Morgunblaðið - 04.02.1989, Síða 20

Morgunblaðið - 04.02.1989, Síða 20
20 r ' MORGUNBEAÐIÐ’ 'LAUtfAJlD'AGUR ‘4. FEBRÚA!R ’Í989 Fylgstmeð embættistökunni Carlos Andres Perez sór á fimmtudag embættiseið forseta Venesúela. Perez sem er 66 ára að aldri er sjöundi forseti landsins frá því það var lýst lýðveldi árið 1958. Um 2.000 manns fylgdust með athöfn- inni þ.á m. fulltrúar 24 erlendra ríkja. Á myndinni sjást þeir Felipe Gonzales, forsætisráðherra Spánar, og Fidel Castro Kúbúleiðtogi en fulltrúi Bandaríkja- stjómar var varaforseti landsins Dan Quayle. Hann notaði tækifærið og ræddi við Gonzales, Jose As- cona, forseta Hondúras, og Jose Samey, forseta Brasilíu og mun umræðuefnið einkum hafa verið erlend skuldasöfiiun ríkja Mið- og Suður-Ameríku. Quayle lýsti yfír því við komuna til Venesúela að hann hygðist ekki ræða við þá Castro og Daníel Ortega, forseta Nicaragua og gagnrýndi Jimmy Carter, fyrmrn Bandaríkjaforseta, sem var viðstadd- ur athöfnina, harðlega fyrir að hafa rætt við þann síðamefnda. Jarðskjálftinn í Armeníu: Fimm börn send á banda- rískt sjúkrahús í Þýskalandi Washington. Reuter. FIMM börn, sem slösuðust alvar- lega í jarðskjálftanum í Armeníu í Sovétríkjunum, voru send með flugvél á bandarískt hersjúkra- hús í Vestur-Þýskalandi á fimmtudag, að sögn utanríkis- ráðuneytisins. Talsmaður ráðuneytisins, Charl- es Redman, sagði, að flogið yrði með 30 böm til viðbótar frá Sov- étríkjunum í næstu viku, og væri þetta í fyrsta sinn, sem til slíkra flutninga hefði komið, síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Það era bandárísk, sovésk og vestur-þýsk stjómvöld, sem staðið hafa sameiginlega að þessu verki- efni, auk alþjóðlegu hjálparsamtak- anna „Verkefni von“. Redman sagði að þau böm, sem misst hefðu útlimi og væra mjög veik, þörfnuðust sérstakrar umönn- unar. Þau era á aldrinum tveggja til sautján ára Flogið var með bömin fímm frá Moskvu til Frankfurt og þaðan vora þau flutt í bandaríska hersjúkrahús- ið í Wiesbaden, þar sem þau dvelj- ast, þar til öraggt verður um heilsu þeirra. Eftir það mun „Verkefni von“ koma þeim, svo og bömunum 30, fyrir á sjúkrahúsum f Banda- ríkjunum. Þúsundir manna létu lífíð í jarð- skjálftanum, sem skók Armeníu 7. desember síðastliðinn, og hundrað þúsunda urðu heimilislaus. Alfredo Stroessner veit úr sessi: Valdaskeiðínu lauk eins og það hófst Asuncion. Reuter. ALFREDO Stroessner, forseti Paraguay, sem steypt var í fyrri- nótt, hafði haldið um stjórnvöl- inn i 34 ár. Enginn ráðamaður hefúr verið jafii lengi við völd á Vesturlöndum. Hann komst til valda 1954 með sama hætti og hann missti völdin, með herbylt- ingu. Batt hann þá enda á 27 ára tímabil, sem einkenndist af stjórnleysi og upplausn, en 22 forsetar sátu á þeim tima, flestir mjög stutt. Hermt er að Stroessn- er hafi verið farinn að sýna merki aldurs upp á síðkastið og að hann hafi verið hættur að átta sig á landsmálunum. Hann er sagður hafa haft yndi af þvi að tefla skák við vini sína, meðal annars þá sem nú hafii mátað hann. Hinn 14. febrúar í fyrra, eða fyrir tæpu ári, var Stroessner end- urkjörinn forseti Paraguay í átt- unda sinn. Hann var frambjóðandi Colorado-flokksins, sem fylgir stefnu ný-fasisma. Stjómarand- stæðingar kvörtuðu jafnan undan því sem þeir kölluðu ólýðræðislega stjómarhætti Stroessners og sögðu að landsmönnum hefðu aldrei verið tryggð lágmarks réttindi. Stroessner hefur sætt harðri gagnrýni utan frá fyrir að fótum- troða mannréttindi og fyrir meðferð sína á pólitískum andófsmönnum. Ekki hvað sízt sætti hann gagnrýni fyrir að skjóta skjólshúsi yfír stríðsglæpamanninn Jósef Mengele, sem bar viðumefnið engill dauðans, en hann stjómaði tilraunum og af- tökum á Gyðingum í hinum ill- ræmdu útrýmingarbúðum nasista f Auschwitz. Mengele flýði til Paraguay eftir stríð en hann er talinn bera ábyrgð á aftökum á um 400 þúsund Gyðingum. Stroessner var hermaður að at- vinnu og þótti hörkutól því hann braut m.a. tvær byltingartilraunir á bak aftur á fyrstu stjómaráram sínum. Hann fæddist 3. nóvember árið 1912 í borginni Encamacion. Faðir hans Hugo var vestur-þýzkur bjórgerðarmaður er flutti frá Bæj- aralandi til Paraguay um aldamót- in. Hann giftist inn í auðuga para- gæska fjölskyldu og varð vellríkur á timburframleiðslu. Að loknu námi í heimaborg sinni hélt Stroessner til framhaldsnáms í Rio de Janeiro en gekk síðan í háskóla hersins í Asuncion. Hann hlaut tign yfírlautinants árið 1932. En sól hans reis hratt því hann var Reuter Andres Rodrignez, hershöfðingi. gerður að höfuðsmanni fyrir fram- göngu sína í stríði Paraguay og Bólívu um Chaco-hásléttuna á áran- um 1932-35. Og árið 1951 var hann gerður að yfirmanni alls heralfa landsins, aðeins 38 ára gamall. Hlé varð reyndar á hermennsku Stroessners því hann var rekinn í útlegð árið 1948 af Higinio Morin- igo, einræðisherra, sem stóð stugg- ur af stjómmálaafskiptum hans. Stroessner sneri fljótt aftur á laun og leyndist meðal bænda unz hann tók við starfi yfirmanns heraflans. Sagðist hann hafa haft gott af vist- inni meðal bænda og gerði það að einu helzta stefnumáli sínu að bæta kjör þeirra og vinna bug á atvinnu- leysi í þeirra röðum. Árið 1967 lét Stroessner breyta stjómarskránni þann veg að hann gæti látið endurkjósa sig sem for- seta eins oft og honum þóknaðist. Hann bjó engan undir að taka við af sér. Hafði hann jafnan fjölmenn- an og öflugan lífvörð um sig og ferðaðist um í skotheldum bíl. Stro- essner lifði meinlætalífi, að sögn stjómarerindreka. Hann var sagður þurfa aðeins fjögurra stunda svefn og var mættur til vinnu klukkan fimm á hveijum morgni. Á kvöldin las hann hemaðarsögu. Kona Stroessner, Eligia Mora, er fyrram kennari. Saman áttu þau synina Gustavo Adolfo og Alfredo Hugo og dótturina Gracielu Concep- cion. Yngri sonurinn, Alfredo Hugo, er giftur dóttur Andres Rodriguez, hershöfðinga, sem rændi Stroessner völdum í fyrrakvöld. Kanadamaður af íslenskum ættum, Sir William Stephenson, látinn; Var einn fremsti njósnafor- ingi Bandamanna í stríðinu KANADAMAÐURINN Sir William Stephenson lést á fimmtudag á Bermúda-eyjum, 93 ára að aldri. Sir William var yfirmaður allrar starfsemi bresku leyniþjónustunnar i Vesturheimi á striðsárunum og átti heiðurinn af þvi að náin samvinna tókst um þau mál milli Breta og Bandaríkjamanna áður en þeir sfðarnefiidu hófu þátttöku í heimstyijöldinni siðari. Saga Stephensons kom út á íslensku 1963 nndir nafninn „Dularfulli Kanadamaðiirinn11 og 1976 kom Út þekkt- ur reyfari, „A man called Intrepid" henson var islenskur í móðurætt. William Stephenson hætti námi sextán ára gamall en hafði áður öðlast góða undirstöðukunnáttu í stærðfræði. í fyrri heimsstyijöld gerðist hann orrustuflugmaður, skaut niður 26 óvinaflugvélar og hlaut orður fyrir afrek sin. Að styij- öldinni lokinni hagnaðist hann vel í viðskiptum og fann auk þess upp tæki til að senda ljósmyndir þráð- laust. Um hríð var Stephenson heimsmeistari í léttþungavikt áhugamanna í hnefaleik. Árið 1940 réðu Hitler og fylgis- menn hans yfír meginhluta Vest- , sem byggðist á ferli hans. Step- ur-Evrópu, að Bretlandi undan- skildu. Engar Iíkur virtust á því að Bandaríkjamenn hæfu þátttöku í stríðinu við hlið Breta; einang- runarstefna var enn rfkjandi í landinu. Talið var nauðsynlegt að auka áróður fyrir málstað Banda- manna í Bandarfkjunum. Winston Churchill, forsætisráð- herra Bretlands, fól Stephenson að stjóma þessu verkefni og starfsemi leyniþjónustu breska heimsveldis- ins í Norður- og Suður-Ameríku. Skyldu Stephenson, sem hafði að- seturrí New York, og starfsmenn hans m.a. láta Bandaríkjamönnum f té breskar uppfinningar í vísind- um, þjálfa njósnara til starfa í Evrópu, reyna að leysa dulmál óvinaþjóða og fylgjast með skipa- ferðum til og frá álfunni. Talið var mögulegt að Bretland félli fyrir heijum Hitlers og Bretar yrðu að beijast gegn nasistum í Evrópu frá stöðvum í Norður- Ameríku, með stuðningi skæraliða- flokka í Bretlandi sjálfu. Eitt af verkefnum Stephensons var að láta þjálfa menn til skæruhemaðar og var í því skyni komið á fót æfínga- búðum í auðnum Kanada. Margir þessara manna voru síðan sendir til hemámssvæða Þjóðveija. Alls munu um 1000 manns hafa starfað fyrir Stephenson í Bandaríkjunum og 2000 samanlagt í Kanada og Rómönsku Ameríku. Njósnaafrekum Stephensons var að verulegu leyti haldið leyndum fram yfír 1970 og bar lítið á honum í heimi Qölmiðla. Þess ber þó að geta að hinn frægi höfundur James Bond-sagnanna, Ian Fleming, er var leyniþjónustumaður á stríðsár- unum, var mikill aðdáandi Stephen- sons. Sagði hann Stephenson hafa verið „einn helsta leyniþjónustu- manninn í síðasta stríði.“ Aríð 1945 gegndi Stephenson lykilhlutverki varðandi rannsókn Gouzenko- málsins svonefnda. Sovéski njósn- arinn Igor Gouzenko gaf sig þá Kanadamönnum á vald og urðu upplýsingar hans til þess að land- ráð visindamannsins Klaus Fuchs, sem afhenti Sovétmönnum kjamor- kuleyndarmál, vora síðar afhjúpuð. 1987 var tekið blaðaviðtal við Stephenson í tilefhi útkomu hinnar umdeildu bókar „Njósnaveiðar- ans.“ Þá sagði hann m.a. að hann væri sannfærður um að fyrrum yfírmaður bresku leyniþjónustunn- Reuter Sir William Stephenson. Móðir hans, Guðfinna, var af islensku bergi brotin. Stephenson missti foreldra sína barnungur og var þá tekinn i fóstur af Islending- um, Stephenson-hjónunum i Winnipeg, er síðan ættleiddu hann. ar, Sir Roger Hollis, hefði verið sovéskur gagnnjósnari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.