Morgunblaðið - 04.02.1989, Síða 12
12
MORGUNBLADIÐ LÁtJGARDAGUR 4. FEBRÚAR IðSð
Hvar voru raddirnar ?
LeSklist
Jóhanna Kristjónsdóttir
Talía, leikfélag Menntaskólans
við Sund frumsýndi í Hlaðvarp-
anum
Vorið kallar eftir Frank Wede-
kind
Þýðandi:Hávar Sigtujónsson
Leikmynd og búningar: Birna
Júlíusdóttir
Lýsing: Gunnar Kristján Stein-
arsson
Tónlist og leikhljóð: Anna Rún
Atladóttir og Þorkell Heiðars-
son
Sýningarstjóri: Kristín Ólafs-
dóttir
Það er hið mesta fagnaðarefni,
að nemendur Menntaskólans við
Sund skuli hafa flutt sýningarstað
sinn. Jafnvel þótt aðstaða í Hlað-
varpanum sé kannski ekki upp á
það allra besta er hún hreinasta
hátíð miðað við þá afleitu sýning-
araðstöðu sem fyrri leikir hafa
haft í skólahúsinu sjálfu.
Þetta leikrit er ekki nýtt af
nálinni, nánar tiltekið 99 ára gam-
alt og það mun hafa verið lengi
í banni, og ekki sýnt óritskoðað
svo skipti áratugum. Ástæðan var
sú að margt í verkinu þótti hið
versta klám sem ekki mætti bjóða
siðsömum Mið-Evrópubúum upp
á í þann tíð. Einnig er haft fyrir
satt að höfundur hafí verið
óánægður með túlkun á þessu
verki og væntanlega fleirum og
fundist sýningamar yfírdramatís-
eraðar og flytjendur hafi ekki
skynjað húmorinn í textanum.
Vel má skilja að leikritið hafí
hneykslað á sinni tíð, en líkast til
kallar það á þjálfaðri flytjendur
nú til þess að inntak þess komist
almennilega til skila. Það snýst
um unglinga í litlum bæ í Þýzkal-
andi og vangaveltur þeirra um
lífíð, tilveruna, skólann, ástina og
vináttuna og tvöfeldni hinna full-
orðnu og almennan tvískinnung
einkum og sér í lagi hvað snertir
afstöðu til kynlífs og lífsins til-
gang. Og er gott og gilt svo langt.
Þórdís Amljótsdóttir leikstýrir
menntaskólanemendum og tekið
er fram í leikskrá að hún hafí
einnig haldið leiklistamámskeið
fyrir nemendur í haust. Þórdísi
tekst ágætlega upp með staðsetn-
ingar, hreyfíngar leikenda eru oft
nokkuð góðar og hjá sumum
óþvingaðar og sannfærandi. Þýð-
ingin hljómaði vel og sviðsmyndin
er einföld og hugvitssamlega
gerð. Ljósabeiting tókst einnig,
en atriðið í kirkjugarðinum, þar
sem einhvers konar sprautuverk
var í gangi til að gera þetta allt
dulúðugt og draugslegt var einum
of.
Persónur eru margar og sumir
leikarar fara með fleiri en eitt
hlutverk og nokkrar stúlkur leika
hlutverk pilta með misjöfnum ár-
angri. Eiríkur Sigurðsson fer með
hlutverk Melkíórs sem verður ör-
lagavaldur tveggja persóna, án
þess að höfundi takist að gera
almennilega trúverðugt hver sú
hin mikla sök hans er einkum
varðandi vininn Moritz, sem frem-
ur sjálfsmorð. Eiríkur hefur tekið
þátt í sýningum skólans áður og
sýnir athygliverð tilþrif. Sama
máli gegnir um Halldór Gylfason
í hlutverki hins ólánsama Moritzar
og Jónína Þórólfsdóttir var alveg
piýðileg sem Wendla Bergmann.
Mér fannst Fanney Sigurðardóttir
farast ágætlega úr hendi að koma
fram sem Elsa en tókst ekki eins
vel sem frú Gabor. Það atriði var
alltof gauragangslegt og það á
við um fleiri atriði, svo sem út-
fararatriðið og fundinn á kennara-
stofunni, hann var ýktur eins og
vera ber en gengið var of langt
að mínum dómi. Bogi Birgisson
náði skemmtilegum tökum á Húsa
húsverði.
Það má fínna að þessari sýn-
ingu og spyija má hvort leikritið
í sjálfu sér sé nógu áhugavert.
En það sem skiptir máli að þessu
sinni var einlægni leikenda og
kraftur. Þó svo krafturinn væri
full kröftugur. Ljósu punktamir
voru nægilega margir til að vera
sáttur við þessa menntaskólasýn-
ingu.
Morgunblaðið/Sverrir
Að frumflutningi loknum. F.v. söngkonurnar Marianne Eklöf og Hona Maros, Catherine Williams,
kórstjóri, Atli Heimir, Jón Óskar, skáld, og Petri Sakari, hljómsveitarstjóri.
Ljóðasínfónía ftnmflutt
Tónlist
Ragnar Björnsson
Sallinen er fyrst og fremst
þekktur utan Finnlands sem
óperutónskáld og sem slíkur hlot-
ið ótvíræða viðurkenningu. Hrein
hljómsveitarverk eftir Sallinen eru
undirrituðum lítið kunn. Shadows
op. 52, sem opnaði tónleikana,
vakti forvitni sem Sakari á vafa-
laust eftir að svala. „Shadows"
er ekki flókið í uppbyggingu en
ljóðrænt, er auðheyrilega vaxið
upp úr fínnskum jarðvegi og er
mjög áheyrilegt án þess þó að
vera það minnisstæðasta á tón-
leikunum, enda sjálfsagt ekki til
þess ætlast. En fímm bassar á
móti G sellóum er óeðlilegt hlut-
fall og í „unison“-spili verður
þetta jafnvægisleysi áberandi,
þama vantar fleiri selló. En þetta
jafnvægisleysi í hljóm varð undir-
ritaður oftar var við og þá einnig
hjá blásurunum. Hver ástæðan
er var aftur á móti erfíðara að
átta sig á, var það staðsetning
hljóðfæraleikaranna? T.d. í Beet-
hoven píanókonsertinum skám
homin tvö sig gjaman út úr sam-
hljóminum, vom þau e.t.v. stað-
sett of framarlega? Eða var
ástæðan önnur? Skiptir kannske
miklu máli hvar maður situr í
húsinu?
Þriðji píanókonsert Beethovens
er eitt af tímamótaverkunum í
tónsköpun Beethovens, um líkt
leyti semur hann Eroicu. Þessi
konsert er sá eini af píanókonsert-
um hans sem skrifaður er í moll,-
c-moll, og minnir um margt á sin-
fóníuformið frekar en áður skrif-
aða einleikskonserta, þrátt fyrir
sína þijá þætti, og teknískt mjög
kreQandi einleikshlutverk. Þýskur
píanóleikari, Christian Zacharias
að nafni, kom í stað íslensks
píanóleikara og flutti einleiks-
hlutverkið af miklu öryggi og
raunar glæsilega. Túlkun hans á
konsertinum var e.t.v. á mörkun-
um að vera um of rómantísk og
skarpari útlínur, sérstaklega í
fyrsta og síðasta þætti, hefði und-
irritaður kosið, en „músiseraður"
var konsertinn frá upphafí til enda
og Largo-kaflinn í sinni furðulegu
tóntegund E-dúr, miðað við c-
moll, var mjög fagurlega mótað-
ur. Hljómsveitin og Sakari fylgdu
píanóleikaranum vel, þó brá fyrir
of lítilli æfíngu og á stöku stað
hélt ég að Sakari ætlaði á stund-
um að missa af Zacharias. í áætl-
un hljómsveitarinnar var að
íslenskir píanóleikarar flyttu kon-
serta Beethovens. Ástæðan sem
kynnt er í efnisskrá fyrir því að
Jónas Ingimundarson lék ekki ein-
leikshlutverkið nú nægir ekki sem
skýring á því að íslendingur sat
ekki á píanóbekknum. Sem form-
aður verkefnavalsnefndar hefði
Jónas.átt að sjá til þess að annar
íslendingur kæmi í hans stað, ella
að spila konsertinn sjálfur, svo
áætlunin héldist.
Eftir hlé kom að því sem allir
biðu eftir. „Nóttin á herðum okk-
ar“, ljóðasinfónía eftir Atla Heimi
Sveinsson við ljóð Jóns Óskars.
Ekki er mögulegt eftir eina hlust-
un að skrifa endanlega niðurstöðu
um verk sem þetta. Atli hefur
orðið mikið vald í meðhöndlun á
möguleikum hljómsveitarinnar og
leikur sér með litbrigði og hljóma-
samsetningar, og dauður má sá
áheyrandi vera sem lætur sér leið-
ast á meðan Atli hefur orðið.
Margt má upp telja um verkið
sjálft sem skiptist í ellefu þætti,
Prelúdiu, fjögur Millispil, Postlud-
ium og fímm ljóð sem sungin eru
og sönglesin voru af tveim sænsk-
um söngkonum, Marianne Eklöf
mezzo og Ilonu Maros, sem sungu
ljóðin á íslensku, sem e.t.v. var
misráðið, því nokkum tíma tók
að átta sig á því, á hvaða tungu-
máli sungið var. Verk af þessari
gerð þurfa mikla æfingu og þegar
um frumflutning er að ræða á
íslensku verki er óafsakanlegt
annað en að skipuleggja hlutina
þannig að æfingaleysi þurfí ekki
að koma niður á flutningnum. En
hvað um það, „Nóttin á herðum
okkar" með töfrum sínum og
furðuverkum hreif mig og svo
virtist vera um fleiri, ef marka
má undirtektir.
Framhald Vík-
ingslælgarættar
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Pétur Zophaníasson:
Víkingslækjarætt IV.
Skuggsjá. Bókabúð Olivers
Steins SF.
1988. 432 bls.
Á árunum 1931—1936 samdi
hinn mikilvirki ættfræðingur Pét-
ur Zophaníasson (d. 1946) ætt-
fræðiritið Víkingslækjarætt, sem
er niðjatal hjónanna Guðríðar Eyj-
ólfsdóttur (f. 1688) og Bjama (f.
1679) hreppstjóra og síðast bónda
á Víkingslæk á Rangárvöllum
Halldórssonar. Af þessu geysi-
mikla niðjatali komu út fjögur
hefti á árunum 1939—1943 og
fímmta heftið 1972. Talsvert var
þá eftir óprentað af niðjatalinu.
Ný útgáfa af þessu ritverki
hófst árið 1983. Þá kom út I.
bindi; II. bindi kom árið 1985, III.
bindi 1986 og nú birtist IV. bindi.
Mun þá eitt bindið, hið fímmta,
vera eftir.
í fyrstu bindunum þremur var
það efni sem áður hafði verið
prentað. Fyrstu tvö bindin voru
ljósrituð útgáfa hinnar fyrri, en
engu að síður allmikið leiðrétt.
Þriðja bindið var endurskoðuð út-
gáfa og var þá allur textinn settur
á ný.
Ættforeldrar Víkingslækjar-
ættar, Bjami og Guðríður, áttu
17 böm og eru ættir raktar frá
11 þeirra (hér merkt liðir a-1). í
þremur fyrstu bindunum var lokið
að rekja liðina a-g. Það sem eftir
var að prenta og enn lá í handriti
var því fjórir liðir: h-liður (Stefán
Bjamason), i-liður (Ólafur Bjama-
son), k-liður (Gizur Bjamason) og
1-liður (Kristín Bjamadóttir). Sá
háttur er nú hafður á að í fjórða
bindinu koma i-, k- og 1-liðir, en
h-liðurinn er geymdur til síðasta
bindis. Er ætlunin að rekja hann
til ársins 1980 eða þar um bil.
Aðrir liðir em hins vegar einungis
raktir fram um 1940 eða eins og
Pétur'Zophoníasson gekk frá því.
Niðjatalstexti þessarar bókar er
193 bls. En þess ber að gæta að
hann er bæði afar samþjappaður
og prentaður fremur smáu letri.
Niðjatal Ólafs Bjamasonar er sýnu
Pétur Zophoníasson
lengst, 135 bls., og hefur hann
því bersýnilega orðið kynsæll. Aft-
ur á móti urðu niðjar Gizurar
Bjamasonar mjög fáir og komast
þeir fyrir á einni blaðsíðu. Kristín
Bjamadóttir átti allmarga afkom-
endur og eru þeir taldið á bls.
137-193.
Á eftir niðjatalinu fara nokkrar
leiðbeiningar sem gerðar hafa ver-
ið við fyrstu þijú bindin.
Að því búnu kemur geysilegur
flöldi mynda af niðjum og mökum
þeirra. Eru þær rífur helmingur
bókar eða um 230 bls.
Þegar Pétur Zophoníasson féll
frá var það efni sem er í þessu
bindi í drögum. Sonur Péturs,
Zophonías, endurskoðaði drögin
og hreinritaði þau. Síðan hefur
Theódór Ámason yfirfarið það
handrit og búið til prentunar. Páll
Lýðsson, Sigurður Sigurðarson og
Finnbogi Guðmundsson hafa safn-
að þeim mikla ijölda mynda sem
hér er að fínna og hlýtur það að
hafa verið ærin vinna. Sá síðast-
taldi hefur jafnframt annast pró-
farkalestur.
Vel virðist frá þessari bók geng-
ið að öllu leyti og er hún mikill
fengur ættfræðiunnendum. Sér-
staklega verður mikils virði að fá
fimmta og síðasta bindið, því að
þar mun koma fram allsheijar-
nafnaskrá yfír verkið allt.