Morgunblaðið - 04.02.1989, Side 28

Morgunblaðið - 04.02.1989, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1989 Námskeið í stoftiun og rekstri fyrirtælga Eingöngu ætlað konum NÁMSKEIÐ í stofnun og rekstri fyrirtœkja fyrir konur verður hald- ið í samvinnu Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. og Iðntæknistofaun- ar fslands dagana 10. og 11. febrúar og dagana 17. og 18. febrúar. Iðntæknistofhun íslands hefur undanfarin ár haldið þessi námskeið og hafa rúmlega 200 konur sótt þau. Námskeiðið er ætlað konum sem reka fyrirtæki, taka þátt í rekstri fyrirtækja, hyggjast stofha fyrir- tæki eða þeim, sem hafa áhuga á og vilja firæðast um rekstur fyrir- tækja. Fram til þessa hefur nám- skeiðið eingöngu verið haldið í Reykjavík. Konur úti á landsbyggð- inni hafa því ekki fengið tækifæri til að sækja námskeiðið nema með því að koma til Reykjavíkur. Markmiðið með námskeiðunum er að gera konum kleift að kynnast þeim atriðum, sem skipta máli í sambandi við stofnun og rekstur fyrirtækja. Námskeiðið er 26 timar og verður haldið fostudag og laug- ardag, fimm tímar á föstudegi og átta tímar á laugardegi tvær helgar í röð. Námskeiðið hefur verið lengt um ellefu tima frá'því sem áður var. Námskeiðsefnirtu hefur verið skipt niður í sjö þætti: Stofnandi og stjómun, stofnun fyrirtækis, markaðssetning, flármál, skipu- lagning, heimsókn úr atvinnulífinu og framtíðarsýn fyrirtækisins. Kennarar verða starfsmenn Iðn- tæknistofnunar íslands, en einnig munu starfsmenn Iðnþróunarfélags EyjaQarðar hf. aðstoða við kennsl- una og í heimsókn koma lögfræð- ingar, endurskoðandi og atvinnu- rekandi á svæðinu. Reynsla ITÍ og annarra nám- skeiðshaldara á Norðurlöndunum sýnir að konur taka miklu frekar þátt í námskeiðum, sem sérstaklega em ætluð þeim. Helstu ástæður munu vera þær að konur eiga auð- veldara með að tjá sig innan um aðrar konur heldur en í blönduðum hópi. Konur leggja aðrar áherslur á Qölskyldutengsl og böm, sem hefur áhrif á umræður. Konur leggja áherslu á eflingu sjálfs- trausts og tengsl við aðrar konur með svipuð framtíðaráform. Konur ræða um viðskiptahugmyndir sínar á opinskárri hátt en karlar og kon- umar em vandvirkari, segir í frétt frá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar hf., en það mun bjóða upp á rekstr- arráðgjöf til handa þeim konum, sem þess óska eftir að námskeiði lýkur. Morgunblaðið/Rúnar Þór Hótel Varðborg hefur nú skipt um eigendur og verður opnað eftir gagngerar endurbætur undir heitinu Hótel Norðurland um miðian apríl. Hótel Varðborg seld Hótel Norðurland opnað um miðjan apríl Ferðaskrifstofa Akureyrar og Flugfélag Norðurlands, auk nokk- urra fleiri fyrirtækja og einstaklinga á Akureyri, hafa keypt Hótel Varðborg af Góðtemplarareglunni á Akureyri sem rekið hefiir hótelið undanfarna áratugi. Kaupverð fékkst ekki upp gef- ið, en nýir eigendur stefiia að því að opna nýtt hótel um miðjan apríl næstkomandi undir nafiiinu Hótel Norðurland. Um það bil hálfur mánuður er nú liðinn frá því að fyrst var farið að ræða kaupin. Gengið var frá þeim í fyrradag, en formlega verð- ur ekki gengið frá stofnun hlutafé- lags um reksturinn fyrr en í næstu Sölustofhun lagmetis: Sovétmenn kaupa fyrir 250 mílljónir á árinu viku. Hótel Varðborg hefur nú þegar verið lokað og hafin er vinna við gagngerar endurbætur á hús- næðinu, að sögn Gísla Jónssonar, framkvæmdastjóra Ferðaskrif- stofu Akureyrar. „Við höfum í hyggju að eyða bæði tíma og fjár- munum í að gera hótelið að góðu ferðamannahóteli. Hótelið býður upp á þijátíu herbergi, þar af tíu með snyrtingu og baði. Breytingar verða gerðar á gestamóttöku og matsala verður fyrst og fremst fyrir hópa á Hótel Norðurlandi,“ sagði Gísli. Ekki hefur verið geng- ið frá rekstrarformi hótelsins, en áfram mun Ferðaskrifstofa Akur- eyrar sjá um að taka niður pantan- ir og gefa upplýsingar, eins og verið hefur til þessa. Leikklúbburmn Saga: Morgunblaðið/Rúnar Þór Theódór S. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sölustofiiunar lagmetis, og Sergey Bylym, viðskiptafúlltrúi ' Sovrybflot, undirrituðu sölusamninga á Akureyri í gær fyrir yfirstandandi ár og er þetta í fyrsta skip- tið sem samningar eru undirritaðir á Akureyri. Lengst tíl hægri stendur Kristján Jónsson, en hann framleiðir hátt i 50% af því sem fer frá íslandi inn á Sovétmarkað. Lengst til vinstri er Gísli Már Ólafs- son, skrifstofústjóri hjá K. Jónssyni, sem þátt tók i samningaviðræðunum. Samningar undir- ritaðir á Akur- eyri í gær S AMNINGAR hafa náðst við Sov- étmenn um kaup þeirra á lag- meti frá íslandi fyrir fimm millj- ónir doilara á árinu 1989 eða sem svarar til 250 milljóna islenskra króna. Hækkunin frá því i fyrra nemur 2,8% og upp í 8% eftir tegundum. Minnst varð hækkun- in á síldartegundum, en mest á þorsklifúr. Samkvæmt ramma- samningi þjóðanna ber Sovét- mönnum að kaupa lagmeti frá íslandi fyrir minnst Qórar millj- ónir dollara og mest fyrir fimm og hálfa milljón dollara. Samningaviðræður hófust á milli Sovrybflot og Sölustofnunar lag- metis í desembermánuði. Þá héldu þeir Theódór Halldórsson fram- kvæmdastjóri Sölumiðstöðvarinnar, og Gísli Már Ólafsson, skrifstofu- sljóri hjá K. Jónssyni á Akureyri, til Sovétríkjanna. Viðræðunum var sfðan fram haldið í Reykjavík f jan- úarmánuði. Samningar tókust um magn og verð og voru samningar undirritaðir á Akureyri f gær. Samningurinn tekur til fímm framleiðsluvara, sem sjö fyrirtæki í lagmetisiðnaði framleiða, en alls eru á landinu tíu lagmetisfýrirtæki. Um 60% af þeirri framleiðslu, sem fer á Sovétmarkað, er frá Norður- landi. Gaffalbitar koma frá K. Jóns- 8yni og KASK á Homafírði. Kiyddsfldarflökin eru framleidd hjá K. Jónssyni og Lifrarsamlagi Vest- mannaeyja. Léttreykt síldarflök koma frá Norðurstjömunni í Hafn- arfírði. Reykt sfldarflök koma frá Egilssfld á Siglufírði og niðursoðin þorsk- og ufsalifur koma frá Lifrar- samlagi Vestmannaeyja, Norður- stjömunni í Hafnarfirði, Pólstjöm- unni á Dalvík og frá Hik sf. á Húsavík fari svo að það fyrirtæki starfí áfram. Rúmlega 20% af heildarlagmetis- iðnaðinum hér á landi fer á markað í Sovétríkjunum. Undir venjulegum kringumstæðum er vestur-þýski markaðurinn stærstur, um það bil 35%. Að sögn Theódórs hefur sá markaður hinsvegar minnkað á síðustu vikum og mánuðum um 90% vegna andstöðu við hvalveiðar ís- lendinga. Tuttugu og sex ár eru nú liðin frá því að Sovétmenn hófu að kaupa af íslendingum lagmeti og var samningurinn í fyrra sá stærsti sem gerður hefur verið frá upphafi. Hann hljóðaði upp á sex milljónir dollara. Theódór sagði að nýi samningurinn nú væri því sá næststærsti. Theódór sagðist vera mjög ánægður með þennan nýgerða samning og í sama streng tók við- skiptafulltrúi Sovrybflot, Sergey Bylym, sem undirritaði samninginn fyrir hönd Sovétmanna. Bylym sagði verðið mjög sanngjamt og að sérstök ánægja ríkti með gæði þeirra lagmetisvara, sem kæmu frá Islandi. Tekur þátt í sanmorrænu leikverki Unglingaleikhópnum Sögu á Akureyri hefúr verið boðin þátt- taka í samnorrænu leikverki. Saga tók þátt i þessu sama verkefni, er nefiidist Fenris, er því var hrundið af stað árið 1985. Nú hefúr verið ákveðið að endurtaka þetta undir heitinu Fenris II og er áætluð leikferð um öll Norður- löndin frá júni til loka júli. Loka- sýningin verður á Akureyri. Leikritið er allt unnið í sameiningu af unglingaleikhópum frá öllum þjóð- unum og fjallar það um sex systk- ini, sem fara að leita að því sjöunda, sem hefur verið rænt. Ýmsar hættur verða á vegi þeirra svo sem eldgos og hraun auk þess sem draugamir úr þjóðsögum okkar íslendinga koma við sögu. Leikklúbburinn Saga hefur starfað í tólf ár og er ei'ni unglingaleik- hópurinn á landinu. Saga er jafn- framt aðili að Bandalagi íslenskra leikfélaga. Einnig hefur Saga verið í samstarfi við vestur-þýska leiklista- miðstöð, sem kom kom til Akureyrar sumarið 1987 og sett'i þar upp götu- leikhús ásamt meðlimum í Sögu. Götuleikhúsið var á vegum Banda- lags íslenskra leikfélaga. Nú er áætl- að að setja upp einþáttunginn „Skemmtiferð á vígvöllinn" undir leikstjóm Araórs Benónýssonar, leik- hússtjóra Leikfélags Akureyrar. Stefnt er að frumsýningu um miðjan marsmánuð-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.