Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1989næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 8
s c MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUÐAGUR 8. JANÚAR 1989 HEF OPNAÐ lækningastofu í Síðumúla 29, Lækna- húsinu hf. Viðtalsbeiðnum veitt mót- taka í símum 685788 og 685864. Tómas Jónsson, læknir. Sérgrein: Skurðlækningar. Áramótaspitakvöld Landsmálafélagið Vörður heldur áramótaspilakvöld sunnudaginn 8. janúar í Súlnasal Hótels Sögu. Húsið opnað kl. 20.00. Glæsilegir vinningar, þ.á m. flugferð til Glasgow, bækur, matarkarfa o.fl. Miðaverð er kr. 600.- og gildir mið- inn sem happdrættismiði sem er veglegurvinningur. Þorsteinn Pálsson flytur ávarp. Jóhannes Kristjánsson eftirherma skemmtir. Y Landsmálafélagið Vörður Y lETTFTíÆDl/Allir íslendingarfrá Snorra Sturlusyni? LÆKNISFRÆÐI///‘zvvv//^ heilsan? Þræðir miUi sagnameistara Stundum hafa íslendingar stært sig af því að vera komnir af fomum konungum og köppum. Það erum við reyndar en við eram líka komnir af ótölulegum grúa nafn- lausra manna og kvenna, þræla og kotfólks. Fáir gera sér grein fyrir hversu geysilegan fjölda af forfeð- ram hver og einn eftir Guójón á þegar kemur Friðriksson fram í ættir. Hver maður á tvo afa og tvær ömmur. Við hvem ættlið sem færist aftur tvöfaldast talan. Þannig eigum við fjóra langafa og fjórar langömmur. Langalang- afamir era átta og sömuleiðis langalangömmumar. I fimmta lið er talan sextán og sextán og svo koll af kolli. Þegar komið er fram í tíunda lið era langalanga o.s.frv... .afamir orðnir 504 og Iangömmumar jafn margar. Og í 20. lið era langafamir orðnir meira en hálf milljón og annað eins er af langömmum. Hver Íslendingur getur því rakið ættir sínar til allra þeirra fomu frægðarmanna sem á annað borð er hægt að rekja ættir til. Við eram öll komin af Haraldi hárfagra, Agli Skallagrímssyni, Sæmundi fróða o.s.frv. Hér í þessum þætti ætla ég til gamans að sýna hvemig þræðimir liggja milli tveggja frægustu sagna- meistara íslendinga, Snorra Sturlu- sonar í Reykholti og Halldórs Lax- ness á Gljúfrasteini. Sá síðamefndi er afkomandi hins fyrra í 23. lið. Þetta er þó bara ein leið milli skáld- anna en vafalaust era til þúsund aðrar þó að flestar séu týndar og tröllum gefnar. Ættrakningin er nokkuð viss en á einum stað er þó bláþráður sem ekki eru öraggar heimildir fyrir. Einar Bjamason ættfræðingur hef- 2. Einar Þorvaldsson goðorðsmaður í Vatnsfirði (1227 — um 1286). 3. Ónafngreind Einarsdóttir. 4. Eiríkur Sveinbjarnarson hirðstjóri og riddari í Vatnsfirði (d. 1342). Halldór Laxness ur leitt að því sterk rök að ónafn- greind dóttir Einars Þorvaldssonar í Vatnsfirði, dóttursonar Snorra, hafi átt Sveinbjöm Sigmundsson Súðvíking en sonur hans — og væntanlega þeirra — var Eiríkur hirðstjóri í Vatnsfirði. Snorri Sturluson Snorri sagnaritari í Reykholti Sturluson ítúlkun (1179—1241). listamanns. 1. Þórdís Snorradóttir í Vatnsfirði. Sjálfstæðismenn í Reykjavík Aðalfundur Fulltrúaráðsins Aðalfundur sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 11. janúar kl. 21.00 í Átthagasal Hótel Sögu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Gesturfundarins, Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, flytur ávarp. 3. Önnur mál Fundarstjóri: Árni Sigfússon, borgarfulltrúi. Fundarritari: Guðrún Zoéga, formaður Hvatar. Fulltrúaráðsfélagar eru hvattir til að mæta og hafa skírteini sín meðferðis. Stjórn Fulltrúaráðsins Anýjuári Svo rís um aldir árið hvert um sig, kvað Jónas forðum; bætti síðan við og undirbjó þjóðsönginn: eilífðar lítið blóm í skini hreinu. En þá tók þunglyndið við stjóminni: Mér er það svo sem ekki neitt i neinu, því tíminn vill ei tengja sig við mig. Þannig halda árin áfram að rísa og hníga og hitta mennina fyrir mis- jafnlega á sig komna. Á tækniöld og velmegunar- öld ná þeir háum aldri hér á norður- slóðum, flestir hafa í sig og á og sjúkdómsplágum, sem áður herjuðu á unga og aldna, hefur verið útrýmt eða er haldið í skefjum — mörgum hveijum. Allt er þetta gott og bless- að; æskan menntar sig og býr sig undir ævistörfin; miðjufólkið á besta aldrinum vinnur fyrir sér og sfnum, rekur þjóðarbúið og stjómar því, sumir í krafti embættis, aðrir í krafti síns atkvæðis; gamla fólkið situr hjá og horfir á, kýs þó ef til vill á nokkurra ára fresti eðá er látið kjósa en er „svo serh ekki neitt í neinu“. Já, í landinu búa þijár kynslóðir, hver annarri ólík þótt skyldar séu, hver annarri framandi í mörgu — atferli, viðhorfum og hugðarefnum. Þeir spræku og vant við látnu klappa ungviðinu á kollinn og segja: Mikið ertu nú orðinn stór og mynd- arlegur; og hitta svo karl eða kerl- ingu á fömum vegi og spyija: Hvemig er heilsan? Þú lítur bara ljómandi vel út þrátt fyrir aldurinn og tímana tvenna. Síðan kveður miðjufólkið og heldur sína leið létt í spori og ber heimsins ábyrgð og syndir hans á breiðum herðum eins og ekkert sé. Það man líklega ekki þessa stundina eftir því hvað mannsævin er stutt þó hún hafi lengst, man líklega ekki að hún hefur bara lengst í annan endann, vill ekki vita af því að bráðum er þess blómaskeið á enda og óstýriiát- ir unglingar eru að vaxa upp í fulla stærð sem passar í ráðherrastól og forstjórasæti, En svona er þetta blessað líf: einn stórkost- legur straumur, - svo steypumst vér í djúpið, og fyr en nokkum varir er æfi mannsins öll... ságði skáldið úr Kötlum. Sænskur læknaskólakennari seg- ir frá því að hann hafi stundum spurt nemendur sína: Hvenær, hvar og hvernig hugsar þú þér að þína eigin dauðastund muni bera að? Mörg þeirra ráku fyrst upp skelli- hlátur, en algengt svar var eitthvað á þessa leið: Dauðastund? Mín? Nei, ég ætla mér ekki að deyja. Mannskepnan er þannig gerð að þegar hún hugsar um sjúkdóma og dauða er hún sjaldnast með sjálfa sig í huga heldur þá meðbræður og -systur sem einu nafni kallast sjúklingar. Við erum stolt af þeim fram- föram í læknisfræði og breyttu að- stæðum í þjóðfélaginu sem hafa komið margumtalaðri lengingu mannsævinnar í kring. En mætti ekki með öðru auganu líta á hana sem böl, ef til vill bæði fyrir ein- staklinga og heild? Setjum svo, að allsheijar lækning fyndist á krabba- meini en hjarta- og æðasjúkdómar hyrfu af sjónarsviðinu fyrir enn Óþekktan læknisfræðilegan hókus- pókus, slysum fækkaði jafnt og þétt vegna sívaxandi andvara og aðgæslu almennings — yrði þá ekki tilfinnanlegur skortur á dánarmein- um? Úr einhveiju verðum við að fá að deyja, hvað sem tautar. Kannski eyðnin hlypi undir bagga? Nei varla, við komum væntanlega lögum yfir hana áður en langt um líður. (Það er aldrei friður fyrir þessum læknavísindum!) Hvað er þá eftir? Ekki margt sem treystandi er á, nema kerlingin Elli. Sú kerling er mislynd og dynt- ótt. Stundum getur hún verið snör í snúningum og beitir óspart mjaðmarhnykk og hælkrók. Þá er ekki að sökum að spyija. En hún á það líka til að fara sér hægt og hafast ekki að þótt loginn smái flökti á skari og tengslin við tímann séu orðin slitrótt.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið C - Sunnudagur (08.01.1989)
https://timarit.is/issue/122276

Tengja á þessa síðu: C 8
https://timarit.is/page/1696354

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið C - Sunnudagur (08.01.1989)

Aðgerðir: