Morgunblaðið - 04.02.1989, Qupperneq 10
10
-mIoI&ÍnbSðIð- L^U&£rÉ&gÚ» •áí’-FEBRÖAR :W89
Form oglína
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Sýning á nýjum verkum Krist-
jáns Guðmundssonar er fyrsta
framkvæmd nýs skipulags.á sýn-
ingahaldi Kjarvalsstaða, sem list-
ráðunautur þeirra, Gunnar B. Kvar-
an, er höfundur að. -
Er hér um að ræða, að einstökum
listamönnum er boðið sérstaklega
að sýna, þeim að kostnaðarlausu,
en mjög er vandað til sýninganna
og kynningar þeirra, svo sem kem-
ur fram í óvenju veglegri sýningar-
skrá að þessu sinni.
Slíkar sýningarskrár hefur eng-
inn venjulegur myndlistarmaður
efni á að láta gera um einstakar
sýningar sínar hér á landi, en um
leið eru þær einstakt kynningarrit
fyrir viðkomandi listamann. Fyrir-
komulagið horfir því til framfara,
svo fremi sem rétt verður á málum
haldið, en kannski má minna á, að
hér er um opinbera listmiðlun að
ræða, þar sem Kjarvalsstaðir eru,
en ekki alfarið kynningu einkavið-
horfa.
En hvað sem slíkum vangaveltum
líður, þá má bóka það, að Kristján
er vel að heiðrinum kominn, þótt
vafamál sé, að rétt hafi verið að
ríða á vaðið með jafn tormeltri sýn-
ingu, hvað almenning áhrærir. Það
er nú einmitt almenningur, sem
heldur uppi listsköpun á íslandi í
stórum ríkari mæli en annars stað-
ar þekkist og kannski væri ekki úr
vegi að taka svolítið tillit til þess.
Á ég hér að sjálfsögðu við þann
hluta almennings, sem ratar á sýn-
ingar og festir sér myndverk —
jafnvel hin framúrstefnulegustu.
Afar mikilvægt verður að teljast,
að slík framkvæmd hljóti góðar
undirtektir og aðsókn frá upphafi,
því að öllu erfiðara er að byggja
slíkt upp seinna, takist það ekki
strax.
Kristján Guðmundssn er, svo sem
margur veit, einn þekktasti fulltrúi
hugmyndafræðilegrar listar hér-
lendis og vafalítið rökfimasti tals-
maður listastefnunnar, svo sem
ágæt viðtöl við hann eru til vitnis
um og þá einkum langt og mikið
viðtal í tímaritinu Teningi fyrir
u.þ.b. 1-2 árum, sem gjaman hefði
mátt birta útdrátt úr í sýningarská.
Það er einmitt falinn heilmikill fróð-
leikur í því, sem slíkir segja um
eigin list.
Sýningi sjálf og viðhorfm að baki
eru annars nákvæmlega skilgreind
og útskýrð í formála sýningarskrár
af Gunnari B. Kvaran og ber að
vísa áhugasömum til þeirrar rit-
smíðar.
Vafalítið jnun það koma ýmsum
spánskt fyrir sjónir að nefna öll
þessi formrænu heilabrot, sem eiga
uppruna sinn í byggingarfræðileg-
um tilraunum manna eins og Vlad-
imars Tatlins ásamt ijölþættum leik
með tíma og rými í listinni, rétt og
slétt „Teikningar/Drawings". Og
þó mun það rétt að nokkru leyti
samkvæmt skilgreiningu enska
orðsins drawing — að draga — en
margar myndanna eru vissulega
línuþyrping dreginna lína, en þó á
nokkuð annarri forsendu en venju-
lega er gert, og margt hefur ekkert
með dregnar línur að gera og líkist
fremur uppsetningu hluta í ákveðnu
rými. Hér er oft meir um hugsðar
línur og útlínur að ræða en t.d.
dregnar línur og þannig mætti gefa
athöfnunum skilmerkilegra nafn.
Og svo telst teikning ekki einu sinni
kórrétt þýðing á orðinu drawings,
a.m.k. ekki orðrétt, því að teikning
er meira í ætt við tákn en t.d. að
draga línu.
Annars er það hálf klént að þurfa
að koma með slíkar vangaveltur -
um sýningar, en hjá því verður
ekki komist í sumum tilvikum. Sjálf
sýningin er mjög stílhrein og form-
Til sölu í Grafarvogi
sem er einn verðursælasti staðurinn í borginni 4ra-5 herb.
íb. með stórum suðursvölum og bflskúr. íb. seljastfullbúnar.
Upplýsingar i síma 31104.
Örn ísebarn,
byggingameistari.
911CA 01 0?n LÁRUSÞ.VALDIMARSSONframkvæmdastjori
k I I W V * L I W I V LARUS BJARIMASOM HDL. LOGG. FASTEIGNASALI
Til sýnis og sölu m.a. eigna:
Ný úrvals íbúð - bflhýsi
3ja herb. Ibúð f lyftuhúsl við Austurströnd á 4. hæð rúmir 80 fm
nettó. Allar innréttingar og búnaður að bestu gerð. Stórar svalir. Mik-
ið útsýni. Langtímalán. Frágangur á sameign fylgir í kaupunum.
í Vesturbænum í Kópavogi
Neðri hæð í tvfbhúsl 3ja herb. 92,7 fm auk sólst. Hiti og inng. sér.
Mikið endurb. Hálfur kj. fylgir. Húsið er reisul. timburh., álklætt. Stór
ræktuð lóð. Bílskréttur. Verð kr. 4,3 millj.
4ra herb. ib. við:
Ljósheima 7. hæð 103 fm. Lyftuhús. Sérinng. Hentar fötluðum.
Álfheima 4. hæð 107,4 fm. Mikið endurn. Gott kjherb.
Bugðulæk 3. hæð. Þakhæð um 100 fm. Töluv. endurn. Sólsv. Fjórb.
Glæsileg eign í Garðabæ
Nýl. steinhús rúmir 300 fm á stórri glæsil. hornlóö. Öll tæki og allur
búnaður hússins er mjög góður. Óvenju góð kjör. Teikn. og nánari
uppl. á skrifst.
í lyftuhúsi við Þangbakka
úrvalsíb. 2ja herb. á 2. hæð 62 fm. Ágæt sameign. Vinsæll staður.
Góð eign á stórri lóð
Steinhús í Garðabæ. Húsió getur verið tvær íb. Góður bfisk. um 45
fm. Eignarióö um 5000 fm. Ýmiskonar eignaskipti mögul. Nánari uppl.
aðeins á skrifst.
Steinhús - tvær íbúðir
á vinsælum stað f Vogunum um 90 fm efri hæð með 3ja-4ra herb. íb.
Neðri hæð með 4ra herb. íb. 113 fm. Kj. með innb. bílsk., vinnupl. og
rúmg. geymslum fylgir neðri hæðinni. Eignin er mikið endurbyggö. Góð
lán fylgja.
Opið f dag laugardag
kl. 10.00-16.00.
Fjöldi fjársterkra kaupenda.
ALMENNA
FASTEIGNA5ALAN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
TÁKN OG
FINNGÁLKN
Kristján Gudmundsson
in fá jafnvel fagurfræðilega merk-
ingu í einfaldleika sínum og hnit-
miðaðri uppsetningu, þótt hið opna
gímald Vestursalarins Ijái ekki ein-
stökum verkum þann yndisþokka,
sem minni og stflhreinni salir gera,
t.d. þeir í Sveaborg, sem svo fagur-
lega undirstrikuðu byggingarfræði-
legt inntak athafnanna.
Óhætt er að fullyrða, að sýningin
sem slík sé hvalreki fyrir aðdáendur
og forsvarsmenn „konzeptsins",
hugmyndafræðilegu listarinnar og
vissulega er hún í efri flokki slíkra
framkvæmda.
í austursal Kjarvalsstaða sýnir
fram til 12. febrúar Halldór Ás-
geirsson 17 myndverk, að við-
bættum fímm í austurforsal. Hall-
dór nam við myndlistardeild París-
arháskóla nr. 8, á árunum
1977-80 og 1983-86 og dvaldi í
Austurlöndum fjær veturinn
1976-77 og í Mexíkó 1982-83.
Þetta er all óvenjulegur náms-
ferill nú á tímum, enda draga
myndir Halldórs dám af honum og
einkum fyrir áhrif frá ýmsum tákn-
um og fíirðuverum í list Austur-
landa og Mexíkó svo og litameð-
ferð listamanna Parísarskólans svo
sem Valerio Adami ásamt sterkum,
litríkum andstæðum í list Austur-
landa og indíána.
Annars er skilmerkilegast að
vísa til fréttatilkynningar, þar sem
segir „að myndlist Halldórs bygg-
ist á sjónrænu hugarflæði sem
hann skráir ósjálfrátt niður. Efni-
viðurinn er tekinn úr umhverfí og
lífsreynslu höfundarins hveiju
sinni (svo sem vera ber) og eru
m.a. ferðalög ríkur þáttur í hinni
sjónrænu upplifun hvort sem auga
og penni ferðist um óbyggðir Is-
lands eða sigli upp ána Nfl. —
Þegar kemur að úrvinnslu hug-
myndanna, staldrar Halldór við,
ígrundar efni og form gaumgæfí-
lega, þar til teikningamar, sem
hann skeytir saman á ólíkan hátt,
falla inn í efnið. Verkin eru máluð
á pappír eða léreft, skorin út eða
höggvin í tré, þar fínnast bein og
sviðin hurð, svart flauel og brotin
gler o.fl. Sum myndverkin eru
samsett úr ólíkum efnum og
spanna bæði vegg og gólf. Sögu-
smiðurinn er mættur í salinn þak-
inn myndum og frásögnum úr und-
irheimum, þetta eru hugarbrot og
örstutt ljóð úr draumi og veruleika
sem áhorfendum ber að túlka að
eigin vild.“ Þó að myndverkin í
austursal séu einungis 17 að tölu,
þá gera þau meira en að fylla sal-
inn vegna fjölda eininga einstakra
verka og stærðar annarra,.þannig
að á stundum er þröngt á þingi.
Halldór hefur bersýnilega verið
mjög afkastamikill og atorku-
samur á vettvangi sýninga og
gjöminga ýmiss konar, frá því að
hann kom fyrst fram uppúr 1980,
en þetta mun vera stærsta sýning
hans, ef ég veit rétt.
Mjög óvenjuleg sýning, sem
dregur dám af ferðalögum hans
og áhrifum víða að, sem skiljanlegt
er, en þó enn sem komið er minnst-
um frá íslandi að því er séð verður.
Hér er bersýnilega um úrvinnslu
ótal hugmynda að ræða, sem Hall-
dór hefur orðið fyrir á undanföm-
um ámm og honum virðist liggja
mikið á hjarta, svo sem marg-
brotin úrvinnsla hugmyndanna ber
með sér. Innstæðan í hugmynda-
bankanum virðist á köflum vera
svo mikil, að hún verði höfundinum
hreinlega ofviða, enn sem komið
_______________________________ODDÉl
Umsjónarmaður Gísli J ónsson 473. þáttur
Friður er fagurt orð sem ekki
ætti að misnota. Frummerking
þess er ást, vinátta. í Hávamálum
er talað um frið kvenna=ást
þeirra.
Samsvarandi sögn var fría sem
breyttist í frjá með samdrætti.
Hún þýddi að elska. Lýsingar-
háttur nútíðar var fríandi, en það
breyttist í frændi sem fyrrmeir
merkti vinur, síðar skyldmenni.
Menn hafa ekki alltaf hugsað sér
að „frændur væru frændum verst-
ir“.
Af sama stofni er forskeytið
fri, eins og t.d. í *frí-hals sem
átti eftir að breytast í frjáls, sbr.
frelsi. Það er gott andyrði við
helsi=hálsband og síðar fjötur í
víðari merkingu, eða ófrelsi. Fjöt-
ur er reyndar dregið með u-klofn-
ingu af fet og merkir því upphaf-
lega fótband.
Gyðja ástar og hjúskapar var
Frigg=sú sem ann eða er unnað
(eða hvort tveggja), en þótt
Freyja væri ekki síður ástargyðja
og frjósemdar, var nafn hennar
af öðrum uppruna og merkti sú
sem ræður, sbr. húsfreyja. Freyr
þýddi upphaflega herra eða drott-
inn, á gotnesku frauja.
Elskulegur og síðar laglegur
maður kallast fríður. Fríður var
líka enn eitt ásynjuheitið í sömu
merkingu og Frigg. Ástmærin
nefndist friðla, seinna firilla (la
er smækkunar- eða gæluending)
og elskhuginn friðill. Nú er títt
að hafa þessi orð um ástir í mein-
um. Elskendur heita einstöku
sinnum friðgin.
Lengra í burtu grillir í orðin
frygð=gleði, ást, losti, og frýnn
og frýnilegur=álitlegur, elsku-
legur. í gamalli bamagælu er
stúlkan litla beðin að vera frýn
við afa sinn.
óteljandi nöfn karla og kvenna
hafa frið, fríð, freð að forlið eða
viðlið, svo sem Friðgerður, Hall-
fríður og Sigfreður. Þessir nafn-
liðir tákna ást eða vemd, og er
þá skammt yfír í hina yngri merk-
ingu friðarins. Þá er orðið and-
yrði við stríð, eða það táknar kyrrð
og ró. í orðabók Johans Fritzners
er friður þýtt á dönsku: „1) Kær-
lighed, 2) Fred mellem Personer
og Lande, saa og den Sikkerhed
som en har for sin Person mod
saadant Overfald, der kan komme
ham til Skade paa Liv og Lemm-
er.“
Segi menn svo að skilgreining-
ar geti ekki verið skemmtilegar.
★
Verkin mín öll og vinnulag
velþóknun hjá þér fínni,
en vonskan sú, sem vann ég í dag,
veri gleymd miskunn þinni.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfír minni.
(Sigurður Jónsson á Presthól-
um (um 1590—1661): Úr kvöld-
sálmi.)
★
Salómon Einarsson í Kópavogi
skrifar svo:
„í 466. þætti spyrð þú: Hvers
kyns er orðið jólaglögg og hvem-
ig beygist það?
Þetta mun vera nýlegt orð í
málinu og ekki komin teljandi
venja á það. Mér skilst að tvennt
geti komið til greina: Kvenkyns-
orð, sem beygist þá eins og t.d.
lögg (það er ekki eftir nema lögg
í flöskunni. Kannski ég þiggi
kaflilögg). Eða þá, og það tel
ég betra, og best að orðið festist
í málinu sem hvorugkynsnafnorð.
Myndi þá beygjast eins og t.d.
högg:
Jólaglögg — jólaglöggið
jólaglögg - jólaglöggið
jólaglöggi — jólaglögginu
jólaglöggs — jólaglöggsins.
Eins og ég nefndi fyrr, mun
ekki vera komin nein málhefð á
orðið. Nýtt dæmi þess er í Mbl.
hjá Velvakanda 22. þ.m. [des.].
Þar er smágrein og er fyrirsögn-
in: Jólaglögg þarf ekki að vera
áfeng. Hér er orðið í kvenkyni.
Nokkrum orðum síðar, „að menn
drekki saman svonefrt jóla-
glögg“. Enn örlitlu seinna, „að
hafa jafnan á boðstólum óáfengt
jólaglögg". í síðari dæmunum
tveim er orðið hvorugkyns. Þetta
sýnir hve mjög er á reiki hvort
kynið notað er.
Af því að ég notaði áðan orðið
högg, kom mér í hug gömul vísa.
Set hana hér til gamans. Þetta
er lýsing á afkastalitlum iðnaðar-
manni:
Hægt lætur höggin falla,
hægt dregur lúku úr vösum.
Hægt vaxa hár á skalla.
Hægt lekur dropi úr nösum.“
★
Þakkir færi ég Salómon fyrir
þetta bréf. Það staðfestir rækilega
að kyn orðsins jólaglögg er reik-
ult, eins og umsjónarmaður hefur
heyrt á tali manna og lesið í blöð-
um. Halldór Kristjánsson frá
Kirkjubóli segir stutt og laggott:
„Ekki kann ég að kyngreina jóla-
glögg en í framkvæmd fylgi ég
Tímanum og hef sullið í hvorug-
kyni.“
Halldór hafði fleira að segja
sem sfðar kemur fram.
★
Auk þess er þess að geta, að
æður=æðarfugl, er kvenkyns
(beygist eins og Hildur), en ekki
karlkyns eins og í sjónvarpinu.
P.s.
Síðasti þáttur var ekki alveg
prentvillulaus. Lakast var að
Fljótshlíðarhreppur breyttist í
„Fljótsdalshlíðarhreppur" og
kunnustu í „kunnugustu", þegar
sagt var frá rímnapersónunni
Armanni. Beðist er afsökunar
vegna þessa.