Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1989næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989 Þýðir ekkert að vera hræddur * Eg hef farið svo oft til tannlæknis að ég er hætt að vera hrædd við það. Það þýðir ekkert að vera hræddur, maður þarf hvort sem er að fara,“ segir Guðrún Rún Daníelsdóttir. Guðrún sagðist hafa farið til sama tannlæknis frá því hún var 3 ára og sagðist stundum sofna í stólnum. Þaðgerði hún einnig daginn sem Morgun- blaðsmenn voru á ferðinni, því þegar Ama ljósmyndara var vísað að tann- læknastólnum, sem Guðrún beið í, kom hann að henni steinsofandi. „Mér finnst verst að láta deyfa mig,“ segir Guðrún og heldur áfram: „en þó ekki svo vont að ég sé hrædd við það, eða hugsi sérstaklega um deyfínguna þegar ég þarf að fara til tannlæknis." SIGURÐUR GUÐNASON Ættu að setja hljóð- deyfi á borinn Eg var hræddari við að fara til tannlæknis þegar ég var yngri. Ég hef verið í nokkur ár hjá sama tannlækninum og finn ekki fyrir sömu hræðslu og þegar ég var strákur," segir Sigurður Guðnason. Sigurður segist fara reglulega til tannlæknis. „Ég kem alltaf einu sinni á ári í skoðun, og svo aftur ef það þarf að gera við einhveijar tennur." Aðspurð- ur um hvað honum þyki verst við að fara til tannlæknis segir Sigurður: „Borinn. Þegar tannlæknirinn byrjar að bora líður mér ekkert sériega vel. Aðallega er það hljóðið sem mér fínnst óþægilegt. Þeir ættu að setja hljóð- deyfi á borana. Ég læt alltaf deyfa mig ef viðgerðimar em miklar." SIGURÐUR HREGGVIÐSSON Ekkert mál þegar ég er deyfður Sigurður Hreggviðsson hefur verið hjá sama tannlækninum í sjö ár. „Ég hef aldrei látið gera við tennur hjá skólatannlækninum, bara farið í skoðun hjá honum. Mér fmnst gott að hafa ákveðinn tannlækni sem ég hef farið til lengi og ég þekki ágætlega," segir Sigurður. „Mér finnst ekk- ert vont að fara til tannlæknis, ég var svolítið hræddur þegar ég var minni, en núna er það ekkert mál þó hann geri við ef ég er deyfður. Það er nátt- úrulega verst að láta gera við, ef maður er ekki deyfður. Hræddur við deyfisprautuna? Nehei! Þetta er minnsta mál í heimi, eins og að láta taka blóðprufu!" SIGURJON BJORNSSON Fer sjaldan því það er mjög dýrt Siguijón Bjömsson sagðist ekki verða var við neina sérstaka streitu þó hann þyrfti að fara til tannlæknis. „Ég fer sjaldan til tannlæknis, aðallega vegna þess að það er mjög dýrt. Ef ég er með tannpínu, eða veit af skemmd í einhverri tönn, fer ég. Maður . drepst svo sem ekki á því að fara til tannlæknis þó það sé kannski ekki með því þægilegasta eða skemmtilegasta sem maður gerir." Siguijón sagði að honum þætti eðlilegt að tannlæknaþjónusta væri greidd niður af hinu opinbera lengur en nú er gert. „Margir fara ekki til tannlæknis í mörg ár eftir að þeir verða 17 ára, því þá tekur ríkið ekki lengur þátt í kostnaðin- um. Það er ekki algengt að fólk um tvítugt hafi það mikla peninga milli handanna að það sjái sér fært að greiða tannviðgerðir að fullu." ÞORBJORG KARLSDOTTIR Lyktin fer pínu- lítið í mig Þorbjörg Karlsdóttir segist alls ekkert smeyk við að fara til tannlæknis. „Ég fer reglulega til tannlæknis, því ég þarf að fara með syni mína og læt þá skoða og gera við hjá mér í leiðinni," segir Þorbjörg. „Þegar ég var lítil man ég að ég varð mjög hrædd hjá tannlækni, ég sá systur mína dauð- skelkaða veinandi í stólnum og átti sjálf að setjast þar á eftir henni. Ég hljóp út skelfíngu lostin og neitaði að setjast í stólinn. Ég var hrædd við tannlækna þegar ég var krakki og unglingur, en lét mig þó hafa það að fara reglulega. Ég þekki marga sem eru hræddir við tannlækna, og fara ekki til þeirra fyrr en allt er komið í óefni. Að mínu mati ætti hver fjölskylda að hafa sinn tannlækni, sem annast alla Qölskyldumeðlimi, eins og tíðkast með almenna heimilislækna. Þannig verða kynnin nánari, traustið meira, og hræðslan minni. Það er aðallega lyktin á tannlæknastofunum sem fer pínulítið í mig, og svo er ekkert þægi- legt þegar þarf að bora. Annars er ég svo heppin að það þarf sjaldan að gera við tennumar hjá mér.“ ÁTAUHNNI HJÁ TANNLÆKNINUM Edda Arndal hjúkranarfræðingur mælir blóðþrýsting eins sjúklingsins. Púls hækkaði að meðaltali um 15 slög á mínútu,47% þegar tannlæknirinn boraði. Hvað er fælni? Hvað felst í orðinu fælni og hvaða áhrif getur hún haft á daglegt líf fólks? Við lögð- um þessa spurningu fyrir Jóhann Inga Gunnarsson sál- fræðing og báðum hann að skilgreina og útskýra hug- takið. Fælni er ástæðulaus hræðsla við hluti eða aðstæður. Til dæmis hræðsla við dýr, lyftur, eða eins og í þessu tilfelli, við. tannlækni eða tannlæknastof- una. Sá sem þjáist af þessari hræðslu veit sjálfur að ótti hans er ástæðulaus, en hann nær samt ekki sjálfsstjórn. Hann ræður ekki við hræðsluna — eða er sannfærður um að svo sé. Fælni getur verið einstakl- ingnum afar óþægileg, til dæm- is vegna starfs. Fælni getur jafnvel verið svo yfirþyrmandi að hún teljist til alvarlegrar fötlunar. Púlsíim hæstur þegar tannlæknirínn borar Edda Arndal, hjúkrunarfræð- ingur mældi púls og blóðþrýst- ing fjögurra einstaklinga, sem komu til Guðmundar Lárusson- ar. etta var fólk á aldrinum 14 - 24 ára,“ segir Edda. „Ég mældi bæði púls og blóðþrýsting hjá fólk- inu fyrst á biðstofunni, næst þegar það var sest í tannlæknastólinn og beið eftir að tannlæknirinn kæmi, svo þegar deyft var, aftur þegar borað var og síðast þegar fólkið var komið fram og allt var yfirstaðið.“ 24% hækkun á biðstofu Þess má geta að enginn þeirra sem rætt var við, sagðist vera sér- lega kvíðinn. Mælingar Eddu leiddu hins vegar í ljós að á biðstofunni var púls fjórmenninganna að meðal- tali 80 slög á mínútu. „Að meðal- tali er púls hjá einstaklingum í hvíld milli 60 og 70 slög á mínútu,“ seg- ir Edda, og var púls á biðstofu því um 24% hærri en eðlilegt getur talist fyrir afslappaðan einstakling, ef miðað er við að hann hafi 65 slög á mínútu. 30% hækkun í stólnum „Púls hækkaði í öllum tilvikum þegar viðkomandi settust í tann- læknastólinn, að meðaltali nam hækkunin. 4 slögum á mínútu, og púlsinn því kominn að meðaltali upp í 84 slög á mínútu, sem er um 30% hærri púls en meðalpúls í hvíldar- stöðu. 47% hækkun þegar borað er í raun kom það ekki á óvart að púls og blóðþrýstingur skyldu hækka mest þegar tannlækninnn deyfði og byijaði að bora,“ segir Edda og heldur áfram: „í öllum til- fellum hækkaði hvoru tveggja, °S þegar tannlæknirinn boraði hmkk- aði púls að meðaltali um 15 slög á mínútu, og var því 95 slög á mínútu að meðaltali. Hjá einum hækkaði púls aðeins um 5 slög á mínútu þegar borað var, en mest hækkaði hann um 36 slög á mínútu. Þegar tannlæknirinn boraði var púlsmn því að meðaltali 47% hærri en með- alpúls einstaklings í hvíld. Þegar fólkið var komið fram, °g allt var yfirstaðið, lækkaði púlsinn aftur í öllum tilvikum, og var svip- aður og á biðstofunni í upphafi-“ Tannlæknir hjá tannlæknú engin breyting Að lokum var Guðmundur Lárus- son sjálfur beðinn að setjast í stól hjá kollega sínum, til að hægt v®n að mæla púls og blóðþrýsting hjá tannlækninum sjálfum í tannlækna- stól. Guðmundur tók bóninni vel, og bað kollega sinn að hreinsa tann- stein. „Það þykir öllum vont að láta hreinsatannstein,“ sagði Guðmund- ur, en mælingar leiddu í ljós að púls og blóðþrýstingur breytfyst ekkert hjá Guðmundi og vora innan eðlilegra marka einstaklings í hvíld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið C - Sunnudagur (08.01.1989)
https://timarit.is/issue/122276

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið C - Sunnudagur (08.01.1989)

Aðgerðir: