafa hana alltaf hjá sér.“ — Þær hafa nú stundum verið fljótar að fórna sér mæðurnar. Heldurðu að móðir þín hafi ofvérnd- að þig? Hún brosir aðeins: „Jú, sennilega hefur hún ofverndað okkur báðar systurnar, sérstaklega Ellu. En hún dró aldrei úr að ég færi eitthvað, það var aldrei haldið í mig, frekar var ég hvött til að fara eitt og ann- að. Ég hef verið heppin í lífinu því ég hef átt góða vini. Og þegar ég varð eldri þá var oft glatt á hjalla þegar þeir komu heim, spilað á gítar og sungið einhver býsn!“ Flugið Þegar Anna lá á sjúkrahúsinu var hún viss um að hún yrði inn- lyksa á stofnuninni. „Þórhallur kom oft í heimsókn eftir að hann útskrif- aðist sjálfur og var alltaf að spyija mig hvort hann mætti ekki mála grindverkið sem var fyrir utan hús- ið heima, en mér fannst ekki taka því, þar sem ég ætti hvort eð er ekki afturkvæmt. Ég hafði heyrt að það ætti að opna dvalarheimili fyrir aldraða og markmið mitt þá var að reyna að komast þar inn.“ — En markmið þitt núna, Anna? „Núna? Núna vil ég bara komast í stærra húsnæði! Þá fær Þórhallur sína vinnustofu og ég mína bóka- stofu, þvi ég kem ekki helmingnum af bókunum mínum fyrir héma. Já, þá ætla ég að sitja í bókastofunni minni eins og drottning og lesa og grúska í öllum bókunum mínum!“ Og „bókadrottningin" hlær inni- lega að hugmynd sinni, og þegar ég fer að minnast á nýjasta áhuga- málið hennar, svifflugið, og segist vorkenna svo fólkinu sem sitji í svona maskínum, hvort hún hafi ekki verið hrædd þegar hún fór fyrst með Þórhalli, — þá tekur hún bakföll af hlátri. Nei, hún var ekki hrædd. „Þetta var stórkostleg tilfinning að svífa svona hljóðlaust um loftið. Fyrst var ég að streða á móti þegar vélin hallaðist en Þórhallur kenndi mér að fýlgja hreyfingum hennar. Já þetta var dásamlegt, ég fékk það á tilfinninguna að ég væri laus við eitthvað." Þegar hér er komið sögu beija hressir Skagfirðingar að dyrum og er þar komin frænka Önnu, gull- verðlaunahafinn á Ólympíuleikum fatlaðra, Lilja María Snorradóttir ásamt foreldrum sínum. „Þetta er hún Mæsa mín,“ segir Anna og faðmar að sér sundkappann. tær eru seigar frænkurnar, hugsár maður og horfir á þær yfir- kaffiborðið, en það er hann líka herramaðurinn sem situr í hornsæt- inu sínu og horfír með ánægju á gesti sína sporðrenna tertunni sem hann bakaði af list og kunnáttu. Því það er ekki síst kímnigáfu hans að þakka að Anna horfír nú ekki lengur á menn eða fugla leika listir sínar, heldur hefur hafið sig sjálf til flugs. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989 meðan ég eldaði. Já, Reykjavíkur- dvölin mín var afskaplega lær- dómsrík og skemmtileg.“ „Mér fannst hún ekkert sérlega skemmtileg," heyrist sagt þurrlega úr hominu þar sem Þórhallur situr og tottar vindil. „En mér fannst gaman þegar hún kom aftur og bauð mér í mat.“ Ástín Meðan Anna var fyrir sunnan beið hennar maður fyrir norðan. A sjúkrahúsinu hafði hún ekki einungis kynnst henni finnsku sinni, heldur einnig Þórhalli. „Ég horfði svona á hann og velti því fýrir mér hvort það væri nokkuð hægt að tala við hann, kannski væri hann svo merkilegur með sig,“ segir Anna, og Þórhallur reynir að fela brosið. Og svo sannarlega var hægt að tala við Þórhall, því þau voru saman öllum stundum og þegar læknarnir vildu útskrifa hann, þá bað hann þá um að lofa sér að vera örlítið lengur. „Hann kom hininlifandi inn til mín og sagði að hann þyrfti ekki j að fara strax!“ segir Anna. — Hvað var það sem dró þig að Önnu, spyr ég Þórhall og það tístir í konu hans meðan hún bíður eftir svarinu. „Það var svo ótal margt, það var hægt að tala við hana um allt milli himins og jarðar." Bætir svo við hugsi og horfír á málverkin sín og bækumar hennan „Hún vissi allt.“ Þórhallur fór þó um síðir af sjúkrahúsinu, en heimsótti alltaf Önnu. Þegar hún konv til baka eft- ( if dvöl sína fyrir sunnan, gerði hann smábið á heimsókn til hennar, „ég var bara að pína hana aðeins", en þegar hann frétti að hún væri farin að sakna hans, var hann fljótur til. Þórhallur skildi við fyrri konu sína fyrir tólf ámm, en hafði : skömmu áður þurft að ganga undir í erfíðan uppskurð sem varð til þess 6i&iod libnu munlöíg JnriOT trm 1 I að hann gat ekki sinnt sínu aðal- áhugamáli, sviffluginu. En hann byijaði að fljúga 13 ára gamalfog er margfaldur methafi í svifflugi. „Mér leiddist, krakkamir farnir í burtu og ég farinn að drekka mikið, var alltaf í afvötnun annað Á leið upp í loftin blá. „Ég fékk við eitthvað.“ slagið, var reyndar í einni slíkri þegar ég kynntist Önnu. Þegar dóttir mín bauð mér að koma norð- ur 1981, þá sló ég til og fór að vinna hjá málarameistara hér á Króknum." Hann var lengst af kaupmaður í Reykjavík, hafði þó lært einn vet- ur í Myndlista- og handíðaskólanum en aldrei Iagt stund á listmáhm ein- göngu, fyrr en núna, eftir að þau Anna fóru að búa sáman. Þau hófu búskap í ársbyijun 1985, og í ágúst fyrir hálfu öðru ári giftu þau sig. „Við ákváðum að hjálpa hvort öðru,“ segja þau og brosa til hvors annars. nnan9 núd i6Jr.il nil .iiwit núrl ' „Með skapi sínu og yndisþokka hjálpar hún mér,“ bætir hann við. Nýttlíf Eftir að Anna kom að sunnan bjó hún í tvo mánuði ein og hugs- aði um sig sjálf, en fékk heimilis- það á tilfinninguna að ég væri laus hjálp tvisvar í viku og heimahjúkrun á hveijum degi. Hún gat bjargað sér að öllu leyti, þurfti aðeins að- stoð til að komast á salemi og í rúmið. En seinna hjargaði hún því auðvitað eins og öðru og fékk sér raönagn8lyftara. — Þú gætir sem sagt alveg.verið ein núna ef út f það færi? „Já, það gæti ég og mér fannst það hreint ekkert erfítt að vera ein_“ „Það var nú ekki svo lengi sem þú varst það góða mín,“ heyrist úr hominu. Og Þórhallur bætir við: „Það urðu margir undrandi þegar ég gift- ist fatlaðri konu, en það segi ég satt, ég hef aldrei fundið fyrir því.“ Það var aðeins einu sinni sem Önnu fannst hún vera bjargarlaus, en það var þegar þau hjónin fóm sem oftar í ökuferð um sveitina, og hún beið ein í bílnum meðan Þórhallur fór niður gljúfur til að skoða foss. Þá fann hún að lítið gæti hún gert ef hann slasaði sig þarna langt frá byggðum. En börn Þórhalls fréttu seinna af þessu og gáfu þeim farsíma. Þau hjónin segjast gera allt í sameiningu, og deila saman sorgum sínum og gleði. „Við getum rætt saman um öll okkar vandamál og þegjum varla nema rétt á meðan við teflum." Ég spyr Önnu hvort hún hafi hugsað mikið um hlutskipti sitt. „Ekkert að ráði, ég man þó að mér þótti það leitt að geta ekki fylgt vinkonum mínum þegar þær fóru suður að mennta sig. Það get- ur vel verið að þá hafi komið ein- hver tregi.“ Anna segist ekki geta ímyndað sér hvað hún hefði lært hefði hún átt þess kost, segist aldrei hafa hugsað um það því hún vissi að það var ekki hægt. Hún fékk alltaf kennara heim ög tók sitt fullnaðar- próf í stofunni heima hjá sér, og seinna fékk hún kennslu í ensku og dönsku sem kom henni að góðum notum, því nú tekur hún nemendur heim úr efstu bekkjum grunnskól- ans og les með þeim þessi fög. „Ég hef alltaf verið sjálfri mér nóg,“ segir Anna, „og mér hefur . aldrei leiðst, bækumar hafa komið í vég fyrir þáð“. Uppeldið „ Viltu gera það fyrir hann pabba þinn að hlusta á þetta,“ sagði Þórð- ur Jóhannesson, faðir Önnu, þegar dóttirin, þá tíu ára gömul, sat fuss- andi og sveiandi við útvarpstækið, því nú átti að lesa ljóðið um Helgu jarlsdóttur eftir Davíð -Stefánsson. En litla stúlkan varð syo hugfangin iJhví bí13 .iinirn isTblmot .ilum'jiT r |

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.